Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinaugust 1991næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 01.08.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 01.08.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 ísafjörður: 10 íbúða fullbúið fjöl- býlishús autt í rúmt ár Byggingameistari riftir samningi GUÐMUNDUR Þórðarson, byggingameistari^ á ísafirði, hefur rift samningi þar sem hann seldi Byggingafélagi Isafjarðar hf. fjölbýlis- hús með 10 almennum kaupleiguibúðum við Pollgötu en húsið hefur staðið autt í tæpt ár, því sem næst fullbúið að utan og innan. Engir kaupendur hafa gengið frá samnihgum við byggingafélagið um kaup á íbúðunum. I bréfí sem lögmaður Guðmundar ritaði byggingafélaginu segir að Guðmundur muni ráðstafa íbúðun- um á þann hátt sem tryggi best hagsmuni hans og að ákvörðun um riftunina sé tekin vegna getu- og viljaleysis byggingafélagsins til að efna upphaflegan verksamning. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hygðist reyna að semja við Húsnæðisstofn- un um að lán sem veitt voru fyrir 85% af byggingarkostnaði, sem um kaupieiguíbúðir væri að ræða, yrðu ekki afturkölluð. Stofnunin hefur staðið skil á 80% þess fjár. Guðmundur Þórðarson sagði að byggingarsaga þessa húss væri hörmungarsaga. Byggingafélag ísafjarðar hefði keypt 27 almennar kaupleiguíbúðir af sér og tveimur öðrum verktökum. Meðal stofnenda Byggingafélagsins væru mörg fyr- irtæki í bænum, svo og bæjarsjóð- ur, og hefði ætlunin verið að fyrir- tæki eignuðust einhveijar íbúðanna fyrir starfsfólk sitt. Hugmyndir um það hefðu strandað á Húsnæðis- stofnun. Því hefði illa gengið að innheimta hlutafjárloforð. Einnig hefði stofnunin hafnað þeim ein- staklingum sem viljað hefðu kaupa íbúðirnar, ýmist vegna þess að þeir hefðu of litlar eða of miklar tekjur. Þá hefði umræða í bænum sem kviknað hefði út frá misskilningi á kerfinu orðið til að fæla fólk frá því að kaupa íbúðimar. Guðmundur sagði að eftir ætti að leggja í um 10 milljóna kostnað við húsið en Byggingafélagið skuld- aði sér 22 milljónir króna og virtist svo sem menn þar ætluðust til að hann bæri sjálfur vaxtakostnað af 15% framlagi kaupanda. Þá sagði Guðmundur að Ísafjarðarbær hefði lagt á það hús sem hann byggði 4,3 milljóna króna gatnagerðar- gjöld á þeim forsendum að jarðhæð- in væri með verslunarrými og að lóðin væri á uppfyllingu. Hins vegar hefðu verið lögð 850 þúsund króna gatnagerðargjöld á samskonar byggingu á Fjarðarsvæði. Guð- mundur kvaðst hafa leitað til fé- lagsmálaráðuneytisins sem hafi tal- ið að um ólöglega mismunun væri að ræða en tilraunir til leiðréttingar hefðu strandað í bæjarstjórn. Morgunblaðið/Sverrir Frumsýningarkvöld Ný íslenzk kvikmynd, Börn náttúrunnar, var frumsýnd í Stjörnubíói í gærkvöldi. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson og hann hefur einnig skrifað handrit ásamt Einari Má Guðmundssyni. Aðalhlutverk eru í höndum Gísla Halldórssonar, Bruno Ganz og Sigríðar Hagalín, sem hér sést fagna Friðrik Þór fyrir frum- sýninguna í gærkvöldi. Rætt um sam- tök ríkja á norðurslóðum Á ríkisstj órnarfundi í fyrra- dag var lagt fram erindi Brians Mulroneys, forsætisráðherra Kanada, til Davíðs Oddssonar þar sem óskað er eftir þátttöku Islendinga við stofnun samtaka ríkja á norðurslóðum. Þeir Davíð og Mulroney ræddu fyrirhugaða stofnun þessara samtaka þegar sá síðarnefndi átti stutta viðdvöl hér á landi á siðustu viku. í erindinu er fonnlega óskað eft- ir samstarfi íslendinga við stofnun samtakanna en auk þeirra og Kanadamanna myndu Norðmenn, Finnar, Danir vegna Grænlendinga og Sovétmenn taka þátt. Í bréfinu kemur fram að þegar sé farið að undirbúa fund í Kanada í haust vegna málsins en fyrirhuguð markmið samtakanna tengjast m.a. umhverfi þessara landa, hafinu í kring og vernd þessara svæða en auk þess myndi þar verða tekið á fleiri málum sem sameiginleg eru þessum þjóðum, þ. á m. að auka hlut þeirra innan alþjóðlegra stofn- Vélsljórar ganga úr Farmannasambandinu: Ástæðan sögð óánægja með stjómina og lítill stuðningur Hringvegur- inn bættur VEGAGERÐIN hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að koma öllum helstu þjóðvegum landsins í sem best horf fyrir mestu umferð- arhelgi ársins sem nú fer í hönd. Vegagerðin býst við mestri umferð á Suðurlandi, austur að Þórsmörk, og norður í Hrúta- fjörð, að Blönduósi og Húna- veri. Vegir þar eru í góðu lagi, en framkvæmdir hafa verið á Holtavörðuheiði og er þeim ekki að fullu lokið. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er mest áhersla lögð á vegabætur á þjóðvegi 1 en þó hefur verið borið ofan í aðra vegarkafla, eins og t.a.m. leiðina til Húsa- fells um Skorradal. FARMANNA- og fiskimannasamband íslands klofnaði I gær við úr- sögn yélstjórafélags íslands úr sambandinu. Formaður Vélsljórafé- lagsins segir óánægju vélstjóra með litla aðild að stjórn Farmanna- sambandsins aðalástæðu úrsagnarinnar. Að auki þyki vélsljórum sérkröfur sínar ekki hafa hlotið nægan stuðning fyrrum félaga í FFSÍ. Úrsögn vélstjóra var ákveðin með allsherjaratkvæðagreiðslu sem hófst 15. júní. Á kjörskrá voru rúm- lega 1.500 vélstjórar og greiddi þriðjungur þeirra atkvæði. Yfir- gnæfandi meirihluti, um 89% þeirra sem afstöðu tóku, vildi ganga úr Farmannasambandinu. Helgi Laxdal formaður Vélstjóra- félagsins segist telja úrslitin afar ánægjuleg. „Vélstjórar tóku skýra afstöðu,“ segir hann, „þrátt fyrir úrtölur í bréfi frá forseta Far- mannasambandsins. Við teljum málefnum vélstjóra betur borgið með því að annast þau sjálfir. Sér- kröfum okkar í kjaramálum hefur ekki verið sinnt innan FFSÍ og í sumum tilvikum beinlínis unnið gegn þeim. Stjóm sambandsins er til að mynda fullkunnugt um hug- myndir vélstjóra um hlutabreytingu á stærri fiskiskipum." Helgi segir aðdraganda úrsagn- arinnar langan, meginástæða óánægju vélstjóra sé rýr hlutur þeirra í stjórn Farmannasambands- ins. „Nú er sambandið að verða 54 ára og vélstjórar hafa ekki átt for- seta nema í 8 ár. Það er lítið jafn- ræði þegar litið er til þess að vél- stjórar hafa verið helmingur félags- manna í FFSÍ. Nú ganga 2.200 vélstjórar úr sambandinu og eftir sitja um 1.900 manns í 13 félögum. Og fari Vélstjórafélag Vestmanna- eyja, sem telur 120 menn, að dæmi VSFI, fækkar sambandsmönnum enn. Við gerum ráð fyrir nánu sam- starfi við Eyjamenn verði niðurstað- an á þessa leið.“ Ekki náðist í Guðjón A. Krist- jánsson, forseta FFSI, í gærkvöldi, en Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri sambandsins segir ofmælt hjá vélstjórum að félögum fækki um helming við úrsögnina. Hann telur ólíklegt að breytingamar hafi mikil áhrif á starf sambandsins en vildi í gærkvöldi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Ber farin að blána en spretta er í meðallagi HORFUR eru á að berjaspretta verði víðast hvar í meðallagi þetta árið. Kuldakast í júní norðanlands og langvarandi þurrkar hafa víða skemmt fyrir annars álitlegri berjasprettu. Bömin em betjablá að sögn Maríu Erlu Geirsdóttur í Borgar- nesi og sagði hún að það liti vel út með beijasprettu í nágrenninu. Á Snæfellsnesi voru menn lítið farn- ir að huga að beijatínslu en sögð- ust halda að horfumar væm í með- allagi. Það var gott hljóð í Evu Sig- urbjömsdóttur í Árneshreppi á Ströndum og taldi hún að það mætti fara að tína krækiber fljót- lega upp úr mánaðamótum. Kuldakastið í júní og síðan lang- varandi þurrkar hafa sett strik í reikninginn norðanlands en sólar: dagar í ágúst gætu þó bætt úr. í Svarfaðardal tala menn um að hægt verði að hefja tínslu eftir tvær vikur og vel líti út með bláber og krækiber en aðalberin hafi skemmst talsvert. Ingveldur Ámadóttir á Hraunbraun í Kelduhverfí segir að frostnætur í júní hafí stöðvað allan vöxt en fyrir þann tíma hafi beija- sprettan verið mjög álitleg og betri en það sem menn höfðu áður séð. Nú stefnir í að það verði ekki meiri ber en í meðalári og þau verði seint á ferðinni. Útlitið er bjartara á Austfjörðum en þar er ber helst að finna í Borg- arfirði og Njarðvík og að sögn heimamanna eru berin komin vel á veg og eftir fáeina sólardaga ættu allir að geta tínt nægju sína af beijum. Kortið sýnir stöðu lægðarinnar og hæðarinnar er valda hlýviðr- inu hérlendis þessa dagana. Einn hlýjasti júK frá upp- hafí mælinga í Reykjavík JÚLÍ í ár er meðal heitustu júlímánaða á þessari öld í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands var meðalhiti í júlí um 13 stig. Trausti Jónsson, veðurfræðing- ur hjá Veðurstofu íslands, sagði að meðalhiti í júlí í Reykjavík væri langt fyrir ofan meðallag eða um það bil 2 gráður. í fyrradag var reiknað út að meðalhiti fyrstu 3 vikur júlí væri 12,9 stig. Trausti sagði að endanlegar tölur um meðalhita í júlí yrðu ekki tilbúnar fyrr en í dag en hann taldi líklegt að meðalhitinn færi upp í 13 eða 13,1 stig vegna þess hve heitt var í gær. Hitametið í júlí á þessari öld er frá 1936 en þá var meðalhit- inn 13,2 stig. Mikil hlý- indi áfram HLÝTT var um allt land í gær og mældist hiti hæst 23 stig í í Stafholtsey í Borgarfirði, í Búðardal, að Staðarhóli í Áð- aldal og að Hjarðarlandi í Bisk- upstungum. Hitinn mældist 20,8 stig á Egilsstöðum, 20,3 stig í Reykjavik og 19,7 stig á Akureyri á hádegi í gær. Samkvæmt spá Veðurstofu ís- lands mun þetta hlýviðri haldast um mest allt landið fram á laugar- dag. Reiknað er með því að kald- ast verði á Suðausturlandi en þar verður skýjað og þoka. Á sunnu- dag mun lægð sem er nú fyrir suðvestan landið færast nær og aukast þá líkur á rigningu á sunn- anverðu landinu. Þetta er í annað skipti í sumar sem óvenjuleg staða í lægðakerf- inu veldur því að hlýtt loft streym- ir til landsins frá Norður-Evrópu. Lægð er stödd fyrir suðvestan land en hæð fyrir norðaustan land. Þessari hæð fylgir hlýtt loft en á bak við lægðina er kalt loft. Lægð- in dælir hlýja loftinu frá hæðinni til landsins með austan- og suð- austanáttum og veldur þessu hlý- viðri. Venjulega eru svona hlýjar hæðir staðsettar sunnar í Evrópu og má í raun segja að lægðakerf- ið sé á hvolfi, að sögn veðurfræð- inga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 172. tölublað (01.08.1991)
https://timarit.is/issue/124143

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

172. tölublað (01.08.1991)

Gongd: