Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTOÐAGUR l. MARZ 1991
íslensk tunga í íslensk-
um sjónvarpsstöðvum
eftir Ólaf Oddsson
Hér á landi eru, sem kunnugt
er, tvær íslenskar sjónvarpsstöðv-
ar. Önnur þeirra ákvað skyndilega
að bijóta reglugerð um þýðingar-
skyldu í því skyni að geta flutt
fréttir á ensku beint frá stríðinu.
Og menntamálaráðuneytið hljóp
þá til og verðlaunaði hlutaðeigandi
með því að rýmka hér um reglur,
þ.e. draga úr skyldum við íslensk-
una. Fordæmið er harla vafasamt,
svo ekki sé meira sagt. Hvað á að
gera ef það hendir eitthvert ung-
mennið að brjóta reglur í skóla,
t.d. ef nemandi er drukkinn í náms-
ferð? Á þá bara að hlaupa til og
afnema reglumar?
Eftir þessa undarlegu afgreiðslu
ráðuneytisins ákvað hin sjónvarps-
stöðin, sem Rikisútvarpið rekur,
að fara út á sömu braut og hefja
beinar endurvarpssendingar frá
bresku sjónvarpsstöðinni Sky. Hér
hefur líklega vakað fyrir mönnum
að veita ekki lakari fréttaþjónustu
en samkeppnisaðilinn og færa
þeim, er kunna vel ensku, fréttir
beint af vettvangi. — Ég hef lengi
haft taugar til Ríkisútvarpsins og
hef því yfirleitt brugðist vel við,
þegar fulltrúar þess hafa beðið
mig um að tala þar eða annast um
skeið þætti um móðurmálið og
meðferð þess. — En ég verð að
segja það eins og er, að þessar
beinu útsendingar á ensku geta
ekki talist frambærilegar, hvorki
fyrir Sjónvarpið né Stöð tvö. Fyrir
því má færa margvísleg rök:
Rök fyrir íslensku
1) I íslenskum sjónvarpsstöðvum
hlýtur móðurmálið að vera það
mál, sem þar er talað eða þar birt-
ist. Þannig er það í enskum,
spænskum og þýskum stöðvum,
og þannig á þetta auðvitað að vera
hér, ef stöðvamar vilja kallast ís-
lenskar, enda er íslenskan opinbert
mál hér á landi.
2) Allmargir íslendingar, eink-
um böm og aldraðir, skilja ekki
ensku. Hver er réttur þessa fólks?
Geta íslenskar sjónvarpsstöðvar
horfið frá því að veita þessu fólki
ákveðna þjónustu, ef það talar ís-
lensku, en skilur ekki ensku?
3) Það kom fram í fréttum
Morgunblaðsins 10. þessa mánað-
ar, að meirihluti útsendingarefnis
íslensku sjónvarpsstöðvanna væri
þá óþýtt fréttaefni, en mikill hluti
efnisins, sem fýrir er, er einnig á
ensku, sem kunnugt er. Ef þetta
eiga að teljast íslenskar stöðvar
er þetta öldungis fráleitt. Ef þetta
eru íslenskar stöðvar, hlýtur það
að vera eitt meginmarkmið þeirra
að efla íslenska tungu og menn-
ingu. — Mig minnir nú reyndar,
að háttvirtir útvarpsráðsmenn hafi
gert samþykkt fyrir nokkmm árum
(1985) um „málstefnu“. Mig
minnir, að þar hafi verið fjallað
um fræðslu- og uppeldishlutverk
útvarpsins, sem eigi að efla ís-
lenska tungu, og allt, sem frá
stofnuninni komi, skuli vera á
vandaðri íslensku. Ekki efa ég, að
útvarpsráðsmenn hafa viljað vel í
þessum efnum. En ég fæ ekki ski-
lið, að beinar fréttaútsendingar á
ensku geti verið í samræmi við
þessa málstefnu.
4) Reglur eru til hjá íslenskum
fréttastofum um að segja beri frá
málum frá ólíkum hliðum og í deil-
um eða átökum eigi ólík viðhorf
að koma fram. Gervihnattafrétta-
stofumar uppfylla ekki kröfur um
hlutleysi. Flest er þar séð með
ensk-amerískum augum, og „við“
erum í stríði. Auk þess eru flestar
fréttir, sem stríðsaðilar leyfa,
vandlega ritskoðaðar. Herforingjar
ráða því, hvað „við“ sjáum.
5) Og þá er komið að ritstjórnar-
ábyrgð. Sá sem birtir eitthvert efni
ber á því vissa ábyrgð. Stundum
birtast óhugnanlegar myndir í
sjónvarpsfréttum. Fréttamenn
vara þá viðkvæmt fólk við, og böm
og viðkvæmir ættu þá ekki að
horfa á fréttir um stund. Slíkar
myndir birtast í gervihnattafrétt-
unum. Fylgi þeim viðvaranir er lík-
legt, að börn og aldraðir skilji það
ekki. Slíkar myndir geta haft
hræðileg áhrif á börn og viðkvæm-
ar sálir. Hver ber hér
ritstjómarábyrgð?
6) Þá er það metriaður eða
sjálfsvirðing. Það getur varla sam-
ræmst íslenskum metnaði, að vold-
Hafnarfjörður
Höfum fengið í einkasölu þetta glæsilega hús við miðbæ
Hafnarfjarðar. Húsið var allt endurbyggt árið 1985. Rúm-
góður bílskúr. Eign í mjög góðu ástandi. Verð 14 millj.
S: 685009-685988
ÁRMÚLA21
DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI.
ugustu og áhrifamestu tækin, hin-
ar íslensku sjónvarpsstöðvar, verði
allt í einu gerðar að endurvarps-
stöðvum. Þessar stöðvar gegna þá
svipuðu hlutverki og endurvarps-
stöðin á Eiðum gegnir fyrir Ríkis-
útvarpið. Hafi menn einhvem lág-
marksmetnað, þá hljóta menn að
sjá, að þetta er út í hött.
7) Og síðast en ekki síst, þá er
það blessað móðurmálið okkar.
Áhrif enskunnar hafa verið afar
mikil hér á landi hin síðari ár. Og
nú er í sumum fréttum horfið frá
þýðingarskyldunni, skyldunni við
íslenskuna. Morgunblaðið birti 27.
janúar sl. álit fjögurra mikilhæfra
sérfræðinga um áhrif útsendinga
erlendra sjónvarpsstöðva á ís-
lenska tungu, þegar til lengri tíma
er litið. Þeir virtust allir sammála
um, að þetta geti haft skaðleg
áhrif. Ýmsir aðrir sérfróðir menn
hafa og sett fram svipaðar skoðan-
ir. — Fáeinir menn hafa sagt, að
sjónvarpið hafi hér engin áhrif. Því
fylgir enginn rökstuðningur, enda
hafa rannsóknir sýnt fram á geysi-
sterk áhrif sjónvarpsins.
Sumir telja það einangranar-
stefnu að vera á móti því að dreg-
ið sé úr skyldum við íslenskuna.
Þetta er ekki mjög gáfulegt. Menn
geta keypt sér diska fyrir slíkar
sendingar og ættu að geta bundist
samtökum um það. — Þá hafa
aðrir sagt, að við ættum að „vera
opin fyrir“ erlendum menningar-
áhrifum, og skal undir það tekið.
En harla undarlegt er að tala um
menningu í sambandi við stríð og
hönnungar.
Ég hef hér leitast við að
rökstyðja það, að íslenskar sjón-
varpsstöðvar verði að nota ís-
lensku, þ.e. í ræðu, endursögn eða
texta. Annað er óframbærilegt að
minni hyggju.
Viðhorf Jóns Sigurðssonar
Við verðum að átta okkur á
Ólafur Oddsson
„En ég verð að segja
það eins og er, að þess-
ar beinu útsendingar á
ensku geta ekki talist
frambærilegar, hvorki
fyrir Sjónvarpið né
Stöð tvö.“
því, hvaða hagsmunir eru hér í
húfi. íslensk menning og tunga
gerðu okkur að sjálfstæðri þjóð og
sterk tengsl era milli máls og þjóð-
ar. Jón Sigurðsson forseti fjallaði
m.a. um þessi efni í Nýjum félags-
ritum 1842. Hann sagði þar:
„Því betur sem málið er vandað,
því betur sem það heldur þeim ein-
kennum, sem því era Iagin, og því
fullkomnara og fjölhæfara sem það
er, því meiri andi lýsir sér í allri
athöfn þjóðarinnar. Og það er
sannreynt í allri veraldarsögunni,
að með hnignun málsins hefur
þjóðunum hnignað, og viðrétting
þess eða endursköpun hefur fylgt
eða öllu heldur gengið á undan
viðréttingu eða endursköpun þjóð-
anna.“ — En Jón bendir einnig á,
að meðferð málsins verði þó að
bera vitni um hugsunarmáta hvers
höfundar og hverrar aldar.
— Þessi orð era einkar athyglis-
verð og þau eiga erindi við okkur,
er sumir menn virðast ekki gera
sér grein fyrir gildi móðurmálsins
Skáld nætur og
skuggaheims
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Ulf Gudmundsen: NATTENS
FLORA. Surrealist-lyrik og
enkle vers. Omslag af Wilhelm
Freddie. Poul Kristensens For-
lag 1990.
Danska skáldið Ulf Gudmunds-
en hélt fyrir fjórum árum upp á
fimmtugsafmæli sitt og í fyrra
voru liðin tuttugu og fímm ár frá
útkomu fyrstu bókar hans. í þvi
tilefni kom út ný ljóðabók eftir
Gudmundsen, Nattens Flora.
Auk ljóðagerðarinnar hefur Ulf
Gudmundsen skrifað nokkrar bæk-
ur um myndlistarmenn og fímmta
ferðabók hans, Asiatiske glimt
(Poul Kristensens Forlag), kom út
1989. Gudmundsen segir einkum
frá ferðum um Austurlönd fjær og
hefur sérstakan áhuga á búddisma
(einkum Zen) og mystík. Hann er
nú menningarritstjóri dagblaðsins
Vestkysten.
Gudmundsen er einn af liðs-
mönnum súrrealismans og hefur
tekið ástfóstri við súrrealíska
myndlist. Meðal myndlistarmanna
sem hrífa hann er Álfreð Flóki sem
á sínum tíma myndskreytti bækur
eftir Gudmundsen. Nokkur ljóð
hefur Gudmundsen ort um Flóka
og skrifað um myndlist hans. Gud-
mundsen kom hingað til lands fyr-
ir mörgum árum og var sú för að
hluta súrrealísk.
í tímaritinu Hrymfaxe (nr. 4,
1990) er þeirri spurningu beint til
Gudmundsens hvort réttlæta megi
súrrealismann á .þessum síðustu
tímum. Um það efast Gudmundsen
ekki. Hann segir að súrrealisminn
sé ekki „ismi“ í venjulegum skiln-
ingi heldur hugarástand og njóti
sín einkar vel, einnig hjá þeim sem
ekki séu súrrealistar. Hugsaðu til
dæmis um markaðsmálin eða
horfðu á sjálfan þig í spegli, ráð-
leggur hann spyrjandanum.
Nattens Flora er vissulega
súrrealísk bók, en það má jafnvel
nota raunsæisstimpil á hana, eink-
um þegar fjallað er um ýmsa afk-
ima mannlífsins. Undirheimar
skuggabarnanna era Gudmundsen
kærkomið yrkisefni. Aftur á móti
getur hann vel tekið undir með
málaranum Ensor sem í sam-
nefndu ljóði er látinn rita með
ósýnilegu bleki: „Skynsemin er/
óvinur listarinnar."
Ljóðið samnefnt bókinni er til-
einkað landa Gudmundsens, súr-
realíska málaranum Hans Henrik
Lerfeldt, sem lést í fyrra. í þessu
ljóði (og fleiri ljóðum Gudmunds-
ens) er munúð og kæti og skilning-
ur á kynlífí sem ekki er alltaf eft-
ir uppskrift. Svipa, háhæluð stíg-
vél og sokkabönd virðast m.a.*
ómissandi. Stemmningar ljóðanna
eru oft hinar svörtu rómantísku
þár sem óhugnaður er aldrei langt
og því, hvað er hér í húfi.
Ásókn enskunnar
Áhrif enskunnar hafa verið afar
sterk hér á landi hin síðari ár. Hér
má nefna kvikmyndir, en þar era
leikarar yfirleitt Bretar eða Banda-
ríkjamenn og mál mjög séð með
þeirra augum. Myndbönd, dægur-
lög, auglýsingar og skemmtiþættir
eru oft á ensku. Þar er fjallað um
ástir og unað, hamingju og sól-
skin. Þetta hefur auðvitað sín áhrif,
og verða kennarar varir við það. I
íslenskum fréttum er hins vegar
oft íjallað um atvinnuleysi, gjald-
þrot, kreppu, siðleysi, landflótta
o.fl. Hvernig væri að flytja oftar
fréttir af því ánægjulega og gleði-
lega?
Hér er um geysimikla hagsmuni
að ræða. Ég hef áður í greinar-
komi (í Nýjum menntamálum 1.
tbl. 7. árg.) reynt að útskýra þetta
nánar. Hér verður rúmsins vegna
að vísa til þess, hafi einhver áhuga
á því efni.
Hvað getum við þá gert and-
spænis ásókn enskunnar? Margt
hefur verið vel gert, t.d. þegar
bókaskatturinn var afnuminn og
íslenskar bækur lækkuðu í verði.
— Nauðsynlegt er að efla íslenska
kvikmyndagerð og stuðla sem
mest að því, að skemmtiefni ung-
menna verði á íslensku. Efla þarf
skólanna. Þar er víða unnið mjög
gott starf við erfíðar aðstæður.
Auka þarf móðurmálskennslu í
skólum, en of fáir tímar era í þeirri
grein, og einnig er æskilegt, að
aðbúnaður í ýmsum skólum verði
bættur. Þá þarf að reyna að efla
einingu þjóðarinnar og reyna að
draga úr fáfræði og fordómum,
sem vaða hér uppi.
Þetta kostar nokkurt fé, en
hræddur er ég um, að þetta allt
yrði ekki til mikils, ef sjónvarps-
stöðvarnar, voldugustu og áhrifa-
mestu fjölmiðlarnir hér á landi,
verða að mestu leyti enskar eða
amerískar. Vilji menn efla og
auðga íslenska tungu í raun er það
lífsnauðsynlegt, að þessi tæki séu
íslensk. Þar á að tala íslensku,
skemmtunin á að vera íslensk —
og fréttimar á íslensku.
Höfundur er íslenskufræðingur
og kennari.
Ulf Gudmundsen
undan, en allt virðist þó yndislegt
innan sinna marka.
Segja má að ljóðin í Nattens:
Flora séu of stranglega byggð, of
hnitmiðuð til að vera í anda hins
gamla góða súrrealisma þar sem
hugmyndaflugið tekur tíðum völd-
in og ekki er nauðsynlegt að skýra
allt. Það er þó alltaf eitthvað í ljóð-
um Gudmundsens sem vekur
áhuga lesandans, en ljóðin eru
nokkuð misjöfn, sum eilítið tilgerð.
Öll eru þau læsileg. Blaðamaðurinn
og ferðamaðurinn eru á sínum stað
í þeim.
Nattens Flora er afar snotur bók
eins og fleiri bækur Gudmundsens,
kápumynd Freddies (brautryðjandi
meðal danskra súrrealista) gefur
fyrirheit um dulúð þess skugga-
heims sem skáldið Ulf Gudmunds-
en hefur gert að sínum.