Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 1
|$to rjjiiinWaWí*
MENNING
LISTIR
Á FÆREYJUM búa um fimmtíu þús-
und manns og þar má finna
marga góða listamenn. Sú stað-
reynd virðist koma mörgum ís-
lendingum á óvart, við þekkjum
hvorki mikið til þessara átján eyja
hér fyrir sunnan land eða ná-
granna okkar sem þær byggja,
við ferðumst landa og heims-
horna á milli en Færeyjar þykja
sjaldnast heimsóknar virði. Við
vitum að Færeyingar lúta danskri
yfirstjórn, að þeir veiða fisk og
grindhvali og halda árlega mikla
Zacharias Heinesen
Kristian Blak
*
hátíð sem kallast Olafsvaka. En í
Færeyjum er litskrúðugt mannlíf,
samgöngur góðar, landsmenn
eru góðir frændur og vinir Islend-
inga og eyjarnar eru ákaflega
fallegar — þá fegurð endur-
spegla verk færeyskra lista-
manna. Á flestum sviðum er fær-
eysk list ung, en hún er sjálfstæð,
stendur styrkum fótum og ber skýr
þjóðleg einkenni. Hér eru nokkrir
listamenn heimsóttir, þeirsegja
frá bakgrunni sköpunarinnar,
sinni list og annarra.
TEXTI OG MYNDIR; EINAR FALUR INGÓLFSSON