Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 8
, g g___ Græna greinin: Eiturefnum þarf að eyða á ákveðinn hátt til að þau skaði ekki umhverfið, en slík eyðing er afar kostn- aðarsöm. Fyrirtæki hér á landi þurfa að greiða fyrir eyðingu spilliefna sem þau koma með til eyðingar og að öllum líkindum vex mörgum í augum að greiða þann . kostnað, sem er mismikill eftir efn- um og á bilinu 30 til 200 krónur fyrir hvert kíló. Fyrirtæki eins og efnalaugar og prentsmiðjur vinna mikið með spilliefni og því getur eyðingakostnaður orðið töluverður hjá þeim. Þá borðum við eitrið Að sögn Ogmundar Einarssonar framkvæmdastjóra Sorpu eru nokk- ur brögð að því að eiturefnum sé frekar sleppt út í náttúruná í gegn- um skolpræsin, en að þau séu flutt í umhverfinu Eiturefni og spillief ni ýmiskonar eru allt i kringum okkur og þykja sjálf- sagóur hluti af daglegu lifsmynstri okkar. Þegar talaó er um eitur- og spilli- efni, er átt við effni sem eru skaóleg umhverfi okkar i vióasta skilningi. Sérstakar reglur gilda um þessi effni og aó sjálfsögóu ber okkur öllum aó viróa þær, hvort sem vió erum inná heimilum eóa i atvinnulif inu. HVAR ERU GÁMASTÖÐVARNAR? Fjórar gámastöðvar hafa nú þegar verið opnaðar, en fyrir mánaðarlok er gert ráð fyrir opnun annarra fjögurra stöðva. Gámastöðvarnar eru opnar sjö daga vikunnar frá kl. 10 til 22 og á þeim er starfsfólk sem leiðbeinir þeim sem vilja. Þær stöðvar sem nú eru opnar eru: Á Ártúnshöfða við Sævarhöfða Við Ánanaust við gatnamót Grandagarðs og Mýrarvegar Á Sléttuvegi vestan Borgarspítala I Molduhrauni á mótum Garðabæjar og Hafnafjarðar. Þessi gámastöð mun þjóna Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Áætlað er að taka eftirfarandi stöðvar í notkun fyrir mánaðamót: í Mosfellsbæ nærri hesthúsabyggð Við Gylfaflöt austan gömlu Gufuneshauganna I Seljahverfi sunnan Breiðholtsbrautar I Fífuhvammslandi í Kópavogi, norðan Reykjanesbrautar til eyðingár í Sorpu. Þetta á þó frek- ar við um fyrirtæki en einstaklinga, sagði hann. „Ef þungmálmar kom- ast út í náttúruna er hætta á að þeir safnist upp í ýmsum sjávardýr- um til dæmis kræklingi, og komist þannig inn í fæðukeðjuna. Þetta þýðir að við förum á endanum að borða þessa málma, sem safnast upp í líkamanum og virka eins og eitur.“ Þau eiturefni sem finnast innan venjulegra heimilisveggja eru til dæmis rafhlöður, málning og lakk, terpentína og þynnir, lyijaafgang- ar, illgresiseyðir og vítissóti. Kvika- silfur er mjög skaðlegt náttúrunni og í hitamælum er töluvert magn af kvikasilfri. Ennfremur er kvika- silfur í rafhlöðum og því sérstaklega mikilvægt að fólk fleygi þessum hlutum ekki með heimilissorpi. Brynja Tomer GÁMASTÖÐVAR, VERSIANIR OG BENSÍNSTÖÐVAR. Rafhlöðum ætti alls ekki að fleygja með heimiliss- orpi, og ekki heldur ónýtum hitamælum. Rafhlöðum er hægt að skila á gámastöðvar, eða í sérstök söfnunarílát sem eru í mörgum versl- unum og á bensínstöðv- um. Onýtum hitamælum má skila á gámat- öðvum eða lyfjaverslun- um. GÁMASTÖÐVAR. ing, þynnir, terpentína, lakk, skor- dýraeitur, ill- gresiseyðir og efni af svipuð- um toga þyrfti fólk að skila í þar til merkta gáma á gáma- stöðvunum. APÓTEK. Tekið er á móti lyfjaaf- göngum í lyfja- verslunum. Þar er einnig tekið á móti ónýtum hitamæl- um. Á öllum lyfja- pakkningum er stimplaður gild- istími lyfjanna og góð regla er að taka til í lyijaskáp heimilisins reglu- lega og skila inn ónýtum lyfjum, sem síðan er eytt á viðeigandi hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.