Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 HUGLEIÐINGARUM Okkur er tamt að tala um gildismat. Það er stöðugt verið að benda á að gildismat okkar sé rétt eða rangt; manngildi hafi vikið fyrir efnishyggju, einlægni hafi vikið fyrir yfirborðsmennsku, sannleikurinn hafi vikið fyrir lyginni. Hver einstaklingur sem maður hittir telur sig þó meta manngildið ofar öllu, staðhæfir að hann sé einlægur og að ekkert nema sannleikurinn skipti hann máli. Það mundi enginn viðurkenna annað. Og líklega reynir hver og einn að ríghalda í allt það óbrenglaða gildismat sem hann er fær um, allan þann sannleika sem hann þekkir og alla þá einlægni sem hann kann. En það getur verið dálítið erfitt í þjóðfélagi og í heimi sem er fullur af kenningum um hvað sé í rauninni rétt gildismat. egareinstaklingurtalar um heiðarleikasinn, sannleiksást og kórrétt gildismat, gleymist oft að þaðerhanseigið mat, ekki annarra. Sumir byggja gildismat sittásósíalískum kenningum, aðrirá frjálshyggjukenningum, enn aðrirá trúarkenningum. Þeir eru til sem byggja gildismat sitt á því að búa í dreifbýli; inni í landi eða úti við sjó, í stórum bæ eða í borg. Sem þýðir að hver og einn einstaklingur býr sér til gildismat, eftir aðstæðum. Sannleikurinn er átthaga- eða kenningabundinn. Eða háðureinhverjum öðrum þáttum en hér hafa verið nefndir. Úr öllum þessum ólíku grunnum verður svo gildismat samfélagsins til. Við höfum boðorðin tíu einhvers staðar í hnakkanum, en þau henta okkur ekki alltaf persónulega. Ef þau henta okkur ekki förum við ekki eftir þeim, en þykjumst þó gera það. Tvískinnungur verður til. Við afneitum því og höldum áfram, yfir í sjálfsblekkingu. Eftir þv( sem færri siðferðisreglur samfélagsins henta okkur verður afneitunin sterkari, sjálfsblekkingin stærri og gildismatið skakkara og samfélagið sem við lifum í verðursjúkt. Ég átti þess kost í vikunni, að hitta Japana sem var hér á ferð. Hann var hér í þeim erindagjörðum að skoða myndlist fatlaðra, vegna sýningar sem Japanir ætla að vera með í Tókíó að ári. Á þeirri sýningu verða einungis myhdir eftir fatlaða listamenn, alls staðar að úr heiminum. Þegar ég spurði hver tilgangurinn væri með þessari sýningu svaraði sá japanski því til að Japanir vildu ■ *á!te$ Aslaug Gunnlaugsdóttir „Blýantsteikning". vekja athygli almennings í Japan á því að fatlað fólk væri ekki bara byrði á samfélaginu, heldur gæti það gert ýmislegt, sem við getum og jafnvel meira. Honum fannst.ísland mikið gósenland. Hann var hugfanginn af afstöðu okkar til fatlaðs fólk og skilningi okkar á verkum þess og vinnu — og sagðist ekki hafa átt von á að finna eina einustu mynd hér. Sannleikurinn væri hinsvegar sá, að hann hefði fundið svo margar myndir hér og svo stóran hóp af fötluðum listamönnum að hann þyrfti ekki að fara til hinna Norðurlandanna. Við horfðum á myndband og skoðuðum litskyggnur af myndum sem voru á myndlistarsýningu fatlaðra hér í Listasafni ASÍ, í mars 1990 — og það sem maðurinn var að segja var engin lygi. Þarna voru stórbrotin listaverk sem komu miklu róti á hugann. Þau snertu mann og komu manni við. Ég sat sem límd og gat ekki slitið mig frá þessum myndum. Af hverju? Myndirnar liðu ekki úr huga mér dögum saman. Þarna voru listamenn sem ekkert höfðu lært, en sköpuðu verk sem eru ógléymanleg. Voru þau list eða voru þau ekki list? Hvað er list? Ég fletti upp gagnrýni Braga Ásgeirssonar á sýninguna í Listasafni ASÍ og þar stendur: „Málið er, að myndlistin er fýrir hið fyrsta mun meira miðill hinnar innri skynjunar á fyrirbærum úr sjónheiminum en menn gera sér Ijóst, og í annan stað byggist hún minna á beinum ytri tilvísunum en meira á heilabrotum" og hugarflugi. Hún er þannig meira sálræn lifun og umbrot en endurvarp hins sýnilega og á það einnig við er menn endurgera hlutveruleikann. Hún er og eins konarframlenging sálarinnarog innri skynjana, eða hefur a.m.k. verið það í tímans rás." „Hefurveriðþaðítimansrás." Er kominn nýrtími? Er myndlist orðin eitthvað annað á okkar tímum? Hvað hefur breyst? Einhvers staðar sá ég skrifað að yfir eitt þúsund íslendingar væru að læra myndlist um þessar mundir. Mér varð hugsað til þeirrar staðreyndar þegar ég var að horfa á þetta myndband, það er aðsegja þegarJapaninn varspurður hvort ætlunin væri að sýna myndir eftir fatlaða atvinnulistamenn eða fatlaða listamenn sem ekki hefðu gengið í myndlistarskóla. Svarið sem hann gaf var: „Ég reikna með því að við sýnum myndir eftirfatlaða listamenn sem ekki hafa fengið neina skólun. Ástæðan fyrir þvíer sú, að það er svo dýrt að sýna myndir eftir fatlaða atvinnulistamenn. Við þurfum að borga fyrir myndirnar þeirra. Hinarfáum við gefins!" Okkur, sem á staðnum vorum, var öllum brugðið. (gegnum hugann flaug sú hugsun að Japanir ætluðu að efna til alþjóðlegrar sýningar á listaverkum fatlaðra. Ætlunin erað hefja hana ÍTókió og gera hana síðan að farandsýningu um Japan. Sýningin verðureftirárog verður sú fyrsta í árlegum alþjóðlegum sýningum þar á listaverkum fatlaðra. Og þeir ætla að eiga allar myndirnar; koma sér upp gríðarlega miklu safni listaverka eftir fatlaða, fyrir ekki neitt. En þeir hafa ekki haldið neina sýningu á verkum fatlaðra japanskra listamanna. Hvers vegna? Þar sem ég var ekki á staðnum til að hafa skoðanir ákvað ég að segja ekki neitt. Þá heyri ég að einn af fulltrúum ÞÓRÐUR ÞORGRÍMSSON „ísbirnirð Gegnum eldskírn blóðs og rökkurs á ég hægar með að deyja en lifa, hnepptur á milli tveggja elfa uni ég hvorki Ijóss né myrkurs; tíminn er minning framtíðarinnar að gleyma er að leita sér samtíðar. Út frá regni af ösku og eimyrju horfir fortfðin á ástríðuglæpina, er þú hefur krufið í sundur æðina á sér dagur hver eigin þjáningu; skilningur er ávöxtur syndarinnar, að glata er að endurheimta óskirnar. Úr þokunni tæla burt hrævareldarnir í björgin, fram að ystu nöf óssins mig dreymdi í áttina til Ijóssins og vaknaði þá myrkir voru munarnir; löngunin er þrældómsok eymdarinnar, að frelsast er að sjá á bak væntingar. Á gengin spor mín í gjóskunni hrímar blóðlátin, grásprengdur vetrarhamur- inn, hratt fló ofarhöfði mínu hrægammurinn að boða þá lifðir væru tvennir tímar; þjáningarnar eru fararbeini sáiarinnar, að sturlast er að ná til eilífðarinnar. Af kulnuðum greinum míns lífsmeiðs falla Ijóðblöðin aftur til moldar, gegnum beinkula greiparnar gjóstar þá tíminn bendir til fyrra æviskeiðs; veröldin er blóðvöllur hryggðarinnar, að deyja er að beiða síns griðastaðar. Framundan dimmmósku hrímþokunnar horfir andlitið frá klakabrynjunni, barnsaugun lukt í freðinni himnunni sjá lengra burt en nokkurn grunar; milli dagskímunnar og svartnættisins kalla feigðarorð mig aftur til lífsins. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.