Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 50
,50
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FQSTUD&GUR 1. MARZ 1991
—
. >
PRESSAN
Mat sérfræðinga í
flugheiminum
VERDMÆTI
FLUGFLOTA
FLUGLEIÐA
HRAPAR
esict
^íottctútct
Ca*tcU,i<t4,?
-smekkkonur segja slna skoðun
Yfirlæknir
í skurðlækningum á
Landspítalanum
SÁ HÆFASTI
HRAKINN FRÁ
Hvaóa sfétfir eru
leiðinlesasfar með
víni oá hveriar
skemmfileeastar?
-barþjónar svara þvi
Hverjir eru gallar
Davíðs og
Þorsteins og
hverjir eru kostir
þeirra?
stæðismenn svara því
-sjálfslc
PRESSAN
ps. Reimar frændi er í
PRESSUNNI
KORFUKNATTLEIKUR
Björn Steffensen lék vel með ÍR-liðinu.
KNATTSPYRNA
Atta leikmenn frá
Ítalíu í bann
Atta leikmenn frá ítölskum
félagsliðum verða í leikbanni
þegar Evrópukeppnin hefst á ný
með 8-liða úrslitum í næstu viku.
Þar af eru fimm leikmenn frá Roma.
Fjórtán leikmenn eru í leikbanni,
en þeir eru:
Evrópukeppni meistaraliða:
Manuel Sanchis (Real Madrid,
Spánn), Marco van Basten (AC
Milan, Ítalía), Ilija Najdoski (Red
Star Belgrad, Júgóslavía).
Evrópukeppni bikarhafa: Ma-
BLAK
rek Jozwiak (Legia Warsjá, Pól-
land), Andrei Annenkov og Andrei
Aleksaenkov (Dinamo Kiev, Sov-
étríkin).
UEFA-keppnin: Pedro Manuel
Venancio (Sporting, Portúgal),
Walter Bonacina (Atalanta, Ítalía),
Nicola Berti (Inter Mílanó, Ítalía),
Amedeo Carboni, Fausto Salsano,
Giovanni Piacentini, Andrea
Carnevale og Angelo Peruzzi (AS
Roma).
Stuldur í
Seljaskóla
Þórsarar glopruðu niðurunnum leikgegn
IR-ingum á æsispennandi lokaspretti
„VIÐ vorum yfir á hárréttum
tírna," sagði kampakátur þjálf-
ari ÍR-inga, Jón Jörundsson,
eftir að lið hans hafði stolið
sigrinum í leik gegn Þór í gær-
kvöldi, 85:81. Leikurinn var
geysilega mikilvægur í botn-
baráttu úrvalsdeildar. Með
sigri hefðu Þórsarar nánast
tryggt söðu sína í deildinni, en
nú eru þrjú lið jöfn í neðstu
sætum deildarinnar og allt get-
urgerst.
Þórsarar byrjuðu leikinn mun
betur og náðu tólf stiga for-
skot. Þeir voru sterkari í fráköstum
- bæði í sókn og vörn og fengu
oft tvær-til þijár til-
raunir til að skora í
hverri sóknarlotu.
ÍR-ingurinn Frank
Booker gekk ekki
heill til skóar. Hann gerði aðeins
fjögur stig í fyrri hálfleik og munar
um minna. I síðari hálfleik höfðu
Þórsarar ávallt frumkvæðið og þeg-
ar fimm mín. voru til leiksloka
höfðu þeir ellefu stiga forskot,
65:76. Þá vöknuðu ÍR-öingar til
h'fins og léku mjög fast í vörn og
náðu að saxa á forskot Þórsara.
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi og voru stuðningsmenn
IR vel með á nótunum. Þegar 90
sek. voru eftir höfðu Þórsarar fimm
stiga forskot, 74:79. Karl Guðlaugs-
son minnkaði þá muninn, 77:79,
með þriggja stiga körfu. Kennard
svaraði, 77:81, fyrir Þór, en augna-
bliki síðar skoraði Booker þriggja
stiga körfu og minnkaði muninn í
PéturH.
Sigurðsson
skrifar
„Eium með sterka
einstaklinga og
góða liðsheild"
- segirJóhanna Kristj-
ánsdóttir, fyrirliði ís-
landsmeistara Víkings
VÍKIIVIGSSTÚLKURNAR hafa
haft mikla yfirburði í 1. deildar-
keppninni og hafa tryggt sér
íslandsmeistaratitilinn enn
einu sinni. „Lykillinn að vel-
gengni okkar er hvað við erum
með sterka einstaklinga og
væri samvinnan þeirra á milli
góð,“ sagði Jóhanna Kristjáns-
dóttir, fyrirliði meistara
Víkings.
Víkingsliðið er öflugt og segir
það best .um styrk liðsins að
fimm stúlkur úr Víkingi léku síðasta
Iandsieik íslands. „Hin liðin eiga
mpHIM einnig góða leik-
Guðmundur menn í sínum her-
Þorsteinsson búðum, en þau hafa
skrifar ekki nað ag nýja þá
eins vel og við. Mik-
il vinna hefur farið í að byggja upp
samhelt lið. Það er takmark okkar
að fara til útlanda og etja kapp við
sterk lið á móti þar,“ sagði Jóhanna.
Víkingsliðið hefur náð mjög góð-
um árangri á undanförnum árum
og framtíðin er björgt hjá Víking-
um.
Jóhanna Kristjánsdóttir, fyrirliði Víkings, metur stöðuna í leik.
KGA
80:81. Þá voru aðeins45 sek. eftir
af leiktíma. Þórsarar misstu knött-
inn klaufalega frá sér og^ þegar
sextán sek. voru eftir fékk ÍR-ing-
urinn Halldór Hreinsson tvö víta-
skot. Hann hitti úr því síðara og
jafnaði leikinn, 81:81. ÍR-ingum
tóks síðan á ævintýralegan hátt að
stela knettinum er Þórsarar settu
hann í leik. Björn Steffensen náði
knettinum og sendi hann til Karls
Guðlaugssonar, sem skoraði og kom
ÍR-ingum yfir, 83:81. Þórsarar
höfðu síðan átta sek. til að jafna,
en æsingur leikmanna var of mikill
og þeir misstu knöttinn frá sér og
Karl innsiglaði sigurinn, 85:81, með
tveimur vítaskotum, við mikinn
fögnuð áhangenda ÍR-liðsins.
Dan Kennard og Jón Örn léku
vel fyrir Þórsarar, en Karl Guð-
laugsson og Björn Steffensen voru
bestir í jöfnu IR-liði.
URSLIT
Knattspyrna
VINÁTTULANDSLEIKUR:
Campo Grande, Brasilíu:
Brasilía - Paraguay............1:1
Neto (42. - vítasp.) - Samaniego (44.)
■Brasilíumenn náðu ekki að vinna sinn
fyrsta leik undir stjóm Falcao, eins og þeir
höfðu vonað.
Körfuknattleikur
ÍR-Þór 85:81
íþróttahúsið í Seljaskóla, Úrvalsdeildin í
körfuknattleik, fimmtud. 28. febrúar 1991.
Gangur leiksins: 0:2, 13:18, 22:35, 34:41.
46:58; 57:68., 65:76, 77:79, 85:81.
Stig IR: Frank Booker 18, Karl Guðlaugs-
son 17, Björn Steffensen 14, Eggert Garð-
arsson 13, Halldór Hreinsson 11, Ragnar
Torfason 10, Hilmar Gunnarsson 2.
Stig Þórs: Dan Kennard 24, Sturla Örlygs-
son 21, Jón Örn Guðmundsson 16, Konráð
Óskarsson 8, Jóhann Sigurðsson 8, Björn
Sveinsson 2, Helgi Jóhannesson 2.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og Arni
Frevr Sigurlaugsson, sem dæmdu ágætlega.
Áhorfendur: 139.
NBA—DEILDIN:
Leikir í fyrrinótt:
Boston - Minnesota....... 116:111
Philadelphia - Atlanta.....107:103
Dallas - Indiana...........108:104
Orlando - Phoenix..........124:116
Utah Jazz - Golden State...118:103
Charlotte - Sacramento....L. 96: 90
FRJALSAR
Met hjá Morceli
Noureddine Morceli frá Alsír
setti í gær heimsmet í 1.500
metra hlaupi innanhúss. Hann sigr-
aði á móti í Sevilla á Spáni og kom
í mark á 3:34,16 mín. Gamla átti
Bretinn Peter Elliot, 3:34,21 mín.,
en það setti hann fyrir ari síðan á
sama stað.
KNATTSPYRNA
FH-ii
með battamót
FH-ingar gangast fyrir innan-
hússknattspyrnumóti í sam-
vinnu við Stöð 2 og OLÍS á laugar-
daginn í íþróttahúsinu í Kaplakrika.
Atta efstu liðin í 1. deildarkeppn-
inni í knattspyrnu var boðin þátt-
taka.
Búið er að draga hvaða lið mæt-
ast í keppninni, sem er með útslátt-
arfyrirkomulagi; Fram - KA, KR -
Víkingur, ÍBV - FH, Valur Stjarn-
an. Leikið verður á stórum velli
með böttum og verða sex leikmenn
í liði - fimm útileikmenn og mark-
vörður. Verði jafnt að venjulegum
leiktíma verður bráðabani.
Mótið, sem verður sýnt beint á
Stöð 2, hefst kl. 16.30 og úrslita-
leikur fer fram kl. 18.30.