Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
ÉG VERÐ BARA
AÐ GEFA..
Litið í bréf frá Sylviu Plath
BRÉF frá Sylviu nefnist leikrit sem frumsýnt verður í kvöld á Litla
sviði Þjóðleikhússins. Leikritið fjallar um bandarísku skáldkonuna
Sylviu Plath, sem varð goðsögn — ekki alveg í lifanda lífi — en um
leið og hún svipti sig lífi, 31 árs gömul. Hún bjó þá í Bretlandi og
þótti með bestu þáiifandi skáldum á enska tungu. Skáldsaga henn-
ar, „The Bell Jar“, var nýkomin út, en hún fjallar um örlagaríkt
sumar í lífi Sylvíu; sumarið þegar hún var 19 ára og vann smásagn-
asamkeppni þar sem verðlaunin voru mánaðardvöl í New York, þar
sem hún starfaði sem meðritstjóri hjá tímaritinu Mademoiselle.
Sylvia ásamt móður sinni, Aurelíu og bróður sinum, Warren.
Sylvia Plath fæddist 27. október
1932. Foreldrar hennar voru Aurel-
ia, sem var af austurrískum ættum,
og Otto Plath, sem var af þýskum
ættum. Foreldrar Sylviu höfðu
kynnst í háskólanum í Boston, þar
sem Otto kenndi meðal annars
þýsku og var kennari Aureliu eina
önnina. Um vorið, eftir að prófum
lauk, hafði þessi virðulegi maður
þegar ákveðið að Aurelia skyldi
verða kona hans — jafnvel þótt
aldursmunurinn væri mikill, eða
21 ár.
Otto Plath var af gamla skólan-
um, hvað varðaði heimilislíf og
þrátt fyrir að kona hans væri með
háskólagráðu, óskaði hann eftir því
að hún helgaði sig honum og heim-
ilinu — sem hún og gerði. Bömin
urðu tvö, Sylvia og Warren, sem
er tveimur og hálfu ári yngri en
Sylvia. í inngangi að bók, sem
hefur að geyma öll þau bréf sem
Sylvia skrifaði móður sinni, má lesa
á milli línanna að ekki hefur þessi
unga kona átt hamingjurík ár með
manni sínum. Það kom fljótlega í
ljós að hann þjáðist af illkynja sjúk-
dómi. Aureliu grunaði að Otto
væri með krabbamein en hann
þvemeitaði að fara til læknis. Allt
heimilislífíð snerist í kringum Otto.
Hann hélt áfram kennslu og fyrir-
lestmm, þótt heilsu hans hrakaði
dag frá degi. Aurelia segir frá því
að oftar en ekki hafí hann komið
heim að vinnudegi loknum, og bók-
staf.ega dottið niður í næsta sófa
og þangað færði hún honum kvöld-
verð.
Þegar Sylvia var átta ára, var
Otto Plath orðinn mjög þjáður og
í ljós kom að hann hafði fengið
drep í annan fótinn. Þá loksins lét
hann til leiðast að láta Iækni líta
á sig. Sjúkdómsgreiningin var syk-
ursýki á mjög alvarlegu stigi -og
þurfti að fjarlægja fótinn. En Otto
hafði þumbast við of lengi, afnám
fótarins dugði ekki til og nokkmm
vikum seinna lést hann.
Aurelia fór að kenna og það var
hart í ári fyrstu misserin hjá henni
og bömunum. Hún sýndi mikið
æðmleysi ög vildi ekki láta bömin
sjá sorg sína. Það kom henni samt
mikið á óvart, þegar hún mörgum
ámm seinna las í texta eftir Sylv-
iu: „Móðir mín hafði aldrei tíma til
að syrgja föður minn.“ Og víst
vom það orð að sönnu, því Aurelia
Plath helgaði sig bömunum alger-
lega upp frá þeim degi. Sylvia sýndi
engin viðbrögð, fór í skólann, dag-
inn eftir að faðir hennar lést — hún
var dul og í bók sem vinur hennar,
breski bókmenntagagnrýnandinn
A. Alvarez, ritaði, „The Savage
God — A study of suicide", eftir
dauða Sylviu, leiðir hann rök að
því að áfallið hafí verið henni svo
þungbært að á endanum hafí það
leitt til sjálfsvígs hennar.
Sylvia Plath var fyrirmyndar
nemandi. Tók hæstu próf í gegnum
allt skólakerfíð, fékk stöðugt styrki
til náms, meira að segja Fullbright-
styrk til náms í Cambridge — en
á þeim tíma, var Fullbright-styrk-
urinn ekki ætlaður nemendum sem
stunduðu nám við Oxford eða Cam-
bridge í Bretlandi. Hún var átta
ára, þegar fyrsta ljóðið hennar birt-
ist á prenti og upp frá því var hún
stöðugt að senda sögur og ljóð til
blaða og tímarita til birtingar og í
verðlaunasamkeppnir. Oftar en
ekki vann hún til verðlauna og sem
fyrr segir, vann hún ferð til New
York, þar sem hún vann um mánað-
artíma við tímaritið Mademoiselle.
Ekki var það hörð vinna og aug-
ljóst að Sylviu þótti lítið til þess
koma að skrifa greinar um tísku
og aðra dægradvöl fyrir konur.
Þama voru nokkrar stúlkur sem
voru í sömu erindagjörðum og
bjuggu þær allar saman á stúlkna-
hóteli — þar sem einnig voru ríkar
heimasætur hvaðanæva úr Banda-
ríkjunum sem biðu þess að giftast
efnilegum, ungum mönnum; lög-
fræðingum og mönnum úr fjár-
málaheiminum.
Stúlkurnar voru tólf og voru
stöðugt í hádegisverðum með ein-
hvetjum vel völdum tólf herrum, á
tískusýningum, alls kyns vörusýn-
ingum, leikhúsum, tónleikum,
kvöldverðum og dansleikjum. Þetta
líf átti ekkert sérstaklega vel við
Sylviu og hún var þeim degi fegin
þegar hún komst heim til sín.
En þar biðu hennar fréttir sem
hún gat ekki tekið. Hún hafði sótt
um að komast á sérstakt námskeið
í ritlist við Smith’s College, en ver-
ið hafnað. Það var meira en hún
þoldi. Hún fór að verða afar slæm
á taugum og eiga erfítt með svefn.
Móðir hennar fór með hana til
læknis, sem Iét Sylviu hafa svefn-
töflur, sem móðir hennar skyldi
skammta henni. En ekki leið á
löngu, áður en Sylvia hvarf, með
svefntöfluboxið. Hún skildi eftir
miða, þar sem sagði að hún hefði
farið út að ganga og hún mundi
koma aftur næsta morgun. í þijá
daga var hennar leitað en án árang-
urs. Þá heyrði Warren, bróðir henn-
ar, stunumar í henni neðan úr kjall-
ara í húsinu þar sem þau bjuggu;
kjallara sem ekki hafði verið notað-
ur árum saman. Sylvia var að rakna
úr rotinu, en hún átti langan og
erfíðan batatíma fyrir höndum. Það
þótti Ijóst að hún hefði í rauninni
ætlað að fyrirfara sér, því hún
skildi engin þannig skilaboð eftir,
að hægt yrði að rekja slóð hennar.
Þetta var ekki í síðasta sinn sem
Sylvia Plath reyndi að fyrirfara sér
og löngu seinna skrifaði hún Ijóðið
„Lady Lazarus," táknrænt ljóð fyr-
ir manneskjuna sem rís upp frá
dauðum:
Ég framdi það aftur.
Tíunda hvert ár
tekst það.
Eins konar gangandi kraftaverk, hörund
mitt
bjart eins og nasísk ljóshlíf,
hægri fótur minn
pappírsfarg,
andlit mitt án drátta, fíngert
júðskt lín.
Flettu burt dulunni
þú Ijandmaður minn.
Fæ ég þér skelfingar?
Nefið, tóttimar, tennumar allar?
Fúl öndunin
mun horfin fyrir kvöld.
Brátt, brátt mun holdið
sem hellisgröfin át orðið
heimavant á mér.
og ég brosandi kona.
Ég er ekki eldri en þrítug
og líkt og köttur skal ég níu sinnum deyja.
Þetta er þriðja sinnið.
Hvílíkt fánýti
að útmá hvem áratug.
Hvílík mergð örþráða.
Hnetubryðjandi múgurinn
hrúgast inn að sjá
þá afsveipa mig uppúr og niðrúr.
Stripptísinn stóri.
Herrar mínir, frúr
þessar eru hendur mínar
hné mín.
Ég er kannski skinn og bein,
en þó er ég söm, sama konan.
I fyrsta sinnið var ég tíu.
Þá var það slys.
Í annað sinnið ætlaði ég
að þrauka og koma ekkert aftur á ný.
Ég skall aftur
einsog skel.
Þau urðu að kalla og kalla
og plokk’af mér orma sem klístraðar perl-
ur.
Að deyja
er list, sem allt annað.
Ég frem’ana fádæma vel.
Ég frem’ana þannig að virðist mér víti.
Ég frem’ana þannig að virðist ekta.
Ég held megi segja ég eigi mér köllun.
Ekkert mál að fremj’ana í klefa.
Ekkert mál að fremj’ana og fara ekki fet.
Það er þessi leikræna
endurkoma um hábjartan dag
til sama staðar, sama andlits, sama grófa
glaðhlakkalega hróps:
kraftaverk
sem leggur mig í rúst.
Krafist er gjalds
fyrir að skoða ör mín, krafist er gjalds
fyrir að hlusta á hjarta mitt.
Það gengur í raun.
Og krafist er gjalds, mjög verulegs gjalds
fyrir orð, fyrir snertingu
eða lögg af blóði
lokk úr hári mér eða bút úr fötum.
Svona, svona Herr læknir
svona Herr fjandmaður.
Ég er hljómkviðan ykkar,
ég er dýrmætið ykkar
skíragullsbamið
sem bráðnar í skræk.
Ég veltist, ég brenn
Haldið ekki að ég vanmeti umhyggju
ykkar [enn.
Aska, aska.
Þið rótið og hrærið.
Hold, bein, hér er ekkert að sjá
sápustykki
giftingarhringur
gullfylling.
Herr Guð, Herr Lúsífer
aðgát
aðgát.
Upp úr öskunni
rís ég með rautt hárið
og ég svelgi karlmenn sem loftið
Eftir þessa fyrstu sjálfsmorðstil-
raun sneri Sylvia sér aftur að nám-
inu. Fyrst í stað hægt. Hún fór
mikið út meðal fólks, tók virkan
þátt í félagsstarfí og fór fyrir al-
vöru að gefa karlmönnum gaum.
En hún gerði miklar kröfur; karl-
maðurinn í lífí hennar átti að vera
andans risi, auk þess sem hann
átti að hafa óaðfinnanlegt útlit. Það
var sama hvaða karlmanni hún
kynntist, hann var annaðhvort ekki
nógu gáfaður — eða ekki*nógu
fallegur. Hún vildi sinn jafnoka í
hvívetna. Að öðru leyti gekk henni
allt að óskum. Þó var dauðinn henni
ákaflega hugleikinn og í bréfi sem
hún skrifar móður sinni frá Cam-
bridge, 9. marz 1956, segir hún
um ljóð sitt „Paradox", sem hún
sendi móður sinni: „Það er auðvitað
táknrænt fyrir hrikalega fegurð
dauðans, og mótsögnina sem felst
í því, að eftir því sem maður lifir
lífinu af meiri ákafa, því hraðar
brennur maður upp og eyðir sér.“
I þessu bréfi kemur skapferli
Sylviu mjög vel í ljós. Hún vinnur
af krafti og einurð þetta fyrra ár
sitt í Cambridge, er mjög virk í
félagslífi og eignast marga vini og
kunningja. Það er Ijóst að hún er
hrókur alls fagnaðar, er skapheit,
glaðlynd, opin og skapandi. Og hún
segir viðhorf sín til lífsins hafa
breyst: „Ég dreifi ástinni sem ég
bý yfir, þessari risastóru þörf til
að gefa (þar sem vandamál mitt
er að vera sjálf ekki elskuð svo
mikið: Ég verð bara að gefa og
fínnst ég hálf kramin, þegar enginn
er nógu sterkur fyrir ákafa minn)
eins og smáskammtalækhir, þeim
sem í kringum mig eru; litlu kon-
unni á salerninu í neðanjarðarlesta-
stöðinni, sem ég breytti úr vél í
manneskju í eina mínútu og faðm-
aði_ hana.
í bréfum hennar þennan vetur
má alls staðar sjá þennan mikla
ákafa. Hún yrkir án afláts og er
að springa af lífsgleði og sköpunar-
krafti, sem nær hámarki þegar hún
hittir Ted Hughes, sem á eftir að
verða eiginmaður hennar. Hún hef-
ur vart hitt hann, þegar hún skrif-
ar móður sinni að loksins hafí hún
hitt jafnoka sinn. Á næstu árum
þróast skáldskapargáfa Sylviu til
betri vegar, svo um munar. Ted
kynnir henni nýja veröld; hann er
mikið náttúrubam og vill helst allt-
af vera í sem nánastri snertingu
við dýr og gróður. Þau hafa aðeins
þekkst í þrjá mánuði þegar þau
gifta sig, með mikilli leynd, í júlí
1956. En þar sem þau þóttu vera
efnilegustu ungskáldin á enska
tungu, var vart hægt að halda
hjónabandinu leyndu nema í fáein-
ar vikur. Næstu fjögur árin vinna
þau Sylvia og Ted af mikilli einbeit-
ingu, eða allt þar .til dóttir þeirra,
Frieda, fæðist, 1. apríl 1960. Syl-
via snýr sér nokkum veginn alfarið
að heitnilisstörfum og umönnun
bamsins, eins og kemur fram í
bréfum hennar frá þeim tíma, og
ljóst er að eitthvað er farið að
hrikta í stoðum hjónabandsins. í
bréfi sem hún skrifar 11. maí, seg-
ir hún: „Ted er farinn að vinna að
staðaldri í stúdíói Merwins, sem
er mikill léttir fyrir okkur bæði.
Það er ómögulegt fyrir hann að
vinna í þessari litlu íbúð, með mig
þrífandi og hugsandi um barnið,
og þegar hann er úti, hef ég stof-
una og skrifborðið út af fyrir mig
og get unnið ... fyrst og fremst er
mér umhugað að Ted hafí frið og
ró. Þá er ég hamingjusöm og hef
ekki áhyggjur af því að mér seinki
með mín skrif um nokkrar vikur
..." Stuttu seinna í sama bréfi, seg-
ir hún: „Kannski var síðasta mánu-
dagskvöld það hamingjuríkasta
sem við höfum átt saman lengi ...“
Næstu mánuði skrifar Sylvia lít-
ið. Hún verður ófrísk að öðru barni
þeirra hjóna, Nick. Þau höfðu flutt
frá London; keypt hús í Devon, þar
sem næði til skrifta var meira en
í London. En ekki var allt sem
sýndist og fljótlega eftir fæðingu
Nicks reyndi Sylvia aftur að fyrir-
fara sér, með því að aka bíl sínum
út af þjóðveginum. Ekki tókst
henni heldur að deyja í þetta skipti.
Á þessum tíma var Ted fluttur út
af heimilinu og Sylvia var ein og
fremur einangruð í Devon. Hún
ákvað því að flytja aftur til London
með börnin. Eftir að hún var orðin
ein, upphófst eitthvert fijóasta
tímabilið á skáldaferli hennar. Hún
lauk við sjálfsævisögu sína, „The
Bell Jar“, ljóð hennar birtust í dag-
blöðum og tímaritum. Hún gaf út
Ijóðabók og gekk vel að skrifa
skáldsögu sem hún hafði lengi ver-
ið með í smíðum.
Veturinn 1962 til 1963 var harð-
ur og kaldur í Bretlandi. Sylvia bjó
ein með börnum sínum í íbúð sem
var erfítt að kynda. Sálarástandi
hennar fór hrakandi dag frá degi.
í bréfi sem hún skrifar móður sinni,
4. febrúar 1963, segist hún ætla
að hitta geðlækni sem hún vænti
mikils af, til að lægja öldurnar í
sál sinni. Þetta var síðasta bréfið
sem hún skrifaði, þvf 12. febrúar,
lokaði hún sig inni í eldhúsi,
snemma morguns, límdi fyrir
glugga og hurð, skrúfaði frá gasinu
í eldavélinni, stakk höfðinu inn í
hana og lést. •
Áður en hún svipti sig lífí, hafði
hún farið með mjólk og brauð upp
í barnaherbergið, til að bömin yrðu
ekki svöng, ef þau skyldu vakna
áður en þýska „au-pair“ stúlkan
hennar kæmi. Hennar var von
klukkan níu, en vegna þess að úti-
dymar voru læstar, komst hún
ekki inn fyrr en klukkan 11.30.
Stúlkan náði strax f hjálp og þegar
komið var að Sylviu, var líkami
hennar enn heitur — en hún var
látin.
Það þykir nokkuð ljóst að í þetta
skipti hafí Sylvia ekki ætlað að
deyja; sjálfsmorðstilraun hennar
hafí aðeins verið hróp á hjálp. Hún
var einmana, þjáð og var undir
yfírgengilegu vinnuálagi. Hún var
illa stödd fjárhagslega og barðist
í bökkum við að framfleyta sér og
bömum sínum. Hún hafði sjálf tal-
að mikið um að loksins hefði hún
svo mikið ti) að lifa fyrir; bæði
börnin og skáldskapinn, en eins og
Alvarez, sem umgekkst hana mikið
á þessu tímabili, segir: „Það er lík-
lega mikið til í því að þegar fólk
er orðið hræddara við ltfið en dauð-
ann, fremur það sjálfsmorð." Syl-
via Plath virkaði alltaf lífsglöð og
hress — allt að því manísk — en
undir niðri bjó óhugnanlegur sárs-
auki, þjáning og ótti, sem kristall-
ast í ljóðum hennar. Og Alvarez
segir í bók sinni: ef ég hefði bara
áttað mig á ástandi hennar ... og
þeir sem ,unna ljóðum Sylviu segja,
enn þann dag í dag: ef heimilis-
hjálpin hefði bara komið aðeins
fyrr ...
texti/Súsanna Svavarsdóttir
þýðing á Lady Lazarus/Friðrika
Benónýs