Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ B 11 Vi\ja 2,8% hækkun FUNDUR stjórnar Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar, haldinn 2. mars 1991 í Borgartúni 18, krefst þess að fiskverð, sem ákveðið sé af Verðlagsráði sjávar- útvegsins, hækki um 2,8% í stað 2,5% frá 1. mars 1991. í frétt frá Öldunni segir: „Við afgreiðslu yfirnefndar Verðlagsráðs- ins 17. desember síðastliðinn ákváðu fulltrúar fiskkaupenda og útgerðar- manna að fískverð skyldi hækka um 2,5%, eða með sama hætti og um var samið á almennum vinnumark- aði. Aðrir launþegar en sjómenn hafa nú fengið 0,3% hækkun launa til viðbótar frá 1. mars 1991. Verði ekkert að gert fer þessi viðbótar- hækkun forgörðum yfir nánast alla vetrarvertíðina. Þar sem yfirnefnd Verðlagsráðs- ins ákvað á sínum tíma að snið- ganga tengsl millr breytinga á af- urðaverði erlendis og almenns fisk- verðs, eins og reyndar lög um Verð- lagsráð sjávarútvegsins kveða á um, krefst Skipstjóra og stýrimannafé- lagið Aldan þess að fiskverð hækki til samræmis við almennar launa- hækkanir í landinu.“ Allur er varinn góður Morgunblaðið/Gunnar Hallsson ALLUR er varinn góður, þegar fara þarf ofan í lest, fulla loðnu, því mönnum gæti fatazt sundið í loðnusoppunni, lendi þeir þar. Þeim Bolvíkingum þótti því vissara að notast við tunnu, þegar síga þurfti niður I lestina á Júpíter á dögunum. Bilun í dælu- kerfi hamlaði þá löndun og þurfti að kippa því í lag og gekk það áfallalaust. ATVINNA Annan vélstjóra vantar á línubát sem rær frá Sandgerði. Upplýsingar í símum 985-22558 og 92-27155. KVÓTI Fiskveiðikvóti Erum kaupendurað kvóta gegn staðgreiðslu. Vinsamlegast hafið samband við Jón Rúnar eða Sigurbjörn í síma 622800. GRANDI HF Norðurgarði, 121 Reykjavík. Keypt verði stór og öflug björgunarþyrla UR verinu hafa borist áskoranir til alþingismanna um kaup á stórri og öflugri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Starfsmannafélagi Landhelgisgæsl- unnar og Skipsljóra- og stýrimannafélaginu Kára í Hafnarfirði. Fundur stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands, hald- inn 6. mars 1991 að Borgartúni 18, skorar á alla alþingismenn, að þeir sameinist um og sjái til þess að á árinu 1991 verði gengið frá kaupum á stórri og öflugri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, því fátt sé eins aðkallandi til úrbóta í örygg- ismálum sjómanna. I áskorun Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar segir að venjulegur afgreiðslufrestur á stór- um og öflugum björgunarþyrlum sé eitt og hálft ár en afgreiðslufrest- urinn hafi líklega lengst vegna Persaflóastríðsins. „TF-SIF, sem hefur reynst okkur fádæma vel, er nú orðin 5 ára gömul, en hún hefur sannað hversu öflug björgunartæki þetta eru í höndum staðkunnugra manna. Hins vegar aukast frátafir vegna viðhalds og viðgerða á TF- SIF með hverju árinu sem líður og ekki síst þess vegna er þörfin á nýrri þyrlu orðin mjög brýn.“ í áskorun Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára segir meðal annars að áhöfnin á þyrlu Land- helgisgæslunnar sé orðin fræg um allan heim fyrir björgunarafrek. Hins vegar finnist íslenskum þing- heimi sjálfsagt að áhöfnin leggi sig í lífshættu með ófullkomnum og ofnotuðum tækjum. „Þörf er fyrir slíka afreksmenn víða úti í hinum stóra heimi og þeir eru því að von- um eftirsóttir. Ef þyrlulið okkar hverfur af landi brott erum við í vondum málum.“ Haraldur EA kominn til Eyja. Nýir bátar í Eyjaflotann Nýja Sigurbáran í höfn í Eyjum. MorgunblaðiS/Sigurgeir Jónasson vestmannaeyjum - TVEIR nýir bátur bættust í Eyjaflot- ann fyrir nokkru. Óskai- Kristinsson kom þá til hafnar með nýja Sigurbáru og Haraldur EA var keyptur til Eyja. Sigurbáru, sem er 80 tonna stálbátur, keypti óskar í Brönneysund I Noregi. Hann er smíðaður 1986 og er sérstaklega útbúinn fyrir troll og snurvoð en einnig er hægt að stunda á honum netaveiðar. Báturinn kemur í stað Sigurbáru II, sem áður hét Hafiiði VE, en hún fer í úreldingu. Þessi nýi bátur Óskars er sá sjötti sem hann eignast og ber þetta sama nafn. Haraldur Traustason útgerðarmaður keypti Harald, sem er 64 tonna eikarbátur, frá Dalvík og áætlar að heíja netaróðra á honum innan skamms. fflKKRCHER HÁÞRÝSTIDÆLUR HDS 790 C-890 HEITAVATNS OG GUFUHREINSARAR Hreinsun sem sparar tíma og fé, eykur verömæti. Þrýstingur 30 til 170 bar (kg). Hitastig upp í 155°C. HD 475-570-595-575 S Léttar og handhægar 4 geróir. Þrýstingur 10 til 80 eða 100 bar Fjöldi aukahluta. SNÚNINGSSTÚTUR Fáanlegur á allar gerðir, eykur þrýsting um 30% og gefur 7 falt meiri hreinsigetu. HD 850-850 WS Öflugur með mikla hreinsigetu. Þrýstingur 30 til 175 bar (kg). Fjöldi aukahluta. HÁÞRÝSTIKERFI Útistöðvar fyrir 2-4-6 notendur í einu. Heildarlausn á daglegum þrifum í.verksmiðju, fiskverkun, togurum, bakarí, kjötvinnslu o.fl. Ryksugur - teppahreinsivélar, gólfþvottavélar, mikið úrval. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 ■ TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.