Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.08.1991, Qupperneq 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 firinast mér vera betri éftir því sem færri litir eru í þeim. Maður þarf að fara sparlega með form og lit. Og það á við um alla ljósmyndun, því ljósmyndun er ekkert annað en framlenging á því sem maður sér eða skynjar. Ég hef bara reynt að gefa fólki kost á að upplifa með mér það sem ég sé.“ — Nú eru níu ár frá því þú komst heim frá námi og byrjaðir að starfa við fagið. Hefur eitthvað breyst í íslenskri Ijósmyndun á þeim tíma? „Sem betur fer held ég að þróun- in sé framávið. Það sést best ef maður lítur níu ár aftur, því þá skynjar maður hvað hlutunum hefur fleygt fram. Ég held að það sé bæði útgefendum og ljósmyndurum að þakka; ljósmyndarar fá betri tækifæri og leggja sig kannski bet- ur fram, og það skilar sér í betri útkomu. Það eru engin heljarstökk og engin heimsmet, en eins og í íþróttum bætir enginn árangur sinn nema með mikilli æfingu. Þú setur ekki íslandsmet í kúluvarpi ef þú kastar bara einu sinni á ári.“ — Er samkeppnin harðari milli ljósmyndara? „Vissulega er hún það, en fá- mennið hér býður samt ekki upp á að hún sé mjög hörð. Möguleikarnir til að hasla sér völl eru því ákaflega takmarkaðir." Talið berst aftur að sýningunni og Páll segir að bókin sé útgangs- punktur, og þetta sé því ekkert yfir- lit yfir allt það sem hann er að fást við. „Þótt ég sé nú búinn að vera í þessu í níu ár, þá eru allar myndirn- ar í bókinni — með örfáum undan- tekningum — teknar á síðustu þrem- ur árum. Ég held því að mér sé að fara fram, mér finnst það betra sem ég er að gera í dag en það sem ég gerði í gær. Á sýningunni eru til dæmis tvær myndir frá Landmanna- laugum; önnur er tekin fyrir þremur vikum og hin fyrir tæpum tveimur árum. Til gamans skoðaði ég síðan ljósmyndir sem ég tók þar fyrir átta árum, í fyrsta skipti sem ég var þar sem atvinnuljósmyndari, og á þeim tíma þóttu mér það mjög frambæri- legar myndir. Núna finnst mér ekki ein birtingarhæf. Mér finnst vanta í þær einhvem kraft og einfaldleika um leið. Formbyggingu sem þjálfun og stanslaus vinna hafa kennt manni. Ég held það sé þannig með ljósmyndun, eins og aðra skapandi vinnu, að manni fer ekkert fram nema maður djöflist í þessu allan daginn, 365 daga á ári. Það gerist ekkert af sjálfu sér og enginn tekur góðar myndir með hugsuninni einni sarnan." KNÚTUR BRUUN, STJÓRNARFORMAÐUR MYNDSTEFS Myndhöfundurinn fær ekki neitt lengi gætt réttar síns, en myndlistarmenn fóru ekki að huga að þessum málum fyrr en fyrir ein- um sjö árum og það er að skila árangri í dag. „Þetta eru ekki miklir peningar sem við erum að tala um í sambandi við innheimtu Myndstefs á höfundarréttargjaldi, en mjór er mikils vísir. Þeg- ar þetta verður hinsvegar komið í fast form má búast við að það fari að gefa tekjur af sér. Upp- haf baráttunnar felst í að fá prinsippin viður- kennd; að fá'þurfí samþykki höfundar og semja við hann um greiðslu. Það er mjög mikils virði fyrir þá sem nota höfundarrétt að kynna sér hvaða lög og reglur eru þar að lútandi, hvað er heimilt og hvað óheimilt.“ — efi MYNDSTEF, Myndhöfundasjóður íslands, gengst næstkoniandi þriðjudag, 13. ágúst, fyrir ráðstefnu um höfundarréttarmál myndhöfunda í Borgartúni 6. Framkvæmdastjórar hliðstæðra samtaka á Norðurlöndum flytja erindi og rástefnugestir verða fyrst og fremst fulltrúar félagasamtaka myndhöfunda, sem og aðrir sem láta sig málið varða. Ennfremur hefur verið boðið til ráðstefn- unnar fulltrúum frá stofnunum og fyrirtækjum sem nota myndefni í starfsemi sinni. Hlutverk sjóðsins er að gæta höfundarréttar myndhöfunda. Að Myndstefi standa Samband íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélag ís- lands, Félag íslenskra teiknara og Félag grafískra teiknara. Hlutverk sjóðsins er að vernda höfundarrétt félagsmanna vegna opin- berrar birtingar á verkum, og vegna ánnarrar hliðstæðrar notkunar, og er nú unnið að gerð taxta og gjaidskráa í því sambandi. Myndstef mun annast samningagerð fyrir hönd félagsmanna sinna við opinbera og einkaaðila, hvað varðar þóknun og reglur vegna birtingar og notkunar á myndverkum þeirra. „Við framkvæmdastjórar Myndstefjanna á Norðurlöndum höfum hist árlega og borið saman bækur okkar,“ segir Knútur Bruun, stjórnarform- aður Myndstefs og fulltrúi Sambands íslenskra myndlistarmanna. „Nú er röðin komin að okkur, og af því við erum yngsta félagið í hópnum, þá var ákveðið að halda þessa ráðstefnu um leið til að kynna þetta fyrir fólki. Við bjóðum viðsemjend- um okkar að sitja ráðstefnuna; sjónvarpsstöðvun- um, blöðunum og bókaútgefendum, það þarf að kynna vel fyrir þeim hvað við erum að gera. Árum saman hefur átt sér stað hér hræðileg misnotkun á höfundarrétti, við ætlum ekkert að sýta það neitt, heldur lagfæra þetta ástand. Ég hef oft komið með þetta dæmi um óréttlætið í þessum málum: Sjónvarpsþáttur er gerður um kunnan myndlistarmann. Listfræðingur heldur tölu um verk hans, og fær að sjálfsögðu borgað fyrir. Síðan er leikin tónlist undir og STEF tekur sín gjöld af því. Ljósmyndir eru teknar af myndverk- um listamannsins, ljósmyndarinn fær greitt fyrir það, en myndhöfundurinn sjálfur, sem allt snýst um, hann fær ekki fimmeyring. Og þetta er alveg út í hött.“ Sem dæmi um hagnýta notkun myndverka sem eru gjaldskyld, nefnir Knútur einnig birtingu þeirra í blöðum, tímaritum, auglýsingum, kortum, plakötum, og í raun á hverskonar prenthlutum. Ennfremur sýningar á myndverkum í stofnunum og sýningarsölum. Þá er Myndstef orðið aðili að Fjölís, sem fer með höfundarréttarmál vegna Ijöl- földunar efnis í skólum og á fleiri sviðum. „Fylgiréttur komst á með lögum 1987 og trygg- ir listamanninum tíu prósent af andvirði mynd- verks við endursölu á uppboði. Þetta gjald inn- heimtir Starfslaunasjóður myndlistarmanna, og það er komið í gott horf í dag. Nefnd fimm lög- fræðinga, þar sem Sigurður Reynir Pétursson hrl. er formaður, hefur unnið að því að endur- skoða höfundarréttarlögin. Nefndin hefur skilað af sér frumvarpi í menntamálaráðuneytið og má reikna tneð því að það verði lagt fram á næsta Alþingi. í frumvarpinu er tekið mjög mikið tillit til myndlistarréttar og jafnframt eru gerðar úr- bætur á mörgum öðrum sviðum höfundarréttar- ins.“ Knútur segir að tónskáld og rithöfundar hafi Safaríkur náungi LJÓÐAFLOKKAR EFTIR BRAHMS JÓHANNA Þórhallsdóttir altsöngkona og systurnar Dagný og Bryndís Björgvinsdætur flytja 3 ljóðaflokka eftir Brahms á næstu þriðjudagstón- leikum í Listasafni Sigurjóns. Ljóðaflokkamir þrír eru flokkur- inn Viere Erste Gesange, tvö vögguljóð og loks átta sígauna- Ijóð (Acht Zigeunerlieder). Ljóðin eru skrifuð fyrir altrödd og píanó nema vögguljóðin tvö sem eru skrifuð fyrir víólu líka og þar kemur Bryndís til skjalanna með sellóið sitt en þær segja að hefð sé fyrir því að leika ijóðin við undirleik sellós ekki síður en víólu. Jóhanna segir að tengsl hennar við ljóð Brahms nái talsvert langt aftur og tengist skemmtilega upp- hafinu á þessum tónleikum. „Á fyrstu tónleikunum sem ég hélt opin- berlega sem lærð söngkona söng ég verkið Eins og Skepnan deyr eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson við sam- nefnda kvikmynd Hilmars Oddsson- ar. Þá söng ég líka Altrapsódíuna eftir Brahms. Nú vill svo skemmti- lega til að texti fyrsta Ijóðsins í Viere erste Gesange er byggður á sömu tilvitnun í Predikarann og verk Hróðmars. Þetta er auðvitað ekkert annað en skemmtileg tilviljun en gaman að þessu samt.“ Þær Jóhanna og Dagný hafa unn- ið saman um nokkurra ára skeið, eða allt frá því að þær voru samtímis við tónlistarnám í London veturinn 1987-1988. „Þá þegar byrjuðum við að fást við Brahms og höfum dundað við hann síðan með hléum enda er þetta þannig tónlist að gott er að iáta hana geijast með sér yfir langan tíma. Þessa efnisskrá höfum við ver- ið að æfa frá því í febrúar, reyndar höfum við tekið okkur góð hlé á milli og svo gripum við Bryndísi glóð- volga þegar hún kom heim í sumar eftir nám í Bandaríkjunum." Jóhanna Þórhalisdóttir stundaði söngnám sitt við Tónskóla Sigur- sveins, Nýja Tónlistarskólann og síð- an framhaldsnám við Royal Northern College of Music í Manchester auk einkatíma í London. Hún hefur frum- flutt verk margra íslenskra tónskálda og haldið ljóðatónleika auk þess að syngja í óperunum Dido Æneas og Systur Angeliku. Dagný Brynjólfsdóttir stundaði píanónám sitt við Tónlistarskólann í Reykjavík og iauk þaðan einleikara- prófi 1981. Kennari hennar var Margrét Eiríksdóttir en síðan stund- aði Dagný framhaldsnám hjá Árna Kristjánssyni. Hún var síðan við frek- ara nám í London við Guildhall Scho- ol of Music um eins vetrar skeið. Bryndís Björgvinsdóttir lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 eftir nám hjá Gunn- ari Kvaran. í sumar lauk hún BA námi í sellóleik frá Roosevelt Uni- versity í Chicago og eru þetta því fyrstu tónleikarnir sem hún kemur fram á eftir að því námi lauk. Þær eru sammála um að tónlist Brahms sé endalaus brunnur að ausa af. „Brahms er svo safaríkur og tón- listin svo margslungin að það er endalaust hægt að velta henni fyrir. Þessir þrír ljóðaflokkar spanna vítt tilfinningasvið; sá fyrsti er þungur og dimmur, hálfgert dauðahljóð í honum, vögguljóðin eru ljúf og þægi- leg og loks eru Sígaunaljóðin heit og ástríðuþrungin,“ segir Jóhanna að lokum. — Dáið þér Brahms? „Já.“ hs , Mor^unblaðið/Einar Falur DAGNY BJÖRGVINSDÓTTIR, JÓHANNA ÞÓRHALLSDOTTIR OG BRYN- DÍS BJÖRGVINSDÓTTIR flytja söngljóö eftir Brahms ó þriðjudags- tónleikum í Listasafni Sigurjóns Olafssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.