Morgunblaðið - 13.03.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 13.03.1991, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ Storeykst framboð á rækju frá Indónesíu? Fisk- og rækjueldi á meira en fjórum milljónum hektara fiskveiðiþjóð enda nær lögsagan hluti hennar er landgrunn. Tölur um heildarafla eru aðeins til frá árinu 1987 en þá var hann 2.670.413 tonn að fiskeldinu með- töldu, sem var 376.772 tonn. Er að því stefnt, að hann verði kom- inn í 3,6 millj. tonna 1993. 1988 var fiskneysla á mann 15,3 kg og búist við, að hún verði komin í 16,9 eftir tvö ár. Þegar þess er gætt, að Indónesar eru 180 millj- ónir, þá er verið að tala um neyslu- aukningu upp á 288.000 tonn. Indónesar stunda veiðamar á hvorki meira né minna en 350.000 skipum en tölurnar segja ekki allt því að 65% flotans eru vélarlausir smábátar. í öllu þessu stóra landi eru raunar aðeins 43 skip, sem eru stærri en 200 brúttótonn. Fiskeldið, sem er aðallega rækja, er stundað á 400.000 hekt- Á SÍÐUSTU árum hefur áhugi þriðja-heims-ríkja á uppbygg- ingu sjávarútvegsins aukist mikið enda ráða þau mörg yfir auð- ugum fiskimiðum. Sem dæmi má taka Indónesíu, sem virðist geta átt fyrir sér bjarta framtíð sem yfir 5,8 milljónir ferkm og mikill .urum en það sýnir best vöxtinn í þeirri grein, að nú er fyrirhugað að leggja undir hana tífalt stærra svæði eða fjórar milljónir hektara. Rækjueldið er stundað í hálfsöltu vatni og framleiðslukostnaður á kíló hefur minnkað mikið á siðustu árum, farið úr 470 kr. og allt nið- ur í 220 kr. á kg. Er markaðurinn fyrir rækjuna aðallega í Japan og Bandaríkjun- um en mjög vaxandi í Evrópu. Enn eru eiginlegar rækjuveiðar í sjó meiri en rækjueldið en það mun snúast við innan tíðar. Það skal hins vegar ósagt látið hvaða áhrif stóraukið rækjuframboð frá Indó- nesíu og öðrum þriðja-heims-ríkj- um hefur svo á heimsmarkaðs- verðið. Gjaldþrot blasir við smabátæigendum STJÓRN Landssam- bands smábátaeig- enda (L.S.) telur að reyna á stjórnarskrána alvar!?fr þverbrest •i o ir sjáist nu a þeim breytingum, sem gerðar voru á fyrirkomulagi fiskveiða um síðustu áramót. Afkomu fjölda smábátaeigenda sé ekki aðeins stefnt í tví- sýnu, heldur blasi nú gjaldþrot við mörgum þeirra. Eignir fjölda smábátaeigenda séu gerðar verðlitlar eða verðlausar og atvinna þeirra sé nær einskis virði. Engu stjórnvaldi sé hins vegar stætt á lagasetningu, sem brjóti í bága við ákvæði sljórnarskrárinnar, og grípi stjórnvöld ekki nú þegar til aðgerða sjái L.S. sig knúið til að setja af stað prófmál til að láta reyna á ákvæði í stjórnarskránni. Landssambandið vill láta Kreist loðna þurrefnislítil ÞURREFNI i kreistri loðnu er minna en í ókreistri og munurinn getur verið nálægt 25%, að sögn Jónasar Bjarna- sonar deildarstjóra á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Greiddar eru 50-60 kr. fyrir kg af loðnuhrognum upp úr sjó en 2.000-2.500 kr. fyrir tonnið af úrgangi. Á þessari vetrarvertíð hafa hins vegar verið greiddar 3.600-5.200 kr. fyrir tonnið af heilli loðnu til bræðslu. Jónas Bjarnason segir að loðnuhrognin hafí hærri þurr- efnisprósentu en loðnan sjálf. Þess vegna gefí kreist loðna eitt- hvað minni nýtingu í loðnumjöli en ókreist en það eigi einungis við um kvenfiskinn. „Lítiil mun- ur er á efnasamsetningu loðnu- mjöls úr kreistri og ókreistri loðnu, nema hvað miklu meira salt er í mjöli úr kreistri loðnu og það er oft á bilinu 2-5%. Mjölseljendur geta orðið fyrir nokkurri verðskerðingu vegna þess,“ segir Jónas. í ályktun stjórnar L.S. segir einn- ig, meðal annars: „Stjórn L.S. harmar að þrátt fyrir þá miklu vinnu, sem lögð hefur verið í að fá úthlutun aflaheimilda smábáta í viðunandi horf, hefur það ekki að- eins mistekist, heldur hefur enn frekari skerðing dunið yfir. í þeim útreikningum og forsendum, sem notaðar eru við síðustu úthlutun, má einnig greinilega búast við enn frekari niðurskurði í byrjun næsta fiskveiðiárs. Þessi hrikalegi niður- skurður aflaheimilda, sem smábáta- eigendur standa frammi fyrir, er með öllu óþolandi. Að mati sjávarútvegsráðuneytis- ins hefur öllum afla verið úthlutað og því sé ekki um neitt svigrúm að ræða. Stjórn L.S., bendir hins vegar á að nú’sé verið að minnka aflaheimildir þeirra, sem fyrir voru í smábátaút- gerð, til að koma til móts við þá, sem komu inn með nýja báta á ábyrgð stjórnvalda. Stjórn L.S. vill því árétta enn einu sinni við sjávarútvegsráðherra að hafi hann vilja til að leysa vanda- mál þeirra, sem hann sjálfur hefur hleypt inn í kerfið síðastliðin þijú ár, án þess að skerða þá sem fyrir voru umfram aðra útgerðarhópa, hafí hann enn tíma til þess. Falli ráðherra hins vegar á tíma og mál- ið standi óleyst er hætt við að af hljótist byggðaröskun með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum.“ ÁVALLT Á RÉTTRILEIÐ Autohelm sjálfstýringu SENDUKIIPÚSTKHÖFU TÍTANhf TITANhf STflH LÁGMÚLA 7 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 84077 - FAX 83977 Plastmengun minni en netadrasli fleygt SÍÐLA sumars 1987 gerði Siglingamálaslofnun rikisins ítarlega úttekf á fjörumengun á Norðurlandi, Austfjörðum og í Bitru- firði á Ströndum og þá sýndi það sig, að ástandið var víða hörmu- legt. Alls konar úrgangur, aðallega plast í ýmsum myndum, þakti fjörur og nálægar girðingar og plastruslið var fjúkandi upp um hliðar. I kjölfar þessa og tilmæla Siglingamálastofnun- ar efndi Landssamband íslenskra útvegsmanna til áróðursher- ferðar meðal sjómanna og er ekki annað að sjá en hún hafi borið góðan árangur. í skoðunarferð, sem Eyjólfur Magnússon, starfsmaður mengunardeildar Siglingamálastofnunar, fór um Bitrufjörð á síðasta sumri kom í ljós, að mestallt plast, plastpok- ar, brettahlífar, mjólkurumúðir og annað slíkt rusl, var horfið en hins vegar var enn mikið af veiðarfæraúrgangi, netadræsum og afskurði, og nokkuð af trollbobbingum. Er að sjá sem áróður- inn hafi náð vel til matsveinanna en síður til háseta. Sagði Eyjólfur, að hugsanlega væri eitthvað af þessu komið alla leið norðan úr Barentshafi, frá sovéskum og portúgölskum skipum, en mestu hefur bara verið fleygt í sjóinn af íslenskum skipum og um sumar dræsuhrúgurnar hafði verið brugðið bandi áður. Myndjna af plastinu í fjörunni i Bitrufirði tók Eyjólfur 1987 og er hún bara sýnishorn af því, sem þá blasti við augum, en hin var tekin í fyrrasumar. Plastruslið mikið til horfið en það eru hins vegar netadræsur, sem kögra sjávarkambinn svo langt sem séð verður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.