Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 44
u MGRJGUN&LAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. MARZ 1901 Eigendur Ingólfsbrunns og starfsfólk, talið frá hægri, Chakravut Boonchang, Duangsiri Bu- angsruang, Jóhannes Már Gunnarsson og Jastrid Hendersen. Thailenskur veitinga- maður styrkir Iþrótta- samband fatlaðra ALLUR afrakstur af sölu á veitingastaðnum Ingólfsbrunni í Miðbæjarmarkaðnum á morgun rennur til Iþróttasam- bands fatlaðra. Hægt verður að panta mat eða kaffi á staðnum og verða framlög frjáls. Starfsfólk mun jafnframt gefa vinnu sína. Eigandi staðarins, Chakravut Boonchang frá Thailandi, vill með þessu sýna þakklæti sitt gagnvart Islendingum sem hann segir hafa reynst sér vel frá því að hann flutti til landsins fyrir þremur árum. Framlagið rennur til barna- og unglingamóts fatlaðra sem haldið verður í Danmörku í júní. íþróttasamband fatlaðra stefnir að því að senda á mótið 25 þátttakendur frá tólf til sextán ára og verður áhersla lögð á að velja fatlaða einstaklinga út um allt la'nd sem eru byrjendur í íþróttum. „Frá því að ég flutti til landsins fyrir þremur árum hafa íslendingar sýnt mér hlý- hug og verið mér og konu minni velviljaðir. Við ákváð- um því að á fertugsafmæli mínu á morgun myndum við gefa allan afrakstur til Iþróttasambands fatlaðra og gera þeim þannig auðveldara að senda 25 þátttakendur á mótið í vor en margir af sterk- ustu iþróttamönnum fatlaðra á Islandi í dag hófu einmitt feril sinn á slíku móti,“ sagði Chakravut Boonchang í sam- tali við Morgunblaðið. Skyndi- hjálpar- námskeið RKÍ Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í al- mennri skyndihjálp. Það hefst mánudaginn 4. mars kl. 17.00 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar 4., 5., 7. og 11. mars. Þetta nám- skeið verður 16 kennslu- stundir. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Á þessu námskeiði verður meðal annars kennd end- urlífgun, meðferð sára, skyndihjálp við bruna og beinbrot auk margs annars. Lögð verður áhersla á verk- lega þjálfun, sérstaklega í hjartahnoði. Sýnd verða myndbönd um helstu slys. Þar á meðal verður ný mynd sem Rauði kross íslands hefur látið gera. v Þeir sem hafa áhuga á því að koma á þetta nám- skeið geta skráð sig í ’síma 688188. Vakin skal athygli á því að RKÍ útvegar leið- beinendur til að halda nám- skeið í skyndihjálp fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. Bamfóstrunámskeið hefj- ast 3. apríl. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þátttakendur í keppninni. Standandi frá vinstri: Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Ingi- björg Þorsteinsdóttir, Helena Dögg Harðardóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Helga María Jónsdóttir og Perla Björk Egilsdóttir. Sitjandi frá vinstri: Rakel Sigurð- ardóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Fegurðarsamkeppni Suðurlands: Ung’frú Suðurland krýnd á Hótel Örk 8. niars Selfossi. Fégurðarsamkeppni Suðurlands verður lialdin á Hótel Örk 8. mars næst- komandi og hefst með borðhaldi klukkan 20. Það eru átta stúlkur sem taka þátt í keppninni sem er lið- ur í vali á fegurðardrottn- ingu Islands. Stúlkurnar heita: Heler.a Dögg Harð- ardóttir, Hveragerði, Helga María Jónsdóttir, Ölfusi, Ingibjörg Þor- steinsdóttir, Vestmanna- eyjum, Margrét Ýrr Sigur- geirsdóttir, Hellu, Rakel Sigurðardóttir, Vest- mannaeyjum, Sigrún Elsa Smáradóttir, Vestmanna- eyjum, Steinunn Fjóla Sig- urðardóttir, Selfossi og Perla Björk Egilsdóttir, Vestmanneyjum. í ár verður mikið um dýrð- ir á Hótel Örk. Hermann Gunnarsson verður kynnir kvöldsins og honum til að- stoðar verða Dengsi og Laddi. Eyjólfur Kristjánsson sig- urvegari í söngakeppni sjón- varpsins syngur nokkur af sínum vinsælustu lögum. Ðansað verður fram á nótt með hljóinsveitinni Stjórn- inni, Siggu Beinteins og Grétari Oi-varssyni. Stúlkurnar í fegurðarsam- keppninni munu koma fram í kvöldkjólum, í pelsum og á sundbolum. sig. Jóns. KOMUMSAMAN DJGOLDFINGEfí ibúrinu ,Gonna mako you swe nv dnnssýníngin MTV \ LÍDÓ - Frumsýning á níostunni Laugavegi 45 -».21255 í kvöld og annað kvöld: HEITIR SVANSAR Sunnudagskvöld: TÓNLEIKAR SYKURMOLARNIR Mánudags- og þriðjudagskvöld: BER AO OFAN Miðvikudagskvöld: HAM Veitingahúsið Gikkurinn. Veitingahúsið Gikkurinn: Megas og KK-band skemmta um helgina VEITINGAHÚSIÐ Gikkur- inn, Ármúla 7, hefur verið opnað að nýju eftir breyt- ingar og mun í framtíðinni leggja sérstaka áherslu á lifandi tónlistarflutning. Annað kvöld, laugardag, skemmtir KK-Band en á sunnudagskvöld troða upp Megas og hættuleg hljóm- sveit. KK-band, sem skipað er Kristjáni Kristjánssyni gítar- leikara og söngvara, Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara og Ásgeiri Oskarssyni bassaleik- ara, hefur öðlast miklar vin- sældir í vetur fyrir blústónlist og frábæra stemmningu á tónleikum sveitarinnar. Megas er óþarfi að kynna en það er ekki um hvetja helgi sem hann treður upp opinber- lega. Á sunnudagskvöld verð- ur hann á Gikknum með Hættulegri hljómsveit. Fréttatilkynning Föstud. 1. mars - Opiö kl. 18-03 ÍKVÖLDKL.22 ÞAÐ ER BÓKAÐ STUÐ ÞEGAR KK-BAND SPILAR APULSINUM! FRÍTT INN TIL KL. 22 Amorgun SUNNUDAGSKVÖLD BLÚSKVÖLD PÚLSINN MAMVAK0RN 0G ELLIN KRISTJÁNSDÓTTIR Miöaverö kr. 700. Snyrtilegur klæðnaöur Matargestir MongoUan Barbecue matur + miöi kr. 1280.- DANSBARINN Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311 Ath.: Opið sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.