Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1, MARZ 1991
25
Einhvem merkileg-
ustu herferð allrar
sögunnar er lokið
- sagði John Major forsætisráðherra Bretlands
Reuter
ísraelsk börn nýrisin úr rekkju og enn á náttfötum rífa niður plast-
vörn á heimili sinu sem átti að verja húsráðendur fyrir hugsanlegum
eitursprengjuarásum frá írak.
anríkisráðherra Sovétríkjanna, lýsti
ánægju Sovétstjómarinnar og hét
liðsinni hennar við að koma vopna-
hléi í kring og tryggja að átök bryt-
ust ekki út á ný. „Við fögnum frels-
un Kúveits og að lögmæt stjórnvöld
skuli hafa tekið þar aftur við völdum.
í fyrsta sinn í sögunni hafa ríki heims
sameinast um að binda enda á
hemám ríkis,“ sagði ráðherrann.
Anatolíj Lúkjanov, talsmaður maður
sovéska þingsins, sagði að lyktir
Persaflóastríðsins væm stórsigur
fyrir Míkhaíl Gorbatsjov forseta sem
hefði haft fmmkvæði að því að stilla
til friðar milli stríðsaðila.
Framkvæmdastjóm Evrópu-
bandalagsins (EB) sagði að sigur
bandamanna í Persaflóastríðinu væri
sigur fyrir alþjóðalög og reglur en
ósigur fyrir árásarstefnu og drottn-
unargimi. Ákvað stjómin í gærmorg-
un að aðstoða við hjálparstarf í írak
og veitti hún af því tilefni jafnvirði
700.000 dollara (nær 40 milljónir
ÍSK) til kaupa á færanlegri vatns-
hreinsistöð sem Alþjóða Rauða
krossinn mun flytja til Bagdad, höf-
uðborgar íraks, á morgun. Frekari
neyðaraðstoð vegna hjálparstarfs í
írak er til athugunar hjá EB.
Turgut Ozal, forsætisráðherra
Tyrklands, lýsti ánægju með lok
stríðsins í gær en Tyrkir hafa veitt
bandamönnum mikinn stuðning f
aðgerðum þeirra gegn heijum Sadd-
ams. Höfðu bandarískar sprengju-
flugvélar bækistöðvar og fóra til ár-
ásarferða frá herstöðvum í Tyrk-
landi. „Vopnahléð er stórt skref í átt
til friðar í þessum heimshluta," sagði
Ozal sem hefur opinberlega hvatt til
þess að Saddam íraksforseta verði
komið frá völdum. Hvatti hann ríki
Miðausturlanda til þess í gær að taka
saman höndum og vinna að því að
koma í veg fyrir að vopnuð átök
brjótist aftur út á Persaflóasvæðinu.
og sögðu úrslit Persaflóastríðsins
sigur fyrir Sameinuðu þjóðirnar (SÞ).
Nokkur NATO-ríki áttu hermenn
sem börðust í sveitum bandamanna
og önnur tóku þátt í aðgerðum
bandamanna með ýmsum öðrum
hætti. „Þær fréttir að írakar segist
samþykkja allar 12 ályktanir Örygg-
isráðs SÞ vegna innrásar þeirra í
Kúveit er fagnaðarefni," sagði tals-
maður NATO. „Þetta er þýðingar-
mikill sigur fyrir SÞ og tilraunir
þeirra til að stilla til friðar á Persa-
flóasvæðinu," sagði hann.
Pierre Joxe, varnarmálaráðherra
Frakklands, sagði að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu lykilhlutverki að
gegna við að leysa vandamál Mið-
austurlanda. „Nú hafa SÞ fengið
nýtt tækifæri og Frakkar em tilbún-
ir að leggja sitt af mörkum í tilraun-
um stofnunarinnar til þess að tryggja
frið og öryggi í þessum heimshluta,"
sagði Joxe.
Friðargæslusveitir frá
Skandinavíu
Dönsk, norsk og sænsk stjómvöld
sögðust reiðubúin að leggja til her-
sveitir er fengju friðargæsluhlutverk
á Persaflóasvæðinu eftir að samið
hefði verið um vopnahlé.
Alexander Bessmertnykh, ut-
HERRA V-HÁLSMÁLSPEYSUR
Kr 1.980,-
OG MARGT MARGT FLEIRA
. mm. ALLT NÝJAR VÖRUR!
ffljS KARNABÆR
STÓRÚTSÖLUMARKAÐURINN
BÍLDSHÖFÐA 10. SÍMI 674511.
SNJÓSLEÐAGALLAR
Vatnsheldir m/hettu.
Kr. 10.900,-
JAKKAR vaxbornir með hettu.Kr. 5.900,-
LEÐURSKÓR
Sérlega sterkbyggðir
Kr. 4.900,-
Stakir ullar- herrajakkar frá kr. 5.900,-
Stakir ullar- dömújakkar frá kr. 5.900,-
Herra terrelinebuxur kr. 2.990,-
Háskólabolir kr. 1.490,-
Bolir úr100% bómull Inter Lock kr. 1.490,-
Regnsett, buxur/jakki úr þýsku PVC efni kr. 1.690,-
Jakki, vatnsheldur m/flannelfóðri og hettukr. 4.900,-
Sokkar - hanskar - nærtöf - o.m.fl.
Hettubolir kr. 1.990.-
Polobolir langerma kr. 1.990,-
Kaðalprjónspeysurkr. 1.990,-
ÚLPA vatnsheld m/hettu
sem hægt er að taka af.
Kr. 5.900,-
London. Reuter.
ÞJÓÐARLEIÐTOGAR um heim allan vörpuðu öndinni léttar I gær og
létu í Jjós ánægju með þá yfirlýsingu George Bush Bandaríkjaforseta
í fyrrinótt að bardögum hefði verið hætt í Persaflóastríðinu. Víðast
hvar var framgöngu bandamanna við frelsun Kúveits hrósað og hvar-
vetna létu ríkisstjórnir í ljós von um að varanlegur friður kæmist á í
Miðausturlöndum.
„Kúveit hefur verið frelsað og
einni merkilegustu herferð allrar
sögunnar er lokið,“ sagði John Major
forsætisráðherra Bretlands í gær-
morgun. „Hersveitir okkar hafa unn-
ið stórafrek. Réttlætið hefur sigrað."
Stjómvöld í ísrael fögnuðu sigrin-
um yfir heijum Saddams Husseins
íraksforseta og sögðu að hættan á
frekari Scud-eldflaugaárásum væri
Iiðin hjá. Herinn aflétti neyðarlögum
sem skylduðu óbreytta borgara með-
al annars til að bera ætíð gasgrímur
um öxl. Bardögum lauk er ísraelar
vom að rísa úr rekkkju til þess að
halda púrímhátíð, en það er einn af
helgidögum gyðinga. Þá minnast
þeir þess er Ester drottning hratt
þeim áformum Hamans, ráðgjafa
Ahasvemsar Persakonungs, að út-
rýma gyðingum í Persaríki.
Yfirmenn í aðalstöðvum Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) í Bmssel
fögnuðu upprætingu heija Saddams
Utanríkisráðherra;
Aðgerðirnar hafa borið þann
árangur sem stefnt var að
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sendi í gær frá sér yfir-
lýsingu þar sem því er fagnað að endi hafi verið bundinn á átökin við
Persaflóa.
í tilkynningu utanríkisráðherra
segir að íslensk stjómvöld fagni þvi
að tekist hafi að endurheimta Kúveit
úr höndum Irakshers. Hernaðar-
aðgerðir bandamanna hafi borð þann
árangur sem stefnt var að en jafn-
framt beri að harma hinn mikla fjölda
mannslífa sem átökin kostuðu.
Georgía:
Atkvæði
greidd um
sjálfstæði
Moskvu. Reuter.
ÞING Georgíu samþykkti í
gær yfirlýsingu þar sem seg-
ir að Sovétstjórnin eigi í
óyfirlýstu stríði við lýðveldið.
Þá ákvað þingið að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði Georgíu 31. mars.
Georgía er eitt þeirra lýð-
velda sem neitað hefur að skrifa
undir sáttmála um sambandið
milli lýðveldanna fimmtán sem
mynda Sovétríkin og Moskvu-
stjómarinnar. í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 31. mars verður sú
spuming lögð fyrir kjósendur
hvort þeir vilji endurreisa sjálf-
stæði Georgíu á gmndvelli yfir-
lýsingar frá 26. maí 1918. Þá
lýsti Georgía yfir sjálfstæði
sínu en var það brotið á bak
aftur af Rauða hemum árið
1921.
Þingið samþykkti einnig ,að
hefja sáttaviðræður við fulltrúa
svæðisins Suður-Ossetíu. Leið-
togar þess hluta Georgíu sam-
þykktu í september sl. að
mynda fremur eigið lýðveldi en
verða hluti af sjálfstæðri Ge-
orgíu. Hefur komið til átaka
milli Georgíumanna og Osseta
vegna þessa og skýrði Boris
Pugo, varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna frá því í vikunni
að 33 hefðu fallið og 145 særst
í þeim átökum. Saka leiðtogar
Georgíu Moskvustjórnina um
að styðja við bakið á Ossetum
til að skapa óstöðugleika í lýð-
veldinu.
Nauðsynlegt sé að tryggja að of-
beldisaðgerðir af því tagi sem íraks-
stjórn hafi gert sig seka um gagn-
vart Kúveit endurtaki sig ekki og
beri fyrir atbeina Sameinuðu þjóð-
anna að koma slíkri skipan mála á
við svæðið við Persaflóa. Nauðsyn-
legt sé að hafnar verði hið fyrsta
viðræður um afvopnun, friðargæslu
og lausn deilumála til að tryggja
varanlegan frið í þessum heimshluta.
Sigurinn yfir írökum, segir í til-
kynningunni, er ekki aðeins mikil-
vægur sigur bandamanna heldur og
Sameinuðu þjóðanna í heild sinni.
„Sameinuðu þjóðirnar hafa nú sýnt
í verki að þær geta átt veigamikinn
þátt í að bæla niður árásaraðgerðir
og friðrof eins og þeim var ætlað
samkvæmt stofnskrá."
0DEXION
MAXI-plastskúffur
varðveita smáhluti
Margar stœrðir
og litir
fyrirliggjandi.
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680