Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
B 3
hans Jónínu Glsladóttur og börnun-
um Sigurði Gísla, Jóni, Ingibjörgu
og Lilju innilegar samúðarkveðjur,
þau hafa nú misst mikinn vin og
félaga.
Blessuð sé minning Pálma Jóns-
sonar alla tíma.
Jón Asbergsson
Pálmi á Hofi var hann ævinlega
kallaður, seinna kenndur við fyrir-
tæki sitt Hagkaup. Pálmi frændi á
Hofi var ungur menntaskólanemi í
foreldrahúsum mínum. Þetta var
hávaxinn og myndarlegur piltur,
glaðvær í sínum hópi, sem hló sínum
dillandi og smitandi hlátri. Meðal
ókunnugra var hann hægur og stillt-
ur, hlédrægur. Það er sjónarsviptir
að Pálma, nú þegar hann hefur ver-
ið kallaður burt, langt um aldur
fram.
Eftir að Pálmi hóf nám við Há-
skólann man ég oft eftir honum
heima í borðstofunni í Skerjafirðin-
um að pæla gegnum alls kyns gögn
og tilboð sem hann hafði fengið með
póstinum frá útlöndum. Pálmi fór
ungur að finna leiðir til að gera
verslun og viðskipti nútímalegri,
þægilegri og ódýrari. Það var hans
hugsjón að almenningur hér á landi
nyti sömu kjara og þau gerðust
best meðal annarra þjóða. Öllum er
löngu ljóst hversu stórkostlegum
árangri hann náði á þessu sviði í
lífsstarfi sínu.
Þegar póstverslunin Hagkaup hóf
að starfa í gamla fjósinu hans Geirs
og hennar Kristínar í Eskihlíð, móð-
ursystur okkar Pálma, fór ég kvöld
og kvöld I vinnu eftir skóla. Þar var
mannskapur önnum kafinn við að
pakka vörum sem sendar voru út á
land. Þar stjórnaði Pálmi af skör-
ungsskap. Annir voru miklar og allt
varð að afgreiða samdægurs. Hér
eins og síðar kom í ljós að Pálmi
hafði mikla skipulagshæfileika og
útsjónarsemi. Allt gekk upp.
Alla tíð var Pálmi hlédrægúr út
á við og vildi sem minnst láta á sér
bera. Einhveiju sinni fékk ég það
verkefni að útvega mynd í Vísi af
Pálma. Það gekk ekki alveg snurðu-
laust, Pálmi vildi nefnilega alls ekki
láta taka af sér mynd og bað mig
að hlífa sér við slíku. Mynd úr safni
móður hans bjargaði málinu og var
áreiðanlega fyrsta myndin sem birt-
ist í íjölmiðli af manni sem sagan
segir að hafi gert meira fyrir alþýðu
manna en öll barátta verkalýðsfé-
laganna samanlagt.
En þannig var Pálmi og eru marg-
ar sögur sagðar af blaðamönnum,
sem sátu um hann og vildu eiga við
hann viðtöl. Það reyndist harðsótt.
Pálmi vildi stjóma sínu fyrirtæki á
sinn rólega og yfirvegaða hátt, án
þess að honum væri veitt sérstök
athygli. Oft hitti ég han í einhverri
Hagkaupsbúðinni, þar sem hann
fylgdist með. Trúlega hafa fæstir
viðskiptavinanna borið kennsl á
hann sem Pálma í Hagkaup.
Nú er komið að leiðarlokum. Ég
vil þakka Pálma fyrir þann fallega
lit sem hann setti á bernskuár mín.
Við áttumst gott við og hlógum
mikið á góðum stundum. Megi óður
guð blessa minningu hans. Fjöl-
skyldu Pálma færi ég einlægar sam-
úðarkveðjur.
Jón Birgir Pétursson
Ég stend við dyrnar á Hótel Borg.
Þetta er í febrúar 1970. Þráinn
Þorvaldsson skólafélagi minn úr við-
skiptadeildinni, sem vinnur hjá Loð-
skinn hf., einu af fyrirtækjum Pálma
Jónssonar, hefur komið því til leiðar
að við hittumst allir þrír, þar sem
Pálmi er að leita að framkvæmda-
stjóra fyrir Hagkaup. Þegar ég geng
inn í salinn sé ég hvar Þráinn situr
og á móti honum hár og svipmikill
maður. Þetta er Pálmi í Hagkaup.
Við tökum tal saman og mér verður
strax ljóst að þarna fer maður sem
ber mikinn persónuleika, hefur til
að bera góðlátlega kímni og skarpa
greind. Ekki þarf að orðlengja það
að niðurstaða þessa fundar er sú,
að'ég er ráðinn til Hagkaups frá
og með næsta sumri.
Árið 1969 hafði reynst Hagkaup
erfitt, og var fjárhagsstaðan þung.
Pálmi hafði tekið Skeifuna 15 á
leigu þrátt fyrir úrtölur margra, og
Italskir dagar í Kringlunni í október 1989. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir.
opnaði þar að hluta um vorið 1970.
Um haustið var stækkað um helm-
ing, þegar matvaran flutti frá Mikla-
torgi. Sannaðist fljótt framsýni
Pálma því Skeifan naut mikiliar
velgengni frá bytjun og óx vegur
verslunarinnar hröðum skrefum.
Við Pálmi mynduðum í byijun yfir-
stjórn fyrirtækisins, ég nýkominn
úr skóla og reynslulaus í verslunar-
rekstri, en Pálmi hafði fengist við
verslunarrekstur í mörg ár. Ég
kynntist Pálma mjög náið á þessum
fyrstu árum mínum í Hagkaup bæði
sem lærimeistara og samverka-
manni. Fyrirtækið var í örum vexti
og að mörgu þurfti að hyggja. Þarna
kynntist ég því vel hve einstaklega
fijór Pálmi var. Hann var stöðugt
að fá nýjar og ferskar hugmyndir.
Hann gat lyft sér upp úr þessu dag-
lega amstri og horft fram á veginn
og sá þá oftast lengra en aðrir
menn. I allri þessari hröðu uppbygg-
ingu sem þarna átti sér stað nýttist
þessi eiginleiki vel. Eitt var það sem
alltaf einkenndi Pálma og það var
hve málefnalega hann tók á öllum
hugmyndum. Hann var alltaf manna
fyrstur að hafna sinni eigin hug-
mynd, fyrir einhvers annars, ef hún
var betri. Það að eiga hugmyndina
var ekkert aðalatriði í sjálfu sér,
heldur að hún yrði að veruleika.
Á árunum eftir að Skeifan opnaði
óx fyrirtækið mjög hratt. Þar kom
að Pálma þótti ástæða til að leita
sérfræðilegrar aðstoðar varðandi
rekstur stórmarkaða, en reynsla og
þekking á slíkum rekstri var varla
fyrir hendi hérlendis á þeim tlma.
Éftir ábendingu kunningja frétti
hann af fyrirtæki I Englandi, sem
sendi sérfræðinga er komnir voru á
eftirlaun til ráðgjafarstarfa I fyrir-
tækjum. Fyrirtækið sendi Stanley
Carter, en hann hafði verið fram-
kvæmdastjóri stórfyrirtækis I Bret-
landi. Er skemmst frá því að segja
að hann gjörbylti rekstri fyrirtækis-
ins og býr Hagkaup enn að því vega-
nesti sem hann lagði því til. Kom
hér enn I ljós sá hæfileiki Pálma
að bregðast rétt við aðstæðum
hveiju sinni.
Það er sunnudagur árið 1979.
Það eru komnir menn að norðan,
menn sem eiga hús sem hentar vel
fyrir verslun á Akureyri. Við setj-
umst að samningum I fundarher-
berginu I Skeifunni. Það ber mikið
á milli. Þetta eru menn sem halda
fast fram sínum hugmyndum. Málin
eru rædd fram og til baka og með-
fædd rökvísi Pálma færir okkur nær
markinu. Þegar dregur að þeim tíma
er norðanmenn þurfa að ná flugvél-
inni er samkomulag I burðarliðnum.
Ég hef sjaldan lifað jafn eftirminni-
legan dag. Viðureign tveggja samn-
ingsaðila sem virtu hvorn annan er
til lykta leidd á þann hátt að báðir
mega vel við una. Eftir að þeir eru
farnir löbbum við útfyrir húsið,
fegnir hreyfingu eftir langa setu
dagsins. „Þetta var góður dagur,“
segir Pálmi. Einum áfanga I upp-
byggingu fyrirtækisins er lokið, en
nóg er framundan.
Fyrirtækið heldur áfram að
stækka og þróast. Mönnum fjölgar
og samskiptin verða ekki eins náin
og fyrstu árin en alltaf mikil. Pálmi
veikist og er í burtu um hríð, en
nær sér og kemur til starfa á ný.
Skarpar athugasemdir hans á fund-
um sýna að hann er alltaf sami eld-
huginn, sami hugsjónamaðurinn
sem skynjar að öll stöðnun er skref
afturábak. Nú tekur bygging
Kringlunnar hug hans allan. Enn
sem fyrr eru nógir úrtölumenn, en
Pálmi er viss I sinni sök. „Þurfi ein-
hversstaðar á yfirbyggðum verslun-
um að halda þá er það hér,“ segir
hann, og Kringlan rís. Umferðin um
hana hefur löngu sannað tilverurétt
hennar, og þar með framsýni Pálma
enn og aftur.
Þó Hagkaup og framþróun þess
væri höfuðáhugamál Pálma átti
hann sér einnig önnur, þar á meðal
laxveiðar.
Við erum staddir norður við Víði-
dalsá og erum I hóp með Indriða
G. Þorsteinssyni, Jóni Hermanns-
syni og fieiri góðum mönnum. Nátt-
úran skartar sínu fegursta og ilmur
jarðar berst að vitum okkar. Við
erum komnir upp að Kerinu og
sjáum ugga á, nokkrum löxum
bregða fyrir. „Kastaðu," segir
Pálmi. Ég renni með maðk og eftir
tíu 'rhínútur er lax á. Viðureignin
er stutt. Þetta er sjö punda hrygna.
Nú fer Pálmi að munda flugustöng-
ina. Hann tekur nokkur köst, skipt-
ir um fiugu og heldur áfram að
kasta. Allt I einu er þrifið I línuna,
greinilega vænn fískur. Bardaginn
er hafinn. Laxinn strikar eftir Ker-
inu fram og til baka og lætur engan
bilbug á sér finna. Eftir hálftíma
er hann farinn að láta undan og
Pálmi er farinn að undirbúa að landa
laxinum. En skyndilega kemur
slinkur á línuna, laxinn er horfinn
og flugan með. Við sjáum hvar hann
syndir út á breiðuna og leggst þar
fyrir, greinilega hvíldinni feginn.
Það stirnir á fluguna I vinstra munn-
viki. Pálmi kemur labbandi til mín.
„Hann fór, blessaður," segir hann.
Meira er ekki sagt. Tíminn er kom-
inn og við tökum veiðidótið saman
og röltum heim I veiðihús. Pálmi
leikur við hvem sinn fingur og það
er greinilegt að undangenginn miss-
ir heftir ekki gleði hans. Hann talar
um náttúrufegurðina, gróðurfarið
og söng fuglanna, bendir á eina og
eina rollu, reisulega bæi og nýtur
útiverunnar. Hvað er einn lax til
að gera veður út af. Við komum
heim I veiðihús og setjumst að snæð-
ingi. Á eftir er sest niður yfir glasi
og tekið upp léttara hjal. Það geisl-
ar af Pálma. Meðfædd fyndni hans
nýtur sín vel I svona þröngum hóp.
Hér er hann kóngur I ríki sínu.
Hér áður fyrr var talið mikið lán
hveijum manni að hafa góðan hús-
bónda. Ég hef verið svo heppinn að
hafa tvo slíka. Ég hóf starfsferil
minn hjá Lofti Bjarnasyni I Hval
hf., alþekktum ágætismanni og
minnisstæðum hvóijum, sem hann
þekkti. Síðan hef ég unnið fyrir
Pálma I Hagkaup, en hann verður
mér ekki síður minnisstæður. Báðir
voru þessir menn miklir persónuleik-
ar og stórmenni hvor á sínu sviði.
Báðir náðu þeir árangri og báðir
fóru þeir of fljótt. Pálmi var I mínum
augum hugsjónamaður/ fyrst og
fremst. Hann dreymdi um að bæta
verslunarhætti hér á landi og varla
verður annað sagt en hann hafi náð
því takmarki sínu. Hann var glæsi-
menni I sjón og raun og einn þeirra
manna sem upp úr stóðu I eigin-
legri og óeiginlegri merkingu. Hann
gat verið harður ef þörf krafði, en
tamdi mjög vel skap sitt og undir
niðri sló hlýtt hjarta sem mátti helst
ekkert aumt sjá. Pálmi var lítillátur
maður og barst ekki á I sínu einka-
lífi og ljósadýrð fjölmiðlanna var
honum ekki að skapi.
Við sem störfuðum með Pálma
vissum að eftir veikindi hans var
þrek hans ekki hið sama og áður,
en þó virtist hann við allgóða heilsu.
Því kom okkur mjög á óvart hið
óvænta og ótímabæra fráfall hans.
Léttleiki hans og glaðværð síðustu
dagana bentu ekki til að endalokin
væru I nánd. En enginn ræður sínum
næturstað.
Blessuð sé minning Pálma Jóns-
sonar.
Magnús Olafsson
Mig langar I fáum orðum að
minnast góðs vinar, Pálma Jónsson-
ar.
Hinn vitri hefur sig ekki frammi og er eng-
um fráhverfur. Menn missa hvorki heymar
né sjónar á honum, og hann reynist öllum
eins og börnum sínum.
(Lao-Tse XUX. Vinarþel.)
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að starfa undir handleiðslu Pálma
við uppbyggingu Kringlunnar. Við
fyrstu kynni varð mér ljóst hversu
viljasterkur og stórhuga fram-
kvæmdamaður Pálmi var. Hann var
hugmyndaríkur og gæddur hæfi-
leikum til að koma hugmyndum sín-
um I framkvæmd og hrífa aðra með
sér.
Pálmi átti því láni að fagna að
hafa sér við hlið ástkæra eiginkonu
og samhenta fjölskyldu. Fjölskyidan
og börn hans hafa öll lagt hönd á
þlóginn við uppbyggingu og rekstur
fyrirtækisins.
Pálmi át.ti aldrei skrifstofu né
skrifborð á vinnustað og aldrei sá
ég hann setja blað I möppu. Hann
var meðal fólksins og hafði ávallt
yfirsýn og næma tilfinningu fyrir
rekstri og uppbyggingu Hagkaups.
Pálmi bjó yfir þeirri náðargáfu
að ráða hæfileikaríkt starfsfólk og
hefur það átt sinn þátt I eflingu
fyrirtækisins.
Síðastliðið sumar fórum við hjón-
in ásamt Pálma norður I land og
verður sú ferð okkur ætíð eftir-
minnileg. Þar kynntumst við enn
frekar Pálma og þeim stórhuga
hugmyndum sem hann hafði ávallt
I farteskinu. Hann unni landi sínu
og náttúru þess og sérstaklega varð
honum tíðrætt um þá möguleika
sem auðlindir þess búa yfir.
Merkur maður er genginn á vit
feðra sinna og eigum við sem nutum
samfylgdar hans margs að minnast.
Eiginkonu, börnum, fjölskyldu og
samstarfmönnum sendi ég hugheil-
ar samúðarkveðjur.
Ragnar Atli Guðmundsson
Okkur vantar fleiri menn eins og
Pálma I Hagkaup. Hann féll I valinn
allt of snemma. Pálmi var tæplega
mennskur, hvað athafnasemi varð-
aði. Hann átti að baki glæsilegan
feril, sem minnti á útrás fyrir hug-
sjónir. Hann virtist hafa haft sér- ,
stakan lífsstíl, einkum og sér I lagi
I verzlunarháttum og viðskiptum.
Alla tíð umtalaður, og einn þeirra,
sem fáir þekktu. Gaf ekki skýringar
eða svo segja vinir hans.
Það er sjónarsviptir að honum.
Allt frá því að hann byggði upp
Hagkaup með reisn — með sínum
„eins-manns-her“ — sinni eigin per-
sónu, sem átti sér fáa líka og unz
hann setti Kringluna á laggirnar,
minnti á gang I fjörháum skagfírzk-
um gæðingi (með allan gang), hest,
sem allt fer, stríð og ströng vötn,
kletta og klungur, allar torfærur,
ódrepandi „gjörsamlega hreint“ eins
og sagt er á skagfírzku. Þannig var
Pálmi Jónsson I Hagkaup, sem einn
góðkunningi kallaði Lord Palmer,
enda minnti maðurinn einhvern veg-
inn alltaf á lávarð eða lénsherra.
En hann var skapmikill I ekkert
venjulegum skilningi („með Sturl-
ungaskap", sagði einn). Eitt sinn
sló I brýnu milli undirritaðs og hans
af skrýtnu tilefni og varð af hark
mikið. Varaði stutt. Allt fór vel og
báðir hentu síðar gaman að. Tvíbur-
asystir hans Sólveig — Dollý — var
bekkjarsystir þess, er þetta ritar, I
gamla MA, hún er skemmtileg
manneskja og drengur góður. Þau
systkin, hún og Pálmi, voru sam-
rýnd.
Það er skarð fyrir skildi að missa
Pálma I Hagkaup úr röðum dugnað-
arforka á íslandi I dag, mann, sem
fór sínar eigin leiðir, óháður klíkum
og hagsmunasamböndum. Hann
sjálfur, þessi karakter, var vopnið,
sem hann beitti I lífsbaráttunni —
hann var sagður mannþekkjari.
Forfeður hans voru hestamenn,
mann fram af manni, og ólu upp
og tömdu stríðshesta, sem urðu að
geta og þola allt I óblíðri náttúru
fyrir norðan. Hestamennska er
skapandi list, stundum skyld ljóðinu,
á sama hátt og sumar framkvæmd-
ir geta verið listræn sköpun, eða svo
sagði eitt sinn Egill heitinn Thorar-
ensen ,jarlinn I Sigtúnum". Hann
líkti hugmyndum I glæsilegum við-
skiptum við skáldskap. Síðasta af-
rek Pálma, sem má líkja við listsköp-
unarkraft, skapandi orku, var
Kringlan, sem er gædd aðdráttar-
afli og sérstöku andrúmslofti. Þar
ríkir „prana“, smitandi kraftur.
Þessi orkustöð var fyrsti vísirinn að
því, að Reykjavík fengi á sig heims-
blæ — minnir stundum glettilega á
stemmningu I stórborg. Stöku sinn-
um var Pálmi hittur þar að máli. í
fylgd með honum voru þá jafnan
tveir — þrír nánustu samstarfsmenn
hans. Þegar hann horfði yfir stað-
inn, var hann eins og vökull höldur,
sem lítur yfír lönd sin og lendur.
Þá stafaði af honum birta. Hann
var greinilega einn þeirra, sem
sækja hamingju inn I vinnuna og
atorkuna.
Kringlan — þessi smekklega
„heimskringla" Pálma — var út-
gönguversið hans á löngum athafn-
aferli og mun ævinlega vera talandi
tákn um Islending, sem ekki var
einhamur.
Að Hæðardragi,
Steingrímur St. Th.
Sigurðsson
Það að hafa fengið að kynnast
Pálma og hans fjölskyldu er mikill
heiður fyrir mig og mína fjölskyldu.
Hin raunverulegu kynni hófust á
árinu 1983 þegar undirbúningur að
byggingu Kringlunnar var I al-
gleymingi. Það að fá að taka þátt
I þessu stórhuga verkefni með þeim
Hagkaupsmönnum er ógleymanleg
reynsla og ansi er ég hræddur um
að draumurinn um að opna Hard
Rock Cafe á íslandi hefði aldrei
orðið að veruleika ef áhugi Pálma
og Sigurðar Gísla hefði ekki notið
við. Þar sem ég bæði bý I Kringl-
unni og starfa í Kringlunni þá er
Kringlan partur af mér og þegar
litið er til baka þá er ekki laust við
að sagan um Litlu gulu hænuna
komi upp I hugann því þáð gekk
ekki alltaf átakalaust fyrir sig að