Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNI 1991
B 5
Á VINNUSTOFUNNI HJÁ TORBIRNI OLSEN OG OLIVI ViÐ NEYST
Olivur við Neyst og Torbjörn Olsen.
í GÖMLU pakkhúsi á Þinga-
nesi, þar sem útsýni er gott
yfir Vesturvog og höfnina,
hafa þrír listmálarar af yngri
kynslóðinni útbúið sér rúm-
góða og bjarta vinnuaðstöðu.
Það eru þeir Olivur við Neyst,
Torbjörn Olsen og Amariel
Norðoy. Þegar ég leit inn var
sá síðastnefndi staddur er-
lendis en Olivur og Torbjörn
gengu með mér um húsið. A
einni hæðinni er stór og
bjartur salur, með gluggum
til beggja handa. Þar voru
stór málverk eftir þá báða,
ekki svo ólík, yfirleitt brota-
kenndar myndir af færeysku
landslagi eða mannlífi; fjöll-
um, húsum, bátum, börnum
að leik. Áberandi er þó að
Olivur er heitari í litunum
meðan Torbjörn heldur sig
meira við jörðina, með grænu
og brúnu.
Torbjörn Olsen: Öliumynd á striga, 1991.
Aefri hæðinni hafa listamennirnir hvor sitt
herbergið þar sem þeir hafa teikningar sínar
_og áhöld, skyssur eru um allt á veggjunum.
■Á vinnustofu Torbjarnar eru mannamyndir
áberandi, frammi við dyr þekki ég strax teikningu af
myndhöggvaranum Janusi Kamban, innar er stórt mál-
verk á trönum af William Heinesen, og við hliðina eru
þrjár skyssur af honum unnar með vatnslit og blýanti,
en þær gerði Torbjörn i haust. Hann segir mér að þetta
hafi verið í síðasta sinn sem rithöfundurinn sat fyrir.
Torbjörn Olsen er 36 ára gamall og Olivur við Neyst
er ári eldri. „Ég fór í skóla til Danmerkur og var þar í
tvö ár, 1972 til 74,“ segir Torbjöm. „Síðan bjó ég í
Kaupmannahöfn til 1980 en flutti þá til baka.“
— Hversvegna var það?
„Ég vildi gjaman búa í Kaupmannahöfn en ... það
er líka gott að búa hérna. Það togaði alltaf í mig að
flytja heim.“
— En málaðir þú myndir frá Færeyjum meðan þú
varst í Danmörku?
— Nei, ég gerði ekki svo mikið af því, ekki til að
byija rneð, en það fór smám saman að leita sterkar á
mig. Ég er fígúratífur málari að upplagi og vinn eftir
fyrirmyndum. Og kannski verð ég alltaf meira og meira
Olivur við Neyst: „Skiþasmídastöð", olía á striga, 1989. Morgunbiaðið/imar Faiur
William heitinn
Heinesen sat
fyrir hjá Tór-
birni Olsen á
haustmánuð-
um í fyrra,
nokkrum mán-
uðum áðuren
hann lést. Þá
gerði Tor-
björn, sem
þykir helsti
portrettmálari
Færeyinga,
nokkrar skyss-
urogerþessi
vatnslitamynd
ein þeirra.
fígúratífur. En maður spennir út mót-
ífin og reynir að sjá á þeim nýjar hlið-
ar, gera þau svolítið abstrakt. Það
tekur þó alltaf tíma og fer eftir þroska
hvers iistamanns hvaða leið hann fer.“
— Olivur hefur eitthvað verið að
færa til málverk en kemur nú inn og
ég spyr hvort þeir vinni eingöngu að
listinni.
Þeir segja báðir að svo sé. „Olivur
kennir reyndar eitthvað teikningu við
Lýðháskólann," segir Torbjörn, „og
ég er eitthvað að segja fólki til í kvöld-
skóla, en hef einnig unnið nokkuð með
þroskaheftum og fötluðum börnum.“
Olivur segir að það sé algengt að list-
málarar í Færeyjum hafi eitthvað ann-
að að grípa í: „Það er svona upp á
öryggið og.til að geta framfleytt sér
og sínum. Myndlist er varla talin til
atvinnu hér og foreldrar vilja líklega
sjá börn sín fara í flest annað. Foreldr-
ar mínir vildu alls ekki að ég færi út
í listina, þau skildu ekki að ég hefði
áhuga á því. Skynsamlegra væri að
fara á sjóinn, og það er ekkert skrý-
tið að þau hafi hugsað þannig því það
var atvinna allra forfeðra minna.“
Áður en Olivur fór út í myndlistarnám
lærði Olivur því rafeindavirkjun og
Torbjörn hefur lært skipasmíði.“
— En fórst þú líka til Danmerkur
í nám, Olivur?
„Já, ég var á Kunstakademíinu frá
1975-82 og flutti síðan heim tveimur
árum eftir að ég kláraði. Ég vildi koma
heim til að mála. Hér er ljósið öðru-
vísi en annars staðar og það er gaman
að glíma við það í málverkinu. Birtan
er mjög hrein og skuggarnir eru mjúk-
ir og gefa blíðlegt litaspil."
— Nú veit ég að þú hefur talsvert
fengist við myndskreytingar, og til
dæmis gert myndir í barnabók.
„Já, ég hef gert eina bók með rithöf-
undinum Martin Næs. Það er gaman
að myndskreyta texta sem annar hef-
ur skrifað, en getur einnig verið mjög
erfitt, eins og bara það hvernig teikna
á tröll. Sjálfur hef ég einungis séð
tröll í bókum. Einhver sagði að tröllin
mín, risinn og kerlingin sem ég teikn-
aði við söguna, væru mjög íslensk."
Torbjörn og Olivur tala um að líklega
hafi Heinesen haft mest áhrif á það
í Færeyjum á seinni tímum, hvemig
hugmyndir menn gera sér um tröll og
þurs hverskonar, en hann vann mikið
með svoleiðis fyrirbæri í teikningum
sínum.
Færeyskir listamenn koma víða við,
og Torbjörn vann leikmynd og búninga
við ballett Karistians Blak, Turnana
íjóra._„Ballettinn var settur upp hér
ineð íslenska dansflokknum, og það
var mjög spennandi verkefni. Þetta
var allt annað en það sem ég er vanur
að gera; ég málaði alla búningana, svo
dansararnir voru eins og lifandi mál-
verk! Allt var þetta unnið í samvinnu
við Kristian og dansahöfundinn Hlíf
Svavarsdóttur. Þá smíðaði ég líka stór-
an turn, Turninn á heimsenda, sem
nú stendur fyrir utan Listaskálann."
Eins og aðrir kunnir færeyskir
myndlistarmenn eiga Torbjöm og
Olivur oft myndir á færeyskum sam-
sýningum í öðrum löndum. Þeir segj-
ast þó ekki selja mikið erlendis. „Ann-
ars seldust nokkrar myndir eftir mig
á sýningu í Hirtsals fyrir skömmu, en
ætli það sé ekki undantekning," segir
Torbjörn. „Ástandið hvað varðar sölu
á myndum utan sýninga er vont
hérna," bætir Olivur við; „það er ekk-
ert sölugallerí í Færeyjum eins og er.
En við Torbjörn og Amariel Noroy
sýnum yfirleitt saman og það gengur
bara vel. Ég held að fólk kaupi mynd-
list nokkuð mikið hér. Þá er yfirleitt
góð sala á Ólafsvökusýningunni.“ „Jú,
maður getur þannig skrimt af þessu,
en það er ekki þar með sagt að það
sé svo gáman að borða hafragraut í
hvert mál. En hvað leggur maður
ekki á sig fyrir listina," segir Torbjörn
og brosir breitt.
/ /
MOTTOKUHUSIÐ I ÞORSHOFN
Morgunblaðið/Einar Falur
„Almannagjá" eftir Þórarinn B. Þorláksson, frá 1911. Ein af íslensku
myndunum í Móttökuhúsi Þórshafnar.
Safn málverka frá Færeyjum,
Grœnlandi og Islandi
í NÝUPPGERÐU móttökuhúsi Þórshafnarbæjar er gaman að skoða
sig um, en á veggjum hangir mikið safn málverka, vatnslitamynda og
teikninga. Myndimar eru vel á annað hundrað talsins og eftir ýmsa
listamenn, aðallega þó danska, og málaðar á seinni hluta nítjándu ald-
ar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Meirihluti myndanna em frá
Færeyjum, en einnig er allnokkuð af Grænlandsmyndum og nokkrar
frá Islandi.
Móttökuhúsið stendur nærri
Vaglinu, aðaltorginu í Þórs-
höfn, og er byggt á fyrri hluta þess-
arar aldar. Bærinn keypti húsið fyrir
nokkrum árum og gerði það upp.
Þá hafði samband við bæjaryfirvöld
færeyskur maður, sem hafði lengi
verið búsettur í Kaupmannahöfn, og
bauð til sölu málverkasafn sitt, með
ýmsum myndum frá eyjunum í norðr-
inu: Færeyjum, Grænlandi og ís-
landi. Hann kvaðst vera orðinn gam-
all, hann hafði ekki lengur rúm fyrir
safnið og vildi heldur vita af því á
góðum stað. Þórshafnarbær bauðst
til að kaupa þær myndir sem maður-
inn vildi láta og það varð úr, mynd-
imar voru hengdar upp í móttöku-
húsinu en sjálfur hélt hann nokkrum
eftir. Síðustu árin var hann síðan að
senda þær til Færeyja, eina og eina,
og Poul Michelsen bæjarstjóri segir
að ein sú síðasta sem hann hafi látið
frá sér hafi verið Þingvallamynd
Þórarins B. Þorlákssonar sem hann
hefði talin eina alfallegustu myndina
í safninu.
Þórshafnarbær notar húsið fyrir
hverskonar opinberar móttökur, en
það er opið um helgar að sumarlagi.
ZACHARIAS HEINESEN LISTMALARI
Fann minn stílá íslandi
FLESTIR færeyskir myndlistarmenn hafa numið í Danmörku og er
Zacharias Heinesen ekki undantekning þar á, en áður var hann þó einn
vetur við Myndlistaskóla íslands og tengist þannig íslenskri myndlist
meira en flestir aðrir listamenn færeyskir. Zacharias, sem er fæddur
1936, er með þekktustu listamönnum þjóðar sinnar. Á unga aldri var
hann byrjaður að teikna og eftir að námi lauk hefur hann helgað sig
listinni óskiptur, hann málar mest, en hefur einnig fengist við grafík,
gert veggmyndir, sem og myndskreytt bækur, ekki síst bækur föður
síns, rithöfundarins góðkunna Williams Heinesens, en þær myndir ættu
íslenskir lesendur Heinesens að þekkja.
Zacharias og fjölskylda hans
búa við Dalagötu í Þórshöfn,
húsið stendur uppi á lítilli
hæð, við hliðina er hús for-
eldra hans og handan þess tekur tijá-
garðurinn Viðarlundur við. Zacharias
er rólegur maður og yfirvegaður, seg-
ist skilja íslenskuna þokkalega ennþá
og sjálfsagt að ég tali hana en hann
kýs frekar að nota sitt eigið móður-
mál. Vinnustofa hans er byggð við
íbúðarhúsið norðanvert, þangað setj-
umst við inn og margt er að sjá; á
miðju gólfi undir þakgluggum eru
málverk á trönum, málverk hanga
einnig á veggjum og enn fleiri eru í
rekkum í einu horninu. Á einum vegg
eru litlir skúlptúrar gerðir úr hlutum
sem Zacharias hefur fundið hér og
þar og við hlið þeirra eru bókahillur
með allrahanda listaverkabókum. Zac-
harias býður pilsner, kveikir sér í vindli
og þegar ég spyr segist hann mála
bæði abstrakt og fígúratíft. „Mest er
það þó fígúratíft, mest færeyskt lands-
lag. Reyndar vill það oft verða þannig
með okkur málarana hér að við nýtum
landslagið einnig í abstraktmyndum,
við byijum að mála landslagsmynd en
hún fer stundum út í abstraktsjón."
— Hefur landslagið mjög sterk
áhrif á myndlistarmenn hér?
„Já, það fer ekki á milli mála. Lista-
fólk lærir þó erlendis og tileinkar sér
oft ólíka hluti, en þegar það kemur
heim fer aftur að bera á landslaginu,
og þá spilar líka inn í að það er yfir-
leitt best að selja landslagsmyndir.
Fólk hér vill kaupa landslag. Færey-
ingar kaupa nokkuð mikið af mynd-
list og þeir kaupa verk eftir sína
menn. Fólk vill helst hafa málverk
uppi á veggjum, ekki eftirprent. Þetta
er þörf fyrir að hafa eitthvað fallegt
í kringum sig.“
— En nú er áhrifamikið landslag
hér, hvert sem litið er, nægir fólki
ekki bara að líta út um gluggann?
„Jú kannski, en það er nú ekki það
sama.“
— Einhver sagði við mig að sér
þætti helst vanta fólk f færeyska
myndlist.
„Það getur vel verið að það vanti
fólk í landslagið, en það kemur þá
annarsstaðar. Pabbi teiknaði allra-
handa fólk, ég hef teiknað mikið af
fólki í sambandi við bókaskreytingar,
og það eru fleiri málarar sem mála
fólk í bókum og svoleiðis.“
— Hvernig gengur listamönnum
að framfleyta sér af söiu mynda?
„Allt gengur það ósköp rólega og
í smáum stíl þar til menn verða þekkt-
ir. Listamenn þurfa iðulega að sækja
aðra vinnu samhliða listinni, til að
framfleyta sér og sínum.“
— Nú veit ég að þú selur vel hér
í Færeyjum, og þú hefur einnig verið
að sýna erlendis síðustu árin.
Zacharias Heinesen
„Já, ég sýni alltaf öðru hveiju í
Danmörku, það hefur gengið alveg
ágætlega, og einnig hef ég sýnt víðar
á Norðurlöndum, í Skotlandi og í sum-
ar á ég myndir á sýningu í Orkneyj-
um. En oftast er þetta á samsýningum
með færeyskri list.“
— Þú hefur einnig átt verk á sam-
sýningum á íslandi.
„Já já. Líklega tvisvar í Norræna
húsinu, árin 1972 og 83 minnir mig.“
— En er ekki kominn tími á einka-
sýningu á íslandi?
„Tja!“, Zacharias brosir afsakandi;
„ég veit ekki hvort af því verður nokk-
Morgunblaðið/Einar Falur
urntímann, ætli ég sé ekki of kraft-
laus til að koma slíku fyrirtæki í verk.
Það væri mikil fyrirhöfn."
— Nú varst þú við nám á íslandi
á sínum tíma.
„Já, veturinn 1958-59 var ég í
Reykjavík. Það kom þannig til að
auglýst var í dagblaðinu Dimmalætt-
ing að einum ungum Færeyingi byð-
ist styrkur til myndlistamáms á ís-
landi, ekki stór styrkur að vísu, en
hjálpaði samt til. Ég sótti um og var
sá heppni. Og mér þótti það æði
spennandi. Ég var að byrja að læra
myndlist fyrir alvöru og Sigurður Sig-
urðsson kenndi mér jnálun, Bragi
Ásgeirsson grafík og Ólöf Pálsdóttir
höggmyndagerð. Síðan kenndi Bjöm
Th.Bjömsson listasögu. Allt var það
úrvalsfólk.“
— Hvaða listamönnum kynntistu
þennan vetur?
„Ég kynntist Elíasi B.Halldórssyni
vel. Gísli B.Björnsson auglýsingamað-
ur var einnig þarna og Tryggvi Ólafs-
son var á kvöldnámskeiðum, en ég
held að fleiri hafi ekki orðið málarar
úr þeim hópi sem ég umgekkst mest.
En mér leið vel þennan vetur og fékk
mikið út úr náminu.
Árið eftir innritaðist ég á Akademí-
ið í Kaupmannahöfn og var þar nokk-
ur ár. Þar kynntist ég Alfreði Flóka.
Tryggvi Ólafsson var einnig kominn
þangað út og Elías var þar um tíma.
Og einhveijum fleiri íslendingum
hafði ég af að segja.“
— Hvað tók við að námi loknu?
„Ég kom heim 1965 og fór strax
að fást við listina. Áður lagðist ég
reyndar í ferðalög; fór niður til Egypt-
alands, til Grikklands, fór um Evrópu
og var í París. Ég fór til að skemmta
mér og skoða list um leið.“
— Varstu búinn að finna þinn stíl
við heimkomuna?
„Nei, ég held ég hafi fundið hann
á Islandi, en ég týndi honum aftur!
Ég gat strax farið að vinna að list-
inni að mestu, en kenndi þó einnig
teikningu í nokkur ár við Kennara-
skólann. Annars hef ég að mestu sinnt
mínu, en tekið að mér ýmis verkefni
innan þess ramma.“
— En hvernig stóð á því að þú
ákvaðst að verða listamaður?
„Ég veit ekki af hverju ég fór í
þetta. Pabbi átti bækur með myndum
eftir erlenda listamenn og ég lá í
þeim sem strákur, þótti þetta mjög
spennandi og var von bráðar farinn
að teikna sjálfur. Þá hefur það eflaust
skipt máli að pabbi var alltaf að skrifa
og teikna líka svo þaðan hef ég
kannski fengið þetta í mig.“
— Hvernig var listalífið í Færeyj-
um þegar þú varst ungur?
„Það var lítið. Mikines bjó í Dan-
mörku en kom svona annaðhvert sum-
ar, málaði og sýndi síðan hér í Þórs-
höfn. Það var myndlistarlífið í Færeyj-
um á þeim dögum“, segir Zacharias
og hlær. „Síðan kom Ingálvur av
Reyni, síðast á sjötta áratugnum, og
hann sýndi einnig annaðhvert ár. Eft-
ir 1960 fór okkur myndlistannönnun-
um fjölgandi, og fjölgar enn. Nú má
finna hér nokkra unga og fína iista-
menn.“
— En finnst þér þú ekkert vera
einangraður hér í Færeyjum?
„Mér fmnst gott að vera mátulega
einangraður. Listamaður getur ekki
verið sífellt á mannamótum, talandi
við þessa og hina út um hvippinn og
hvappinn. Hér er gott næði til að
vinna.“
— Finnst þér eitthvað vera líkt
með myndlist íslendinga og Færey-
inga?
„Auðvitað er það eitthvað, hjá eldri
listamönnunum til dæmis, en annars
höfum við farið aðrar leiðir hér. Á
meðan íslendingar virðast vera á
nokkuð alþjóðlegum nótum þá sækj-
um við aðallega til Evrópu. Það held
ég sé áberandi. Og þá eru tengslin
við Danmörku vissulega sterk hjá
okkur. Eldri málarar ykkar fóru mik-
ið til Danmerkur, og einnig fóru menn
eins og Scheving og Engilberts til
Noregs, en ég held það hafí breyst.“
— Þú segist taka stundum þátt í
sýningum erlendis, en sýnir þú ekki
einnig oft hér í Þórshöfn?
— Jú, ég tek aðallega þátt í sam-
sýningum; yorsýningunni I Listaskál-
anum og Ólafsvökusýningunni sem
haldin er í Norðurlandahúsinu. Svo
hef ég einnig haft einkasýningar í
galleríum."
— En tekur þú þér þá aldrei frí frá
málverkinu?
„Jú jú, á sumrin geri ég það. Ég
ferðast alltaf nokkuð, fer um eyjarnar
og skyssa, og fer einnig til annarra
land. Þá nota ég sumarið, eins og
aðrir Færeyingar, í að dytta að hús-
inu, vinna í garðinum, mála grind-
verkið og slíkt. Veturnir eru til að
sinna listinni."