Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 24
'24
MOKGUNBLAÐIÐ FÖSTUI)AGÍÍE./l'i'MÉZ''i991
SIGUR BANDAMANNAIPERSAFLOASTRIÐINU
Arabaleiðtogar vilja
græða sár stríðsins
Vaxandi kröfur um að Bandaríkin tryggi réttindi
Palestínumanna með því að þrýsta á Israela
Amman, Bahrain, Jerúsalem. Reuter, Daily Telegraph.
VIÐBRÖGÐ í flestum arabalöndum við vopnahlénu í Persa-
flóastríðinu voru léttir þótt víða gætti biturðar vegna klofningsins
sem innrás íraka í Kúveit og gagnaðgerðir bandamanna ollu.
Sárin eftir sjö mánaða hatramma deilu sem endaði með blóðugri
styrjöld og auðmýkingu íraka verða ekki grædd samstundis en
athygli vekur að sáttfýsi gætir nú þegar. Málgagn stjórnarflokks-
ins í Sýrlandi sagði arabaþjóðir ekki eiga annan kost en leita sátta
og slá striki yfir fortíðina. Talsmenn Jórdana tóku í sama streng.
Reuter
Trúarleiðtogar múslima í Alsír í göngu til stuðnings írak „í stríði
og friði“ eftir að vopnahlé komst á í gær.
Margir ráðamenn í arabaríkjum
segja að Vesturlönd verði nú að
sjá til að þess að framfylgt verði
ályktunum _ Sameinuðu þjóðanna
þar sem ísraelum er gert að
tryggja mannréttindi Palestínu-
manna. „Sem stendur er mikil-
vægast að hefja pólitískar viðræð-
ur, ljúka þessu óhugnanlega stríði
svo að það verði að baki,“ sagði
Ibrahim Izzedin, upplýsingamála-
ráðherra Jórdaníu á blaðamanna-
fundi í gær. Hann sagðist ekki
gera ráð fyrir langvarandi klofn-
ingi í röðum arabaþjóða, „við
þörfnumst hvers annars“.
Er Izzedin var spurður hvernig
ætti að þvinga ísraela til að hlíta
ályktunum SÞ svaraði hann: „Ég
held að þú verðir að spyija Bush
Bandaríkjaforseta. Hann gekk
geysihart fram í að framfylgja
öðrum ályktunum.“ Ráðherrann
hvatti til þess að hafnar yrðu þeg-
ar í stað_ alþjóðlegar aðgerðir til
aðstoðar írökum við að reisa landið
úr rústum. Jórdönsk stjómvöld
reyndu að Sigla milli skers og báru
í átökunum en talið er fullvíst að
þorri íbúanna hafí stutt íraka.
Háttsettur embættismaður í
Marokkó, sem sendi fámennt her-
lið til vamar Saudi-Arabíu, sagði
að ekki mætti til þess koma að
írakar yrðu auðmýktir og þeir
yrðu að halda landsvæði sínu
óskertu. Almenningur í arabaríkj-
um Norður-Afríku hefur víða tekið
þátt í fjöldafundum til stuðnings
Saddam en ekki er ljóst hve mik-
ils hann verður metinn eftir að
hafa beðið svo algeran og smánar-
legan ósigur í landhemaðinum.
Líbanir, sem hafa þurft að búa
við mannskæða borgarastyijöld í
15 ár, fögnuðu vopnahlénu og
vona að það sé upphaf þess að
komið verði á víðtækum friði í
Mið-Austurlöndum. „Engin þjóð
gerir sér betur grein fyrir því en
við að stríð merkir dauða, eyði-
leggingu og harmleik," sagði ro-
skinn kaupmaður í höfuðborginni
Beirut þar sem allt hefur verið
með friðsamlegu móti undanfarn-
ar vikur eftir að vopnahlé var sam-
ið milli stríðandi fylkinga. „Við
viljum ekki einu sinni stríð gegn
óvinum okkar.“
Málgagn sýrlenska stjórnar-
flokksins, al-Baath, ræddi um
„bijálæðisleg mistök“ Saddams en
bætti við: „Þrátt fyrir alla erfíð-
leika eru arabaþjóðirnar færar um
að standa saman andspænis mikl-
um áföllum og harmleik.“
Baker til Mið-Austurlanda
George Bush Bandaríkjaforseti
skýrði frá því í ávarpi sínu aðfara-
nótt fimmtudags að hann hygðist
senda James Baker utanríkisráð-
herra til Mið-Austurlanda og
myndi hann kanna horfur á varan-
legum friði. Ekki er enn ljóst hven-
ær Baker heldur af stað né heldur
hvaða lönd hann heimsækir en
bandarískur embættismaður úti-
lokaði ekki að fyrsti áfangastaður-
inn yrði ísrael. Yitzhak Shamir,
forsætisráðherra Israels, hefur
nýlega sagt að komi til þess að
reynt verði að ná víðtækum friðar-
samningum í Mið-Austurlöndum
muni hann ekki láta af hendi her-
numdu svæðin á vesturbakka
Jórdan og Gazasvæðið. ísraelar
vilja fremur ræða um að komið
verði á eðlilegum samskiptum
landsins við arabaríkin og jafn-
framt að vígbúnaður í heimshlut-
anum verði takmarkaður. „Vand-
inn er ekki deilan um landsvæðin
heldur sá að arabaríkin vilja ekki
sætta sig við tilvist ísraels," sagði
embættismaður á skrifstofu
Shamirs.
Loftárásir og snjallar blekk-
ingar tryggðu skjótan sigur
ÞEGAR George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því í ræðu á
fimmtudag að Persaflóastyijöldinni væri lokið með fullnaðarsigri
bandamanna hafði hersveitum fjölþjóðaliðsins tekist að loþa öllum
undankomuleiðum iraska liðsaflans í Suður-írak og Kúveit. Þar
með var lokið einni mögnuðustu hernaðaraðgerð sögunnar; miiy-
ón manna her hafði verið sigraður á aðeins fjórum sólarhringum.
Fullnaðarsigur fjölþjóðaliðsins á hersveitum Saddams Husseins
Iraksforseta var einkum unninn með tvennum hætti; stórfelldum,
hnitmiðuðum loftárásum og sérlega hugvitsamlegum blekkingum
er innrásinni landhersveitanna í Kúveit var hrundið af stað.
Reuter
Breskir hermenn hafa fleygt sér til jarðar áður en fosfór-
sprengja þeirra springur í íraskri skotgröf.
Vígstaða íraka var að sönnu
vonlaus er landorrustan hófst.
Hersveitir þeirra nutu engrar
vemdar í lofti þar sem Saddam
áræddi ekki strax í upphafi styij-
aldarinnar að beita herþotum
sínum. írösku þotumar sem fóm
á loft stefndu beint í austur og
flúðu yfir til írans. Nokkrar vom
skotnar niður og fjölmörgum
tortímt á herflugvöllum íraka.
Baráttuþrek landhersveitanna var
lítið sem ekkert eftir linnulausar
loftárásir bandamanna, herstjóm
Saddams var í molum og stjórn-
kerfi heraflans lamað.
Villt um fyrir Saddam
Helsti vandi íraka allt frá upp-
hafí styijaldarinnar var sá að þeir
höfðu ekki mannafla til að veija
öll landamæri Kúveits og Saudi-
Arabíu. Norman Schwarzkopf,
yfirmaður herliðs bandamanna,
gat því valið um staði til að hefja
innrásina á landamæmnum sem
em tæpir 500 kílómetrar.
Schwarzkopf ákvað að hefja að-
gerðimar með því að flytja nokkur
þúsund hermenn til vesturs fram-
hjá Hafar al Batin í Saudi-Arabíu.
Með þessu vonaðist hann til að
Saddam teldi að meginuppistöðu
innrsarliðsins yrði stefnt inn í
Kúveit þar sem landamæri Saudi-
Arabíu, Kúveit og íraks liggja
saman. Hermennimir sem þangað
fóm höfðu vopn og vistir til bar-
daga í tvo mánuði. í stað þess
að beina öllu liðinu að landamær-
unum ákvað Schwarzkopf að
stefna meginhluta innrásarliðsins
mun lengra til vesturs. Banda-
rískir landgönguliðar og hermenn
frá nokkmm arabaríkjum ruddu
sér braut gegnum vamarlínuna á
landamæmm Kúveits og Saudi-
Arabíu, líkt og Saddam hafði búist
við, en franskir hermenn sóttu
Hengra til vesturs inn í írak í átt
að An Najaf til að mynda vam-
arlfnu til norðurs allt að bökkum
Efrat-fljóts. Innrás þyngstu bryn-
sveita Bandaríkjamanna og Breta
í írak var að sögn hershöfðingjans
flýtt bæði vegna þess að veður
fór versnandi og einnig sökum
þeirra „ólýsanlegu grimmdar-
verka“ sem íraska hernámsliðið
hafði unnið í Kúveit. Þegar inn í
írak var komið var sveitunum
skipt upp. Bandaríski liðsaflinn
hélt áfram lengra til norðurs en
bresku brynsveitimar bjuggust í
fyrstu til vamar gegn hugsanlegri
gagnárás og réðust síðan á sveit-
ir Iraka úr vestri. Bandarískar
sveitir vora fluttar með hraði til
norðurs til að hindra hugsanlegt
undanhald íraka meðfram bökk-
um Efrats og Tígris. Schwarzkopf
gat þess á blaðamannafundi í
Saudi-Arabíu á fimmtudag að
bandaríski liðsaflinn hefði hæg-
lega getað komist hindmnarlaust
til höfuðborgar Iraks,_ Bagdad,
hefði slík skipun borist. Árás land-
hersins á Bagdad hefði hins vegar
aldrei verið ráðgerð. Þegar sveit-
irnar höfðu brotið á bak aftur
mótspymu íraka hafði Schwarz-
kopf tekist að einangra liðsafla
þeirra. Bandamannasveitimar
sem sóttu inn í Kúveit héldu áfram
til norðurs á meðan herliðið í írak
lokaði hringnum í kringum Lýð-
veldisvörðinn, úrvalssveitir Sadd-
ams Husseins, sem hafði grafið
sig niður á landamæmm Kúveit
og íraks. Að sögn Schwarzkopfs
fór þar fram „klassískur skrið-
drekabardagi" sem virðist hafa
verið lang harðasta orrusta
stríðsins auk orrustunnar um
flugvöllinn í Kúveit-bofg.
Þegar Bandaríkjaforseti lýsti
yfír því að stríðinu væri lokið
höfðu bandamenn eyðilagt rúm-
lega 3.000 af þeim 4.200 skrið-
drekum sem írakar höfðu í Kúv-
eit auk þess sem bæta má við þá
tölu um 700 skriðdrekum sem
Schwarzkopf sagði að bandamenn
hefðu grandað í bardögunum við
Lýðveldisvörðinn. 2.140 stór-
skotaliðsvopnum var tortímt, um
60% af því sem írakar áttu og
1.856 brynvarðir liðsflutninga-
vagnar (rúm 65%) eyðilagðir. Að
minnsta kosti 300 bandarískum
skriðdrekum var beitt í árásinni
á sveitir Lýðveldisvarðarins og
sagði Schwarzkopf ormstuna
hafa farið fram í úrhellisrigningu.
Skyggni hefði verið lítið og olíu-
og reykjarmökkur legið yfir
vígvellinum.
Innrás frá hafi sett á svið
Schwarzkopf beitti einnig
blekkingum áður en innrásin
hófst. Bandarísk ormstuskip
gerðu harðar stórskotaliðsárásir á
stöðvar íraka við strönd Kúveit
en slíkar árásir em jafnan taldar
nauðsynlegur undanfari _ stór-
felldrar innrásar frá hafí. Á inn-
rásardaginn fóru fram skipulegar
tilfærslur á herskipum banda-
manna á Persaflóa og prammar
og liðsflutningaskip vom flutt til
líkt og innrás væri í uppsiglingu.
Flestir þeirra sérfræðinga sem
tjáð höfðu sig um lokastig
stríðsins, frelsun Kúveit, höfðu
gert ráð fyrir því að gerð yrði
innrás af hafí. Það gerðu írakar
einnig. Þeir gengu að þessu sem
vísu og miðuðu því viðbúnað sinn
við árás sem aldrei var gerð. Sex
hersveitir íraka vom tilbúnar til
að veijast árás um 18.000 banda-
rískra hermanna sem aldrei gengu
á land. Auk þessa þykir líklegt
að bandamenn hafi óspart beitt
fjarskiptum í blekkingarskyni.
Sérsveitir hafa trúlega komið fyr-
ir senditækjum í sandauðninni til
að villa um fyrir Irökum og reyna
að etja þeim til að gera gagnárás
á liðsafla sem ekki var til staðar.
Úrelt vopn og bugaðir
hermenn
Varnarlínan sem Saddam hafði
myndað í Kúveit reyndist lítil fyr-
irstaða. Hermennirnir vom bug-
aðir, sárir og svangir og gátu
enga mótstöðu veitt á fyrsta stigi
innrásarinnar. Herafli Saddams
var að sönnu fjölmennur en öflug-
ur var hann ekki. Það sannar það
litla mannfall sem bandamenn
urðu fyrir. Sovésku vopnin reynd-
ust engan veginn sambærileg við
þau sem ijölþjóðaliðið réði yfir,
Scud-eldflaugarnar sem menn
óttuðust svo mjög, reyndust vera
úrelt og gagnslaus vopn og óná-
kvæmni þeirra jafnvel enn meiri
en menn höfðu ætlað. Bandarísku
Patriot-gagneldflaugamar, merk-
ustu vopnin sem fram komu í
Persaflóastyijöldinni, hafa gert
það að verkum að fmmstæðar
landeldflaugar óvina ísraela hafa
glatað fælingarmætti sínum í
Mið-Austurlöndum. Enn á ný hef-
ur sannast að hermenn sem ekki
trúa á málstaðinn beijast illa og
aftur hefur komið í ljós að. það
er öldungis úrelt herfræði að
safna saman óþjálfuðum liðsafla
til þess eins að etja honum út í
blóðugar fólkorrustur.
Nú er ljóst að írakar gátu aldr-
ei skipulagt varnir sínar og höfðu
enga yfirsýn yfir stöðuna á
vígvellinum. Saddams Hussein
verður vafalítið ekki minnst fyrir
afrek sfn og stórbrotna ályktunar-
hæfíleika í hernaðarsögunni en
tæknibúnaður bandamanna, eink-
um og sér í lagi milliliðalausar
gervihnattamyndir, gífurleg
skipulagning, fmmleg herstjóm-
arlist og yfírburðir í lofti skiptu
þó sköpum.
Byggt á Tlie Daily Telegraph
og Reuter.