Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
B 3
skólana. Eða vísir að vísindabóka-
safni. Það er mjög hentugt að hafa
alla skráningu á bókum hér á einum
stað, þrátt fyrir að þær séu dreifðar
út um byggðirnar."
Barnabækur Martins fjalla um
venjuleg færeysk börn í nútímanum
og tilveru þeirra. Martin telur mikil-
vægt að þær sögur sem barnið les
gerist í umhverfi þess. En hann
hefur einnig þýtt sögur Guðrúnar
Helgadóttur um Jón Odd og Jón
Bjama, þær eru ekki staðfærðar,
gerast á íslandi og hafa notið mik-
illa vinsælda. „Fyrst þýddi ég þess-
ar sögur fyrir barnaútvarpið, nokkr-
um árum seinna voru þær gefnar
út og ég held að börn hafi barasta
verið ánægð með þær.“
— Ertu að vinna að einhverri
þýðingu núna?
„Já, og ég ætti að vera búinn
að klára hana, en það er Sitji Guðs
englar, eftir Guðrúnu. Ég hef tekið
að mér að þýða þessar bækur, þær
eru mjög skemmtilegar, og ég þarf
að klára þetta þrátt fyrir að ég eigi
ekki að hafa neinn tíma til þess.“
— Já, er ekki nóg að gera hér á
bókasafninu?
„Jú, meira en nóg, og svo langar
mig bara til að skrifa einhvern texta
sjálfur. En svona inn á milli finnst
mér mjög gaman að þýða, því þá
læri ég bæði íslenskuna betur og
næ betri tökum á færeyskunni.
Þetta eru allt önnur vinnubrögð en
þegar maður er að skrifa sinn eigin
texta, en styrkir mann einnig í því.
En það getur verið mjög erfitt
að vera rithöfundur hér á landi og
þýðandi um leið. Það er algengt í
öðrum löndum, þar sem rithöfundar
geta einbeitt sér alfarið að starfí
sínu, að menn skrifí samtímis eigin
texta og þýði. Það þekkist á Is-
landi. En það er svo erfítt hjá okk-
ur hér því við erum öll með aðra
vinnu sem við þurfum að sinna til
að geta lifað, skrifín eða þýðingarn-
ar eru unnar í aukavinnu. Það er
ekki hægt að ætla sér að skrifa
bæði og þýða, til þess er ekki tími,
og það er takmarkað hvað mikið
maður getur gert af slíku og hve
lengi.“
leika getur verið skemmtilegt áhuga-
mál en hjá öðrum er það ekki bara
skemmtun heldur líka atvinna. Og
ég verð að leika, leiklist er mitt fag.
Það er erfítt að vera leikari að því
leyti að maður þarf ákveðna aðstöðu
til að sinna sínu, það þarf leikrými,
leikstjóra, leikara til að vinna með
og svo framvegis. Myndlistarmaður
getur farið út undir vegg og málað
en þannig getur leikarinn því miður
ekki unnið.“
Katarina býst við að taka að sér
einhver leikstjórnarverkefni í fram-
tíðinni, og einnig eru haldin ýmiskon-
ar námskeið yfir sumartímann þar
sem leikarar kenna ásamt leikstjór-
um, og þá koma oft eriendir gesta-
kennarar. „Það þarf að ala upp nýja
leikara og menn verða að vinna sam-
an að framgangi listarinnar. Það er
alls ekki þannig að við í Leikarafélag-
inu séum á móti áhugaleikurum,
heldur eru peningamálin bara erfið.
Við erum bara átta atvinnuleikarar
og það er enginn sem vill einungis
sjá okkur á sviði. En við myndum
kjarna og síðan þarf framhald, eitt-
hvað öryggi, einhver langtímamark-
mið sem hægt er að byggja á.“
Nokkur leikrit hafa verið skrifuð
á færeysku síðustiyirin, þótt enginn
höfundur hafi eingöngu helgað sig
leikritaskrifum, en umfjöllun og
gangnrýni segir Katarina að sé ekki
góð. „Krítík er nauðsynlegt og gott
aðhald, og þarf þessvegna að vera
skrifuð af þekkingu og faglegum
metnaði. Fólk les svona hluti og því
verða þeir að vera góðir. En það er
nú líka misbrestur á þessu á íslandi,
en þar fínnast allar tegundir af lei-
krýni.“
— Nú segja rithöfundar hér að
þeir eigi gott samstarf við útvarpið
en sjónvarpið sinni listinn hinsvegar
illa. Hvernig snýr það að þér?
„Ég hef svolítið verið að lesa upp
í útvarpinu og það er ágætt að fá
slík verkefni, þótt vel mætti vera
meira af þeim. í sjónvarpinu lék ég
hinsvegar í eyðniauglýsingu, það
gekk vel, en fólk var lengi á eftir
að horfa á eftir mér á götu.“
BÁRÐUR JÁKUPSSON FORSTÖÐUMAÐUR LISTASAFNS FÆREYJA,
MYNDLISTARMAÐUR OG RITHÖFUNDUR
Bárður Jákupsson: (Jlía á striga, 1991.
Málverkið nýtur mestra vinsœlda
í LISTASKALANUM í Þórshöfn, húsnæði Listasafns
Færeyja, hanga á sumrin uppi verk úr eigu safnsins
eftir alla helstu færeysku listamennina. A veturna
hýsir Listaskálinn hinsvegar ólíkar og fjölbreytilegar
einka- og samsýningar. Forstöðumaður safnsins er
Bárður Jákupsson, en sjálfur er hann listmálari og
var að hengja upp sýningu á verkum sínum í Listaská-
lanum þegar ég hitti þar á hann. Bárður er fjölhæfur
listamaður; auk þess að mála teiknar hann mikið, til
dæmis frímerki, hann heldur fyrirlestra um myndlist
og skrifar, en hann er höfunuur vandaðrar bókar um
Sámal Joensen Mikines, frægasta málara Færeyinga,
sem út kom í fyrra.
Bóróur Jákupsson
Morgunblaðið/Einar Falur
Bárður segist hafa safn-
að efni um Mikines í
mörg ár, en eftir að Emil
Thomsen bókaútgefandi
réð hann til verksins hafi
tekið eitt ár að skrifa bók-
ina. „Mikil vinna fór í heim-
ildaöflun, ég þurfti að hafa
upp á bréfum, fá myndir
af málverkum og ræða við
fólk, svo eitthvað sé nefnt.
Bókin var síðan prentuð í
Odda, það er býsna vel
gert og frágangur er ákaf-
lega vandaður."
— En hvernig fer það
saman að skrifa um list,
halda fyrirlestra um list og
vera listamaður sjálfur?
„Þar sem ég er málari
held ég að ég skilji betur
það sem aðrir kollegar mín-
ir eru að gera. Það er rétt
eins og þegar rithöfundar
skrifa um bókmenntir, þeir
hafa oft skemmtilega og
meðvitaða sýn sem leik-
menn hafa ekki. Þegar
maður málar sjálfur hefur
maður góða innsýn í tækn-
ina og annað slíkt sem list-
amaðurinn er að vinna með.
Ég hef gaman af að
fjalla um áhugaverð efni
og yfirleitt fer ég þá leið,
eins og í bókinni um Miki-
nes, að ég fjalla um mynd-
irnar sjálfar og útskýri þær
síðan í samhengi við feril
listamannsins. Fyrirlestra
byggi ég upp á svipaðan
hátt en ég hef farið víða
um Norðurlönd og fjallað
um færeyska myndlist."
Vísir að Listasafni Fær-
eyja, sem Bárður veitir for-
stöðu, varð til í Danmörku
á stríðsárunum ,þegar
myndlistamenn lokuðust
þar inni, þeir komust ekki
heim og fóru að safna sam-
an færeyskum málverkum.
Listaskálinn í Þórshöfn var
síðan tekinn í notkun í byrj-
un áttunda áratugarins og
var ætlað að vera framtíð-
arhúsnæði Listasafnsins,
en nú er búið að teikna
mikla viðbyggingu sem á
að rísa fljótlega. Lögþingið
í Færeyjum leggur árlega
fram peninga í sjóð til
kaupa á listaverkum og
Bárður segir að safnið sé
orðið býsna gott og reglu-
lega séu keypt verk af
starfandi, viðurkenndum
listamönnum. Ég spyr
hann um stöðu færeyskrar
myndlistar í dag.
„Við segjum að Mikines
hafi verið brautryðjandi
hér, en hann kom fram í
kringum 1930. Hann telst
þá til fyrstu kynslóðarinn-
ar, en um og uppúr 1940
koma nokkrir fleiri lista-
menn, þannig að þeir sem
starfandi eru í dag tilheyra
flestir því sem kalla má
þriðju kynslóð Færeyskra
myndlistarmanna. Við
verðum einna helst fyrir
áhrifum frá Evrópu, og
Danmörku þá sérstaklega,
og listamenn leita þangað,
en alls ekki til Banda-
ríkjanna eins og algengt
er á Islandi. Það er merki-
legt að hverskonar framúr-
stefnur í listum hafa lítið
náð að teygja anga sína
og áhrif hingað, við erum
fyrst og fremst að fást við
expressjónískt landslag í
málverki. Við eigum líka
ágæta skúlptúrista, eins
og hinn unga Hans Pauli-
Olsen, sem býr um þessar
mundir í Danmörku en
kemur hingað reglulega.
Bróðir hans Marius er í
Svíþjóð og er grafíker.
Torbjorn Olsen málar
gjarnan fólk, mikið portett
og er mjög góður á því
sviði. Ingálvur av Reyni er
elsti listamaður okkar í
dag, hann nýtur mikillar
virðingar, er afskaplega
fær og miðpunktur í fær-
eysku myndlistarlífi. Mikill
listamaður. Zaeharias
Heinesen er næmur og fær
landslagsmálari, Olivur við
Neyst er einnig á þeim
nótunum; þeir mála báðir
expressjónískar landslags-
og byggðamyndir, og síðan
er það Eyðun av Reyni, en
hann er enn expressjón-
ískari en þeir. Ég hef þó
alls ekki nefnt alla góða
málara, þeir voru og eru
miklu fleiri."
— Málverkið er mest
áberandi.
„Já, málverkið hefur no-
tið mestra vinsælda meðal
myndlistarmanna hér og
það ætti ekki að koma neitt
á óvart, hvorki hvað varðar
ljós eða liti hér á eyjunum."
— Sjálfur ert þú að mála
expressjónískt landslag, en
hvernig komst þú inn í list-
ina?_
„Ég lærði í Kaupmanna-
höfn, var þar í myndlist-
arnámi í kringum 1970.
Ég kom heim 1972, ætlaði
bara í leyfi, en það fór svo
að ég sneri ekki til baka,
ég var orðinn önnum kaf-
inn hér.
En þótt svo mætti halda
af því sem ég fæst nú við,
þá hef ég ekki gert mest
af því að mála landslag.
Og ég hef kannski ekkert
málað svo mikið. Ég er
teiknari, hef þannig gert
fjöldann allan af frímerkj-
um og sitthvað fleira. Síð-
ustu fimm ár hef ég málað
myndir sem þessar og hef
færst sífellt nær landslag-
inu. Þá hef ég einnig verið
að vinna nokkuð í stein-
þrykk síðustu árin en hef
orðið að þrykkja myndimar
í Danmörku þar sem hér
er ekkert grafíkverkstæði.
Það þarf verkstæði til að
þrykkin verði jöfn í gæð-
um.“
Bárður á iðulega myndir
á samsýningum með öðrum
færeyskum listamönnum,
en sýnir líka einn erlendis;
þannig á sýningin í Lista-
skálanum einnig að fara til
Finnlands. „Ég átti myndir
á samsýningu á íslandi fyr-
ir áratug og þá var ég með
hefðbundnari landslags-
myndir en ég mála í dag.
En það var síðasta fær-
eyska samsýningin í
Reykjavík og það er orðið
langt síðan. Við ætluðum
að sýna á Kjarvalsstöðum
fyrir nokkrum árum, en það
gekk ekki upp. Ætli það
hafi nokkuð verið áhugi
fyrir því þar á bæ.“
— Það á greinilega vel
við þig að vinna að ólíkum
hlutum._
„Já. Ég lít ekki á mig sem
listamann einvörðungu, ég
vil taka á fleiru. Eg hef
mjög gaman af að setja upp
sýningar og geri það bæði
hér í Listaskálanum og eins
í Náttúrugripasafninu. Þá
er mjög gaman að skrifa
og aldrei að vita nema ég
geri meira af því á komandi
árum.“