Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. AGUST 1991 F R Á K Ö I N MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. AGUST 1991 brand, sem veitir Kunstverein Köln forstöðu. Fyrir henni vakti ekki að sýna þverskurð af íslenskri myndlist, heldur vildi hú setja upp sýningu með listafólki sem nálgaðist viðfangsefni sín á persónulegan hátt: „sem okkur sýndist að félli inn í alþjóðlegan ramma sýningarverkefnisins". Á fundi með blaðamönnum fyrir opnunina sagðist Stockebrand að öllu leyti standa á bak við sýninguna, í listrænu tilliti sem og öðru. Misjafnlega er staðið að þessum landasýningum. f Bæjaralandi er Skandinavía, það er Norðurlöndin fjög- ur: Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland. Af sextán listamönnum frá þessum milljónaþjóðum eru 9 sænskir, 4 danskir, 2 finnskir og 1 norskur, og er þeim dreift á fjóra sýningarstaði. Fyrst ber að nefna Miinchen, en þar fyrir utan er um Bayereuth, Coburg og Rosénheim að ræða, staði sem vægast sagt hafa ekki stórt vægi í myndlistarheiminum og hætt við að athygli heims- pressunnar beinist ekki þangað. í Munchen eru sýnd verk eftir fjóra Svía, og þar mætti undirritaður á blaðamannafund fyrir opnunina; verður að segjast eins og er að Miinchener Kunstverein kemst ekki með tærnar þar sem Köln- ischer Kunstverein hefur listrænu hælana. Má segja að i Míinchen hafi enginn sérstakur hugur fylgt máli hjá aðstandendum og því verið unnið að skipulagn- ingunni með hangandi hendi, þar sem Kölnarsýn- ingin er aftur á móti sett upp af stakri alúð. í kynn- ingarávarpi forstöðu- mannsins í Miinchen var greinilegt að list frá Skand- inavíu var honum ekkert hjartans mál, heldur í þessu tilviki uppáþröngvuð skylda. „Bergmálið frá kyrrð eyj- arinnar" er hljómurinn í fyrirsögn þeirrar greinar sem hér var áður vitnað í. Kyrrðin er sennilega nefnd, því lítið fer fyrir litadýrð á sýningunni; hún þykir vera- áberandi steingrá. í sýning- arbók hugleiðir Sabine Moll hvað það geti verið sem gerir íslenska list íslenska — og verður fyrir henni íslenskt landslagið og náttúran. Til- hneigingu íslenska listafólksins á sýningunni til að einfalda formin, telur hún vera endurspeglun frá náttúrulegri upplifun. Þegar skránni um allar sýning- arnar er flett, er ljóst að íslenska sýningin virðist skera sig úr — og það er einmitt meginatriði. Vafa- laust hefði verið hægt að senda málverk frá íslandi, en hæpið er að það hefði vakið sérstaka at- hygli, því að í evrópska listaheimin- um í dag eru „allir" að mála og enginn skarar neitt sérstaklega fram úr öðrum á þeim vettvangi. Af fyrstu viðbrögðum svæðis- blaða í Köln mátti lesa að hér væri ekki á ferðinni afdalalist, íslending- arnir séu í hæsta máta upplýstir. Og þá er að sjá til hvernig sýning- unni reiðir af í sambandi við að komast á síður listtímaritanna, sem allt virðist benda til að ætti að geta tekist í þetta skiptið. En þá verður farið að taka Island alvarlega í myndlistarheiminum; á' því hefur einmitt verið misbrestur á undan- förnum árum, sumpart vegna inn- lends klaufaskapar og sumpart vegna hroka útlenskra aðila — von- andi er að núna takist loksins að snúa blaðinu við, það verðskuldar þessi sýning í Köln. Morgunblaðið/Einar Falur KRISTRÚN GUNNARSDÓTTIR, GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR OG KATHRYN PEROTTI sýna skúlptúrverk, ísetningar, hljóðverk og grafík ú Klapparstíg 30 ásamt GUNNARI GRÍMSSYNI, DAVID SIMPKIN OG MARIKEN TATEROO. Löngunin til að pikka og pota í húsnæði því sem gjarnan var kennt við Billann á Klapparstíg, nánar tiltekið Billjarðsstofan Klapparstíg 26, hafa 6 ungir og framtakssamir listamenn komið sér fyrir með sýningu á skúlptúrum, ísetningum (install- ations), hljóðverkum, myndbandsverkum og grafík, og þannig gefið þessu lúna húsnæði nýjan og ferskan svip. Sýningin opnaði á fimmtudag og verður opin fram yfir næstu helgi. Driffjöðurin á bakvið þessa sýningu er Kristrún Gunn- arsdóttir, ung listakona sem stundað hefur nám við Cali- fornian Institute of Arts undan- farin þrjú ár eftir nám við Mynd- lista-og handíðaskóla íslands. Hinir fimm sem taka þátt í sýn- ingunni eru Guðrún Hjartardótt- ir, Kathryn Perotti, Gunnar Grímsson, David Simpkin og Mariken Tetteroo. Eins og sést eru þau af ýmsum þjóðernum, íslensk, hollensk, áströlsk og bandarísk og þessi ólíki bak- grunnur þeirra ætti að skila sér í forvitnilegum potti af hugmynd- um á gamla Billanum. Kristrún segir að sýninguna megi á vissan hátt skoða sem eina heild. „Við erum óhjákvæmi- lega bundin af rýminu og höfum reynt að spinna sýninguna þann- ig saman að áhorfandinn upplifi hana sem heild frekar en að skoða fyrst verk eftir einn lista- mann og svo annan o.s.frv. Mér finnst sjálfri miklu eðlilegra að vinna útfrá rýminu og skapa sýn- inguna innan þess frekar en planta verkum í salinn sem kannski vinna hvort á móti öðru. Installasjónir bjóða einnig uppá miklu nánari tengsl milli rýmis og verka heldur en ef um hefð- bundna skúlptúra er að ræða.“ Það yrði of langt mál að tí- unda sérstaklega hlut hvers þátt- takanda í sýningunni en þó má segja að flest þeirra ef ekki öll tengist saman í þvi að reyna kalla fram sterkar augnabliks- upplifanir áhorfandans; þannig er sýningin forgengileg — kannski listaverk í sjálfu sér — þar sem sú upplifun sem verkin kveikja í samhengi sínu á sýning- unni fæst ekki annars staðar þó fólk kaupi og taki verk með sér heim í stofu. Dæmi um slíkt er kassi þar sem lifandi manneskja liggur og áhorfendum er boðið að stinga höndum í hanska og þreifa á líkamanum innum göt í kassanum. Kristrún segist sjálf vinna mikið útfrá hugmyndum um táknmál hlutanna í kringum okk- ur, „allir hlutir hafa sitt eigið táknmál, þeir fela í sér hvers- dagslegt notkunarsamhengi sitt, en ég set þá í annað samhengi og fmnst spennandi að brjóta upp viðteknar hugmyndir um fagur- fræði. Ég nota reyndar fagur- fræðina vísvitandi og reyni að gera hlutina fallega því þannig staldrar áhorfandinn kannski lengur við verkið og því lengur sem hann skoðar því lengur hugsar hann um það.“ Eitt af þvi sem Kristrún segir heilla sig _er ótti fólks við hið óþekkta. „Ég nota lífræn efni og reyni að gera verk sem í fyrstu vekja óhugnað en síðan verður forvitnin óttanum yfírsterkari og áhorfandann langar að skoða nánar. Þetta er eins og sagan um Frankenstein þar sem vísind- amaðurinn gleymir sér við að skapa, útkoman verður ófreskja sem fólk óttast en langar líka til að kynnast nánar og helst að fá að koma við hana og pota í hana. Það er þessi löngun okkar allra til að pota og pikka, til að ráðsk- ast með hina lífrænu veröld, sem heillar mig og ég er að vinna útfrá.“ hs í ÞÝSKALANDI stendur nú yfir risastór sýning, sem hófst í júní og nær fram í september. „Kultur, Europa“ nefnist fyrirtækið. Sýnd er myndlist frá 20 Evrópulöndum á 63 mismunandi stöðum í Þýskalandi; listamennirnir sem taka þátt nálgast að vera um fjögur hundruð talsins. ísland er með í þessari stóru mynd, sem kölluð er Menningarlandslag Evrópu; það er til húsa í Köln- ischer Kunstverein, einhverju besta heimilisfangi þessa yfirgripsmikla sýningarhalds. að er samband þýskra listhúsa (kunstverein) sem stendur á bak við fyrirtækið og hugmyndin er sögð tilkomin með hliðsjón af vænt- anlegri „sameiningu" landa í Evr- ópu, einhvem tímann í framtíðinni. Kunstverein eru listvinafélög í borgum og bæjum Þýskalands, og reka þau samnefnd listhús til efling- ar menningunni. Þau fyrstu komu fram á fyrri helmingi nítjándu ald- ar, fyrir fmmkvæði borgara sem vora áhugasamir um listir, en fyrir- myndimar vom sóttar til Englands og Sviss (Art Societies og Kunst- gesellschaften). í dag em þessi kunstverein 165 talsins, með um 75 þúsund félaga. Þau gegna mis- stóram hlutverkum, allt eftir því hversu metnaðarfullt og hæft það starfsfólk er sem á málum heldur. Staða kunstvereins er eitthvað mitt á milli safns og gallerís, en þar fer hvorki fram söfnun né sala mynd- listaverka, heldur er markmiðið það að koma á framfæri samtímalegri myndlist — og þegar vel tekst til gegna þessi listhús þar með vissu forystuhlutverki — í því felst ein- mitt meginhlutverk þeirra, en hvernig til tekst veltur allt á því hver er við stjóm í hverju tilviki. Slagur fór fram um stærstu lönd- in og vænstu bitana, en í rólegheit- um og andspymulaust nældi Kunst- verein í Köln sér í ísland. Stuttgart hreppti Frakkland, Frankfurt Ítalíu, Berlín og Spán. Freiburg náði í Bretland, Hamborg Austurríki, Hannover Sovét, Bonn, Pólland, Bremen og Ungverjaland. Hlut- skipti hinna ýmsu landa er því mismikið. Hollendingar til dæmis, sem eiga í miklum erfíðleikum með að koma list sinni á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, komust ekki lengra en í landamærabæinn Emmerich. í Þýskalandi er ekkert minna um krummaskuð fremur en á íslandi og öðmm venjulegum löndum. Þannig má ætla að Portúg- al hafi misst lystina á þátttöku vegna þess að ekki gafsst nógu gott pláss fyrir portúgalska list. Af öðmm Evrópuþjóðum sem ekki eru með — Albanía, Búlgaría, Rúm- enía — er það að segja, að enginn KRISTJÁN GUÐMUNDSSON: Teikning. FINNBOGI PÉTURSSON: Teikningar (12 hútalarar). RAGNA RÓBERTSDÓTTIR: Án titils hafði áhuga á listinni þaðan. Þáer- u„nýju löndin“ í austurhluta Þýska- lands ekki á listanum yfir gest- gjafa; í fyrsta lagi vegna þess að fyrir fjórum ámm þegar undirbún- ingur hófst að útfærslu þessa sýn- ingarverkefnis, var ekki komið til endursameiningar þýsku ríkjanna, og í öðru lagi var sagt aðí „nýju löndunum“ væri enn ekki fyrir hendi æskileg sýningaraðstaða, auk þess sem þau skortir fjárhagslegt bolmagn. Umsagnir í blöðum um þetta risasýningarátak þýsku listhúsanna er nokkuð á eina lund. Ekki þykir alveg Ijóst hvaða tilgangi svona til- stand eiginlega þjónar. Þá þykir heldur ekki fara mikið fyrir nýjung- um. Grein í Zeit er til dæmis löðr- andi af kaldhæðni, og höfundur spyr hveijum öðram en Þjóðveijum gæti dottið svona Iagað í hug, að mæla kúltúrkraft Evrópulandanna. Blaðamaður frá Frankfurter Allge- meine blaðar í gegnum 942 blað- síðna katalóginn, sem er í lögun eins og landakortabók; hann kemur auga á fátt bitastætt, en slær því upp í fyrirsögn greinar sinnar að bókin vegi 4 kíló (í reynd er hún 3,2 kg). En hvað íslandi viðkemur er engin ástæða til að hafa áhyggj- ur eða velta vöngum yfir því hvern- ig þetta sýningastand kemur út í heild — mestu máli skiptir að í Köln fer nú fram ein fyrsta mark- tæka kynning á íslenskri nútímalist í Þýskalandi. Fyrsta umsögnin um íslensku sýninguna birtist þegar daginn fyrir opnun, í Kölner Stadt- Anzeiger, og hófst greinin þannig: „Enn eru til sýningar sem koma á óvart. Hver hefði hingað til vitað, að á íslandi, þessari litlu eyju í norðrinu, með 250.000 íbúa, fyrir- fyndist iist, sem stendur í engu að baki alþjóðlegum kröfum. Þeim mun athyglisverðari eru verk þeirra sjö listamanna sem gefur að líta í Kölnischer Kunstverein frá og með þessári helgi. Þetta eru kyrrlát, næsta íburðarlaus verk; samtgeng- ur sá gestur auðugari út af sýning- unni, sem gefið hefur sig þeim á vald.“ Framhald þessarar greinar er reyndar allt með jákvæðum blæ... Landslið íslands í myndlist skip- uðu að þessu sinni: Anna Guðjóns- dóttir, Finnbogi Pétursson, Hreinn Friðfinnsson, Ingólfur Arnarson, Kristján Guðmundsson, Ragna Ró- bertsdóttir og Tumi Magnússon. Valið annaðist Marianne Stocke- ANNA GUDJÓNSDÓTTIR: Án titils. íslenska listafólkió, talið frú vinstri: HREINN FRIÐFINNSSON, FINNBOGI PÉTURSSON, RAGNA RÓBERTSDÓTTIR, KRISTJÁN GUÐMUNDS- SON, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, INGÓLFUR ARNARSON OG TUMI MAGNÚSSON. HREINN við verk sitt Anatomie. TUMI við verk sitt An titils. INGOLFUR ARNARSON: 14 teikningar. Menningarlandslag Evrópu Island í Köln TEXTI: Einar Guðmundsson » c V Í|jllSÍ|fÍt SEX UNGIR LISTAMENN SÝNA „ALLSKONARVERK" Á SAMSÝNINGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.