Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 27
26 mohgunb^dið^ JMwgmiWfifrii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Otvíræður signr Fjölþjóðaherinn hefur unnið ótvíræðan sigur yfir írök- um. George Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í fyrrinótt að hern- aði gegn Saddam Hussein yrði hætt og ígærmorgun bárust þær fréttir að tíðindalaust væri af öllum vígstöðvum og byssurnar þagnaðar. Þegar litið er yfir framvind- una síðan Saddam réðst inn í Kúveit 2. ágúst síðastliðinn og kallaði fram hin hörðu viðbrögð allra öflugustu hervelda heims, er furðulegast að honum skyldi nokkru sinni koma til hugar, að hann gæti haldið yfírráðum í Kúveit andspænis ofureflinu sem stefnt var gegn honum. Margir urðu til þess að draga taum Saddams og leggjast gegn því að honum væri svarað með valdi. Sjálfur greip hann til ýmissa úrræða til að rugla menn í hinu pólitíska stríði sem var háð, áður en öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna komst að þeirri niðurstöðu 29. nóvember síðastliðinn að frá og með 15. janúar væri valdbeit- ing gegn her Saddams réttlæt- anleg, ef hann hyrfí ekki frá Kúveit. Þessi brögð dugðu Sadd- am ekki og áður en sólarhringur var liðinn frá því að frestur Sam- einuðu þjóðanna rann út hóf hinn öflugi fjölþjóðaher að gera loft- árásir á íraka. Ýmsir vöruðu eindregið við hættunum af styrjöld á þessum slóðum, en Persaflóinn hefur ein- mitt verið kallaður púðurtunna vegna óttans við að átök þar kynnu að breiðast út. Undir for- ystu George Bush Bandaríkja- forseta var staðið þannig að öll- um alþjóðlegum gagnráðstöfun- um gegn írökum að samstaða tókst í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Skömmu áður en ljóst var að til vopna yrði gripið stigu Frakkar aukaspor sem margir túlkuðu þannig að þeir ætluðu að fara sínar eigin leiðir. Þegar á reyndi stóðu þeir fast með samherjum sínum. Undir lok átakanna leituðust Sovétmenn við að skapa sér sérstöðu sem sáttamenn og friðflytjendur en þau afskipti voru marklaus. í þann mund sem átökin hóf- ust voru um tvær milljónir manna undir vopnum á landi og sjó við Persaflóann. Hefur mann- kyn ekki kynnst slíkum liðssafn- aði frá lyktum síðari heimsstyrj- aldarinnar. í átökunum sjálfum var síðan beitt vopnum sem hafa aldrei áður verið notuð í hern- aði. írakar höfðu fengið eitthvað af vígtólum frá Vesturlöndum en uppistaðan í vopnabúnaði þeirra var sovésk. Hafí úrslitin ráðist af yfirburðum í tækni og notkun hennar er augljóst að sovésku vopnin dugðu írökum illa. Hafi úrslitin ráðist af her- stjórnarlist er augljóst að Sadd- am hafði ekki roð við Norman Schwarzkopf, hershöfðinga og yfírmanni fjölþjóðahersins. I lokasennunni tókst Schwarzkopf og félögum hans að leika þannig á íraka, að fjölþjóðaherinn kró- aði stærsta og öflugasta hluta íraska hersins inni. Vonandi hef- ur þeim einnig tekist að draga vígtennurnar úr íraska hemum, svo að honum verði ekki aftur beitt til árása á nágrannaríkin. Saddam Hussein hefur verið í hernaði við nágranna sína síðan 1980, þegar stríð hans við írani hófst. Eftir að því lauk 1988 gat hann ekki leyst úr gífurlegum efnahagsvanda eða tekist á við stjóm lands síns á friðartímum. Hann réðst inn í Kúveit til að styrkja fjárhagslega stöðu sína og hefðu írakar komist upp með að stela nágrannaríki sínu þann- ig frammi fyrir öllum heiminum hefðu þeir ekki látið staðar num- ið. Það var ekki hjá því komist að lækka rostann í Saddam. Morgunblaðið birti á sínum tíma ítarlegan útdrátt úr skýrslu Amnesty International um hörmungar Kúveita eftir innrás- ina. Grimmd íraka var gegndar- laus og þeir skilja Kúveit eftir sig í rúst. Með gífurlegum loftár- ásum hafa öll helstu mannvirki í írak verið eyðilögð. Enginn veit enn hve margir hafa týnt lífi vegna hernaðarins. Þeir skipta tugum þúsunda og þáleit- ar hugurinn einkum til þeirra sem voru ekki beinirjiátttakend- ur í átökum, eins og Israela. Sem betur fer greip Saddam ekki til eiturvopna eins og margir óttuð- ust. ísraelar létu ekki heldur draga sinn í átökin sem styrkir stöðu þeirra, þegar til lengri tíma er litið. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Egyptar lögðu mest á sig af þeim sem ekki eiga land að Irak eða Kúveit. Til þeirra verður einnig helst litið þegar unnið verður að friðargérð. Hún hlýtur að miða að því að skerða völd Saddams sem mest án þess að hættulegt tómarúm skapist. Um leið og menn vinna að friði á átakasvæðinu sjálfu fer einnig fram mat á áhrifum stríðsins á stöðu heimsmála og samskipti milli ríkja. Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti styrkti ekki stöðu sína á alþjóðavettvangi með af- skiptum sínum og ýmsir spá því að dagar Yassers Arafats, leið- toga PLO, séu taldir sem for- ystumanns Palestínumanna. Allur heimurinn fagnar því að hemaðarátökunum við Persaflóa er lokið. Þeir sem að því stóðu að bijóta Saddam Hussein á bak aftur eiga hrós skilið fyrir fram- göngu sína og ótvíræðan sigur. MQRGUXBLUJID FÖBTUDAGUH 1. MARZ1991 27 39.ÞING NORÐURLANDARAÐS Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna á Norðurlandaráðsþingi í Kaupmannahöfn. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna: Norðurlönd hafi for- ystu um að koma á alþjóðlegri ráðstefnu Kaupmannahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. ÆÐSTU MENN Eystrasaltsríkjanna vilja að Norðurlönd beiti sér fyrir því að komið verði á alþjóðlegri ráðstefnu til að leysa deilur ríkjanna við sfjórnina í Moskvu. Þetta kom fram í ræðum þerira Arnolds Riiiit- el, forseta Eistlands, Anatolíjs Gorbunovs, forseta Lettlands og Bron- islovas Kuzmickas, varaforseta Litháens, á sérstökum fundi Norður- landaráðs s.l. miðvikudag, þar sem leiðtogar Eystrasaltsiandanna fengu að lýsa sjónarmiðum sínum fyrir þingmönnum. Þingfulltrúar risu úr sætum er gestirnir gengu inn í salinn og fögnuðu þeim vel. Gorbunovs sagðist telja að án al- þjóðlegrar ráðstefnu og yfirlýsingar um vandamál Eystrasaltsríkjanna myndi Sovétstjórnin ekki fást að samningaborði. Kuzmickas sagði að Kremlarherrarnir hefðu ekki áhuga á að ræða málið í alvöru, og alþjóð- legur þrýstingur því nauðsyn. „Ef til vill gætu fulltrúar Norðurlandanna gefið út sameiginlega yfirlýsingu. Eg vona að það myndi vera gagnlegt fyrir samskipti Eystrasaltslanda og Norðurlandanna," sagði Kuzmickas. Enn kemur harðorð orðsending frá Sovétsljórninni til Norðurlandaráðs; Hvikum í engii frá fyrri af- stöðu til Eystrasaltsríkjanna segir Anker Jorgensen, forseti Norðurlandaráðs Kaupmannahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. FORSÆTISNEFND Norðurlandaráðs barst í gær orðsending frá so- véska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, þar sem enn á ný er varað við afskiptum Norðurlandanna af sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsrikjanna. Sovétmenn segja beinum orðum að þessi afskipti kunni að stofna í hættu öllum þeim árangri, sem náðst hafi á undanförnum árum í lýðræð- isþróun, einingu, stöðugleika og virðingu fyrir mannréttindum. Anker Jorgensen, forseti Norðurlandaráðs, segir að þessi orðsending verði ekki til þess að forsætisnefnd Norðurlandaráðs hviki frá fyrri afstöðu sinni til Eystrasaltslandanna. „Vegna atburðanna í Eystrasalts- ríkjunum, eða öllu heldur einhliða, rangs og á stundum yfirborðslegs mats á þessum atburðum, og sem afleiðing af aðgerðum sem gripið hefur verið til út frá þessu mati, er nýjum viðhorfum seinustu ára ógn- að,“ segir í orðsendingu Sovétstjórn- arinnar. „A nokkrum klukkustundum var bókstaflega dregin sú ályktun að Gorbatsjov-skeiðinu væri lokið, að perestrojka hefði runnið sitt skeið og að lýðræði, glasnost og sjálfstæð- isbarátta þjóðanna væri troðin undir fótum." í orðsendingunni er viðurkennt að Norrænir dómsmálaráðherrar: Norðurlöndin taki við flóttamönnum frá Eystrasaltsríkj unum Kaupmaiinahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. NORÐURLÖNDIN munu taka við flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjun- um, ef ástandið þar fer úr böndunum. Á fundi dómsmálaráðherra Norð- urlandanna, sem fram fór í Kaupmannahöfn í tengslum við 39. þing Norðurlandaráðs, var ákveðið að kæmi til skyndilegs fólksflótta frá Eystrasaltsríkjunum myndu ráðherrarnir hittast með hraði og ákveða hvernig Norðurlöndin myndu skipta með sér verkum til að glíma við flóttamannavandann. Fulltrúi Óla Þ. Guðbjartssonar, dómsmálaráð- herra, á fundinum, var Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri. Þorsteinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að vilji sé til að koma á norrænu samstarfi um skiptingu flóttamanna frá Eystrasaltslöndun- um, ef um verulegan fjölda þeirra verður að ræða. „Ef til þess kemur verður þó að útfæra það nánar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að á fundinum hefðu menn verið sammála um, að borgar- ar frá Eystrasaltsríkjunum ættu að njóta sömu meðferðar og aðrir flótta- menn, og því yrði að meta mál hvers einstaks flóttamanns út frá aðstæð- um hans og ástandi í heimalandinu. Sagði hann að almennt væri t.d. flótti undan herskyldu ekki talinn grundvöllur hælisveitingar en í þess- um tilvikum kynni þó að verða vikið frá því . Sagði Þorsteinn að þegar hefði orðið vart við flóttamenn frá Eystra- saltsríkjunum á öðrum Norðurlönd- um en ekki í miklum mæli. Þá hefði ekkert borið á umsóknum flótta- manna frá löndunum til íslands. mannréttinda- og lögbrot hafi verið framin í Vilnius og Rigu. „En tilraun- ir til að koma sökinni af þessum brotum yfir á forystu Sovétríkjanna og halda því fram að hún hafí átt upptök að þeim, standast ekki.. Sovétmenn segjast vilja fylgja sátt- mála Sameinuðu þjóðanna og Ráð- stefnunnar um samvinnu og öryggi í Evrópu, .....en það má spyija, hvort það verði auðveldara að forð- ast upphlaup, ef erlend ríki skvetta olíu á eldinn þar sem komið hefur til átaka á nokkrum stöðum í Sov- étríkjunum, þar á meðal í Eystra- saltsríkjunum." Sovétmenn saka stjómir Eystra- saltslandanna um að beita ólöglegum meðulum og pólitískri og siðferði- legri ógnarstjórn. „í rauninni er þetta aðeins umsnúin valdbeiting,“ segir í orðsendingunni. Island fær sinn skammt ísland er eitt Norðurlandanna tek- ið sérstaklega fyrir í orðsendingu Sovétstjómarinnar: „Afstaða okkar er sú að lýðveldin eigi að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu eins og stjórnarskrá Sovétríkjanna segir fyr- ir um. Ef þau vilja skilnað, þá skal það gerast að lögum. Þjóðaratkvæða- greiðslan 17. mars gildir fyrir allt sambandsríkið, og hver og einn getur komið sinni skoðun á framfæri. Þess vegna bmgðumst við eins og raun er á við ályktun Alþingis íslend- inga um stjómmálatengsl við Lithá- en. Bæði út frá þeirri skoðun, að slíkt stríði gegn þjóðarrétti, og út frá mati okkar á áhrifum ályktunarinnar á tengsl Sovétríkjanna og íslands. í Sovétríkjunum verður gengið út frá eftirfarandi: „Sá, sem styður aðskilnaðarsinna í Sovétríkjunum, æskir ekki góðra samskipta við Sov- étríkin og vill gjarnan skaða þau. Á svona afstöðu er ekki hægt að byggja nýtt fyrirkomulag í Evrópu og al- þjóðatengsl af nýju tagi.“ Sovétmenn saka að síðustu Norð- urlöndin um að hafa misnotað þau tengsl, sem komið hafí verið á við Eystrasaltslöndin, og reynt mark- visst að útiloka Sovétlýðveldið Rúss- land og sjálfstjómarsvæðið Karlíu frá því að mynda slík tengsl við Norðurlöndin. Orðsendingunni ekki svarað Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ræddi um orðsendingu Sovétmanna á fundi sínum í gær. Anker Jorgens- en, forseti ráðsins, sagði að loknum fundinum að orðsendingin segir í sjálu sér ekkert, sem Norðurlöndin hefðu ekki heyrt áður frá Sovét- mönnum. „Yfirlýsingin er áhugaverð, og ég taldi að sem forseta Norður- landaráðs bæri mér að kynna forsæt- isnefndinni plaggið, en við teljum að ekki sé ástæða til að svara því,“ sagði Jorgensen. Hann sagðist hafa tjáð fyrsta sendiráðsritara Sovétríkj- anna að honum hefði borist orðsend- ingin í hendur, en að öðm leyti ekki átt orðastað við Sovétmenn vegna hennar. Riiútel sagði að ef viðræður við Sovétstjórnina ættu að fara fram í alvöru, þyrfti alþjóðlegan þrýsting og milligöngu. Hann sagðist vona að niðurstaða úr þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði ríkjanna, færði þeim frekari alþjóðlega viður- kenningu. Sjálfstæði þeirra myndi verða til þes's að auka pólitískan stöð- ugleika í Norður-Evrópu og ríkin vildu taka þátt í að byggja upp nýja, lýðræðislega álfu. „An lausnar á deilunum í ríkjunum getur ekki náðst árangur á ráðstefnunni um öryggi og samstarf í Evrópu,“ sagði Rúútel. Forsetarnir settu allir fram tillögur um að alþjóðleg nefnd rannsakaði mannréttindabrot Sovétmanna í Eystrasaltsríkjunum, bæði fyrr á árum og upp á síðkastið. Rúútel vildi að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna léti málið til sín taka. Kuz- mickas stakk upp á að sett yrði á fót alþjóðleg nefnd lögfræðinga, sem myndu rannsaka lagalega stöðu þjóð- kjörinna þinga Eystrasaltsríkjanna. Kuzmickas sagði að vera fulltrúa Eystrasaltsríkjanna á Norðurlanda- ráðsþinginu hefði mikla pólitíska þýðingu. Hann hefði orðið mjög glað- ur að heyra hversu mikinn skilning og áhuga þingfulltrúar sýndu vanda- málum ríkjanna. Gorbunovs sagðist líta á boð Norðurlandaráðs um að fulltrúar ríkjanna sætu þingið, sem sönnun fyrir samstöðu Norðurlanda með sjálfstæðisbaráttu ríkjanna. Til þess að koma í veg fyrir að ráða- menn í Moskvu beittu ofbeldi á ný í Eystrasaltslöndunum yrðu þjóðþing Norðurlandanna að gera Kremlar- herrunum alveg ljósa afstöðu sína. Bæði Kuzmickas og Gorbunovs þökkuðu íslendingum sérstaklega stuðning þeirra við Eystrasaltsríkin. „Við þökkum íslandi fyrir það hug- rekki, sem sýnt var með því að viður- kenna Litháen," sagði Gorbunovs. Kuzmickas sagði að ákvörðun ís- lands um að koma á stjórnmála- tengslum við Litháen væri gott dæmi um hvemig bæði væri hægt að taka tillit til pólitísks raunveruleika og langtímasjónarmiða. Anker Jorgensen: Bréfi íslendinga verðursvarað Kaupmaniiahöfn. Frá Ólafi Þ. Slcphcnsen, blaðamanni Morgunhlaðsins. ANKER Jörgensen, forseti Norðurlandaráðs, segist munu svara bréfi íslensku sendinefndarinnar, þar sem því er mótmælt að Islendingar hafa engan formann fengið í nefndum Norðurlandaráðs að þessu sinni. „Við ræddum þetta bréf, en mjög stuttlega,“ sagði Jörgensen í samtali við Morgunblaðið eftir forsætis- nefndarfund í gær. Hann sagði að kjömefnd ráðsins hefði átt að stilla upp nefndarformönnum, og forsætis- nefndin réði ekki svo miklu þar um. Jörgensen lét í ljós þá skoðun að flokkahóparnir í Norðurlandaráði ættu að gera út um það sín á milli, hvernig formannsstöður skiptust á milli landa. í gærmorgun var samþykkt á Norðurlandaráðsþingi tillaga nor- rænu ráðherranefndarinnar um breytta starfshætti ráðsins, sem meðal annars felur í sér fjölgun í forsætisnefndinni. Islendingar óttast að sú breyting verði til þess að vægi íslands minnki í nefndinni. Samþykkt Norðurlandaráðsþings þarf að öðlast staðfestingu á þjóðþingum aðild- arríkja ráðsins. Páll Pétursson, sem sæti á í forsætisnefndinni, var spurð- ur hvort líklegt væri að íslenska sendinefndin myndi beita sér fyrir því að samþykktir Norðurlandaráðs um breytta starfshætti færu flótt og örugglega í gegn um Alþingi. „Ég veit ekki hvernig stemmningin verð- ur en þetta samstarf verður allt miklu þreytulegra þegar við emm beittir ofríki,“ sagði Páll. Þúsundir Kúveitbúa hafa fagnað á götum úti undanfarið. Hér sést kona veifa hríðskotariffli sem írak- ar skildu eftir. Frásagnir Kúveita af framferði hernámsliðs íraka: Vitni að atburðum sem við héldum að gætu ekki gerst FRÉTTAMENN háfa undanfarna tvo daga flutt frásagnir af því skelfilega ástandi sem ríkti í Kúveit á meðan landið var hernumið af Irökum. Næstum hver einasti íbúi Kúveitborgar virðist hafa hræðilega örlagasögu að segja af sjálfum sér, vinum eða ættingjum. Raunir Kúveitbúa hafa verið miklar en enn hafa menn litla hug- mynd um hversu margir sættu pyntingum, líkamsmeiðingum og nauðgunum eða voru líflátnir eða fluttir nauðugir til íraks. Eyðilegg- ingin blasir hins vegar hvarvetna við, rafmagns- og vatnslaust er í landinu og matarskortur er mikilL Næstum hver einasti íbúi Kúveit- borgar sem blaðamaður breska dagblaðsins The Daily Telegraph ræddi við á miðvikudag hafði sögu að segja af grimmdarverkum íra- skra hermanna. Pyntingar virðast hafa verið útbreiddar og manndráp og mannshvörf tíð. Þegar blaðamaðurinn kom á Adan-sjúkrahúsið í Kúveitborg á miðvikudag hafði nýlega verið komið með tvö lík í líkhús spítal- ans. Starfsfólk sjúkrahússins sagði að þar hefði verið um að ræða Egypta sem var skotinn á heimili sínu og Kúveitbúa sem var með skotsár á síðunni. í frystigeymsl- unni voru þijú önnur lík, tveggja Kúveitbúa og Indveija, sem allir höfðu látist nýlega af völdum skots- ára. Þeir höfðu ýmist verið skotnir í hnakkann 'eða gagnaugað. „Það hefur verið komið með tólf eða þrettán hingað undanfarna daga,“ sagði egypskur læknir. „Það er ekki meira en venjulega.“ Starfsbróðir hans, Amin Marafí, hafði þetta að segja: „Við höfum orðið vitni að skelfilegum atburðum hérna, hlutum sem við héldum að gætu ekki gerst.“ Marafí sagði að fyrir viku hefði verið komið með lík tveggja drengja, níu og ellefu ára, sem fundust á sorphaugum. „Ég gat ekki fengið af mér að skoða líkin nákvæmlega þegar komið var með þau,“ sagði læknir- inn. „Fötin voru blóði storkin og sundurtætt.“ Hann sagði að það hefði verið orðinn vani á slysadeild- inni að taka við símtölum frá írök- um þar sem þeir sögðu að sækja mætti lík á þennan eða hinn stað- inn. Faisal al Madouh lýsti örlögum vinar síns, Walids að nafni. Walid var handtekinn fyrir viku. „Eftir að þeir höfðu náð honum fóru þeir á fund föður hans og kröfðust 30.000 dínara í skiptum fyrir Walid heilan á húfi. Faðirinn lét þá fá 10.000 dínara. Næstu nótt á eftir komu þeir með lík hans. Þeir höfðu skorið af honum getnaðarliminn, stungið út augun og borað holur í hendur hans. Lík hans var skilið eftir fyrir framan húsdyrnar.“ Náþefur á skautavelli Bankastarfsmaður, Thunayan al Obeid að nafni, sagðist hafa séð lík tveggja unglinga í Kaifar-hverfinu í síðustu viku. „Andlit þeirra voru óþekkjanleg af völdum skotsára,“ sagði al Obeid. Hann bætti því við að írakar hefðu oft haldið því fram að lík sem lágu á víð og dreif um borgina væru jarðneskar leifar þjófa sem teknir hefðu verið af lífí. Stundum hefðu líkin verið klædd í fangabúninga til að Ijá sögunum trúverðugleika. Að sögn blaðamanns The Daily Telegraph er erfitt að sannreyna sögur íbúanna og oft er þar um að ræða frásagnir hafðar eftir öðr- um. Sögusagnir voru um að írakar hefðu notað skautavöll borgarinnar sem líkgeymslu. Einhvern tíma hefðu að sögn verið rúmlega hundr- að lík á svellinu. Þegar fréttamenn komu á staðinn var megnur náþef- ur í lofti en engin lík sjáanleg. Síðar sagði kúveiskur starfsmað- ur Rauða hálfmánans frá því að hann hefði reynt að sannreyna ' þessa sögu um skautavöllinn og komist að því að hún ætti ekki við rök að styðjast. Hins vegar sagði kúveiskur læknir að sum fórn- arlömb íraka hefðu verið grafín í fjöldagröfum, ein þeirra væri í útj- aðri borgarinnar þar sem héti Rikka. Þegar <blaðamenn fundu grafreitinn reyndist saga hans sönn. í einu horni fundust 38 ný- teknar grafir. AIi Khalaf, starfs- maður í grafreitnum, sagði frá því að í hverri gröf væru fjögur lík, eða samtals 152. Líkin væru af óþekktu fólki og hefðu starfsmenn sjúkrahúsa.komið með þau eftir að hafa náð í þau að fyrirskipan íraka. Þúsundir myrtar eða fluttar á brott Fréttaritari Reuters-fréttastof- unnar í Kúveitborg hefur það eftir liðsmönnum í andspymuhreyfingu Kúveita að þúsundir hafi verið myrtar eða fluttar á brott á meðan hemám íraka varði. Sebam al-Mut- waa, hjúkrunarforstjóri á Mu- barak-spítalanum, ' segir að um helgar hafí íraskir hermenn oft komið með sjö til tíu látna. Hún sagði að flestir hinna látnu hefðu verið karlmenn og á aldrinum 18 til 35 ára. „Ég sá t.d. eina konu sem hafði verið skotin nokkrum sinnum og var höfuð hennar hlutað í tvennt,“ sagði Mutwaa. Hún sagði að læknir sem starfaði á Mubarak- spítalanum hefði verið tekinn af lífí vegna þess að hann varð uppvís að því að gera að sárum andspyrnu- manna. Mutwaa sagði einnig frá því að 24 ára gömul kona hefði komið á sjúkrahúsið og hefði hún sagt að fjórir hermenn hefðu nauðgað henni á meðan aðrir her- menn misþyrmdu eiginmanni henn- ar, bróður og sextugri tengdamóð- ur. „Þetta var víti, þetta var skelfí- legt. Við vorum eins og mýs undir fjalaketti og földum okkur á meðan þeir rændu, drápu og nauðguðu,“ sagði hjúkrunarforstjórinn. Filippseyingar urðu illa úti Mohamed Weston, sem er bresk- ur ríkisborgari, ságðist hafa dvalist í Kúveit helming þess tíma sem hernámið stóð. í september, októb- er og nóvember var honum haldið í gíslingu í Bagdad ásamt eigin- konu og syni. Hann segir að kunn- ingi sinn, Tariq að nafni, hafí verið á gangi í Kúveitborg síðastliðinn föstudag með fjölskyldu sinni er hermenn tóku hann höndum. „Kona hans hrópaði og sagðist vera írösk,“ sagði Weston. „En þeir sögðu bara að það væri hennar sök að hafa gifst Kúveitbúa.“ Síðan hefur ekkert til Tariqs spurst. Wes- ton sagði að filippeyskir farand- verkamenn í Kúveit hefðu mátt þola mikið harðræði. 3.000-4.000 slíkir hefðu búið í tjaldbúðum fyrir utan sendiráð Filippseyja. Þangað hefðu írösku hermennirnir komið reglulega og nauðgað konunum og misþyrmt körlunum. (Byggt á Reuter og Daily Te- legraph).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.