Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 t SIGFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Háeyrarvöllum 10, Eyrarbakka, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 8. febrúar 1991. Jarðarförin ákveðin síðar. Vandamenn. Móðir okkar. t ÞORSTEINA SÓFUSDÓTTIR, Strandaseli 7, andaðist aðfaranótt 8. febrúar á Landakotsspítala. , Alexander Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Guðmunda Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL S. BERNHARÐSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 8. febrúar. Hjalti Þorsteinsson, Þorsteinn Hjaltason, Jónina Arndal, Kristján Óli Hjaltason, Helga Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, KJARTANS ÓLAFSSONAR frá Haukatungu, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Bílferð verður frá Hótel Borgarnesi kl. 11.00. Páll Kjartansson, Jóhann Kjartansson. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN H. GÍSLADÓTTIR, Bústaðavegi 67, verður jarðsungin fra ' Bustaðakirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Stefán Sigurdórsson, Finnbogi S. Guðmundsson, Sigríður Sigurþórsdóttir, Svavar Stefánsson, Dagrún Sigurðardóttir, Sigurdór Stefánsson, Guðný Steinþórsdóttir, Jón Á. Stefánsson, Sigrún Högnadóttir, Helga Stefánsdóttir, Sveinn Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG PÉTURSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Hjartavernd njóta þess. Björgvin Ólafsson, Guðjón H. Hannesson, Tryggvi Þ. Hannesson, Valdís Vilhjálmsdóttir, Grétar Hannesson, Sigrún Steingrímsdóttir, Guðni J. Hannesson, Valgerður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA JÓNSDÓTTIR, Smáraflöt 37, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Þorvaldur Ó. Karlsson, Karl Þorvaldsson, Elín Inga Garðarsdóttir, Ólöf Þorvaldsdóttir, Unnar Órn Stefánsson, Þorvaldur Ó. Karlsson, Valgerður R. Karlsdóttir, Heiðrún R. Unnarsdóttir. Minning: Vemharður Sveinsson mjólkursamlagsstjóri Fæddur 7. apríl 1914 Dáinn 1. febrúar 1991 Mánudaginn 11. febrúar verður til moldar borinn frá Akureyrar- kirkju Vernharður Sveinsson, fv. mjólkursamlagsstjóri. Vernharður var fæddur 7. apríl 1914 að Nesi í Grýtubakkahreppi. Foreldrar hans voru hjónin -Sigur- laug Vilhjálmsdóttir og Sveinn Þórð- arson bóndi og síðar hóteistjóri á Hótel Gullfossi á Akureyri. Systkini Vernharðar voru Guðrún Magnússon, ekkja Magnúsar V. Magnússonar fv. sendiherra og Þórðar Sveinsson, (látinn) var giftur Jenný Jónsdóttur. Vernharður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Maríu Sveinlaugsdóttur, 1940. Foreldrar hennar voru Svein- laugur Helgason, útgerðarmaður á Seyðisfírði, og kona hans, Rebekka Kristjánsdóttir. Vernharður og María voru ákaflega gestrisin og mjög ánægjulegt að koma til þeirra, á þeirra fallega heimili á Laugar- götu 2. Vernharður hóf störf hjá Mjólkur- samlagi KEA aðeins 15 ára gamall og starfaði þar því sem næst óslitið til 77 ára aldurs eða í u.þ.b. 62 ár og hlýtur því að hafa verið með al- hæsta starfsaldur hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þegar hann lét af störf- um sl. haust. Vernharður hóf nám í mjólkuriðn hjá Mjólkursamlagi KEA undir handleiðslu Jónasar heitins Krist- jánssonar, mjólkursamlagsstjóra, eins aðalfrumheija nútíma mjólkur- iðnaðar hérlendis. Jónas var mjög kröfuharður um gæði og frágang þeirra vara, sem framleiddar voru í t Faðir minn og tendafaðir, STEFÁN KRISTJÁNSSON, Faxabraut 13, Keflavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Hermann Stefánsson, Guðrún Jensdóttir. t Bróðir minn, INGI BJÖRN ÍVARSSON frá Djúpavogi, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Jónlina ívarsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GYÐA HJÁLMTÝSDÓTTIR HEIÐDAL, Birkimel 10, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Jóhanna L. Heiðdal, María Heiðdal, Hilmar Heiðdal, Anna Heiðdal, Hjálmtýr Heiðdal, Vilhjálmur S. Heiðdal. Þór Magnússon, Hrefna Smith, Þorsteinn Björnsson, Anna K. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför ÁGÚSTAR FLYGENRING og virðingu sýnda við minningu hans. Guðbjörg Fiygenring, Ingólfur Flygenring, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Magnús Flygenring, Hildur Guðfinnsdóttir, Þóra Flygenring, Sigurður Arnórsson, Unnur Flygenring, Gunnlaugur Bjarnason og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VALGEIRS ÓLAFSSONAR, Álfaskeiði 64, B6, Hafnarfirði, áður Mjósundi 3. Pálína Kr. Þórarinsdóttir frá Úlfsá, Ómar Valgeirsson, Elín Birna Árnadóttir, Valgeir Árni Ómarsson, Aníta Ómarsdóttir. mjólkursamlaginu, enda fór af því orð um alllt land, og viss ljómi og stolt yfir þeirri fjölbreyttu iðnaðar- uppbyggingu, sem átti sér stað á Akureyri á þeim tíma. Árið 1934 fór Vernharður til framhaldsnáms til Danmerkur og nam mjólkurfræði við Ladelund mej- eriskole og útskrifaðist þaðan vorið 1935. Kynni hans af dönskum mjólkuriðnaði voru honum mjög lær- dómsrík og minnisstæð og ræddi hann oft um kynni sín af því ágæta fólki, sem hann kynntist meðan hann dvaldi í Danaveldi. Er heim kom hóf hann störf hjá mjólkursamlaginu, við framleiðslu en síðar á skrifstofu, sem aðstoðar- maður mjólkursamlagsstjóra. Þegar Jonas lét af störfum fyrir aldurs sakir 1966, var Vernharður ráðinn sem mjólkursamlagsstjóri og gegndi því starfi til ársins 1982, en vann síðan áfram hjá mjólkursamlaginu við skrifstofustörf allt fram á síðasta haust. í mjólkursamlagsstjóratíð Vem- harðs var hið nýja og glæsilega mjólkursamlag á Akureyri byggt og það vígt með viðhöfn 19.júní 1980. Vemharður átti sæti í stjórn Osta- og smjörsölunnar sf. frá 1974 til 1986 og reyndist þar hinn ágætasti liðsmaður, hafði góða yfirsýn og þekkingu á málefnum mjólkuriðnað- arins og gætti vel hagsmuna sinna umbjóðenda, jafnframt því sem hann tók fullt tillit til samstarfsaðilanna og reyndi ávallt að stuðla að sáttum og samstöðu um lausn mála. Við Vernharður áttum mjög gott samstarf meðan hann veitti mjólkur- samlaginu forstöðu og hygg ég að það hafi orðið fyrirtækjunum sem við stóðum fyrir til mikils góðs og mjólkuriðnaðinum í heild til fram- dráttar. Ég minnist einnig margra góðra stunda bæði hérlendis og erlendis sem við áttum með honum og Maríu, við laxveiðar fyrir norðan eða kynn- isferðir til að afla upplýsinga' og kynnast mjólkuriðnaði annarra þjóða. Ég kynntist Vernharði bæði í starfi og leik, þar fór drengur góður. Við Unnur vottum Maríu og öðr- um aðstandendum innilega samúð okkar. Óskar H. Gunnarsson Blómastofa Friöfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.