Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 52

Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 52
— svo vel sé tryggt sjqvaHqalmennar FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. • • Okutækjatryggingar: Abyrgðartrygging Jiækkar um 5-7% en kaskótrygging lækkar Tryggingafélögunum veröur heimilt að hækka iðgjöld ábyrgðar- tryggingar ökutækja og framrúðutryggingar á bilinu 5-7% nú um mánaðamótin, en kaskótryggingar eiga hins vegar að lækka um 10-15% samkvæmt tilmælum Tryggingaeftirlitsins. Iðgjald ábyrgðar- og framrúðutrygginga hækkar samkvæmt þessu um allt að 15% frá því 1. mars 1990, en iðgjald kaskótryggingar lækkar hins vegar. Iðgjöldum hefur ekki verið breytt í þessum tryggingagreinum síðan 1. mars 1988, en síðan þá hafa ið- gjöldin fylgt verðlagsbreytingum samkvæmt svokallaðri tjónavísi- tölu. Að sögn Ragnars Ragnarsson- ^ar hjá Tryggingaeftirlitinu nemur sú hækkun um 7% frá 1. mars 1990 til dagsins í dag, og að við- bættri þeirri hækkun sem nú hefur verið heimiluð gæti hækkun ið- gjalds ábyrgðartryggingar nú orðið um 15% frá því sem var í fyrra, en aftur á móti gæti orðið lækkun á iðgjaldi kaskótryggingar. „Við höfum beðið vátryggingafé- lögin að ákveða iðgjöldin innan þessa ákveðna bils sem heimilað hefur verið eftir því hver staða hvers félags er í þessum greinum. “ fkoman er örlítið mismunandi eft- ir félögum í ökutækjatryggingum auk þess sem félögin eru misjafn- lega sterk fjárhagslega. Að okkar mati ætti það að endurspeglast í þeirri ákvörðun sem tekin verður," sagði Ragnar. Hann sagði að Tryggingaeftirlit- ið hefði farið fram á það við trygg- ingafélögin að þau velji ekki þá leið að hækka sem mest þau mega ábyrgðar- og framrúðutrygging- amar þar sem þannig sé ástatt og lækka sömuleiðis eins lítið og hægt er kaskótryggingar. Þess í stað líti þau á þessar greinar í heild og hvernig hvert félag hefur komið út í þeim. „Þarna er í rauninni verið að ýta undir það ‘að félögin taki sjálfstæðari ákvarðanir en áður, en þróunin hefur reyndar verið í þá átt undanfarin ár. Það er óljóst hvað þetta þýðir í iðgjaldsbreyting- um hjá félögunum, en gróft sagt má segja að þetta þýði um 2% hærri iðgjöld til félaganna en áður í þessum þremur greinum til sam- Hátt á fjórða þúsund ung’linga fermast REIKNA má með að nær öll þeirra 3.886 ungmenna, sem fædd eru árið 1977 muni ferm- ast á þessu ári. Af þeim eru rúmlega 1.300 búsett í Reykjavík. Að sögn Guðmundar Þorsteins- Grindavík: Rafmagn fór af er eldur kom upp í spennistöð Grindavík. ELDUR í spennistöð við loðnubræðslu Fiskimjöls og lýsis í Grindavík orsakaði tveggja tíma rafmagnsleysi í bænum í fyrrinótt. Talið er að upptök eldsins megi rekja til rafmagnstöflu við inntak verksmiðjunnar og varð af nokkur reykur. Greið- lega gekk að slökkva eldinn en fyrst eftir að rafmagn komst á aftur léku eldglæringar um rafmagnstöfluna. Jón Pétursson verksmiðju- stjóri sagði við Morgunblaðið að verksmiðjan hefði ekki orðið fyrir beinu tjóni, en bræðsla stöðvaðist í hálfan sólarhring meðan gert var við til bráða- birgða. Að sögn Jóns verður að skipta um rafmagnskapla við inntakið því þeir skemmdust í brunanum. „Við erum með full- ar þrær af loðnu og allt stopp er slæmt,“ sagði Jón að lokum. FÓ sonar dómprófasts verða fyrstu fermingarnar 24. mars, pálma- sunnudag, hjá stærstu söfnuðun- um í Reykjavík, en í dreifbýli er oft miðað við hvítasunnuna. Að sögn sr. Bernharðs Guð- mundssonar blaðafulltrúa þjóð- kirkjunnar, eru 96% landsmanna í lúthersku kirkjunni eða öðrum kristnum söfnuðum. Þar af er inn- an við 1% unglingar, sem ákveða að fermast ekki jafnvel þótt þau hafi tekið fullan þátt í fermingar- undirbúningi. Morgunblaðið/Þorkell Björn Halldórsson lögreglufulltrúi með amfetamínið, sem falið var í borðinu, til hægri á myndinni. Lögreglan handtók mann með 1 kíló af amfetamíni: Eiturlyf falin í borði og send í flugi til landsins Stærsta amfetamínsending sem lagt hefur verið hald á hér FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók síðdegis í gær 34 ára mann með 1 kíló af amfetamíni í fórum sínum. Amfet- aminið fannst falið í gömlu borði sem sent hafði verið til lands- ins með flugvél frá Lúxemborg og maðurinn hafði skömmu áður sótt á vöruafgreiðslu Flugleiða. Þetta er stærsta amfetamínsend- ing sem lögregla hér á landi hefur lagt hald á. Borðið var sent til landsins um miðjan mánuðinn á nafn annars manns en tollgæslan komst að því hvert innihaldið var. Rannsókn lögreglunnar leiddi fljótlega til þess að grunur beindist að þessum manni og fylgdist lögreglan með ferðum hans. Eftir að hann hafði í gær sótt borðið í flugafgreiðslu Flugleiða var hann eltur að heim- ili sínu í Reykjavík og handtekinn þar. Búist er við að í dag verði gerð krafa um að maðurinn, sem áður hefur komið við sögu fíkni- efnamála, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn Björns Halldórssonar lögreglufulltrúa, sem stjórnar rannsókninni, má búast við að efnið hefði verið þynnt um helm- ing áður en því hefði verið dreift til kaupenda, þannig að segja mætti að komið hefði verið í veg fyrir dreifingu á tveimur kílóum af efninu. Talið er að gramm af amfetamíni seljist að jafnaði fyrir um 5 þúsund krónur og sam- kvæmt því er verðmæti þeirrar sendingar sem lögreglan lagði hald á í gær um 10 milljónir króna. Aðeins tvisvar á undanförnum áratug, árin 1986 og 1984, hefur lögregla Iagt hald á meira en eitt kíló af amfetamíni á heilu ári. Þá var alls lagt hald á 1,4 - 1,7 kíló af efninu. Tvö undanfarin ár hef- ur verið lagt hald á um 200 grömm af amfetamíni hvort ár og 1988 kom lögregla höndum yfir 640 grömm af amfetamíni. Afkoma Eimskips á árinu 1990: Hagnaðurinn af rekstri Eim- skips í fyrra var 341 milljón Nýtt gámaskip afhent félaginu í dag HAGNAÐUR varð af rekstri Eimskipafélags Islands að upphæð 341 milljón króna á síðasta ári. Hagnaður ársins er 4,7% af veltu og arðsemi eigin fjár er 11%. Rekstrartekjur félagsins og dótturfélaga á árinu námu 7.306 milljónum króna, sem er 19% veltuaukning frá árinu á undan þegar rekstrartekjurnar námu 6.136 milljónum. Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að þessi niðurstaða sé í aðalatriðum í samræmi við áætlanir. I dag bætist nýtt gámaskip, Dettifoss, við skipaflota félagsins og verður það afhent í Hamborg. Kaupverð þess var tæpar 700 milljónir kr. í maí á síðasta ári þegar það var keypt. Eigið fé Eimskipafélagsins í árs- lok 1990 var 3.902 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 45%. Á síðasta ári jukust heildarflutningar félags- ins um 5% frá árinu á undan eða úr 949 þúsund tonnum í 993 þús- und tonn. Hörður Sigurgestsson sagði að við hlutabréfaútboð í haust hafi verið gert ráð fyrir að hagnaður ársins yrði u.þ.b. 347 milljónir kr. „Þegar sú áætlun var gerð var óséð hvaða áhrif Persaflóastríð hefði, meðal annars í hækkuðu olíuverði,“ sagði hann. Hörður sagði að hagnaður fé- lagsins árið 1989 hefði verið 189 milljónir eða 3,9% af veltu. Að sögn Harðar hefur afkoma félagsins sveifíast á milli ára. „Hagnaður af sölu skips og gengishagnaður vegna fallandi verðs dollarans hefur áhrif á afkomuna á síðasta ári,“ sagði Hörður. Félagið festi kaup á Dettifossi á fyrri hluta síðasta árs en það hefur fram að þessu verið í leiguverkefn- um erlendis fyrir fyrri eigendur. Dettifoss er systurskip Bakkafoss, sem Eimskip hefur á leigu. Er það tæpir 107 metrar á lengd og getur flutt 458 gámaeiningar en burðar- geta skipsins er 7.700 tonn. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota Eimskips. Á síðasta ári keypti það fjögur skip; Skógafoss, Reykjafoss, Urriðafoss og Stuðla- foss, og á árinu 1989 keypti félag- ið Brúarfoss og Laxfoss. Eru Eim- skip og dótturfyrirtæki þess nú með 15 skip í föstum rekstri. Dettifoss er smíðað hjá Sietas- skipasmíðastöðinni í Hamborg árið 1982. Fer það í siglingar á Norður- landaleiðum, þar sem það mun halda uppi vikulegri áætlun ásamt Bakkafossi. Hefur það áætlun sína í Danmörku og er væntanlegt til Islands 13. mars. Aðalfundur Eimskips verður haldinn 7. mars og verður þá lögð fram ársskýrsla félagsins fyrir árið 1990.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.