Morgunblaðið - 24.05.1991, Page 7
viljandi haft í frammi vissar blekk-
ingar til þess að ganga í augun á
hinu kyninu. Laumuspil af þessu
tagi er svona álíka eins og að hafa
tímasprengjur í fórum sínum þegar
gengið er í hjónaband: Þegar blekk-
ingarnareru orðnaraugljósar,
springa þessar sprengjur með mikl-
um hvelli og hjónabandið tekur að
riða til falls.
Ástin — líffræðilegur
aflvaki
Sé betur að gáð er þó oftast eink-
ar auðvelt að koma auga á ýmislegt
í fari þess manns eða þeirrar konu
sem ástarhrifningin beinist að, viss-
ar vísbendingar um að sá eða sú
heittelskaða beiti markvissum
blekkingum. Enginn karlmaður
verður óþolandi leiðindapoki á einni
nóttu, síkvartandi nöldrari eða ófor-
betranlegur í sjálfselsku sinni og
tillitsleysi. Aðeins í fyrstu tilfinn-
ingavímunni eru flestar konur og
reyndar flestir karlar líka með hald-
in augu og fá ekki greint raunveru-
leg, annars augljós einkenni hjá hin-
um aðilanum — einkenni sem boða
ekkert gott fyrir sambúð. Eða það
gætir allt of mikillar bjartsýni til
þess að gefa aðvörunarmerkjum
heilans fullan gaum. Því að það er
mikið til í því forna máltæki, „að
ástin geri menn blinda". Þykirþessi
fullyrðing jafnvel vísindalega sönn-
uð: Álitið er að sjálft ferlið við að
verða ástfanginn standi í um það
bil 30 sekúndur. Eftir það sendir
heili hins eða hinnar ástföngnu
samstillt merki: Sá eða sú sem
kveikt hefurástarfunann, hefurtil
að bera alla 100 punktana til ásta.
Heilinn er þá stundina allur undir-
lagður í logandi ástarfuna og stund-
um skjátlast heilanum hreinlega —
lífefnafræðilega séð. Gríski spek-
ingurinn Aristoteles vissi á sínum
tíma, að „breyting á ástandi sálar-
innar hefur í för með sér breytingar
á ástandi líkamans". Það gildir þá
einu hvort maðurinn er haldinn mik-
illi streitu, skelfingu lostinn eða yfir
sig ástfanginn — heiladingullinn
gefur frá sér merki um bráða hættu,
og hormón taka að'streyma um líka-
mann í stríðum straumum; við já-
kvætt áreiti taka örvandi hormón
eins og testosterón, insúlín, adren-
alín og vaxtarhormón að aukast.
Samtímis fer slævandi hormón lík-
amans, hið svokallaða endorfín, að
gera vart við sig sem andsvar við
áköfu tilfinningastreyminu. Horm-
ónin örva manneskjuna svo mjög,
að hún kemst beinlínis vímu-ástand
— ástarvímu. Heilinn leggur ekki
lengur rétt mat á ástandið, heldur
flokkar tilfinningauppnámið sem
„almenna vímu á tilfinningasvið-
inu“.
Það er einmitt þessi ónákvæma
og hirðuleysislegaflokkun heilans
á því sem er að gerast hjá ástfang-
inni konu eða ástföngnum karl-
manni sem leiðir viðkomandi beint
í hina örlagaríku gildru skyndihrifn-
ingarinnar. Sé maður einmitt líf-
fræðilega mjög hástemmdur og r
ekist á þeim tíma á „einkar á
hugaverðan aðila", mætti ef til v
ill álíta, að þarna hafi ástin komi
ð til skjalanna, þótt það reynist v
era alrangt, þegar betur er að g
áð. Þetta kalla fræðingarnir „
misvísandieinkenni".
Dr. Michael Liebowitz sem s
tarfar við Sálfræðistofnun New V
ork-ríkis er þeirrar skoðunar, að s
jálft ástarhormónið sé phenyl
ethýlamín, en það er efnasamb
and sem einnig er að finna í súkku
laði. Liebowitz álítur að phenyleth
ýlamín sé sá raunverulegi hvati s
em valdi því að menn verði ástf
angnir og komist í ástarvímu á s
kömmum tíma. Um leið og m
annsheilinn hefur haft uppi á „
tilvöldum kandídat" fer phenyleth
ýlamín af stað út í blóðrásina og k
emur af stað þvíliku vimu-
ástandi, að heilinn grípur ekki inn í
, þótt sá aöili, sem ástarhrifningin b
einist að, kunni að hafa allmarga ó
æskilega eiginleika til að bera s
em ættu að vera augljósir, áhrifin f
rá phenylethýlamíninu koma í veg f
yrir, að þessi neikvæðu einkenni v
irki á skynjunarsíuna. Ástin b
lossar upp, alveg ómótstæðilega.
MORGUNBLADID FÖSTUDAGUJt 24. MAÍ 1991
B 7
Prinsinn breytist í frosk
Það getur tekið allt að sex vikur,
áður en verulega tekur að draga
úrframstreymi hormónanna hjá
þeim sem er á valdi ástarguðsins
Amors. Aðrir þurfa enn lengri tíma
til að komast í fullkomlega eðlilegt
ástand aftur og taka að spyrja sig,
hvort þetta ástarskot hafi virkilega
verið enn eitt glappaskotið hjá
þeim. Bandaríska vísindakonan
Dorothy Tennov hefur komist að
þeirri niðurstöðu, aðsjálfvímuáhrif-
in frá slíkum skyndilegum óútskýr-
anlegum ástarblossa geti staðið í
allt að því tvö ár, áður en þau hafa
fjarað út að fullu. En þá eru þeir
aðilar, sem fram að þeim tíma voru
blindaðir af ást, aftur orðnir allsgáð-
ir og sjáandi. Allir gallar makans,
sem áður var búið að ýta snyrtilega
til hliðar í undirmeðvitundinni, taka
nú að líta dagsins Ijó's og valda trufl-
unum í sambúðinni. Þetta yndislega
hirðuleysi — sem áður var sam-
þykkt og viðtekiö — veldur núorðið
sífelldum taugatitringi. Smágallar
og smáósiðir er nokkuð sem unnt
er að umbera. En vei, ef sjálf mann-
gerðin svarar á engan hátt til þeirra
vona og væntinga sem áður voru
til hans eða hennar gerðar! Þa get-
ur hæglega svo farið, að t.d.
draumaprinsinn taki allt í einu á sig
mynd herfilegs kvakandi frosks eða
að draumaprinsessan breytist í eitt
meiriháttar skass.
Víðtækar rannsóknir á forsend-
um makavals meðal vesturlanda-
búa þykja hafa leitt í Ijós, að karl-
menn vilji helst af öllu taka sér fyr-
ir konu frygðarfulla, trúaða stúlku
sem er enn hrein mey þegar lífsför-
unauturinn kemur fyrst á hennar
fund. Vestrænar konur óska sér
helst af öllu karfmann sem ektam-
aka sem er u.þ.b. 190 sm á hæð
og vel efnaður. Þess ber þó að
gæta, að hjá hverjum og einum
bætast við ýmsar persónulegar
óskir um sérstaka eiginleika mak-
ans eins og gefur að skilja. Algengt
er að ungir elskendur spyrji hvort
annað í upphafi sambúðar: „Hvað
ertu að hugsa?" En satt best að
segja er þessari þlíðlegu spurningu
sjaldnast svarað hreinskilnislega,
og eftir um það bil eitt ár hætta
elskendurnir að spyrja hvort annað
þess háttar spurninga. Karlmenn
taka eftir þann tíma að temja sér
fastar og þægilegar lífsvenjur í
hjónabandinu og forðast allan æs-
ing. Konur, sem frá nattúrunnar
hendi eru mun tilfinninganæmari,
finna þá oft til sárra vonbrigða með
sambúðaraðilann. Tilraunir til að
endurnýja tilfinningalífið eiga sér
örsjaldan stað. Komi til raunveru-
legs samtals milli hjóna eða sam-
býlisfólks eftir að sambúðin hefur
staðið í eitt ár, heldur hvor makinn
fyrir sig sína ræðu án þess að bera
það við að hlusta á hinn aðilann.
Það er raunalegt til þess að vita,
því að þetta ýtir enn undir þá firr-
ingu sem óhjákvæmilega fer að
gera vartviðsig.
Sambúðin kælir
ástarhitann
Það er annars álit félagsvísinda-
manna og sálfræðinga, að sambúð-
in sjálf dragi einkar skjótt úr mesta
tilfinningahitanum og tempri ástar-
funann. Með miklum móð og skýr-
um ástarloga nálgast elskendur
hvort annað í fyrstu atrennu; með
hrolli og nánast ógeði fjarlægjast
þau hvort annað, eftir að fyrsti ást-
arbríminn er liðinn. Eitt er alveg
greinilegt: Andstæðar manngerðir
hafa oftast mikið aðdráttarafl í leit-
inni að áhugaverðum aðila til að
verða ástfanginn af. En það á ein-
ungis við um upphaf kynnanna.
Sameiginlegir eiginleikar, sameigin-
leg áhugamál og lifsskoðun eru þó
að öllum líkindum heppilegasti lyk-
illinn að varanlegri lífshamingju.
Þetta er kjarninn í þeim niðurstöð-
um sem vísindalegar rannsóknir á
innsta eðli ástarinnar þykja hafa
leitt í Ijós. En sé litið á heildina,
verðurað viðurkenna, aðeinungis
fáir virðast vita þessi sannindi. Og
því fer sem fer.
EITT OG ANNAÐ UM
Algengustu meðgöngu-
kvillarnir eíns og ógleði,
nppköst, hrjfistsviði og
hægðavandamál tengl-
ast meltingarfærunum
en aðrlr algengir kvillar
eins og hiúgur tengist
blóðrásarkerfinu
MISJOFN
MEDGANGA
Þungun er fullkomlega eðlilegur
viðburður og alls ekki hægt að
flokka hana sem sjúkdóm eða
sjúklegt ástand. Líkami konu er
frá náttúrunnar hendi útbúinn
til að bera og fæða börn þó að
alls ekki allar konur kjósi það
eða geti. Konum líður misvel á
meðgöngutímanum. Sumar
segjast aldrei finna til neinna
óþæginda, líkamlegra eða and-
legra, en langflestar finna til
einhverra óþæginda vegna
þungunareinkenna einhvern
tíma á meðgöngunni. Þessir
meðgöngukvillar eru aðallega
vegna hormónabreytinga og
vegna fyrirferðarinnar og
þyngdarinnar sem er að aukast
allan meðgöngutímann. Algen-
gustu meðgöngukvillarnir eins
og ógleði, uppköst, brjóstsviði
og hægðavandamál tengjast
meltingarfærunum en aðrir al-
gengir kvillar eins og bjúgur
tengist blóðrásarkerfinu og
kvíði sem margar barnshafandi
konur þekkja tengist fyrri
reynslu, væntingum og þekk-
ingu.
Ogleði er eitt fyrsta þung-
unareinkennið sem kem-
ur fram og má telja hana
algengan meðgöngukvilla þó ekki
sé nema rúmlega helmingur ófr-
ískra kvenna sem fær ógleði.
Ógleðin kemur aila jafna fram 3—4
vikum eftir að frjóvgun hefur átt
sér stað og er oftast horfin í lok
4. mánaðar meðgöngu. Venjulega
kemur hún fram fyrst á morgnana
og rénar þegar líða tekur á morg-
uninn en ógleði getur komið fram
hvenær sem er dagsins og jafnvel
verið viðvarandi allan sólarhring-
inn.
Orsök ógleðinnar er að öllum
líkindum aukið magn hormónsins
östrógens en það er fylgjan sem
framleiðir það. Uppköst geta fylgt
ógleðinni og þau eru oft óþægi-
legri en sjálf ógleðin, sérstaklega
ef konan er að kasta upp yfir allan
daginn. Einstöku sinnum verða
uppköst það alvarleg að konan
nær ekki að þyngjast eðlilega og
þá getur vannæring orðið vanda-
mál. Það er því brýnt að kona leiti
læknis ef uppköst eru mjög tíð.
Hvað er til ráða?
1. Við morgunógleði er konum oft
fyrst ráðlagt að borða áður en
þær stíga fram úr á morgnana.
Best hefur reynst þurrt ristað
brauð eða bruður og annað
þurrt ósætt kex. Komdu diski
með því sem þú ætlar að borða
í rúminu fyrir um kvöldið innan
seilingar frá rúminu þínu.