Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSJTUfiAGyR, 1. ,MARZ,1991 Super Liposome Concentrate Um bindindis- og áfengisvarnir 12 IILSANDER Fréttabréf Stórstúku Islands um áfeng- is- og bindindismál FYRIR ANDLIT | JILSANMR FYRIR AUGU FYRIR HENDUR EINSTAKUR HANDÁBURÐUR Vímuefnavandinn eykst Samkvæmt tölum frá Áfengis- verslun ríkisins var heildarneysla áfengis síðastliðin þrjú ár, sem hér segir: 1988: 3,35 lítrar á mann 1989: 4,13 lítrar á mann 1990: 3,93 lítrar á mann Enginn vafi er því á áhrifum áfengs öls á þessa neikvæðu þróun. En verst af öllu er að brugg og smygl hefur aldrei verið meira. Samfara þessu stóraukast glæpir. Tvö morð um eina helgi svo tekið sé dæmi af handahófi. Það er nátt- úrulega til of mikils mælst að þeir, sem stuðluðu að þessari öfugþróun, skammist sín. Sem dæmi um mál- flutning þeirra er nýlegt viðtal við einn þeirra þingmanna, sem sam- þykktu bjórinn. Hann segir: „Töl- FYRIR AUGAÐ - FYRIR FRAMTÍÐINA NYTT UTASJÓNVARP FRA PHIUPS Philips hefur þróaö nýtt sjónvarpstæki. Það gildir einu frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þetta tæki; listræflu eða tæknilegu. Hugboðið, sem útlitið vekur, staðfesta einstakir eiginleikar þess við nánari kynni. Hvaðskalnefna?: Sannfærandi litaskil eða skýrleika myndarinnar, jafnvel við dagsbirtu. Philips er brautryðjandi NICAM kerfisins á norðurlöndum. - Með NICAM nálgast hljómgæðin diskaspilara. Næm og fjölþætt móttökutækni og stafrænt stýrikerfi frá Philips annast öll mynd- lit- og hljómskil með þeim hætti að unun er að horfa á og hlýða. Endahnúturinn er hér bundinn með svokallaðri DTI-tækni. (Digital Transient Improvement). DC2070er 28 tommu tvímyndatæki (mynd í mynd). Hægt er að hafa litla mynd í skjáhorninu af annarri útsendingu en verið er að fylgjast með, eða skoða þannig myndband. Ennfremur er tækið búið „Super VHS“ inngangi til að skila einstaklega vel vídeóupptökum sem gerðar eru með nýjustu tökuvélunum fyrir almenning. Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI691515 * Kringlunni SÍMI6915 20 Ó somuhqjuík, urnar um einhliða aukningu eru villandi. Mér finnst þetta ekki hafa orðið að þeim ógnvaldi sem spáð var — nema síður sé.“ Það er athyglisvert að sami þing- maður segir í sama viðtali litlu síð- ar: „Ég geri mér ljóst að þingmenn hafa ekki á sér gott orð. Ég er hræddur um að það sé þeim sjálfum að kenna...“ • Framundan eru kosningar til Alþingis. Ég hvet kjósendur til að kynna sér afstöðu þingmanna til áfengismála áður en þeir greiða atkvæði. Vinsælt fræðsluefni: Fávís og fjölvís 1990 gaf Stórstúka íslands út fræðslurit um vímuefni fyrir yngstu bekki grunnskólans. Ritið heitir Fávís og fjölvís og er þýtt og stað- fært. Elísabet Jensdóttir og Jón Tómasson sáu um útgáfuna. Fyrsta upplag er nú á þrotum og annað í undirbúningi. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að styrkja útgáfuna með framlagi úr gæsluvistarsjóði. Póllandssöfnun Ingþórs Allt frá árinu 1982 hefur Ingþór Sigurbjörnsson undir nafni IOGT sent ógrynni varnings til þurfandi fólks í Póllandi. í fyrstu var móttak- andinn Renata Rimler læknir, for- stöðukona barnaheimilis fyrir nauð- stödd börn í Lodz. Síðan hafa send- ingamar verið til kaþólsku kirkj- unnar í Olszyn, sem séð hafa send- ingamar verið til kaþólsku kirkj- unnar í Olszyn, sem séð hefur um dreifingu í Póllandi. Fjölmargir aðil- ar á íslandi, þar á meðal Eimskip, hafa greitt fyrir þessari starfsemi. Arnór Hannibalsson lektor hefur aðstoðað Ingþór við bréfaskriftir. 1985 kom pólski biskupinn í Olsz- yn, Jan Oblak, í heimsókn til ís- lands og átti meðal annars fund með Ingþóri og forystumönnum Stórstúkunnar. I sumar fór Ingþór ásamt Arnóri og Jóni Ögmundi Þormóðssyni stjómarráðsfulltrúa til Póllands. Þá hefur forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir veitt Ing- þóri Sigurbjömssyni Fálkaorðuna fyrir stórmerkileg mannúðarstörf. Umdæmisstúkan nr. 1 huridrað ára 31. maí 1990 varð Umdæmis- stúka Suðurlands hundrað ára. Af- mælisins var minnst með hátíða- fundi þar sem Ólafur Jónsson Hafn- arfirði hélt aðalræðu. Ennfremur sagði Sverrir Jónsson, sem var eins og Ólafur umdæmistemplar í mörg ár, frá starfi Umdæmisstúkunnar nr. 1 á árunum 1940-60 en þá voru haldnir fjölsóttir útbreiðslufundir á Suðurlandi um bindindismál. Um- dæmisstúkan nr. 1 stofnsetti fyrsta heimili fyrir drykkjusjúka að Kumb- aravogi í Stokkseyrarhreppi og rak það þar til lögunum um gæsluvist- arsjóð var breytt og slík starfsemi sett undir Kleppsspítalann. =¥AFLEX= TREFJAGIPSPLÖTUR ÁVEGGI, LOFTOGGÓLF KANTSKURÐUR SEM EGG ÖRUGGTNAGLHALD A BRUNAFLOKKUR VIÐURKENNTAFELDVARNA- EFTIRLITI RÍKISINS HOLLENSK GÆÐAVARA ►.Þ0B6RIMSS0W & C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Þá samþykkti Umdæmisstúkan undir forystu Jóns Gunnlaugssonar umdæmistemplars að setja á stofn og starfrækja heimili að Skálatúni í Mosfellssveit fyrir vangefin og þroskaheft börn. Fyrstu stjðrn skip- uðu: Jón Gunnlaugsson formaður, Páll Kolbeins gjaldkeri, Guðrún Sig- urðardóttir, Máría Albertsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Nú eru í stjórn Skálatúns af hálfu Umdæm- isstúkunnar Gunnar Þorláksson og Helga Hobbs ásamt fulltrúa frá foreldrafélaginu og því opinbera. Hér verður aðeins minnst á Jaðar og það mikla starf, sem Reykvískir templarar ráku þar í áratugi. Erum við þá komin að því máli, sem hæst hefur borið hin síðari ár og vafalítið mun halda nafni Um- dæmisstúkunnar lengst á lofti: bindindismótin. Á vorþingi Um- dæmisstúkunnar 1960 kom fram tillaga frá framkvæmdanefnd um ferð í Húsafellsskóg um, verslunar- mannahelgina en sú helgi var valin vegna mikillar ölvunar og slysa á þeim tíma. Á Húsafell komu bæði sunnan- og norðanmenn og mark- aði samkoman tímamót. Mótsnefnd skipuðu: Kjartan Ólafsson, Einar Hannesson og Jón Kr. Jóhannesson. Næsta ár 1961 var mótið aftur haldið á Húsafelli en 1962 var það flutt til Norðurlands að Reykjum í Hrútafirði og mótsstjómin saman- stóð bæði af Sunnlendingum og Norðlendingum. Þetta mót var að því leytinu sérstætt að þar var hald- inn stórstúkufundur undir stjórn Ólafs Þ. Kristjánssonar, stórtempl- ars. Árin 1963-66 voru mótin aftur haldin að Húsafelli. 1964 var sam- þykkt skipulagsskrá fyrir Sumar- heimili templara en höfuð verkefni þess var bindindismótið og stjórn kosin: Gissur Pálsson, Ólafur Jóns- son, Hreiðar Jónsson, Guðrún Guð- geirsdóttir og Sigurður Jörgenson. Gissur Pálsson var formaður og hann var formaður mótanna að Húsafelli árin 1964-68 og eftir að starfið færðist í Galtalækjarskóg. Árið 1966 var síðasta mótið haldið að Húsafelli. Því nú yfirtók Ung- mennasambandið staðinn undir for- ystu Vilhjálms Einarssonar skóla- stjóra í Reykholti og formanns sam- bandsins. Hófst nú leit að góðum framt- íðarstað. Mótin voru orðin svo vin- sæl að úr mörgum áttum bámst ábendingar. Meðal þeirra, sem leit- að var til um staðarval var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Hann benti á Hraunteig, Þórsmörk, Þjórs- árdal og Dráttinn skóglendi í Merki- hvols- og Galtalækjarlandi og varð sá staður fyrir valinu. íslenskir ungtemplarar voru frá upphafi sam- starfsaðilar að bindindismótinu þó óformlegt væri. En með breytingri á skipulagsskrá Sumarheimilis templara 9. okt. 1969 gengu ís- lenskir ungtemplarar í umdæmi Umdæmisstúkunnar nr. 1 formlega til samstarfs og sem sameignaraðil- ar að Sumarheimili templara. Var þá kosin ný stjórn Sumarheimilis- ins: Frá Umdæmisstúkunni nr. 1: Ólafur Jónsson, Guðrún Guðgeirs- dóttir og Hreiðar Jónsson. Frá ís- lenskum ungtemplurum í umdæm- inu: Erlendur Björnsson, Kristján Þorsteinsson og Sigdór Karlsson. Frá Stórstúku^ íslands: Stefán H. Halldórsson. Ólafur Jónsson var formaður frá 1969 til 1981 en Ólaf- ur var umdæmistemplar í 13 ár. í Galtalækjarskógi hafa risið all- margir sumarbústaðir, sem stúk- urnar eiga. Tveir eru á vegum Ein- ingarinnar, einn eiga Hafnfirðingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.