Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Með Stanley Carter. Myndin er tekin í Englaiuli á heimili hans.
reysa þetta mikla mannvirki sem
Kringlan 8-12 raunverulega er.
Pálmi kom oft á Hard Rock og
stundum var Stella með honum og
bara það að fá hann í heimsókn var
mér ákveðin viðurkenning á því að
allt væri í lagi hjá okkur á Hard
Roek. Alltaf öðru hvoru birtast stór-
menni á borð við Thor Jensen og
Einar Guðfínnsson, menn sem skilja
eftir sig slík spor að þeirra verður
minnst næsþu aldir eftir að þeir
hverfa frá. Á því leikur enginn vafi
að Pálmi Jónsson er einn þeirra,
slík eru verkin sem eftir hann liggja
þó ekki hafí farið mikið fyrir honum
út á við. Það er sagt að í Frakk-
landi sé spurt: „Hver er konan,“
þegar einhver maður nær árangri í
lífinu og víst er að Stella hefur lagt
sitt af mörkum sem hans stoð og
stytta í baráttunni. Þegar mér er
hugsað til þeirra Sigurðar, Gísla,
Jóns, Lilju og Ingibjargar sé ég að
eplið fellur ekki langt frá eikinni.
Megi Pálmi hvíla í friði. Guð blessi
íjölskyldu hans.
Tómas A. Tómasson
og fjölskylda
Minn gamli vinur Pálmi Jónsson
er látinn. Andlátið kom á óvart,
enda þótt hann hefði áður fengið
hjartaáfall, því aðgerð sem hann
gekkst undir í London fyrir mörgum
árum virtist hafa bætt úr að mestu.
Hins vegar er álagið mikið hjá þeim,
sem þurfa að bera ábyrgð og
áhyggjur langt umfram meðallag.
Eg kynntist Pálma fyrir um það
bil aldarfjórðungi. Hafði reyndar
áður heyrt talað um mann er seldi
konum sloppa, sem voru ódýrarí en
efnið kostaði í þá til heimasaums.
Þetta var áhugavert, en ennþá
áhugaverðari var þó persónan á bak
við nýjungina.
Pálmi reyndist vera hugsjóna-
maður, sem dreymdi stóra drauma
og það sem meira var, kom þeim í
framkvæmd. Hann hafði meðfædda
kaupmennskuhæfileika og áttaði sig
á, að mestum árangri er hægt að
ná með því að þjóna fjöldanum.
Hann sat ekki við stórt skrifborð á
fínni skrifstofu, heldur gekk oft á
milli viðskiptavina og starfsfólks,
fylgdist með framvindu mála og dró
sínar ályktanir.
Þótt vísirinn væri mjór í fyrstu
var sífellt sótt á brattann og smám'
saman jukust umsvifin. Eftir sér-
hvern áfangasigur var hugsað
hærra uns þjóðfélagið hafði verið
umskapað á viðskiptasviðinu. Þetta
er mikið og eftirminnilegt afrek,
sem margir hafa notið góðs af.
En Pálmi var ekki alltaf að hugsa
um viðskipti, fjarri því. Hann frædd-
ist mikið af bókum og þó enn frek-
ar af lestri tímarita, hafði mikinn
áhuga á þjóðmálum og heimsmál-
um, og var alltaf uppfullur af skoð-
unum og hugmyndum, sem hann
gat viðrað í löngum samræðum.
Mörgum hefur þó líklega fundist
hann dulur og lítt málgefinn og jafn-
vel þurr á manninn, en raunin var
oft allt önnur. Samtalslistin var ein-
mitt hans aðalsmerki, þegar hann
vildi svo við hafa, og stutt í hóg-
væra glettni og gamansemi, sem
gerði návist hans oft mjög skemmti-
lega. Reyndar gat Pálmi líka verið
þver og hvass í tali, en sjaldan stóð
það lengi.
Pálmi hafði ímugust á hégóm-
legri eyðslusemi og tamdi sér hóf-
sama lífshætti miðað við aðstæður.
Mættu margir af því læra.
Sumum er gefin djörfung til að
sækja á brattann, skilningur og
framsýni til að meta aðstæður og
auk þess heppni til að ná góðum
árangri. Pálmi Jónsson var slíkur
maður.
Margs er að minnast eftir áralöng
samskipti við Pálma og konu hans
Jónínu Gísladóttur, en þau voru
mjög góð heim að sækja og áttum
við Valborg margar góðar stundir
á þeirra hlýlega og smekklega heim-
ili.
Við sendum Stellu og fjölskyid-
unni allri innilegar samúðarkveðjur.
Valdimar Kristinsson
í lífi flestra eru ákveðnar persón-
ur sem hafa meiri áhrif á feril lífs-
brautar en aðrir. Pálmi Jónsson
beindi stefnu minni inn á svið iðnað-
ar og útflutningsmála með því að
ráða mig til starfa sem framkvæmd-
astjóra Sútunarverksmiðjunnar
Loðskinns hf. á Sauðárkróki við
stofnun þess fyrirtækis árið 1969.
Þar með hófst kunningsskapur okk-
ar, sem stóð fram á þennan dag.
Það var mikil áhætta af Pálma að
ráða lítt reyndan mann, nýútskrifað-
an úr Viðskiptadeild HÍ, til starfa.
Þetta traust Pálma var mér mikils
virði.
Á þessum tíma var rekstur Hag-
kaups mjög erfiður. En Pálmi var
ótrúlega hugmyndaríkur, þrautseig-
ur og úrræðagóður. Starfsemi Hag-
kaups mætti mikilli mótspyrnu í
upphafi eins og kunnugt er. Margir
vildu setja stein í götu Pálma og
gera honum eins erfitt fyrir og
mögulegt var. En það voru líka
ýmsir aðilar í þessu þjóðfélagi, sem
gerðu sér grein fyrir þýðingu þess
brautryðjendastarfs, sem Pálmi var
að vinna og mikilvægi þess fyrir
afkomu íslensks almennings. Þessir
aðilar studdu Pálma með ráðum og
dáð.
Pálmi Jónsson var á margan hátt
óvenjulegur maður og starfsaðferðir
hans voru ekki hefðbundnar. Þann
tíma, sem ég vann hjá Loðskinnum
hf., hittumst við Pálmi reglulega.
Skrifstofur Hagkaups voru á ann-
arri hæð verslunarinnar við Lækjar-
götu. Pálmi hafði ekki þá frekar en
siðar eigið skrifborð eða skrifstofu
og því ekki hægt um vik að ræðast
einslega við. Flestir fundir okkar
fóru því fram við kaffiborð á Hótel
Borg eða heima í Básenda. Mér
fannst það nokkuð einkennilegt í
upphafi hvernig Pálmi vann. Flestir
þeirra, sem farið hafa í gegnum
viðskiptanám, geta ekki hugsað rök-
rétt nema festa hugsanir sínar, í
orðum eða tölum, niður á blað. Pálmi
var mikill hugsuður en skrifaði lítið.
Flestir útreikningar Pálma voru
gerðir á munnþurrkur Hótels Borg-
ar.
Pálmi var dulur maður og flíkaði
ekki tilfinningum sínum. En mér
kom hann fyrir sjónir sem tilfinning-
aríkur maður. Hann var hlýr í við-
kynningu, blátt áfram og lét sér
annt um starfsmenn sína.
Pálmi mun ekki falla undir lýs-
ingu hins dæmigerða forstjóra og
leiðtoga stórfyrirtækis. Hann hreif
ekki samstarfsmenn sína með sér
með fljúgandi mælsku. Hann tók
ekki skjótar ákvarðanir í leiftrandi
framkvæmdaham. Hann sóttist ekki
eftir opinberri athygli. En hann hreif
aðra með sér í verkum sínum. Hann
vissi hvað hann vildi, setti sér mark-
mið, ruddi hindrunum úr vegi og
náði settum markmiðum. Pálmi var
hugsuður og leiðtogi. Árangur
Pálma er ekki síður því að þakka,
að með honum valdist gott sam-
starfsfólk sem bætti margt sem
hann sjálfan skorti. Hér koma marg-
ir starfsmenn til. Að öðrum starfs-
mönnum ólöstuðum tel ég, að þar
beri hæst nafn Magnúsar Ólafsson-
ar, sem unnið hefur við hlið Pálma
í 20 ár.
Pálmi Jónsson verður í framtíð-
inni talinn brautryðjandi og einn af
stórmennum íslenskrar atvinrju-
sögu. Það þurfa margir þættir að
koma saman í eitt til þess að stór-
menni verði til. Það ræðst m.a. af
persónulegum eiginleikum, aðstæð-
um og e.t.v. dálítilli heppni. Pálmi
Jónsson varð mikilmenni í íslenskri
atvinnusögu vegna þess að hann var
hugsjónamaður, sem skynjaði þörf
fyrir breytta tíma og hann skynjaði
líka réttar tímasetningar fyrir þess-
ar breytingar. Hann hafði trú á
ákveðnum málstað og var tilbúinn
til þess að beijast fyrir honum.
Pálmi hafði kjark og þor til þess
að taka mikla áhættu, og hann var
tilbúinn til þess að fórna miklu fyr-
ir þennan málstað og hann hafði
sigur. Hann hafði líka lag á því að
fá aðra til þess að trúa á eigin
málstað. Það var með Pálma eins
og marga sem ná árangri í atvinnu-
rekstri, að hagnaðarvonin er ekki
aðalmarkmið heldur ákveðin draum-
sýn, sem vilji er til að koma í fram-
kvæmd. Hagnaðurinn og uppbygg-
ingin verður svo afleiðing draum-
sýnarinnar.
Undanfarið endurnýjaðist enn
frekar kunningsskapur okkar. Und-
anfarna mánuði hittumst við oft í
tengslum við verkefni, sem ég var
vinna að og í því sambandi leitaði
ég ráða hjá Pálma. Þrátt fyrir veik-
indi hans og minna starfsþrek, fann
ég að framsýni hans og hugsjónir
voru óskertar.
Ég votta Jónínu Sigríði Gísladótt-
ur og fjölskyldu innilega samúð
mína.
Þráinn Þorvaldsson
Það kom okkur öllum í opna
skjöldu þegar við fréttum þann 4.
apríl síðastliðinn að Pálmi Jónsson
væri látinn. Að vísu vissum við öll
að hann hafði verið alvarlega veikur
fyrir nokkrum árum en hann virtist
hafa náð sér af þeim veikindum og
var vakinn og sofinn yfir rekstri
Hagkaups eins og áður.
Pálmi var maður sem allir báru
virðingu fyrir. Hann átti auðvelt
með að fá fólk til að vinna með sér
á sinn hægláta hátt. Hann var frum-
kvöðull að mörgu stórvirkinu í versl-
un hér á landi sem við munum lengi
búa að.
Við minnumst Pálma sem hóg-
værs manns sem vildi láta lítið á
sér bera. En þrátt fyrir það var
hann mjög virkur í öllu sem snerti
rekstur fyrirtækisins. Hann var
kaupmaður fram í fingurgóma sem
lagði áherslu á að hafa alla þætti,
stóra sem smáa, í lagi og að skilja
þá. Það er mikill missir af því að
sjá ekki lengur til Pálma ganga um
verslanirnar og fylgjast með. En þó
að Pálmi sé horfinn, þá lifir hugsjón
hans og starf áfram í fyrirtækinu
sem hann byggði upp.
Við viljum votta eiginkonu Pálma,
Jónínu Gísladóttur, og börnum
þeirra þeim Sigurði Gísla, Ingi-
björgu og Lilju, tengdabörnum og
barnabörnum, okkar innilegustu
samúð. Guð styrki ykkur á þessari
erfiðu stundu.
Starfsfólk á skrifstofu
Hagkaups.
Kveðja
Með Pálma Jónssyni er horfinn
merkur maður og frumkvöðull á
sviði verslunar hér á landi. Hann
er mikill leiðtogi sem átti auðvelt
með að hrífa fólk með sér. Pálmi
geislaði alla tíð af áhuga á viðfangs-
efni sínu og það var mikil lífs-
reynsla að fá að vinna undir stjórn
hans og öll höfum við lært mikið
af honum.
Pálmi var maður sem allir báru
mikla virðingu fyrir. Hann var sann-
gjarn maður og honum var eiginlegt
að koma eins fram við alla, án til-
lits til hvaða stöðu þeir höfðu. Yfir-
lætisleysi og hógværð voru ein
sterkustu einkenni hans.
Hagkaup hefur vaxið og dafnað
undir stjórn Pálma og er nú eitt af
stærstu fyrirtækjum landsins en
Pálmi fylgdist alla tíð vel með öllu
þó svo að fyrirtækið stækkaði. Það
bar aldrei mikið á því að hann væri
að fylgjast með en aldrei var þó
komið að tómum kofunum hjá
Pálma varðandi neitt sem snerti
rekstur fyrirtækisins.
Við viljum votta fjölskyldu Pálma
einlæga samúð okkar.
Verslunarstjórar í verslun-
um Hagkaups.
Pálmi Jónsson í Hagkaup er fall-
inn frá á 68. áidursári. Með honum
er genginn einn helsti brautryðjandi
smásöluverslunar hér á landi á síð-
ustu áratugum og frumkvöðull að
byggingu verslunarmiðstöðvarinnar
Kringlunnar.
Pálmi gekk ekki heill til skógar
hin síðari ár en fylgdist þrátt fyrir
það ótrauður með vexti og fram-
gangi Kringlunnar og fyrirtækja
sinna.
Ekki er hægt að segja að Pálmi
hafi verið maður fjölmiðlanna og
hann hafði sig lítið í frammi á opin-
berum vettvangi, en lét verkin tala.
Verslunarrekstur var ævistarf
Pálma. Fyrir rúmum þremur ára-
tugum stofnaði hann Hagkaup. Allt
frá upphafi hefur Hagkaup rutt
brautina og innleitt margar nýjung-
ar í verslunarháttum hér á landi.
Undir öruggri stjórn Pálma hefur
fyrirtækið þróast úr lítilli póstversl-
un í stærstu verslunarkeðju lands-
ins.
Þetta gerðist ekki baráttulaust.
Margir reyndu að standa á móti til-
raunum Pálma til framfara, en hon-
um tókst að koma flestum hugsjón-
um sínum í framkvæmd með fram-
sýni og dugnaði.
Hann fylgdist vel með þróun í
viðskiptaháttum og því sem var að
gerast á þessu sviði, bæði austan
hafs og vestan. Er þeir Hagkaups-
menn fóru í byijun síðasta áratugar
að huga að byggingu aðalstöðva
fyrir fyrirtækið, var víða leitað
fanga og m.a. til erlendra sérfræð-
inga í verslunarrekstri og byggingu
stói’verslana. Eftir ítarlega athugun
var ákveðið að reisa verslunarsam-
stæðu í nýja miðbænum í Reykja-
vík, þar sem viðskiptavinir gætu
sinnt erindum sínum undir einu þaki
óháð veðri og vindum.
Þegar í upphafi var sett það
markmið að verslunarmiðstöðin
gæfi ekki eftir því besta, sem þekk-
ist í verslun og viðskiptum erlendis.
Húsið reis og var gefið nafnið
Kringlan.
Bygging Kringlunnar er með
stærstu verkefnum sem einkafyrir-
tæki hefur ráðist í hér á landi. Verk-
efnið var bæði umfangsmikið og
áhættusamt. Mikil vinna var lögð í
allan undirbúning byggingarinnar
og einnig voru farnar óhefðbundnar
leiðir við fjármögnun hennar. Það
er ljóst að ef framsýni, dirfsku og
þrautseigju Pálma heitins Jónssonar
hefði ekki notið við væri Kringlan
ekki til í dag.
Kringlan er glæsilegur minnis-
varði um mikið og heilladijúgt lífs-
starf Pálma heitins. Við sem höfum
fengið að taka þátt í Kringluævin-
týrinu með Pálma, erum honum
þakklát fyrir þann stórhug og dugn-
að er hann sýndi við að láta þessa
hugsjón sína verða að veruleika.
Verk Pálma munu lifa áfram í nafni
Hagkaups, þessa stærsta verslunar-
fyrirtækis landsins og halda þannig
minningu hans á lofti um ókomna
tíð.
Að leiðarlokum vottum við eigin-
konu hans, Jónínu S. Gísladóttur,
börnum og öðrum ættingjum dýpstu
samúð vegna fráfalls brautryðjand-
ans Pálma Jónssonar.
Okkur langar að minnast Pálma
Jónssonar með örfáum kveðjuorð-
um.
Það var okkur mikið áfall þegar
við fréttum lát hans. í hugum okkar
blandast söknuður og þakklæti.
Pálmi fylgdist alla tíð náið með
störfum innkaupadeilda og var okk-
ur til halds og trausts. Hann bar
glöggt skyn á starf okkar enda
hafði hann mikla reynslu í innkaup-
um. Hann miðlaði okkur af þeirri
reynslu af hógværð og prúð-
mennsku og án allra málalenginga.
Við erum þakklát fyrir að hafa no-
tið samfylgdar við Pálma, sum okk-
ar um margra ára skeið. Við söknum
nálægðarinnar við þennan sterka
hægláta persónuleika sem átti á bak
við sitt alvarlega yfirbragð gáska-
fulla glettni. Við munum ætíð
geyma minninguna um þennan
mæta mann.
Fjölskyldu hans sendum við ein-
lægar samúðarkveðjur.
Starfsfólk innkaupadeilda
Kveðja frá starfsmanna-
félagi Hagkaups
Við viljum með nokkrum orðum
kveðja Pálma Jónsson og þakka
honum allt sem hann hefur gert
fyrir okkur.
Pálmi reyndist okkur alla tíð af-
bragðs góður vinnuveitandi. Áhrif
þau sem hann hafði á okkur með
sinni traustvekjandi og prúðmann-
legu framkomu voru mikil og góð
og nærvera hans laðaði fram viljann
til að vinna vel. Til þess þurfti hann
hvorki neikvæðar aðfinnslur né eft-
irrekstur. Hann bar hag starfs-
manna fyrir bijósti og vissi að hags-
munir starfsmanna og eiganda fara
tíðum saman.
Hlýhug sinn til starfsfólksins
sýndi Pálmi oft í verki og nægir að
minnast þess að á 25 ára afmæli
fyrirtækisins gaf hann starfsmann-
afélaginu stórgjöf sem gerði félag-
inu kleift að hefja byggingu sumar-
bústaða fyrir starfsfólkið. Þeir eru
nú orðnir þrír og bera tveir þeirra
nafnið Ásendi eftir götu þeirri sem
Pálmi bjó lengi við. Sú nafngift er
örlítið dæmi um þann hug sem bor-
inn var til Pálma.
Pálmi var ekki afskiptasamur um
það hvað við höfðum fyrir stafni í
starfsmannafélaginu, en hann
styrkti starfsemina af rausn án
minnsta þrýstings frá félaginu, enda
hefur félagið aldrei þuiTt að starfa
sem þrýstihópur.
Við kveðjum Pálma Jónsson-með
djúpri virðingu ogþökk. Við söknum
þess að sjá hann aldrei framar
ganga um deildir fyrirtækisins í sín-
um hægláta, þögla virðuleik. Fjöl-
skyldu hans sendum við hugheilar
samúðarkveðjur.