Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991 39 SvanbjörgA. HaJldórs- dóttir — Minning Hún stendur í dyrunum í húsi ömmu og afa. Ung kona með barníð sitt á handleggnum og býður mig velkomna. Þannig núnnist ég Svönu, móðursystur minnar, fyrst er ég kom barn að aldri til sumardvalar hjá skyldfólkinu fyrir austan. Við fráfall hennar leita minngarnar á hugann. Þær eru allar bjartar, svo góð og ljúf var Svana í samskiptum sínum við aðra. Svana fæddist á Norðfirði 12. júlí 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Hjálmarsdóttir og Halldór Ásmundsson og var Svana yngsta barn þeirra, en sjö voru systkinin, sem upp komust. Eftirlifandi systkin eru Lára, Rúna og Stefán, en látin eru þau Þóra, Guðný og Gísli. Það var stór og samrýndur hópur, sem ólst upp í Vindheimum. Svana óx upp og fór fljótt að vinna fyrir sér. Hún lærði kjólasaum, sem átti eftir að koma sér vel. Um aðra skóla- göngu var ekki að ræða fyrir alþýð- ustúlku á þeim árum en hún var dugleg og glaðsinna og lífið blasti við. Ung kynntist hún manni sínum, Georg Jósefssyni frá Vopnafirði, sem nú er látinn. þau hófu búskap á Norðfírði, en fluttust seinna til Vopn- afjarðar. Þar reistu þau nýbýlið Sunnuhlíð. Nu urðu vinnudagar ungu bóndakonunnar oft langir, barnahóp- urinn stækkaði og mörgu þurfti að sinna, bæði úti og inni. Börnin urðu átta, mikið mannkostafólk og hafa þau öll stofnað heimili og eignast sína maka. Börnin eru: Vilborg, fædd 1946, Halldór, fæddur 1948, Hauk- ur, fæddur 1952, Hjálmar, fæddur 1954, Fjóla, fædd 1955, Guðni, fæddur 1957, Arinbjörn, fæddur 1959, og Svandís, fædd 1964. Barna- börnin eru 18 og langömmubörnin 3. Árið 1971 verða þáttaskil í lífi frænku minnar. Þá skilja leiðir þeirra hjóna. Svana fljdur suður, til Sand- gerðis, með flest bömin. Þetta voru erfiðir tímar, tímar mikilla breytinga. En Svana var dugleg, sem fyrr, hún vann hörðum höndum og með spam- aði, nægjusemi og stuðningi barna sinna tókst henni að eignast vistlega íbúð í Sandgerði, þar sem myndar- skapur og gestrisni voru í fyrirrúmi. FYrir nokkrum árum fór hún að finna fyrir þeim sjúkdómi sem seinna lagði hana að velli. Og þrátt fyrir erfið veikindi, nú síðast, hélt Svana sálarró sinni og vonaði alltaf hið besta, en þær vonir urðu að engu og hún lést á Landspítalanum 20. febrúar sl. Stórt skarð er nú komið í systkina- hópinn frá Vindheimi. Amma og afi löngu horfin á braut. Gamla húsið sem áður hýsti þennan glaða hóp er nú svipur hjá sjón, enda langt um liðið. Þannig er lífið, það sem einu sinni var kemur ekki aftur og nú er komið að ferðalokum. Ég þakka frænku minni fyrir allt og bið Guð að geyma hana og styrkja ástvini hennar. Ragna Mig langar í fáum orðum að minn- ast hennar Svönu tengdamóður minnar. Ég kynntist Svönu fyrst síðla árs 1980, er ég fluttist til Suður- nesja en Svana bjó á Suðurgötu 7 í Sandgerði. Svana var hvers manns hugljúfi, kát og gat gert að gamni sínu. Heim- ili hennar bar vott um smekkvísi og þangað var ávallt gott að koma. Hún var homsteinn fjölskyldunnar og barnbörnum sínum hin trausta amma. Það er erfitt að trúa því að eiga ekki eftir að sjá hana koma inn úr dyrunum, og börnin sín hlaupa í fangið á henni. Svana lést á Landspítalanum eftir röska tveggja mánaða sjúkralegu en hún átti við erfiðan hjartasjúkdóm að stríða. Missirinn er sár og söknuðurinn mikill. Það að þekkja Svönu og fá að kynnast hennar persónuleika var góð reynsla, því alltaf var hún að gleðja þá sem stóðu henni næpt. Ég þakka henni góða viðkynningu. Svana eignaðist átta börn. Þau eru: Vilborgu, gifta Ingibimi Sigur- jónssyni, búsett á Vopnafirði; Hall- dór, kvæntur Sigríði Bragadóttur, búsett á Vopnafirði; Haukur, kvænt- ur Regínu Geirsdóttur, búsett á Vopnafirði; Hjálmar, kvæntur Sigr- únu Haraldsdóttur, búsett í Sand- gerði; Fjóla, gift Ómari Þ. Björgólfs- syni, búsett á Vopnafirði; Guðni, kvæntur Jóhönnu Sigurgeirsdóttur, búsett í Innri-Njarðvík; Arinbjörn, í sambúð með Bryndísi Káradóttur, búsett í Keflavík og Svandís í sam- búð með Sigurvini Kristjánssyni, búsett í Sandgerði. Ég veit að Svana fær góða heim- komu. Það verður tekið vel á móti henni af þeim sem á undan em gengnir. Þar fær hún hvíld og frið. Góði Guð, blessa þú hana um ei- lífð alla. Um leið og við kveðjum Svönu hinstu kveðju bið ég góðan Guð að blessa aðstandendur hennar, börn, tengdaböm, barnabörn og barnabarnabörn. Einnig sendi ég systkinum hennar mínar samúðar- kveðjur. Þetta er okkur öllum mikill missir. Megi elsku Svana mín fara í friði. Vinar burt sem vikinn er veitist jafnan ljúft að minnast yndislegt að óska sér aftur mega sjást og finnast. Frelsari þín minning mær mjög er vinum þínum kær. Gjör ó Jesús hjartað hreint helga það til endurfundar. Gef vér keppum ljóst og leynt lifa þér til hinstu stundar. Nafn þitt veri lífsins ljós leiðarblys að dauðans ós. (N.F.S. Grundvig.) Sigurvin Jón Kristjánsson lllBIIIHIIBill Á síldarhlaðborðinu er mikill fjöldi girnilegra síldarrétta, auk heitra fiskrétta, og er verðinu mjög stillt í hóf. Síldarævintýrið stendur yfir í hádeginu alla virka daga. Síldarævintýri og fisk- réttír í hjarta Reykjavíkiir Veitingahúsið Óðinsvé við Óð- instorg býður þessa daga upp á sannkallað síldarævintýri í hádeginu á virkum dögum. Á síldarhlaðborði Óðinsvéa má finna ókjör girnilegra og ný- stárlegra síldarrétta auk ann- arra gómsætra fiskrétta, sem hinir kunnu matargerðarmeist- arar Óðinsvéa, þeir Gísli Thor- oddsen og Steinar Davíðsson hafa haft veg og vanda af. „Við íslendingar eigum þetta úr- vals hráefni, sjálft silfur hafsins, og það er svo sannarlega kominn tími til að við förum að setja metnað og hugvit í fyrsta flokks matseld þessarar ágætu fiskteg- undar,“ segir Gísli Thoroddsen, en á hlaðborðinu er hátt á annan tug mismunandi síldarrétta. „Við höfum alltaf haft hér fjölda fastagesta í hádeginu, sem kunna að meta góðan mat, og við erum ekki í neinum vafa um að síldar- ævintýrið muni mælast vel fyrir hjá sælkerum borgarinnar. Við verðum með það á sérstöku kynn- ingarverði til að byija með, þann- ig að ekki ætti verðið að aftra neinum. Á hlaðborðinu eru einnig ýmsir gómsætir fiskréttir, sem sælkerarnir geta gætt sér á,“ bætir Steinar Davíðsson við. Fyrir þá, sem ekki eru komnir upp á bragðið með síldina, býður Óð- insvé að auki upp á sinn venju- lega ljölbreytta hádegisverðar- matseðil. Auglýsing. 1 ntt! M Metsölublcu d á hverjum degi! ERTU I BILAHUGLEIÐINGUM? VERÐ FRA KR: 453.000.- TIL AFHENDINGAR STRAX! IIHilII»g|iraiS!lI£SI!IEBtIIBBllBaiiaillHili»æilÍi9(ieBiI Fædd 12. júlí 1923 Dáin 20. febrúar 1991

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.