Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 1
flmimMíifoiií* MENNING USTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGÁkDAGUR 17. ÁGÚST 1991 BLAÐ EINFALDIR STEINAR SVEIPAÐIR DUL VIÐTAL: HÁVARSIGURJÓNSSON Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes sýnir þessa dagana myndir sínar í listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði. Meginuppistaða myndanna á sýningunni er unnin með egg-tempera-tækni en einnig eru nokkrar myndir málaðar með olíu- og akrýllitum. Það er ekki af hreinni tilviljun sem Backes sýnir myndir sínar hér uppi á íslandi því hún sækir myndefni sitt í íslenska náttúru, landslag og steina og hefur tekið miklu ástfóstri við landið, frá því hún dvaldi hér um nokkurra mánaða skeið árið 1989. Ahugi minn á íslandi nær lengra aftur en til 1989,“ segir Joan Backes í upphafi sam- tals okkar innan um myndirnar hennar í Hafnarborg. „Ég hafði séð í bókum myndir af málverkum Þórarins B. Þor- lákssonar og hreifst af þeim og hafði mikinn áhuga á að kynnast fleiri íslensk- um májurum frá fyrri hluta þessarar aldar. Ég fékk síðan tækifæri til þess að skoða myndir Kjarvals, Ásgríms Jóns- sonar og fleiri þegar ég kom til íslands og mér finnst verk þessara manna hreint stórkostleg. En áhugi minn á norrænu landslagi og menningu stafar líka af því að amma mín var norsk og í fjölskyld- unni var ætíð talað um norrænu ræturn- ar sem merkilegar og mikilvægar. Ég hafði líka lesið nokkrar af íslendingasög- unum og var því búin að byggja upp mikinn áhuga fyrir landinu og þjóðinni áður en ég fékk tækifæri til að koma hingað.“ Joan Backes er búsett í Kansas þar sem hún, jafnframt því að vinna að list sinni, kennir við listaháskólann. Hún lauk MFA-námi í listmálun frá North- western University í Illinois árið 1985. Henni voru veitt starfslaun frá Fulbrig- ht-stofnuninni til að starfa hér á íslandi árið 1989 og hafði þá afnot af lista- mannsíbúð þeirri og vinnustofu sem komið hefur verið upp í Hafnarborg í Hafnarfirði. Nýlega hlaut hún styrk úr sjóði The American-Scandinavian Foundation ti! að vinna að verkum sínum í vinnustofu Edward Munch í Noregi. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga í heimalandi sínu og tekið þátt í samsýn- ingum en þetta er fyrsta sýning hennar hér á íslandi. Flestar myndanna á sýningunni er unnar með egg-tempera-tækni sem Joan lýsir sem mikilli nákvæmnisvinnu og undirbúningurinn er ekki síður mikil- vægur en málverkið sjálft. Myndirnar eru litlar í forminu sem reyndar er hefð fyrir með þessari tækni og helgast af efninu sem unnið er méð. Þær eru málað- ar á tréplötu sem þarf að undirbúa sér- staklega, pússa og vinna niður svo viður- inn taki rétt við litnum. Myndirnar eru fíngerðar, bæði að formi og litum, og Joan segir þetta vera tímafreka ná- kvæmnisvinnu og ber það vitni þeim augljósu en oft misskildu sannindum, að ekki er endilega fljótlegra að mála litla mynd en stóra. Myndefnið sem Joan hefur einkum valið sér virðist við fyrstu sýn einfalt, íslenskir steinar og vörður, sem standa ein í myndfletinum gegn einföldum bak- grunni. En fyrir vikið verða þessar litlu myndir eins konar „monumental" verk; steinninn eða varðan virðast stærri en þau eru og myndin sömuleiðis. Rétt eins og skynvilla í þoku þar sem lítil þúfa virðist fjallhá þar til komið er alveg að henni. Joan tekur undir þessar vanga- veltur og segir steina hafa heillað sig lengi og hér á íslandi hafi hún fundið svo ótrúlega fjölbreytt myndefni í stein- um. En það eru ekki bara steinar heldur vörður og hleðslur gerðar bæði af manna höndum og náttúrunnar sem eiga hug hennar. Kannski er það þess vegna sem myndirnar fanga athyglina að mannleg návist virðist aldrei langt undan í mynd- unum, maðurinn er ýmist rétt ókominn eða nýgenginn frá. „Þörf mannsins til að skilja eftir ein- hver ummerki um návist sína virðist alls staðar jafn sterk," segir Joan. „Sumstað- ar í borgum Bandaríkjanna má sjá hlaðna hrauka úr drykkjardósum og kannski er það tímanna tákn, en hér á íslandi eru vörðurnar í meira samhengi við náttúruna og þjóna þeim stórkostlega tilgangi að vísa göngumönnum leið.“ Myndimar koma vissulega þessari hug- mynd til skila en þær fela jafnframt í sér ýmislegt fleira sem örðugra er að festa hendur á; harka steinsins í sam- spili við mýkt mannlegrar návistar. Joan brosir við þessu og segist fagna því ef íslenskir áhorfendur að myndum hennar finni leið að sýn hennar á íslenskt lands- lag. En gefum listfræðingnum Deborah Emont Scott við Nelson-Atkins-lista- safnið í Missouri í Bandaríkjunum síð- asta orðið um myndsköpun Joan Bac- kes. „Joan Backes reynist dulúð og leyndardómar norrænnar náttúru, með sitt hijóstruga yfirborð og stórfengleika afskekktra steintaka og varða, vera stað- gengill andlegrar og trúarlegrar list- sköpunar. Tilkomumiklir steinar og björg er hafa mótast af öflum náttúrunnar og þjóna tilgangi leiðarmerkja í eyðilegu landslaginu, eru höfuðviðfangsefni lista- konunnar. Þau bindur hún í lítil egg- tempera-málverk unnin á panel. Hið sí- gilda tákn ódauðleika og eilífs varanleika íklæðir Backes persónuleika og lífi, rétt eins og viðkomandi steinn hafi vitað af álrtiga listakonunnar og stillt sér upp fyrir hana. Með því að samstilla af næmi litblæ lagskiptra steinanna dregur hún þá fram og sýnir áhorfandanum þá máða og mótaða af grimmum veðrum. í hjúpi einangrunar og framandlegrar birtu norðursins verða steinarnir eins og styttur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.