Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 1
fltofgtitiMAMfe PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 BLAÐ PÁLMI JÓNSSON FORSTJÓRI 3.júní 1923 — 4. apríl 1991 Ennþá stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum sunnudagurinn 3. júní 1923. Ég vaknaði snemma morguns í rúmi mínu á Hofí á Höfð- aströnd við það að gestur var kom- inn, mér alveg að óvörum, það var lítil frænka sem hafði verið að koma í heiminn. Ég var feiminn við hana og flýtti mér í spjarirnar og hljóp út í hlýjan en regnlegan vormorgun. Þegar ég vogaði mér inn í húsið aftur að nokkrum tíma liðnum var líka lítill frændi þar kominn. Tvíbur- arnir Pálmi og Sólveig mörkuðu tímamót á æviferli mínum. Við deildum heimili og fóstri tii fullorð- insára eins og systkini þrátt fyrir sex ára aldursmun. Fjórða ungmen- nið bættist í hópinn nokkrum árum síðar, Friðrik Pétursson, bróðurson- ur Jóns bónda á Hofí. Nú er hinn yngsti úr þessum hópi fallinn frá fyrir aldur fram. Pálmi Jónsson andaðist á.apríl síð- astliðinn 67* ára að aldri. Að Pálma stóðu að mestu skagfir- skar ættir. Jón, faðir hans, var son- ur Jóns Péturssonar bónda á Nauta- búi sem var einn af Valadalssystkin- unum, börnum Péturs bónda Pálma- sonar. — Móðir Jóns á Hofi var Solveig Eggertsdóttir Jónssonar prests á Mælifelli Sveinssonar lækn- is Pálssonar. Kona séra Jóns var Hólmfríður Jónsdóttir frá Reykja- hlíð. — Móðir Pálma var Sigurlína Björnsdóttir bónda í Brekku í Víði- mýrarsókn Bjarnasonar. Móðir Sig- urlínu var Ingibjörg Stefanía Olafs- dóttir. Ættir þeirra Björns og Ste- faníu -voru að mestu úr Fljótum, kenndar við Stóru Brekku og Hraun. Raunar var Stefanía að nokkru upp- runnin úr Blönduhlíð af Steingríms- ætt. Jón og Sigurlína settu saman bú . á Hofi á Höfðaströnd 1921 og bjuggu þar í 45 ár, en Jón andaðist 1966. Pálmi Jónsson var einstaklega bráðþroska barn og unglingur bæði að greind og líkamsþroska. Bar fljótt á ýmsum hæfileikum hjá hon- um sem síðar einkenndu hann á fullorðinsárum. Hann var einstak- lega glöggskyggn og hygginn, verk- laginn og framkvæmdasamur, en snemma varð líka ljóst að hann mundi tæpast ganga troðnar slóðir eða hugsa til að reka búskap á föð- urleifð sinni. Hann var stórhuga unglingur og dreymdi snemma langt um stærri viðfangsefni. Skólanám var honum leikur og þótti einsýnt að hann gengi menntaveginn. Hann lauk námi í menntaskóla og lög- fræðiprófi við Háskóla íslands, en gaf sér þó tæpast tíma til þess því margvíslegar hugmyndir um að ryðja sér braut í starfí á sviði versl- unar og viðskipta sóttu fast á hann og tóku tíma hans. Ekki var hann heldur sú manngerð sem telur skrif- borðsstólinn eftirsóknarverðan til langframa, enda notaði hann litt skrifstofuhúsgögn þó að honum gæfist síðar kostur á slíku. Þá var skaplyndi hans þannig farið að hann átti örðugt með að vinna undir ann- arra stjórn þegar honum óx fiskur um hrygg. Hann varð að standa á eigin fótum á eigin ábyrgð. Hugmyndaauðgi Pálma og fram- kvæmdahraði í viðskiptum og versl- unarrekstri varð brátt áberandi og áætlanir sínar gjörhugsaði hann svo að þær stóðust ótrúlega vel. Um árangur starfa hans er alþjóð kunn- ugt. Pálmi Jónsson var mikill maður að valíarsýn og bar sig vel, fríður sýnum, duldist engum að þar fór höfðingi se'm hann var, en tilgerðar- laus með öllu. Hann var heilsu- hraustur fram um sextugt en þá kenndi hann vanheilsu og varð að gangast undir hjartaaðgerð sem tókst svo vel að hann reis upp fyrr en varði albúinn til nýrra átaka. Síðustu æviárin voru honum að flestu leyti hin bestu og farsælustu. Þá uppskar hann ávextina af löngu starfi og naut þess að sjá verk sín tala. Hann settist aldrei í helgan stein en vann af kappi til síðasta dags er kallið kom að öllum óvörum. Um manninn bak við verkin er minna vitað, enda var Pálma á móti skapi að standa í sviðsljósi eða bera einkamál sín á torg. Þar var hann einfari, átti fáa trúnaðarvini en marga kunningja. Pálmi hugsaði einstaklega vel um hag og velferð fjölskyldu sinnar. Hann kvæntist Jónínu Sigríði Gísladóttur, reyndist hún samhent manni sínum og var hjónaband þeirra farsælt. Varð þeim fjögurra barna auðið. Öll eru börnin vel gefin og mennileg, en þau eru: Sigurður Gísli, kvæntu.r Guðmundu Þórisdóttur, Jón, kvæntur Elísabetu Björnsdóttur, Ingibjörg Stefanía, gift Sigurbirni Jónssyni listmálara og Lilja Sigurlína, sambýlismaður hennar er Birgir Bieltvedt. Barna- börn Pálma og Jónínu eru sex. Þijú eldri systkinin starfa í stjórn fyrir- tækis föður síns, en Lilja stundar listnám í New York. Eftir lát Jóns á Hofi lagði móðir Pálma ráð sitt mjög í hans hendur, og þær mæðgur, Sigurlína og Stef- anía amma hans, rosknar konur, fluttust til Reykjavíkur í nágrenni við hann og undu þar vel í elli sinni, enda vantaði ekkert á að Pálmi gyldi þeim fósturlaunin. Hann var vakinn og sofinn í að sjá um vellíð- an jieirra í ellinni. A bak við þunga brynju baráttu- mannsins Pálma Jónssonar bjó innri maðurinn viðkvæmur og nærgæt- inn, allra manna glaðastur og reif- astur á góðri stund, unnandi skáld- skapar og lista, gæddur skemmti- legri kímnigáfu. Við Pálmi fórum stundum tveir einir í pílagi’ímsferðir á síðari árum heim á ættarslóðir okkar í Skaga- firði. í þeim ferðum gleymdum við öllu hversdags þvargi. Við fórum í stuttum áföngum um sveitirnar sem við gjörþekktum frá æskuárum okk- ar, nánast hverja þúfu og hvern stein. Við minntumst gamalla daga, þegar við þekktum líka fólkið á hverjum bæ, en það hafði týnt tölunni þegar við vorum þar síðast á ferð í leit að liðinni ævi. Pálmi naut þessara ferða í ríkum mæli. Stutt er nú síðan hann stakk upp á að við færum í sumar í slíkan leið- angur. Mennirnir þenkja en Guð ræður, og hans vegir eru órannsak- anlegir. Þá er það eitt eftir að kveðja frænda minn og tryggan vin ævi- langt og flytja honum þakkir frá mér og mínum. Margir bera hrygg- an hug við brottför hans. Þyngstur er harmur kveðinn konu hans, börn- um, barnabörnum og tengdabörn- um. Minningin um traustan og umhyggjusaman eiginmann, föður og afa mun þó létta þeim byrði sorg- arinnar. Blessuð sé minning Pálma Jóns- sonar. Hvíli hann í Guðs friði. Andrés Björnsson Haustið 1989 voru stofnuð sam- tök til að vinna að öllu því sem gæti orðið til velferðar börnum bæði á Islandi og í þróunarlöndum. Samtökin eru tengd ýmsum hlið- stæðum samtökum erlendis svo sem Save the Children í Bretlandi og Radda Barnen á Norðurlöndum en þau hlutu nafnið Barnaheill á ís- landi. Það er auðvelt að stofna samtök um góð málefni en erfiðara að halda þeim virkum. Að þessu komumst við þegar frá leið og mættum við víða'góðum vilja þar sem barið var á dyr og beðið um stuðning. Ekki verður annað minnisstæðara úr slík- um leiðöngrum en það þegar leitað var til Pálma Jónssonar um stuðn- ing. Það kom fyrst á óvart að Pálmi átti ekki skrifstofu til að hittast á þótt vitað væri að fáir forstjórar hefðu umsvifameiri starfsemi en hann. Síðar hefur frést að ástæðan var sú að Pálmi var ekki gefinn fyrir skrautlega yfirbyggingu á fyr- irtæki sitt. En fundi var samt komið á. Á þeim fundi hóf formaður Barna- heilla ræðu um allan hinn góða til- gang samtakanna og áhuga á að látagott af sér leiða. Hann var stutt kominn með lesturinn þegar Pálmi spurði hverskonar stuðning við hefðum í huga. Þá var með nokkrum erfiðismunum nefnd svimandi upp- hæð og sagði Pálmi strax já við þeim stuðningi. Formaður hélt áfram ræðu sinni um samtökin eftir að hann hafði náð sér eftir svo óvænt og auðveld úrslit. Að loknum lestrinum sagði Pálmi. „Ég sé að þetta er allt of lrtið. Ætli það sé ekki best að þið fáið þennan styrk í staðinn tvisvar á ári.“ Það má geta nærri að Samtökin mátu Pálma mikils fyrir þennan ein- staka stuðning og hafa þar ekki aðeins horft á þær myndarlegu upp- hæðir sem reglubundið hafa borist frá honum heldur var stuðningur hans í okkar huga skýrt merki um að styrk samstaða eigi að geta orð- ið milli viðskiptalífsins og okkar nýju mannúðarsamtaka. Hvatning Pálma jók okkur verulega sjálfs- traust á þessu sviði og hefur komið sér vel undir svipuðum kringum- stæðum. Djúpur harmur er að ótímabær- um dauðdaga Pálma Jónssonar en hann skilur mikið dagsverk eftir, sem verður lengi minnisvarði um einstakan framkvæmdamann. Auk þess var hann gæddur drenglyndi og styrk, sem Barnaheill vilja sér- staklega minnast um leið og fjöl- skyldu hans og öðrum aðstandend- um er vottuð djúp samúð. Stjórn Samtakanna Barnaheilla Sú harmafregn barst til okkar 4. apríl að Pálmi Jónsson hefði lát- ist um hádegisbil. Við vinnufélag- arnir urðum harmi lostnir og í huga minn kom sú hugsun hvernig getur Hagkaup verið án Pálma. Það er einkennileg tilfmning að eiga ekki eftir að sjá Páima koma á sinn hljóðláta og virðulega hátt til vinnu. í þau .14 ár sem ég hef unnið að innkaupum hjá Hagkaup hafði Pálmi aldrei skrifstofu né fast skrifborð, en var samt alltaf á staðn- um. Hans vinnusvæði var „Hag- kaup“ verslanir, lagerar, skrifstofan og innkaupadeildir. Það var ekki margt sem fór fram hjá honum og kunni hann að meta það sem vel var gjört. Fyrstu árin mín í fyrirtæk- inu var Pálmi mjög virkur í innkaup- unum og er mér ógleymanleg sú samvinna og hans stórkostlegu hug- myndir. Síðan hefur fyrirtækið þró- ast ört og allur vettvangur breyst. Með þessum fáu línum langar mig að þakka góða og eftirminni- lega samvinnu og flyt fjölskyldu og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Guð styrki fjölskylduna 5 sorginni. Guðrún Gestsdóttir Orð eru ekki annað en vatnsbólur en verk eru gulldropar. Þetta kínverska spakmæli minnir mig á Pálma Jónsson í Hagkaup, því að hann hafði það fram yfir flesta aðra íslendinga, er átt hafa með honum samleið, að hann lét ekki orðin ein nægja heldur lét verk- in tala. Pálmi var með stofnun Hag- kaupsverslana sinna frumkvöðull að Iækkun vöruverðs, en með versl- unum sínum lagði hann grundvöll að stórmarkaðsforminu hér á landi. Síðasta stórvirki hans í breyttum verslunarháttum var forganga hans um byggingu hinnar glæsilegu verslunarmiðstöðvar Kringlunnar. Má fullvíst telja að áræðni hans og framtíðarsýn við það verkefni hafi enn á ný brotið blað í íslenskri versl- unarsögu. Gulldropar hans voru margir og margar hugmyndir átti hann í mót- un um betra mannlíf samborgurun- um til handa, er andlát hans bar að. Ávaxta þeirra hugmynda trúi ég að aðrir muni þó síðar njóta. Pálmi var ekki aðeins óvenju glæsilegur maður, heldur einnig sérstaklega þægilegur í öllu við- móti. Hógværð og virðuleiki oin- kenndi alla frarnkomu hans. Ég átti því láni að fagna að eiga með Pálma samstarf um árabil og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.