Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 Sigurður Gísli Pálmason, Magnús Ólafsson frkvstj., Stanley Carter, Ólafur Hjaltason, Jónína Sigríður Gísladóttir, Lilja Pálmadóttir, Jón Pálmason, Pálmi Jónsson. með þessum fáu orðum vil ég á kveðjustund þakka fyrir að hafa átt samleið með þessum merka hug- sjónarmanni. Minning hans mun lifa. Við Ingibjörg sendum frú Jónínu og bömum þeirra Pálma, Sigurði Gísla, Jóni, Ingibjörgu og Lilju, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi V. Jónsson Á uppvaxtarárum mínum var seinfarið úr Árnessýslu og norður í Skagafjörð, og samgöngur litlar og kunningsskapur því lítill á milli byggðarlaga. Það var því mikil upp- lifun fyrir mig, þegar mér lánaðist að sitja einn vetur á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri og kynnast þar ungu fólki víðsvegar að af landinu, og ekki hvað síst úr Skagafirði. Við sem bjuggum í heimavistinni kynntumst mjög náið, og þar kynntist ég rp.a, talsvert vel tveimur Skagfirðingum, sem báðir áttu þá heima á Hofi á Höfða- strönd. Þetta voru þeir Andrés Björnsson, síðar útvarpsstjóri, og Stefán Jónsson síðar bændaskóla- kennari og bóndi á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Þeir tengdust þannig bænum í Hofi, að Stefán var yngsti bróðir Jóns bónda á Hofi, en Andrés var yngri bróðir húsfreyjunnar á Hofi, frú Sigurlínu Björnsdóttur, en hún var frá Brekku í Seyluhreppi, því nafnkunna menningarheimili. Þetta var árið 1934-35, sém fundum okkar bar saman þarna á Akureyri, en þá þegar var heimilið á Hofi á Höfðaströnd orðið nafntogaður menningar- og rausnargarður, undir mikilhæfri forystu þeirra merkiæ hjóna, Jóns Jónssonar frá Eyhildar- holti og Sigurlínu Bjömsdóttur frá Brekku. Tuttugu árum síðar kynntist ég svo persónulega Jóni á Hofi, og þá í sambandi við dómstörf á lands- móti hestamanna. Mér varð þá strax ljóst, að Jón var ágætur hestamaður og mikill bóndi, en mér varð jafn- framt ljóst, að þá þegar hafði hann nokkrar áhyggjur af því, að þá var fullséð að einkasonurinn Pálmi hefði ekki áhuga á því að leggja fyrir sig bóndastarfið í ættarbyggðinni í Skagafirði. Árin liðu og enn sköpuðust ný kynni milli mín og míns fólks við ijölskylduna á Hofi á Höfðaströnd. Sonur minn Ólafur og dóttir Solveig- ar Jónsdóttur frá Hofi, Sigurlína Ásbergsdóttir, kynntust og felldu hugi saman og giftust á björtum vordegi árið 1970. Sá dagur verður mér ógleyman- legur fyrir margra hluta sakir. Fyrst og fremst er gott að minnast hinna fallegu og hamingjusömu brúð- hjóna, en mér er einnig minnisstæð öll þessi glæsilega fjölskylda Sigurl- ínu Ásþergsdóttur, og þar var ef til vill minnisstæðastur móðurbróðir brúðarinnar, Pálmi Jónsson kaup- maður í Hagkaup, hár maður og sviphreinn, fátalaður og íhugull. Ég átti eftir að kynnast honum betur næstu árin og varð þá ljóst, að þessi hægláti og fátalaði maður bjó yfir flestum bestu eiginleikum ættar sinnar, en þar má fyrst nefna grund- völluð hyggindi og einstaklega glöggt mat á hvað væri mögulegt í hverju viðfangsefni og hvað væri hagkvæmt að gera næst. Mér skilst að í uppvextinum hafi Pálma dreymt stóra drauma um miklar athafnir, sem hann hugðist standa að, þegar þar að kæmi, og þær myndu þurfa stærra athafna- svæði en heimabyggðin rúmaði, og það hefði stundum gert hann hljóð- an og fyllt hann nokkrum trega. Leið hans yrði því að liggja burt frá æskustöðvunum í fyllingu tímans, en hug hans og umhyggja myndu æskustöðvarnar aldrei glata. Pálmi var einstaklega vinfastur og trygglyndur maður og hygg ég, að hann hafi litið á fólkið sem hann ólst upp með og flesta sína sam- starfsmenn frá fyrstu árunum í Hagkaup, þegar hann var að byggja upp þetta stóra fyrirtæki, eins og bræður sína og systur, sem honum bæri að nokkru leyti skylda til að líta til með. Það var ekki neitt auðveld braut, sem Pálmi þurfti að ganga, þegar hann var að koma upp Hagkaupum, sem var fyrsti raunverulegi stór- markaðurinn hér á landi, og þessi leið var vandrötuð, ef ekki ætti að misstíga sig og glata fengnu fé. En þetta stórvirki tókst Pálma að reisa, og þessi stórmarkaður varð til þess að stórauka og bæta vöru- framboðið í landinu, og um leið lækka verulega vöruverðið í borg- inni. Móðir Pálma frú Sigurlína Björnsdóttir var stórglæsileg kona og mikilhæf og fylgdist vel með öllu langt fram eftir ævi, en sérstaklega hinum umfangsmikla verslun- arrekstri sonar síns. Einu sinni kom ég þar og stóð þá svo á að nýlega hafði komið í blöðunum, að Pálmi í Hagkaupum bæri nú hæst útsvar þetta árið í Reykjavík. Sigurlína sagði þá við mig, gagntekin af móðurlegu stolti: „Það vildi ég að hann pabbi hans hefði lifað þetta, að hann Pálmi væri orðinn hæsti skattgreiðandinn í landinu." Hún sá ekki eftir krónunum, sem þurfti að greiða, en gladdist yfir því, að hug- myndir hans Pálma um rekstur verzlunarinnar reyndust réttar, og því var hann nú orðinn einn af máttarstoðum þjóðfélagsins. Pálmi var hamingjumaður í sínu einkalífí. Hann átti fyrir konu Jón- ínu Sigríði Gísladóttur, glæsilega konu, og eignuðust þau 4 börn, sem eru öll vel af guði gerð, og eru þeg- ar orðin hinir nýtustu borgarar. Þau eiga nú öll um sárt að binda og einn- ig systir hans Solveig, _sem er ný- lega orðin ekkja eftir Ásberg Sig- urðsson borgarfógeta, en það var mjög kært með þeim systkinunum. Ég kann hér fátt að segja til huggunar nema það, að það er gott að hugsa til þess, að Pálma tókst það á starfssamri ævi, sem hann ætlaði sér, að gera verzlunina í Hagkaup að stórveldi og með því skapa viðskiptavinum verzlunarinn- ar bestu kjör. Við vinir og frændur Pálma þökk- um honum nú að leiðarlokum tryggð og vináttu og vitum að það verður alla tíð bjart yfir minningunni um hann. Blessuð sé minning hans. Hjalti Gestsson Þegar maður stendur frammi fyr- ir ótímabæru andláti afreksmanns eins og Pálma Jónssonar hvarflar hugurinn ósjálfrátt að öllu því sem hann hefur komið í framkvæmd, en einnig og ekki síður því sem hann átti eftir ógert. Þannig blandast saman aðdáun og söknuður; söknuð- ur sem maður skammast sín í aðra röndina fyrir, því hann er eigingjarn. Hin sýnulegu afrek Pálma koma fram í brautryðjandastarfi hans í íslenskum verslunarrekstri og þeirri staðreynd að þegar hann fellur frá, hefur hann yfirumsjón með og er aðaleigandi Hagkaups, eins stærsta og öflugasta verslunarfyrirtækis landsins. Og ekki nóg með það; þetta fyrirtæki hafði hann byggt upp frá grunni á rúmlega þijátíu árum. Við sem stöndum í fyrirtækja- rekstri vitum að til að ná sambæri- Iegum árangri og Pálmi náði í at- vinnulífinu þarf vandfundna hæfi- leika. Pálmi hafði hins vegar ein- stakt lag á því að láta líta svo út sem hér væri um mjög hversdags- lega eiginleika að ræða. Af kynnum mínum við Pálma lærði ég það líka að svo var að stórum hluta. Það sem gerði hann hins vegar að meistara var einstök gáfa til að vinna úr þessum eiginleikum þannig að árangur næðist, eins og raun ber vitni. Ég bar þá von í bijósti að Pálma myndi vinnast tími til að miðla milli- liðalaust til okkar hinna og komandi kynslóða af reynslu sinni sem stjórn- anda. Hann bjó yfir yfírburðarþekk- ingu og innsýn í mannlegt eðli og ég hef sannfæringu fyrir því að hann hefði verið reiðubúinn að miðla henni til okkar. Verkin tala, en segja samt aðeins hálfa sögu. Og þó að maður þykist vita svör- in við sumum spumingunum hefði það verið ómetanlegt fyrir athafna- menn framtíðarinnar að fá þau frá Pálma ásamt viðeigandi útskýring- um. Hvernig fór hann sem stjóm- andi að því að vera samtímis bæði hæverskur og framsækinn? Hvernig gat fyrirtæki hans skilaði hagnaði á sama tíma og markmiðið var að hámarka hagsæld viðskiptavin- anna? Hvernig fór hann að því að vega og meta annars vegar óskir viðskiptavina um lágt vöruverð og hins vegar mikla þjónustu, mikil gæði, mikið úrval o.s.frv.? Pálmi lét verkin tala, en leitaðist jafnframt við að láta lítið bera á sér sem persónu. Hagkaup varð félagi í Verslunarráðinu 1976 eða nokkru áður en Pálmi stofnaði hlutafélag um reksturinn. Innan Verslunar- ráðsins beitti Pálmi sér fyrir fram- gangi fjölmargra þjóðþrifamála. Hann var eindreginn talsmaður þess að draga úr ríkisafskiptum og að stuðla að auknu viðskiptafrelsi, og það fór ekkert á milli mála að hann hafði hag íslensku þjóðarinn'ar í huga í því sambandi. Fyrir hönd Verslunarráðs íslands votta ég aðstandendum Pálma Jóns- sonar fyllstu samúð mína. Ég er sannfærður um það að starf Pálma sem brautryðjanda frelsis og nýj- unga í verslunarháttum, og sem stjórnanda við atvinnuuppbyggingu og rekstur, mun halda nafni hans á lofti um ókoínna framtíð. Jóhann J. Ólafsson, form. Verslunarráðs íslands. Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn, - ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. (Einar Benediktsson) Hann Pálmi frændi er látinn og víst er að með honum er hniginn í valinn mikill atgervismaður. Ævi- verk hans er alþýðu kunnugt, en maðurinn sjálfur var minna þekkt- ur. Hann vék sér undan kastljósi opinberrar umræðu, en kaus að starfa í kyrrþey og láta verk sín tala. Þau verk verða óbrotgjarn minnsvarði um merkan mann. En þó svo að Pálmi leitaði ekki sam- neytis við fjöldann og fetaði gjarnan ótroðna slóð, þá var fjarri að hann færi einförum. Líf hans og starf einkenndist einmitt af mjög ein- dregnum vináttu- og tryggðarbönd- um við sitt nánasta samstarfsfólk, vini og fjölskyldu. Sem drengur átti ég því láni að fagna að dvelja á sumrum hjá afa mínum og ömmu, Jóni og Sigurlínu á Hofi á Höfðaströnd, foreldrum Pálma. Þá var þar búið stórbúi og mikið umleikis. Vinnumenn og vinnukonur, niðursetningar og sum- arbörn, gestir og gangandi. Fyrstu minningarnar um Pálma eru frá þessum árum, því þó hann hefði þá lokið virðulegu lögfræðiprófi og hugur hans stæði ekki til bústarfa, þá dvaldi hann langdvölum á Hofi og stjómaði þar gjarnan heyskap og útiverkum. Allir hans beztu eðl- iskostir urðu mér Ijósir þessi sumur. Vökull hugur hans leitaði sífellt leiða til að breyta og bæta bústörf- in, spara krafta og spara spor. Ekk- ert var of lítið og ekkert of stórt til að skoða í nýju ljósi. Sjálfur dró hann stöðugt björg í bú — vélar, tæki, mat og klæði. Þegar Pálmi var væntanlegur að sunnan, biðum við krakkarnir spenntir úti á hlaði og horfðum tím- unum saman til suðurs, til að verða fyrst til að sjá Opelnum hans bregða fyrir, handan við Hofsána. Og er hann renndi í hlað var veizla á Hofi, því alltaf var bíllinn hlaðinn varningi, sem Pálmi færði heimilis- fólkinu. Allir fengu sitt, enginn var undanskilinn. Ömmu sinni — ömmu Stefaníu — gaf hann þó mest, því hún var sjálf svo óendanlega örlát og mátti hvergi af aumu vita. Milli hennar og Pálma var strengur svo sterkur að enginn máttur gat sund- urslitið. Við krakkarnir kynntumst einnig æringjanum Pálma, sem hafði yndi af hinum spaugilegu hlið- um tilverunnar og gat sjálfur verið svo meinstríðinn að okkur þótti stundum nóg um. Mér líður sjálfum seint úr minni, er hann lét klippa af mér svotil allt hár að undanskild- um hanakambi í miðjunni og lét að því liggja að þessa hárgreiðslu fengi ég að ganga með það sem eftir lifði sumars. Pálmi fæddist á Hofi við Hofsós 3. júní 1923. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína Björnsdóttir og Jón Jónsson bóndi þar. Áttu þau hjón tvö börn, tvíburana Pálma og Sól- veigu. Pálmi varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942 og lauk lögfræðiprófi 1951. Næstu árin þar á eftir stundaði hann ýmis verzlunarstörf, en stofnaði ásamt öðrum ísgerðina ísborg árið 1956. Haustið 1959 setti hann svo á lag- girnar póstverzlunina Hagkaup við Miklatorg í Reykjavík, þar sem áður var fjós Geirs bónda í Eskihlíð. í upphafi seldi póstverzlunin einvörð- ungu fatnað og heimilisvöru en árið 1967 hófst almenn sala á matvörum, þó ekki mjólk og kjöti. Uppfrá því varð þróun fyrirtækisins all hröð, verzlanir voru opnaðar í Lækj- argötu, í Skeifunni, við Laugaveg og á Akureyri auk þess sem vöru- sala fór fram bæði í Vestmannaeyj- um og á ísafirði. Síðar var byggð verzlun í Njarðvík, útibú opnuð á Seltjarnarnesi og í Breiðholtinu að ógleymdri Kringlunni. í fyrsta vöru- lista póstverzlunarinnar var tilkynn- ing frá Hagkaup sem hljóðaði svo: „Drýgið lág laun, kaupið góða vöru ódýrt.“ Með þessi einkunnarorð að leiðarljósi starfaði Pálmi alla tíð. Þróunarferill Hagkaups og ævi- skeið Pálma eru svo samofin að þar er vart unnt að skilja í milli. Hann var fyrirtækið og fyrirtækið var hann. Að byggja úr engu fyrirtæki á borð við það sem Hagkaup er í dag krefst mikilla hæfíleika, áræðis og úthalds og ef til vill ekki sízt þess, sem Pálmi lagði mesta áherzlu á sjálfur — skilnings á því að hlutirn- ir verða að gerast strax, ekki á morgun heldur núna. Pálmi hafði ótrúlega næmt auga fyrir smáatrið- um í rekstrinum, en missti þó aldrei sjónar á heildarmyndinni. Á hveijum degi, til hinzta dags, gekk hann um búðirnar og vörugeymslur, skoðaði vörur og fylgdist með framvindu mála. Hann kallaði þetta sjálfur „rekstur á röltinu" og það var svo sannarlega réttnefni, því í 30 ár átti hann aldrei stól, borð eða skrif- stofu í fyrirtækinu. Hann var á rölt- inu. Pálmi leitaði ekki eftir vegtyllum í lífinu og sótti ekki opinber sam- kvæmi eða mannamót. Utan einu sinni, fyrir tæpu ári, er þeim hjón- unum var boðið til móttöku um borð í skipi hennar hátignar Elísabetar Bretadrottningar. Fjöldi manns var í hófínu, embættismenn og innlend- ir frammámenn. Strax að loknum lúðrablæstri gerist það að drotting- armaður gengur rakleiðis að Pálma, sem vegna hæðar sinnar gnæfði upp úr mannhafinu, og spurði hann formálalaust hvaða atvinnu hann stundaði. Pálmi sá að hér dugðu engin undanbrögð, hugsaði sig að- eins um, en svaraði svo upp á enska tungu „I am a shopkeeper". Prinsin- um brá hvergi og tóku þeir upp langt tal. Svarið segir hinsvegar meira um Pálma en mörg orð. Það lýsir manni, sem hafði mjög næmt skop- skyn, manni sem aldrei miklaðist af eigin verðleikum og það lýsir manni sem var í raun mjög stoltur af því að geta sagt: „ég er kaupmað- ur“. Að leiðarlokum er mér ljúft að þakka Pálma frænda samfylgdina. Hann var mér og mínu fólki öllu afar mikil! vinur, stoð og stytta í gleði og sorg. Systurkveðjur færi ég frá móður minni, því innilega kært var alla tíð á milli þeirra tvíbur- anna. Ég sendi elskulegri eiginkonu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.