Morgunblaðið - 13.03.1991, Side 9
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTALrMIÐVIKUDAGUR 13. MARZ
Rtsamarkaðir auðvelda
að koma sjávarafurðum
okkar beint á framfæri
VIÐSKIPTI við svokáll-
aða risamarkaði (hyper
markets) eiga eftir að
gegna mikilvægu hlut-
verki varðandi sölu ís-
lenskra sjávarafurða í
framtíðinni _ að mati
Höskuldar Ásgeirsson-
ar, forstöðumanns söluskrifstofu Iceland Seafood í Boulogne-sur-
mer í Frakklandi. Telur hann þær breytingar sem nú eru að
verða á smásöluverslun í Evrópu opna Islendingum þann mögu-
leika að koma afurðum okkar beint á framfæri. Forsenda þess
sé hins vegar samþjöppun hér heima. Skrifstofan í Boulogne var
opnuð 1. september 1988 og hefur sala á markaðssvæði hennar
aukist um 140% í frönskum frönkum talið frá 1987. f magni hef-
ur söluaukningin verið 110% á sama tíma. Á síðasta ári var sala
skrifstofunnar tæp 8.000 tonn og söluverðmæti tæpar 170 miiljón-
ir franka eða sem samsvarar um 1,8 milljörðum íslenskra króna.
Er það 52% söluaukning í frönskum frönkum miðað við árið áður.
A
Höskuldur Asgeirsson
hjá Iceland
Seafood í Boulogne
Hér má sjá sýnishorn af þeim neytendapakkningum sem Iceland
Seafood selur í Evrópu. *
* Höskuldur segir að árið 1987
hafi verið kannað hvort fýsilegt
væri að setja upp skrifstofu í
Frakklandi fyrir afurðir Iceland
Seafood og einnig var markaðurinn
mmmmmm^mm endurmetinn þar í
eftir landi. k þeim tíma
Steingrím s4 skrifstofa fyrir-
Sigurgeirsson tækisins í Bretlandi
um þann markað.
Aðdragandi þessarar könnunar var
að innflutningur Frakka á físki
hafði aukist stöðugt, jafnt vegna
-minni eigin veiða sem aukinnar
neyslu á mann. i kjölfar þessarar
athugunar var tekin ákvörðun í lok
ársins 1987 um að setja á laggimar
skrifstofu í Boulogne-sur-mer. Seg-
ir Höskuldur þá borg hafa orðið
fyrir valinu þar sem hún væri helsta
dreifingarmiðstöð fyrir ferskan og
frosinn físk í Frakklandi og þar að
auki stærsta löndunarhöfn landsins.
Þá þjónar skrifstofan einnig belg-
íska markaðinum en mjög stutt er
yfír til Belgíu frá Boulogne. Önnur
lönd á markaðssvæði skrifstofunnar
eru Spánn og Portúgal.
Um 85% af sölu skrifstofunnar
fer á Frakklandsmarkað en mesta
verðmætaaukningin milli áranna
■1989 og 1990 var í Belgíu eða
260% en þar var gert sérstakt átak
í smásölupakkningum. Spánn kom
einnig sterkt inn 1990 fyrst og
fremst vegna sölu á humri og öðrum
skelfíski.
„Við staðsettum skrifstofuna þar
sem helstu viðskiptaaðilar ókkar
eru miðað við núverandi vöraúrval,
sem er millilögð frosin flök, milli-
lagðar flakapakkningar og blokkir.
Síðan þessi ákvörðun var tekin
1987 hafa aftur á móti orðið stökk-
breytingar og meiri áhersla er nú
lögð á pakkningar fyrir smásölu-
markaðinn," segir Höskuldur.
Stefnan er á
neytendapakkningar
„Það er engin launung á því að
þessi aukna sala í smápakkningum
hefur kallað á aukið markaðsstarf
og munum við stórefla það næsta
árið. Hlutdeild smápakkninga hefur
farið mjög vaxandi og er nú 5-10%
af sölu okkar inn á jafnt Belgíu sem
Frakkland. Það er ljóst að við stefn-
um að því að hasla okkur meiri völl
á þessum markaði en of snemmt
er að skýra frá hvemig við ætlum
að gera það,“ segir Höskuldur.
Höfuðástæðu þess segir hann
vera að þannig skapist aukin verð-
mæti sem skili sér heim til íslands.
Þá hafi íslenskar sjávarafurðir hf.
stofnað þróunarsetur á ís.landi til
að svara kröfum markaðarins frek-
ar. Eigi hún að vera ráðgjafi og
þjónustuaðili en aðalvinnan eftir
sem áður að fara fram í frystihús-
unum.
Helsta dreifíkerfi sjávarafurða í
Frakklandi segir Höskuldur vera
stofnanamarkaðinn, þ.e. skóla,
sjúkrahús og herinn. „Það er ekki
mikill vöxtur á þeim markaði og
hann er mjög viðkvæmur fyrir verð-
breytingum. Við eigum því ekki
mikla möguleika þar með okkar
dýra fisk og að mínu mati eigum
við frekar að einbeita okkur að
öðram mörkuðum.“
Nefndi hann sérstaklega hinn
mikla vöxt sem orðið hefði í hlut-
deild risamarkaða í smásölu en sú
breyting kallaði á viðbrögð hvað
varðaði dreifíngu á fiski. „Stóru
verslunarkeðjurnar eru að þjappa
Höskuldur Ás-
geirsson, for-
stöðumaður
skrifstofu Ice-
land Seafood í
Boulogne-sur-
mer í Frakk-
landi.
sér saman og það er kominn vísir
að innkaupabandalagi á milli þeirra.
Þessi þróun krefst þess að birgjar
þeirra aðila séu af ákveðinni stærð
og það öflugir að þeir geti boðið
stöðugleika varðandi framboð og
gæði. Verðþátturinn er kannski í
þriðja eða fjórða sæti.“
Sem dæmi um þá breytingu sem
orðið hefur á þessu sviði má nefna
að 1988 vora risamarkaðimir í
Frakklandi 566 en 712 árið 1988.
Venjulegir stóiTnarkaðir voru 4.590
árið 1984 en 6.466 árið 1988. Þótt
risamarkaðimir séu aðeins 10% af
heildarfjölda verslana þá eru þeir
með um 39% af smásölunni. Má
búast við því að samþjöppunin verði
enn þá meiri eftir 1992. Einnig má
nefna að átta stórar verslunarkeðj-
ur úr löndum innan EB og EFTA
hafa tekið upp samvinnu og mynd-
að með sér samtökin .Associated
Marketing Services.
„Þessi stökkbreyting gæti kallað
á að við þyrftum að þjappa okkur
meira saman heima og jafnvel á
samruna. Því miður virðumst við
hins vegar vera að sundra okkur.
Sundraðir eigum við enga mögu-
leika á að sinna kröfum þessa mark-
aðar.“
Höskuldur sagði risamarkaðina
kalla á smásölupakkningar og
hefðu margir þeirra á stefnuskrá
sinni að hafa bein tengsl við samtök
framleiðenda til að losna við milli-
liðakostnað. Sá aðili sem þeir væra
í viðskiptum við yrði að sýna ákveð-
inn styrkleika og það væri spurning
hvort íslensku sölusamtökin væru
nógu stór til að fara inn á þennan
markað. „Ég lít hins vegar fyrst
og fremst á þetta sem tækifæri
fyrir Íslendinga til að koma sjávar-
afurðum beint á framfæri þannig
að gæðin séu tryggð alla leið til
neytenda," segir Höskuldur.
Leifturf rystur humar til Spánar
Þó botnfiskur sé uppistaðan í
sölu skrifstofunnar hefur skelfískur
aukið hlutdeild sína mjög á síðustu
árum. „Við höfum m.a. verið að
hasla okkur völl með sölu á leiftur-
frystum, þ.e. köfnunarefnisfryst-
um, humri á Spánarmarkað og
fengið hærra verð en með hefð-
bundinni frystingu. Með því að setja
þessa tækni upp í einu frystihúsi
voram við að svara kröfum markað-
arins og verður að segjast að þetta
hefur gengið framar vonum."
Soðin og pilluð rækja hefur átt
erfitt uppdráttar á þessu sölusvæði
en svo virðist sem salan á henni sé
að taka við sér. Jókst hún um tæp
50% milli áranna 1988 og 1989 og
virðist þessi vara eiga meira upp á
pallborðið en áður. Þá er Frakkland
orðið að helsta markaði íslendinga
fyrir hörpudisk. Sama sem ekkert
var selt þangað af hörpudisk árið
1987 en í fyrra fór þangað stærsti
hluti framleiðslunnar.
Eitt helsta vandkvæðið við að
vinna á þessu markaði sagði Hösk-
uldur vera að margar þjóðir settu
upp tæknilegar og viðskiptalegar
hindranir til að takmarka innflutn-
ing á físki. Ein aðferð væri að láta
innflutningsaðila sæta strangari
heilbrigðiskröfum en þá á heima-
markaðinum. „Við höfum orðið
verulega varir við þetta á EB-mark-
aðinum. Má nefna sem dæmi hve
yfirvöld líta í gegnum fíngur sér
gagnvart ýmsum aðilum sem hér
era að vinna fisk. Á ég þá aðallega
við þá sem kaupa á uppboðsmörk-
uðunum og vinna og selja fiskinn
ófrosinn inn á markaðinn. Slíkir
aðilar myndu ekki fá vinnsluleyfí
heima með sömu tæki og hreinlæt-
isaðstöðu og hér. Á sama tíma hef-
ur innflutningsleyfí frá íslandi verið
stoppað þar sem vantaði fótstýringu
á handlaug í frystihúsi.“ Segir
Höskuldur þetta sýna mjög skýrt
hvernig sum ríki reyni að takmarka
frjáls viðskipti. Neytendasjónarmið
séu ekki höfð að leiðarljósi heldur
hagsmunir útgerðarmanna og físk-
verkenda í EB.
Fiskverkafólki hætt við
líkamlegnm óþægiiidum
Vinnueftirlitið kannar líkamleg
óþægindi ýmissa starfshópa
FRUM-
NIÐUR-
STÖÐUR
könnunar
á líkam-
legum óþægindum verkafólks, sem Vinnueftirlitið hefur gengizt fyr-
ir, benda ótvírætt til þess að óþægindin sem skoðuð voru frá hreyfi-
og stoðkerfi séu algengari hjá fiskverkafólki en hjá íslensku þjóð-
inni almennt og á það sérstaklega við óþægindi frá hálsi, herðum
og úinliðum. Auk þess virðast óþægindin há fiskverkafólki meira
við dagleg störf en þjóðinni almennt og valda meiri fjarvistum fisk-
verkafólks frá vinnu eri hjá samanburðarhópnum.
Það era margir sem einhvern tím-
ann á ævinni hafa óþægindi, verk,
frá hreyfi- og stoðkerfi en með
hreyfí- og stoðkerfí er átt við vöðva,
sinar, liði, liðamót og bein. Vinnueft-
irlit ríkisins gerði athugun á þessum
óþægindum meðal íslendinga 'al-
mennt og sendi spurningalista til að
afla þessara upplýsinga til 855 ein-
staklinga af báðum kynjum árið
1986. Spumingalistinn var unninn
•af samstarfshópi á vegum Norrænu
embættismannanefndarinnar og í
ljós kom við úrvinnslu að íslendingar
hafa meiri óþægindi frá hreyfi- og
stoðkerfí en fólk í sambærilegum
rannsóknum erlendis. Markmið
rannsóknarinnar var þó ekki að bera
okkur saman við aðrar þjóðir heldur
afla upplýsinga um ástand þjóðar-
innar hvað þetta varðar og nota síð-
an upplýsingamar til samanburðar
þegar farið væri að +eggja spum-
ingalistann fyrir ýmsa starfshópa.
Fyrsti starfshópurinn sem valinn var
er flskverkafólk.
Líðan starfsfólks 18
fiskverkunarhúsum könnuð
Hulda Olafsdóttir sjúkraþjálfari
hjá atvinnusjúkdómadeild Vinnueft-
irlits ríkisins annast úrvinnslu á at-
huguninni á líðan fiskverkafólks:
„Spurningalisti var sendur til alls
starfsfólks í 8 fískverkunarhúsum
víðs vegar um land og svörunin var
um 68%, þar af svöruðu 63 karlar
og 187 konur. Enn sem komið er
höfum við einungis frumniðurstöður
en þær benda ótvírætt til þess að
óþægindin sem við vorum að skoða
frá hreyfi- og stoðkerfi séu algeng-
ari hjá fískverkafólki en hjá íslensku
þjóðinni almennt og á það sérstak-
lega við óþægindi frá hálsi, herðum
og úlnliðum. Auk þess virðast óþæg-
indin há fiskverkafólki meira við
dagleg störf en þjóðinni almennt og
valda meiri fjarvistum fiskverkafólks
frá vinnu en hjá samanburðarhópn-
um. Hér erum við ekki að tala um
öll veikindaforföll heldur bara vegna
umræddra óþæg-
inda frá hreyfí- og
stoðkerfi.
Óvíst hvaö veldur
Við vitum ekki
með vissu hvað það
er í eðli starfs fisk-
verkafólks sem veld-
ur þessum mun en
eitt af mörgu sem
athyglisvert væri að
skoða seinna er
hvort breyttir
starfshættir og þá á
ég við tilkomu flæðilínunnar munu
hafa áhrif á þetta. Með tilkomu
flæðilínunnar er horfið frá einstakl-
ingsbónus yfir í hópbónus eða húsa-
bónus og hægt er að hækka og
lækka borðin sem unnið er við og
jafnvel vinna sitjandi.
Eitt atriði sem má nefna og kom
fram í athuguninni er að mjög marg-
ir hafa starfað lengi við fiskverkun,
sérstaklega konumar og getur það
Ljósmynd/Gunnar
auðvitað haft áhrif á hversu algehg
óþægindin era hjá fískverkafólki því
hér hefur verið um einhæfa og erf-
iða ákvæðisvinnu að ræða.
Þetta eru hins vegar getgátur að
minnsta kosti enn sem komið er því
lokaniðurstöður eru ekki komnar.
Þegar þær verða fengnar verða þær
kynntar í skrifum og á ráðstefnum,"
sagði Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálf-
ari.