Morgunblaðið - 13.03.1991, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ
III
a Wa Karfi 1 Fiskverö ytra krA«
150
140
130
120
110
100
90
80
Þorskur
;
94,09 kr/kg J—- Feb. Mar.
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar
Fiskmarkaður
Suðurnesja
Þorskverö lækkaði enn í vikunni sem
leið, enda framboð verið með skárra og
stöðugra móti. Á Fiskmarkaði Suðurnesja var
mjög góð sala í vikunni (6771) og á hinum
mörkuðunum tveimur bærileg. Ágæt sala var
í karfa, sérstaklega á Faxamarkaði, og sömu
sögu var að segja um ufsann, nema mest
seldist af honum á Suðurnesjum.
Veró á
gámaþorski
á Bretlandi
(2871) lækk-
aði úr 145,86
kr/kg í 142,09.
§f
Sölvi Bjarna-
son SF71 seldi f
841 af þorski í í
Grimsby í vik-
unni sem leið á
144,47 kr/kg.
0 ÞorskurMHsB Karfic»eBi Ufsi,------------------
Þorskverö á Bretlandi hækkaöi aftur í síöustu viku, en í
Þýskalandi lækkaði verð á karfa énn á rneðan ufsaverð hækkaði
talsvert. Þrjú skip seldu þar í vikunni, aðallega karfa.
PERÚ er nú að
taka sæti Chile
sem mesti fiski-
mjölsframleið-
andi í heimi og
er raunar eina
landið, sem
mun geta aukið framleiðsluna verulega á næsta áratug. Er því
almennt spáð, að mikilvægi og verðmæti þessarar afurðar, fiski-
mjölsins, muni vaxa mjög á næstu árum vegna stóraukins fisk-
eldis um allan heim.
Perúmenn telja sig geta
tvöfaldað framleiðslu sína
á næstu árum
Eftirspurn eftir fiskmjöli er
mjög vaxandi og sérstaklega eft-
ir gæðamjöli, sem er einkum
notað í lax- og rækjueldi og einn-
ig sem grísafóður. Hafa Perú-
menn fullan hug á að nýta sér
þennan meðbyr en fiskimjölsiðn-
aðurinn þar í landi er nú fyrst
að rétta úr kútnum eftir áratug-
arlanga þjóðnýtingu undir her-
foringjastjórninni fyrrverandi.
Hafa þeir þegar varið mikiu fé
í að endurnýja verksmiðjur og
skip en áætlað er, að uppbygg-
ingin muni kosta allt að 27 millj-
arða ísl. "kr. Hefur hluti af þessu
fé fengist fyrir milligöngu kaup-
enda í Þýskalandi og Danmörku
og auk þessa hafa Perúmenn
haft nokkurt samstarf við Kín-
veija hvað varðar endurnýjun
skipastólsins.
Þessar aðgerðir skiluðu þeim
árangri í fyrra, að þá jókst fiski-
mjölsframleiðslan þótt aflinn
væri 5% minni en árið áður. Þá
hafa gæði mjölsins einnig batnað
en vegna lélegs búnaðar í verk-
smiðjum hefur eggjahvítuinni-
hald í perúsku mjöli ekki. verið
nema 64% á móti 70% í Chile.
Perúmenn eiga þó enn langt í
land miðað við aðra og má nefna
sem dæmi, að þeir þurfa sex
tonn af hráefni í eitt tonn af físki-
mjöli en í Chile er þetta hlutfall
4,2 á móti einu.
Milljóna tonna aflaaukning
Perúmenn segja, að framtíð
fískimjölsiðnaðarins sé komin
undir veiðum á djúpmiðum,
miklu utar en núverandi skipa-
floti getur sótt, en þar er mikið
af ýmsum makríltegundum, til
dæmis hrossamakríl, sem er góð-
ur til bræðslu. Hafa Japanir og
Sovétmenn nokkuð sótt í þessa
stofna után 200 mílnanna og
Sovétmenn hafa einnig verið með
40 verksmiðjuskip innan land-
helginnar samkvæmt mjög um-
deildum samningi við ríkisstjórn
Alans Garcia. Aætla sumir, að
með veiðum úr þessum stofnum
geti Perúmenn aukið eigin afla
um 4-5 milljónir tonna og nærri
tvöfaidað fiskimjölsframleiðsl-
una. Aðrir fara þó hægar í sak-
irnar og telja, að 1995 verði
mjölframleiðslan orðin 1,4 millj-
ónir tonna og 1,6 um aldamót.
24% í úrvalsf lokk um aldamót
Framleiðsia úrvalsmjöls krefst
mjög fullkomins tækjabúnaðar,
einkum við þurrkunina, en heisti
kosturinn við það er, að það er
auðmeltanlegt. Af þeim sökum
fæst miklu hærra verð fyrir það
en annað mjöl. Nú eru aðeins
8% heimsframleiðslunnar í þess-
um úrvalsflokki en talið er, að
hlutfallið verði um 24% um alda-
mót. Eftirspurnin er langmest í
fískeldinu og má nefna sem
dæmi, að í laxafóðri er fiskimjö-
lið helmingur en ekki nema 2,5%
í kjúklingafóðri. í fískeldinu á
fískimjölið ekki í neinni sam-
keppni við sojamjölið, sem er
annars uppistaðan í mestöllu
dýrafóðri.
Lýsiö allt til manneldis?
Lýsið, sem fellurtil við bræðsl-
una, hefur til þessa aðallega ver-
ið hert og notað í smjörlíkisgerð
en það verður æ algengara að
blanda því eða sameina fóðrinu.
Perú er nú annar mesti lýsis-
framleiðandi í heimi, 300.000
tonn 1989 á móti 418.000 í Jap-
an, og langstærsti lýsisútflytj-
andinn. Þessi tvö lönd standa
undir næstum helmingi heims-
framleiðslunnar en á síðustu
fímm árum hefur framleiðsla
Japana þó minnkað um 20%.
Eftirspurn eftir lýsi hefur vax-
ið mest í Noregi vegna fískeldis-
ins en manneldismarkaðurinn
stækkar stöðugt og gæti hæg-
lega gleypt það allt þegar tekist
hefur að losa það við bragðið,
sem mörgum fellur illa. Hefur
það raunar tekist ágætlega á
rannsóknastofum en sú tækni
er ekki enn komin inn á fram-
leiðslustigið.
Heimsframleiðslan í fiskimjöli
hefur verið mjög stöðug síðustu
fimm ár, aðeins sveiflast til um
6% upp eða niður, en 70% henn-
ar koma frá sjö löndum. Er því
spáð, að hún muni aukast úr sex
milljón tonnum 1990 í sjö milljón
tonn um aldamót en lýsisfram-
leiðslan er talin verða sú sama
og á árunum 1985-89 eða 1,5
milljón tonn.
BRETLAND
Verðfall
áhumrí
MIKILL innflutriingur á humri
frá Kanada til Bretlands hefur
valdið umtalsverðu verðfalli á
humrí þar. Samtök sjómanna
og félag skelfiskframleiðenda
hafa lýst yfir þeim ótta sínum
að áframhaldandi ógnun stafi
af miklum innflutningi á ódýr-
um humri frá Kanada. Skýring-
in á þessum innflutningi nú, er
meðal annars óvenju góð tíð við
strendur Kanada og samdráttur
í smásölu þar vestra. Kanadíski
humarinn er af tegundinni hom-
arus americanus og í nokkru
frábrugðinn þeim humri, sem
hér veiðist.
Mánaðarlega koma 45 til 70
tonn af lifandi humri frá Kanada
inn á markaðina í Evrópu en nú
er reiknað með mikilli aukningu á
þessum innfiutningi. Óvenju gott
tíðarfar hefur valdið aukningu á
humarafla í Norður-Ameríku og
eru birgðir nú orðnar miklar, 15
til 20% meiri en í nóvember síðast-
liðnum, en afturkippur í efnahags-
málum, takmarkað framboð á
flugfragt og auknar veiðar hafa
valdið verðlækkunum.
Margir kaupendur á humri í
Bretlandi hafa nú snúið sér að
þeim kanadíska, en vegna lágs
gengis dollars og birgðaaukningar
fá þeir humarinn nú á 3,40 sterl-
ingspund pundið eða rúmlega 360
krónur kílóið, en skozkur humar
hefur verið seldur á 6 pund pund-
ið eða um 640 krónur kílóið.
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
PERU
þúsund tonn
Stærstu
QHfuE fiskimjölsútflytjendur
DANMÖRK
ÍSLAND
□ □
pa
□ □ □ □□ □□
Fiskeldið veldur aukimii
eftírspum eftír fískimjöli
BOTIMFISKUR
300 þúsundir tonna
260 1-1
200
150
100
50
'80 '85 '86 '87 '88 '88
Frakkar auka
kaup á fiski
FRAKKAR hafa margfaldað
innflutning á fiski, ferskum
og frystum á síðustu 10 árum.
Er þá skelfiskur og fiskur úr
fersku vatni ekki meðtalin, en
aukning þar er einnig umtals-
verð. 1980 nam fiskinnflutn-
ingur þeirra 66.000 tonnum,
en fimm árum seinna hafði
hann meira en þrefaldazt. Síð-
an hefur aukinging verið hæg-
ari, en þó umtalsverð, því
áætlaður inn flutningur á síð-
asta ári er 348.000 tonn, meira
en fimmföldun á áratug.
SKELFISKUR
150 þúsundir tonna
'85 '88 '87 '88
FRAKKAR hafa lengi neytt
töluverðs magns af skelfiski
og þegar árið 1985 nam inn-
flutningur þeirra 118.000
tonnum. Arið 1989 var hann
kominn upp í 151.000 tonn og
hafði þá aukizt um 28%. Út-
flutningur héðan frá íslandi
til Frakklands hefur aukizt
verulega undanfarin ár. Við
seljum þangað mikið af ufsa,
en einnig nokkuð af rækju,
hörpudiski og humri. Franski
markaðurinn byggist í aukn-
um mæli á sölu frystra afurða,
smápakkninga og tilbúinna
rétta í kjölfar vaxandi frysti-
kistueignar landsmanna og
notkunar örbylgjuofna.
AiVAl/D
I 8S1
-36 14A3I3>
XA4=
;rrs
íMl8