Morgunblaðið - 01.08.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991
ísafjörður:
10 íbúða fullbúið fjöl-
býlishús autt í rúmt ár
Byggingameistari riftir samningi
GUÐMUNDUR Þórðarson, byggingameistari^ á ísafirði, hefur rift
samningi þar sem hann seldi Byggingafélagi Isafjarðar hf. fjölbýlis-
hús með 10 almennum kaupleiguibúðum við Pollgötu en húsið hefur
staðið autt í tæpt ár, því sem næst fullbúið að utan og innan. Engir
kaupendur hafa gengið frá samnihgum við byggingafélagið um kaup
á íbúðunum.
I bréfí sem lögmaður Guðmundar
ritaði byggingafélaginu segir að
Guðmundur muni ráðstafa íbúðun-
um á þann hátt sem tryggi best
hagsmuni hans og að ákvörðun um
riftunina sé tekin vegna getu- og
viljaleysis byggingafélagsins til að
efna upphaflegan verksamning.
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hygðist
reyna að semja við Húsnæðisstofn-
un um að lán sem veitt voru fyrir
85% af byggingarkostnaði, sem um
kaupieiguíbúðir væri að ræða, yrðu
ekki afturkölluð. Stofnunin hefur
staðið skil á 80% þess fjár.
Guðmundur Þórðarson sagði að
byggingarsaga þessa húss væri
hörmungarsaga. Byggingafélag
ísafjarðar hefði keypt 27 almennar
kaupleiguíbúðir af sér og tveimur
öðrum verktökum. Meðal stofnenda
Byggingafélagsins væru mörg fyr-
irtæki í bænum, svo og bæjarsjóð-
ur, og hefði ætlunin verið að fyrir-
tæki eignuðust einhveijar íbúðanna
fyrir starfsfólk sitt. Hugmyndir um
það hefðu strandað á Húsnæðis-
stofnun. Því hefði illa gengið að
innheimta hlutafjárloforð. Einnig
hefði stofnunin hafnað þeim ein-
staklingum sem viljað hefðu kaupa
íbúðirnar, ýmist vegna þess að þeir
hefðu of litlar eða of miklar tekjur.
Þá hefði umræða í bænum sem
kviknað hefði út frá misskilningi á
kerfinu orðið til að fæla fólk frá
því að kaupa íbúðimar.
Guðmundur sagði að eftir ætti
að leggja í um 10 milljóna kostnað
við húsið en Byggingafélagið skuld-
aði sér 22 milljónir króna og virtist
svo sem menn þar ætluðust til að
hann bæri sjálfur vaxtakostnað af
15% framlagi kaupanda. Þá sagði
Guðmundur að Ísafjarðarbær hefði
lagt á það hús sem hann byggði
4,3 milljóna króna gatnagerðar-
gjöld á þeim forsendum að jarðhæð-
in væri með verslunarrými og að
lóðin væri á uppfyllingu. Hins vegar
hefðu verið lögð 850 þúsund króna
gatnagerðargjöld á samskonar
byggingu á Fjarðarsvæði. Guð-
mundur kvaðst hafa leitað til fé-
lagsmálaráðuneytisins sem hafi tal-
ið að um ólöglega mismunun væri
að ræða en tilraunir til leiðréttingar
hefðu strandað í bæjarstjórn.
Morgunblaðið/Sverrir
Frumsýningarkvöld
Ný íslenzk kvikmynd, Börn náttúrunnar, var frumsýnd í Stjörnubíói
í gærkvöldi. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Friðrik Þór
Friðriksson og hann hefur einnig skrifað handrit ásamt Einari Má
Guðmundssyni. Aðalhlutverk eru í höndum Gísla Halldórssonar, Bruno
Ganz og Sigríðar Hagalín, sem hér sést fagna Friðrik Þór fyrir frum-
sýninguna í gærkvöldi.
Rætt um sam-
tök ríkja á
norðurslóðum
Á ríkisstj órnarfundi í fyrra-
dag var lagt fram erindi Brians
Mulroneys, forsætisráðherra
Kanada, til Davíðs Oddssonar
þar sem óskað er eftir þátttöku
Islendinga við stofnun samtaka
ríkja á norðurslóðum. Þeir Davíð
og Mulroney ræddu fyrirhugaða
stofnun þessara samtaka þegar
sá síðarnefndi átti stutta viðdvöl
hér á landi á siðustu viku.
í erindinu er fonnlega óskað eft-
ir samstarfi íslendinga við stofnun
samtakanna en auk þeirra og
Kanadamanna myndu Norðmenn,
Finnar, Danir vegna Grænlendinga
og Sovétmenn taka þátt.
Í bréfinu kemur fram að þegar
sé farið að undirbúa fund í Kanada
í haust vegna málsins en fyrirhuguð
markmið samtakanna tengjast m.a.
umhverfi þessara landa, hafinu í
kring og vernd þessara svæða en
auk þess myndi þar verða tekið á
fleiri málum sem sameiginleg eru
þessum þjóðum, þ. á m. að auka
hlut þeirra innan alþjóðlegra stofn-
Vélsljórar ganga úr Farmannasambandinu:
Ástæðan sögð óánægja með
stjómina og lítill stuðningur
Hringvegur-
inn bættur
VEGAGERÐIN hefur staðið
í ströngu undanfarna daga
við að koma öllum helstu
þjóðvegum landsins í sem
best horf fyrir mestu umferð-
arhelgi ársins sem nú fer í
hönd.
Vegagerðin býst við mestri
umferð á Suðurlandi, austur að
Þórsmörk, og norður í Hrúta-
fjörð, að Blönduósi og Húna-
veri. Vegir þar eru í góðu lagi,
en framkvæmdir hafa verið á
Holtavörðuheiði og er þeim ekki
að fullu lokið.
Samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar er mest
áhersla lögð á vegabætur á
þjóðvegi 1 en þó hefur verið
borið ofan í aðra vegarkafla,
eins og t.a.m. leiðina til Húsa-
fells um Skorradal.
FARMANNA- og fiskimannasamband íslands klofnaði I gær við úr-
sögn yélstjórafélags íslands úr sambandinu. Formaður Vélsljórafé-
lagsins segir óánægju vélstjóra með litla aðild að stjórn Farmanna-
sambandsins aðalástæðu úrsagnarinnar. Að auki þyki vélsljórum
sérkröfur sínar ekki hafa hlotið nægan stuðning fyrrum félaga í
FFSÍ.
Úrsögn vélstjóra var ákveðin með
allsherjaratkvæðagreiðslu sem
hófst 15. júní. Á kjörskrá voru rúm-
lega 1.500 vélstjórar og greiddi
þriðjungur þeirra atkvæði. Yfir-
gnæfandi meirihluti, um 89% þeirra
sem afstöðu tóku, vildi ganga úr
Farmannasambandinu.
Helgi Laxdal formaður Vélstjóra-
félagsins segist telja úrslitin afar
ánægjuleg. „Vélstjórar tóku skýra
afstöðu,“ segir hann, „þrátt fyrir
úrtölur í bréfi frá forseta Far-
mannasambandsins. Við teljum
málefnum vélstjóra betur borgið
með því að annast þau sjálfir. Sér-
kröfum okkar í kjaramálum hefur
ekki verið sinnt innan FFSÍ og í
sumum tilvikum beinlínis unnið
gegn þeim. Stjóm sambandsins er
til að mynda fullkunnugt um hug-
myndir vélstjóra um hlutabreytingu
á stærri fiskiskipum."
Helgi segir aðdraganda úrsagn-
arinnar langan, meginástæða
óánægju vélstjóra sé rýr hlutur
þeirra í stjórn Farmannasambands-
ins. „Nú er sambandið að verða 54
ára og vélstjórar hafa ekki átt for-
seta nema í 8 ár. Það er lítið jafn-
ræði þegar litið er til þess að vél-
stjórar hafa verið helmingur félags-
manna í FFSÍ. Nú ganga 2.200
vélstjórar úr sambandinu og eftir
sitja um 1.900 manns í 13 félögum.
Og fari Vélstjórafélag Vestmanna-
eyja, sem telur 120 menn, að dæmi
VSFI, fækkar sambandsmönnum
enn. Við gerum ráð fyrir nánu sam-
starfi við Eyjamenn verði niðurstað-
an á þessa leið.“
Ekki náðist í Guðjón A. Krist-
jánsson, forseta FFSI, í gærkvöldi,
en Benedikt Valsson, framkvæmda-
stjóri sambandsins segir ofmælt hjá
vélstjórum að félögum fækki um
helming við úrsögnina. Hann telur
ólíklegt að breytingamar hafi mikil
áhrif á starf sambandsins en vildi
í gærkvöldi ekki tjá sig frekar um
málið að svo stöddu.
Ber farin að blána en
spretta er í meðallagi
HORFUR eru á að berjaspretta verði víðast hvar í meðallagi þetta
árið. Kuldakast í júní norðanlands og langvarandi þurrkar hafa víða
skemmt fyrir annars álitlegri berjasprettu.
Bömin em betjablá að sögn
Maríu Erlu Geirsdóttur í Borgar-
nesi og sagði hún að það liti vel
út með beijasprettu í nágrenninu.
Á Snæfellsnesi voru menn lítið farn-
ir að huga að beijatínslu en sögð-
ust halda að horfumar væm í með-
allagi. Það var gott hljóð í Evu Sig-
urbjömsdóttur í Árneshreppi á
Ströndum og taldi hún að það
mætti fara að tína krækiber fljót-
lega upp úr mánaðamótum.
Kuldakastið í júní og síðan lang-
varandi þurrkar hafa sett strik í
reikninginn norðanlands en sólar:
dagar í ágúst gætu þó bætt úr. í
Svarfaðardal tala menn um að
hægt verði að hefja tínslu eftir tvær
vikur og vel líti út með bláber og
krækiber en aðalberin hafi skemmst
talsvert. Ingveldur Ámadóttir á
Hraunbraun í Kelduhverfí segir að
frostnætur í júní hafí stöðvað allan
vöxt en fyrir þann tíma hafi beija-
sprettan verið mjög álitleg og betri
en það sem menn höfðu áður séð.
Nú stefnir í að það verði ekki meiri
ber en í meðalári og þau verði seint
á ferðinni.
Útlitið er bjartara á Austfjörðum
en þar er ber helst að finna í Borg-
arfirði og Njarðvík og að sögn
heimamanna eru berin komin vel á
veg og eftir fáeina sólardaga ættu
allir að geta tínt nægju sína af
beijum.
Kortið sýnir stöðu lægðarinnar og hæðarinnar er valda hlýviðr-
inu hérlendis þessa dagana.
Einn hlýjasti júK frá upp-
hafí mælinga í Reykjavík
JÚLÍ í ár er meðal heitustu júlímánaða á þessari öld í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands var meðalhiti í
júlí um 13 stig.
Trausti Jónsson, veðurfræðing-
ur hjá Veðurstofu íslands, sagði
að meðalhiti í júlí í Reykjavík
væri langt fyrir ofan meðallag eða
um það bil 2 gráður. í fyrradag
var reiknað út að meðalhiti fyrstu
3 vikur júlí væri 12,9 stig. Trausti
sagði að endanlegar tölur um
meðalhita í júlí yrðu ekki tilbúnar
fyrr en í dag en hann taldi líklegt
að meðalhitinn færi upp í 13 eða
13,1 stig vegna þess hve heitt var
í gær. Hitametið í júlí á þessari
öld er frá 1936 en þá var meðalhit-
inn 13,2 stig.
Mikil hlý-
indi áfram
HLÝTT var um allt land í gær
og mældist hiti hæst 23 stig í
í Stafholtsey í Borgarfirði, í
Búðardal, að Staðarhóli í Áð-
aldal og að Hjarðarlandi í Bisk-
upstungum. Hitinn mældist
20,8 stig á Egilsstöðum, 20,3
stig í Reykjavik og 19,7 stig á
Akureyri á hádegi í gær.
Samkvæmt spá Veðurstofu ís-
lands mun þetta hlýviðri haldast
um mest allt landið fram á laugar-
dag. Reiknað er með því að kald-
ast verði á Suðausturlandi en þar
verður skýjað og þoka. Á sunnu-
dag mun lægð sem er nú fyrir
suðvestan landið færast nær og
aukast þá líkur á rigningu á sunn-
anverðu landinu.
Þetta er í annað skipti í sumar
sem óvenjuleg staða í lægðakerf-
inu veldur því að hlýtt loft streym-
ir til landsins frá Norður-Evrópu.
Lægð er stödd fyrir suðvestan
land en hæð fyrir norðaustan land.
Þessari hæð fylgir hlýtt loft en á
bak við lægðina er kalt loft. Lægð-
in dælir hlýja loftinu frá hæðinni
til landsins með austan- og suð-
austanáttum og veldur þessu hlý-
viðri. Venjulega eru svona hlýjar
hæðir staðsettar sunnar í Evrópu
og má í raun segja að lægðakerf-
ið sé á hvolfi, að sögn veðurfræð-
inga.