Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 4
4 G MGRGUNBLAÐIÐ. BUNNUÐAGUR 10. FEBRÚAR 1991 Schwarzkopf: „Réttur maður á réttum stað.“ Norman Schwarzkopf hers- höfðingi spáði stríði við Persa- flóa fyrir átta árum og mótaði hernaðaráætlun bandamanna Snurðulaus samvinna: Hershöfðinginn ásamt Fahd Saudi-Arabiukonungi. ATHYGLISVERÐ breyting hefur orðið á Norman Schwarzkopf hershöfðingja síðan hann tók við yfirstjórn bandaríska herliðsins í Saudi-Arabíu í fyrra. Þegar fyrstu bandarísku hermennirnir komu þangað var hann rogginn og herskár og fór háðulegum orðum um íraska herforingja, sem hann kallaði „samsafn þorpara“. Hann lét í Ijós þá skoðun að flestir hermenn Iraka væru „ömurlegir“, talaði digurbarkalega um skotgetu Bandaríkjamanna og sagði að sérhver árásaraðili tnundi fá „makleg málagjöld“. egar óveðursskýin hrönn- uðust upp varð hann æ alvarlegri í tali. Hann ræddi um þær hörmung- ar, sem af því gæti hlotizt ef barizt yrði í marga mánuði, talaði um „böl styijalda“ tveggja aðila, sem „reyndu að gera út um ágreining sinn með því að drepa eins marga úr liði andstæðingsins og þeir gætu“, og hvatti George Bush forseta til þess svo að lítið bar á að veita her- liði Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra nokkurra vikna frest í viðbót til þess að gera því kleift að Ijúka undirbúningi sínum. „Ef valið stendur á milli þess að deyja eða að þrauka í sólskininu fram á næsta sumar er síðari kost- urinn ekki slæmur," sagði hann nokkrum vikum áður en stríðið hófst og virtist varkárari en emb- ættismenn í vam- armálaráðuneyt- inu, Pentagon, sem vildu skjóta lausn. „Ég flana ekki út í orrustu; ég er enginn Cust- er hershöfðingi," bætti hann við og vitnaði þar með til herforingjans, sem bar ábyrgðina á ósigrinum fyrir Sioux-indíánum við Little Bighom 1876. Skapbráður Schwarzkopf er ekki aðeins æðsti yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra við Persaflóa heldur sannfærandi talsmaður þess í sjónvarpssendingum, sem sjást um allan heim. Hann er þekktur fyrir að vera skapmikill og tala tæpitung- ulaust, en er sagður hæfur skipu- leggjandi, stjómmálamaður og stjómandi. Þótt hann sé oft ómyrkur í máli hefur hann forðazt lausmælgi á borð við þá sem varð herráðsfor- seta bandaríska flughersins, Michael Dugan hershöfðingja, að falli í haust. Dugan hafði talað óvarlega um loftárásir á Bagdad. Aður en Sch- warzkopf fór til Persaflóa sagði hann við systur sína að hann mundi „framkvæma allar skipanir, en tryggja að mannfall yrði eins lít- ið og mögulegt væri“. í haust kvaðst hann hvorki vera „dúfa“ né „hauk- ur“, en gæti ef til vill talizt „ugla ... það er nógu vitur til að skilja að gera verður allt sem í mannlegu valdi stendur til að afstýra styijöld, en sýna fulla hörku þegar stríð hef- ur verið ákveðið og beita öllum til- tækum ráðum til þess að leiða það til lykta eins fljótt og auðið er með sigri.“ Fáir af æðstu yfirmönnum banda- ríska heraflans eru eins litríkir og Schwarzkopf, sem er hár og þrek- inn, og sagt er að miklar andstæður séu í fari hans. Hann er 56 ára gamall og einn reyndasti herforingi Bandaríkjamanna. Hann barðist tví- vegis í Víetnam, var talinn herskár og óragur við .að taka áhættu og var annar æðsti yfirmaður innrásar- innar í Grenada á Karíbahafi 1983. Schwarzkopf hefur aldrei skort sjálfstraust og sjálfstraust hans hef- ur aukizt og haft góð áhrif á baráttu- þrek hermanna hans síðan Persaf- lóadeilan hófst fyrir sex mánuðum. Að þessu leyti hefur hann þótt minna á Patton og Montgomery. Hann er kröfharður og oft hefur verið kvart- að yfir bráðlyndi hans, en flestir æðstu menn bandaríska heraflans eru sammála um að hann sé manna hæfastur til að stjóma stríðinu. „Dugleysi og meðalmennska era eit- ur í hans beinum," segir Robert Sennewald hershöfðingi. „Hann er rétti maðurinn til að stjórna átökun- um.“ Björninn Haft er fyrir satt að Schwarzkopf kunni betur við sig meðal hermanna sinna á vígstöðvunum en við skrif- borð sitt. „Hann lætur sér annt um hermenn sína og vill komast hjá miklu mannfalli," segir William S. Carpenter hershöfðingi, yfirmaður Bandaríkjahers í Kóreu sem barðist með Schwarzkopf í Víetnam. Hann talar við þá á máli, sem þeir skilja, og það þótti lýsa hlýhug þegar óbreyttir hermenn veittu honum við- umefnið „Stormin’ Norman“ á sín- um tíma. Schwarzkopf hefur einnig verið kallaður „bjöminn“ og er sagður kunna betur við það auknefni. Vinir hans segja að hann hafi fengið það þegar hann gegndi herþjónustu í Alaska og stundaði veiðar af kappi einn síns liðs, oft í 10 tíma á dag. Hann er einnig góður sjónhverfinga- maður og var eitt sinn félagi í alþjóð- afélagi töframanna. Hann talar frönsku og þýzku reiprennandi og greindarvísitala hans hefur mælzt 170 stig. Hann hefur unun af hljóm- kviðum Tsjaikovskíjs og er hreykinn af nýjum stígvélum, s.em hann hann- aði fyrir hermennina í eyðimörkinni. Tveir vopnaðir, óeinkennisklæddir lífverðir era alltaf í fylgd með Sch- warzkopf, þegar hann þrammar um götur Riyadh og heimsækir herbúðir í auðninni. Hann ber tvö armbands- úr, því að hann vill ekki aðeins vita hvað klukkan er á vígstöðvunum við Persaflóa heldur einnig hvað hún er á heimavígstöðvunum í Washington. Hershöfðingjastjörnur Schwarz- kopfs eru orðnar fjórar og hann sezt í helgan stein í sumar eftir 35 ára þjónustu. Gamall vinur hans segir að hann hafi keppt að því frá barn- æsku að ná lengra en faðir hans og nafni, sem var einnig hershöfðingi. Norman Schwarzkopf eldri var yfir- maður ríkislögreglunnar í New Jers- ey og rannsakaði ránið og morðið á syni flugkappans Charles Lind- berghs. Seinna fól Franklin D. Ro- osevelt forseti honum að hjálpa keis- aranum í íran að koma á fót ríkislög- reglu. Gömul tengsl Ahugi Schwarzkopfs yngra á Mið- austurlöndum hófst þegar hann bjó í Teheran hjá föður sínum 12 ára gamall. H. Norman Schwarzkopf, eins og hann heitir fullu nafni, fædd- ist 22. ágúst 1934 í Trenton í New Jersey. Eftir Teherandvölina dvald- ist hann í Sviss, Þýzkalandi og á Ítalíu og árið 1956 brautskráðist hann frá herskólanum í West Point. Hann varð 42. af 485 foringjaefnum, sem útskrifuðust um leið og hann, gerðist foringi í fótgönguliðinu og ERLEND HRIMCSfA eftir Gudmund Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.