Morgunblaðið - 19.07.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 19.07.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 --j-,-- ■ ■■ i ------rPH---.... . ----- 15 —i- í vegarins ryki lá rauður steinn Nokkur orð um „perlur“ og steina eftir Ólínu Þorvarðardóttur Til er gömul sögn um mann sem mátti bera fram eina ósk og hann óskaði þess að allt sem hann snerti yrði að gulli. Óskin rættist: Allt sem hann snerti varð að gulli, líka mat- björgin. Maðurinn dó úr hungri. Þessi gamla sögn kom upp í huga minn um síðustu helgi þegar þau tíð- indi bárust á öldum ljósvakans að ætti að „vígja“ Perluna eina ferðina enn - og nú með aðstoð prests. Eitt andartak hélt ég reyndar að mér hefði misheyrst. Eg vissi ekki betur en að húsið hefði verið formlega tek- ið í notkun fyrir þrem vikum - með hátíðlegri viðhöfn, miklum mat og trúlega enn meiri drykk, a.m.k. tvö kvöld í röð. Að visu var enginn prest- ur viðstaddur þá athöfn - eins og undirrituð benti reyndar á í blaða- grein sem skrifuð var að gefnu til- efni skömmu eftir hófið - og ekki ku hafa farið mikið fyrir guðsótta og ritningarlestri í það skiptið. Hefði þó ekki veitt af því engu mátti muna að banaslys yrði í húsinu síðara kvöldið þegar íjórtán gestir festust inni í lyftu án neyðarbjöllu. Ómerkilegur málflutningxir Öll þessi uppákoma varð til þess að jafnvel mætir sjálfstæðismenn töldu sér nóg boðið og drápu niður penna af því tilefni. Það hefði þó einn þeirra betur látið ógert því skömmu síðar birtist um hann rætin skammargrein, á góðum stað í Morg- unblaðinu, eftir annan nafnþekktan sjálfstæðismann. Undirrituð fékk síðan sinn skammt sl. miðvikudag þegar Guðrún Zoega réðist af mikilli heift á greinarhöfund í skjóli „sannleikans" og vandaði ekki meðulin. Tilefni árásarinnar var umhyggja Guðrúnar fyrir mannorði ónefnds arkitekts sem lítillega bar á góma í fyrrnefndri grein minni (4. júlí) - en þar vitnaði ég í umfjöllun íjölmiðla af tildrögum þess að neyð- arbjalla var aftengd í lyftunni. Guð- rún sakar mig um að hafa „vitað betur“ enda hafi arkitektinn fengið „leiðréttingu" sinna mála. Sú fullyrð- ing er reyndar ekki rétt - því við eftirgrennslan í borgarráði, tveim dögum áður en grein mín birtist höfðu borgarráðsmenn ekki betri heimildir fyrir aðdraganda óhappsins en svo að óskað var eftir iformlegri greinargerð um málið. Sú greinar- gerð lá ekki fyrir fyrr en 9. júlí - fimm dögum eftir að umrædd grein birtist. Sjálfur bar arkitektinn af sér sakir í Pressunni sama dag og grein- in birtist í Morgunblaðinu. Hafi hann verið ranglega ásakaður um eitthvað á síðum blaðanna, ber hinum sömu fjölmiðlum að biðja hann afsökunar, en það er ekki hlutverk lesenda að ákveða það að íjölmiðlafrásagnir séu lygimál ein. Af viðbrögðum sjálfstæðismanna við allri þeirri umfjöllun sem Perlan hefur fengið er ljóst að ekki er sama hver ræðst á hvern. Þannig sér Guð- rún Zoega ástæðu til þess að nota hugleiðingar mínar um málið til þess að ráðast til atlögu í skjóli svokall- aðra „leiðréttinga" sem engar voru til staðar, þegar grein mín birtist. Hún velur undirritaðri ærumeiðandi nafngiftir sem síðan eru notaðar sem einkunn á „vinnubrögð og málflutn- ing“ í borgarstjóm. Þama er m.ö.o. vegið með aðdróttunum að mann- eskju í opinberu starfi, og jafnvel seilst svo langt að vitna í ársgamlar kosningafyrirsagnir, þar sem flokks- bræður hennar reyndu ómaklega að klekkja á pólitískum andstæðingi. Tilefni þeirra blaðaskrifa hafa þegar fengið sitt rúm á síðum Morgun- blaðsins, og verið „leiðréttar" fyrir allnokkru. En „Gróa á Leiti“ er enn á ferli inni í borgarstjómarflokki Sjálfstæðisflokksins og setur því miður svip sinn á vinnubrögðin þar, ekki síst þegar menn telja ástæðu til að reiða hátt til höggs. „Dásamlegur" ferill En þó Davíðsmenn hafi reiðst við verðugar ábendingar varðandi Perl- una var brugðið við hart og efnt til vígsluathafnar síðastliðinn sunnu- dag. í DV daginn eftir er það haft eftir Davíð Oddssyni hversu honum hafi þótt það „dásamlegt að enda ferilinn með þessum hætti“, þ.e.a.s. með því að taka þátt í hinni síðbúnu vígsluathöfn. Eins og vænta mátti var það stað- arhaldarinn í Viðey, sr. Þórir Steph- ensen sem blessaði húsið í guðs nafni. Mæltist honum vel eins og við var að búast. Sagði m.a. að nafn bygg- ingarinnar vekti „hughrif gleðinnar", hún væri auk þess „tákn háleitrar hugsunar" og klykkti út með þeirri frómu ósk að húsið „yrði til að þjóna hamingjunni og stuðla að jákvæðum hliðum lífsins". Þetta em afar falleg orð - og vafalaust einnig fallega meint. Hefði ég ekki vitað betur, hefði mátt halda að verið væri að vígja kirkjubyggingu eða sjúkrahús; stofnanir sem svo sannarlega bera vott um „háleit sjón- armið“ og stuðla að bættu mannlífi. Ekki síst í ijósi þeirrar bænar sem á eftir fylgdi, að „vemd drottins yrði til þess að starfsemin nyti friðar og gæfuríkrar framtíðar“. En sú „starf- semi“ sem þarna var svo ríkulega blessuð er almenn veitingaþjónusta í húsi sem þegar hefur kostað á anri- an milljarð. Hin „háleita hugsun“ Vissulega má til sanns vegar færa að það sé ,jákvæð“ starfsemi að metta fólk - a.m.k. þótti það þarft verk hjá frelsaranum þegar hann mettaði þúsundir á fáeinum fiskum og brauðhleifum. En ætli þjónusta Perlunnar sé til þess fallin að metta þurfandí, líkt og fiskarnir forðum? Ég hef rökstuddan grun um að svo sé ekki. Og hvers virði eru þá „hughrif gleðinnar" sem presturinn talaði um, í augum þeirra sem sjúkir eru og aldraðir, og þurfa á allt annars kon- ar þjónustu að halda? Hvaða hughrif skyldu nú vakna með þeim sem árum saman hafa beðið eftir brýnni þjón- ustu í „borg Davíðs", er þeir virða þetta mannvirki fyrir sér? Þeir hinir sömu hafa horft á það hvemig millj- örðum er ausið í minnisvarðana á sama tíma og hin eiginlegu velferðar- verkefni eru skorin við nögl. Eða hvernig skyldi þeim vera inn- anbijósts foreldrum 2.000 barna sem nú bíða eftir dagvistarþjónustu - aðstandendum 1.300 aldraðra sem eiga engin úrræði - eða áhyggjufull- um foreldrum unglinga í vímuefna- vanda? Þessu fólki er trúlega ljóst að gæluverkefni sjálfstæðismeiri- hlutans í Reykjavík hafa hingað til tekið til sín u.þ.b. þriðjung af öllu framkvæmdafé borgarinnar. Og hver einasta króna sem hefur farið í Perl- una er gi-eidd af almannafé, í gegn- um Hitaveitu Reykjavíkur. Húsið sem Guðrún Zoega segir að sé „gjöf Hitaveitunnar til Reykvíkinga11 er m.ö.o. fjármagnað af Reykvíkingum sjálfum. Nágrannakona mín sem er algjör öryrki og þarfnast bæði hjúkrunar og heimilishjálpar hefur ekki tök á því að njóta kvöldstundar í Perlunni - þó hennar peningar hafi verið not- aðir til þess að byggja húsið, líkt og peningar annarra Reykvíkinga. Hún þarfnast ekki slíkrar „gjafar" og veitir sér ekki þann munað. Hún þarfnast hinsvegar aðhlynningar sem hún fær ekki vegna erfiðleika í starfsmannahaldi borgarinnar. Erf- iðleika sem stafa af láglaunastefnu Reykjavíkurborgar. Þar hefur mann- eklan m.a. orðið til þess að 120 dag- vistarrými standa ónptuð þar sem fóstrur fást ekki til starfa fyrir þau laun sem í boði eru. Á meðan bíða þúsundir barna eftir að röðin komi að þeim. Sömuleiðis bíða fjölmörg heimili aldraðs fólks eftir þjónustu sem ekki fæst. Hughrif g-leðinnar? Ekki í mínu bijósti. Ekki heldur í bijósti fatlaðrar vinkonu minnar sem árum saman hefur beðið þess að komast í viðunandi húsakynni. Hús- næði sem myndi kosta jafn mikið fé og tvö bflastæði undir ráðhúsinu. Og hvers virði er þá eiginlega „fegurð" Perlunnar í augum þess fólks sem líður illa - líkamlega og félagslega - en fær enga lausn sinna mála? Því miður þá eru þau blessunar- andvörp sem stigu upp í glitrandi hvelfíngu Perlunnar um síðustu Ólína Þorvarðardóttir „Þarna var einfaldlega verið að forða því að almenningsálitið sner- ist gegn fráfarandi borgarstjóra, eftir allt sem á undan var geng- ið.“ helgi, ekki gagnvart þeirri „gjöf“ sem borgarbúar þurfa helst á að halda. Með fullri virðingu, þá fólst í þessari síðbúnu uppákomu hvorki sannfær- ing né huggun. Þarna var einfaldlega verið að forða því að almenningsálit- ið snerist gegn fráfarandi borgar- stjóra, eftir allt sem á undan var gengið, en sýndarmennskan hrópaði til lesandans af síðum fjölmiðla. Þarna stóðu fulltrúar hins andlega og veraldlega valds - presturinn og forsætisráðherrann - og blessuðu gullkálfinn. Vissulega koma frómar óskir ætíð að gagni - einnig í Perlunni, þótt seint sé. En hin eiginlegu verðmæti - dýrustu perlurnar í mannlegu lífi - voru á þessari stundu hjúpaðar þykkum mekki líkt og „Rauður steinn" í ljóði Guðmundar Böðvars- sonar sem: .. .væntir þín hulinn við hófsporsins grunn og hljóðlega í dimmunni grætur. Þeim steini var lítill gaumur gefin þar sem hann blikaði í ryki vegarins er „við riðum þar hjá“. Þvert á móti hvarf hann í hófatraðkið og fann^t ekki síðan: En ljósið féll á hann um örskamma stund með ósegjanlegu bliki. Við hvarflandi jóreyk og hófaspark hann hvarf mér í vegarins ryki En röðull skein þá hverri rós á brá og við riðum þar hjá. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. LAUGARAS Laugarasbíó frumsýnir föstudaginn 19. júlí 1991 MIGHAEl J. Leikara- JAMES löggan -spilltasti Hollywood leikarinn. -mesti „ Löggutöffari" New York. Hér er kominn spennu-grínarinn með stórstjörnunum Michaei J. Fox og Ja- mes Woods undir leikstjórn John Badhams (Bird on a Wire). Fox leikur spillt- an Hollywood leikara, sem er að reyna að-fá hlutverk í löggumynd. Enginn er betri til leiðsagnar en reiðasta löggan í New York. Frábær skemmtun frá upphafi til enda * * * 1/2 Entm. Magazine. Sýnd í A-sal kl. 5-7-9 og 11.10. Bönnuð innan 12 ára. Miðaverð kr. 450.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.