Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 3
_________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
Sigríður Halla Sigþórsdóttir,
„Fugl".
D 3
—-----1.
Þroskahjálpar segir: „Við gefum þessar
myndir ekki. Þær eru til sölu.“
Það sem fólst í þessari yfirlýsingu, fyrir
Japani, var að þeir þyrftu að borga fyrir
myndirnarog greiða rándýrartryggingar
vegna flutnings til Japans. Maðurinn
hreinlega missti áhugann.
Hvers konar gildismat er hér á
ferðinni?
Ég verð að játa að ég var mjög stolt
af okkur íslendingum. Eg veit ekki hvert
framhald þessa máls verður, en ég leyfi
mér að vona að við séum ekki enn eina
ferðina svo áköf í að koma okkur til
útlanda að við förum að gefa þessi
verðmæti.
Sýningin í Listasafni ASÍ ífyrra var
stórt skref í þá átt að vekja okkur til
umhugsunar um að fatlaðir eru hluti af
okkar tilveru og við hluti af þeirra — og
við eigum að varðveita þá tilveru. Við
eigum ekki að ryðja henni til útlanda,
heldur eigum við að renna undir hana
Guðmundur Ófeigsson,
„Páfagaukar".
•I;
Jóhannes Ólafsson,
„Úr iðjuþjálfun".
styrkum stoðum, þartil hún stendur
óhagganleg hér. Nú veit ég hvert er
gildismat þeirra sem starfa að málefnum
fatlaðra. En mér er spurn, hvert gildismat
okkár hinna er. Erum við tilbúin að
gangast inn á það að þeir sem ekki hafa
hæfni til að ganga í gegnum hefðbundnar
menntastofnanir geti skarað fram úr á
annan hátt? Erum við tilbúin til að taka
á móti því sem fatlaðir hafa að gefa
okkur? Erum við tilbúin að koma til móts
við þá; leyfa þeim að gefa og verða sjálf
þiggjéndur. Erum við tilbúin til að sýna
þeim virðingu?
Þeir sem hafa unnið að málefnum
fatlaðra hafa unnið þrotlaust starf við að
upplýsa okkur hin um hversu mikilvægir
þessir einstaklingar eru. Ég efast um að
við séum móttækileg. Okkur finnst líklega
sjálfsagt að leyfa þessum einstaklingum
að halda myndlistarsýningu og finnst við
vinna góðverk með því að skoða hana.
En mig grunar að djúpt sé á hugsuninni
um að hér sé dýrmæt vinna á ferðinni.
Gildismat samfélags okkar býður okkur
ekki að verðmeta list þessa hóps til jafns
við þeirra sem skólagengnir eru. Þessi
hópur á ekki aðgang að opinberum
sýningarsölum og galleríum. Gildismat
okkar er svo staðlað — að verk fatlaðra
verða ómetanleg.
Eftir að hafa skoðað þessar myndir
og áttað mig á því að við erum skrefi á
undan ýmsum öðrum þjóðum sem
þykjast þó meiri og merkilegri, er sú
spurning efst í huga mér, hvers vegna
við stígum ekki næsta skref og leggjum
á ráðin með að koma hér upp Listasafni
fatlaðra.
Texti/Súsanna Svavarsdóttir
Anna Borg,
„Mynd'1
'