Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
—;—i' u ■1 ,. .. 1;-----t------—m—tt
SUMARSÝNING NORRÆNA HÚSSINS
HVÍTT NJETURLEIFTUR, olíumálverk, 1972.
Þorvaldur Skúlason
TEXTLEinar Falur Ingólfsson
ÞAÐ, sem fyrst og fremst einkennir list
Þorvalds Skúlasonar, er hið einfalda og
sterka. Hann er gæddur óvenjulega mátt-
ugri lit- og formgáfu. Myndir hans efu
hvorki fallegar né ljótar, en þær búa yfir
einhverjum dularfullum töfrum, sem
stundum geta verkað á mann eins og
sterkt vín.“ Þannig lýsti Steinn Steinarr
list Þorvalds í tímaritsgrein árið 1942.
Þá málaði Þorvaldur enn abstrakt mynd-
ir eftir sjáanlegum fyrirmyndum. Þor-
valdur, sem var fæddur 1906 á Borðeyri,
og lést 1984, leitaðist allan sinn feril við
að þroska sinn stíl, og upp úr 1950 varð
sú breyting á að málverk hans urðu óhlut-
bundin. I Norræna húsinu hangir nú uppi
sýning á myndum Þorvalds frá tímabilinu
1951 til 1981, og erþar leitastvið að
gefa nokkuð heillega mynd af þróun og
siðari hluta ferils þessa snjalla lista-
manns. Myndirnar eru allar frá Listasafni
Háskóla Islands.
Tii að draga upp mynd af Þorvaldi var
leitað til tveggja manna sem þekktu
vel til hans. Björn Th. Björnsson list-
fræðingur kynntist Þorvaldi vel, hann
skrifaði ítarlega bók um Þorvald og list hans,
og er í dag forstöðumaður Listasafns Há-
skóla íslands, en úr því safni koma öll verk-
in á sýningunni. Jóhannes Jóhannesson list-
málari var einn þremenninganna ungu sem
stóðu fyrir fyrstu Septembersýningunni, og
fengu þeir Þoi"vald þar til liðs við sig. Jóhann-
es hreifst af list Þoi’valds og tókust með
þeim góð kynni.
Björn Th. Björnsson listfræðingur:
„Elsta myndin á sýningunni er frá 1951,
en hún var sýnd á samsýningu íslenskra lista-
manna í Brussel árið eftir og vakti þar mikla
athygli,“ segir Björn. „Þar er Þoi-valdur eig-
inlega alveg skilinn við þekkjanlegar fyrir-
myndir. Margir þekkja fyrsta hluta þessa
þijátíu ára tímabils sem sýningin spannar,
strangflatarlistina. Það tímabil hefst um
1952 og stendur fram undir 1960. En þá
fara óvæntir hlutir að gerast. Margir héldu
að þetta væru endalokin á því sem hægt
væri að komast í slíku málverki, fólk heldur
oft að þessar myndir detti bara niður á léref-
tið, en á mörg hundruð teikningum Þorvalds
sem til eru í Listasafni Háskólans sést hvern-
ig hann smávinnur þetta áfram. Um 1960
er hringformið komið í myndir hans; fyrst
er það sem nokkuð fast form, en fer svo að
springa, og ieiðir til þess skrýtna fyrirbæris
sem er vatnsformið. Þann feril er hægt að
sjá í teiknibókum Þorvalds frá Þórukoti í
Olfusi, en þar dvaldist hann nokkur sumur.
Hann byijar á að skissa Ölfusá, og það eru
svolítið natúralískar myndir; land sést báðum
megin árinnar, en síðan einfaldar hann þetta
stig af stigi og fer nær straumnum og for-
munum í vatninu.
Það er alveg ljóst að þótt Ölfusá væri
kveikjan að þessari myndhugsun, þá var það
ekki áin sem hann var að mála. Það er frek-
ar þessi kosmíska hreyfing. Þetta er tími
geimskota og geimferða og ógurlegs hraða
í veröldinni. Ef ég lít yfir myndlist Þorvalds
frá 1930 og fram í síðustu verk þá finnst
mér að þetta sé í rauninni svona menningar-
leg hugmyndasaga þessa tímabils."
Björn segir að sá munur hafi verið á Þor-
valdi og mörgum öðrum málurum að hann
leit alltaf á sig sem málara í París. „Honum
fannst hvíla á sér einskonar heimsmenning-
arleg1 skylda. Þessi alþjóðlegi metnaður var
honum mikið hreyfiafl. Undir lokin var Þor-
valdur kannski kominn í vissa klemmu, pop-
listin, þýska nýraunsæið, þýski ný-expres-
sjónisminn og fleira stoppuðu á einhvern
hátt af þessa línu sem hann fylgdi. Ekki að
hann hafi fylgt beint einhverri stefnu, nema
evrópskum módernisma, en svona breytingar
settu þröskuld á þá leið sem margur var á.
Uppúr stríðslokum, og á tíma september-
sýninganna hafði list Þoi-valds geysileg áhrif
á yngri menn. Maður sér fingraför hans á
talsvert mörgu á þeim tíma. Menn þroskuð-
ust síðan og urðu sjálfstæðari, en litu samt
alltaf á Þoivald sem meistara sinn að ein-
hveiju leyti.“
Jóhannes Jóhannesson listmálari:
„Ég kynntist Þorvaldi fyrst á stríðsár-
unum“, segir Jóhannes. „Þeir Scheving sýndu
saman í Listamannaskálanum 1943, það var
óhlutbundin
málverk frá
árunum 1951
til 1981
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞORVALDUR SKÚLASON á vinnustofu
sinni, í desember 1953.
mjög eftirminnileg sýning, og ég varð svo
hrifinn að ég labbaði mér bara heim til Þor-
valds og bankaði uppá hjá honum. Hann tók
mér mjög vel, blessaður.
Þorvaldur varð síðan meðlimur í Septemb-
erhópnum, og einn af stofnendum hans árið
1947. Við vorum þrír, þá ungir menn, sem
komum þessu í gang: ég, Valtýr Pétursson
og Kjartan Guðjónsson. Við bárum virðingu
fyrir því sem Þorvaldur var að gera og vorum
stoltir af að hafa hann með; ásamt fleirum
náttúrulega. En þar sem ég þekkti Þorvald
var mér falið að tala við hann, og hann tók
þvt bara mjög vel. Og hann var alltaf mjög
jákvæður gagnvart þessum sýningum okkar.
Hann hafði sterk mórölsk áhrif á okkur.
Við ræddum oft hitt og þetta, og gjarnan
um list, en þá ekki nútímamyndlist, heldur
forsöguna og slíkt. Það var alltaf gaman að
tala við Þorvald, hann var alveg sérstakur.
Viðræðugóður og mjög fróður. Þar var ekki
fyrirferðin eða lætin. Hann talaði vel um
alla. Honum leiddist ef verið var að baknaga
menn, hann var þannig gerður."
Jóhannes segir að breyting Þorvalds frá
abstrakt myndum yfir í óhlutbundnar hafi
ekki verið svo snögg. „Hann var farinn að
mála óhlutbundið að mestu leyti árið 1947,
og jafnvel fyrr. Ég held hann hafi farið að
losa svolítið um þetta upp úr samsýningunni
með Scheving. Svo hefur hann eins og aðrir
orðið fyrir áhrifum af því sem var að gerast
annars staðar, svona eins og gengur.
Seinna losnaði svo aftur um formið hjá
honum þegar hann fór að teikna vatnið í
Ölfusá. Hann sagði mér að hann hefði oft
gengið meðfram ánni og þá hefur hann séð
eitthvað sem hann gat notað. Hann var allt-
af leitandi.
Þoi-valdur var ekkert að festa sig í einum
stíl þótt þær myndir væru farnar að seljast.
Mörgum þótti nú sárt þegar hann hætti að
mála báta og svoleiðis við sjávarsíðuna, eins
og var svo mikið af þarna fyrir stríðið og á
stríðsárunum. Nei, hann var ekki að hugsa
um söluna á þessu og var enda aldrei efnað-
ur. Það var nú sagt að í ísskápnum hjá hon-
um hefði í mörg ár ekki verið neitt annað
en eitt gamalt Morgunblað. Og ég held það
hafi verið satt!“