Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
B 3
Sharon Norman
Morgunblaðið/Einar Falur
Sharon IMorman sýnir í FÍM-salnum:
í LEIT AÐ
UPPRUNA,
LANDSLAGI
OG LJÓSI
VIÐTAL: EINAR FALUR INGÓLFSSON
SHARON Norman er Vestur-
íslenskur listamaður, sem opnar
sýningu á málverkum sínum í
FIM-salnum í dag. Hún er búsett
í Vancouver í Kanada og hefur
haldið fjölda einkasýninga í
heimalandi sínu, sem og í Ástralíu,
hún hefur átt verk á ótal samsýn-
ingum og myndir eftir hana eru
í eigu safna og einkaaðila beggja
vegna Atlantshafs og í Eyjaálfu.
Sharon er af íslenskum ættum,
fo'reldrar föður hennar voru ís-
lenskir, og einnig móðurfaðir
hennar.Hingað er hún komin til
að sýna íslendingum myndir sín-
ar, og einnig til að kynnast landinu
sem forfeður hennar komu frá og
fólkinu sem það byggir.
Einn dag fyrir fimm árum, var
ég að vinna í vinnustofunni
minni og fór að hugsa um
að einhvem óræðan grunn í
verkum mínum hlyti að mega rekja
til islensks uppruna míns,“ segir
Sharon. „Ég hef ekki séð mikið af
íslenskri list og hélt að hér væri eitt-
hvað sérstakt að finna. Og ég held
að svo sé. Þennan dag ákvað ég að
reyna að komast til Islands, halda
sýningu og komast betur að uppruna
mínum. Og hingað er ég kornin!"
Sharon segir að fjölskylda sín
hafi flust frá Akureyri til Kanada í
kringum 1880. Föðurafi hennar hét
Albert Kristófer Jónsson, hann
stofnaði dagblaðið Lögberg í Winne-
peg, og móðurafínn hét Sigurður Jón
Jóhannesson, frá Mánaskál, og var
hann skáld. „Við höfum sterka vit-
und um uppruna okkar. í flölskyldu
minni er mikið og óumrætt stolt
yfír því að vera að íslensku bergi
brotin, og við reynum að halda í
ýmsa gamla íslenska siði. En því
miður hefur tungumálið ekki gengið
í erfðir; móðir mín talar íslenskuna
hnökralaust en við systkinin lærðum,
hana aldrei, þó svo að mamma og
pabbi töluðu á íslensku sín á milli.
Ég ætla mér að skoða iandslagið
hérna, og ekki var ég síður spennt
að kynnast fólkinu, sjá hvemig það
er. Sem barn man ég eftir íslending-
unum sem söfnuðust saman í kring-
um eldhúsborðið hjá ömmu minni,
og við fyrstu sýn virðist það vera
nákvæmlega sama fólkið sem ég finn
fyrir hérna.“
Myndirnar sem Sharon sýnir hér
eru allar frá síðasta árinu, og unnar
með þessa sýningu í huga. „Mynd-
imar mínar eru undir áhrifum frá
landslagi. Þær eru abstrakt, og það
er eins og ég sé að horfa út um
glugga á landið, en þó er eins og
ég horfi inn í sjálfa mig um leið.
Þær eru því tjáning á tilfinningum
mínum.
I Winnepeg er landið mjög slétt,
og í Vancouver eru haf, flöll og af-
skaplega há tré. Lengi vel taldi ég
mig einungis vera abstraktmálara
og vildi alls ekki mála landslag. Og
málverkin voru þá nokkuð ruglings-
leg og ómarkviss, því í raun og veru
voru þau afskaplega tengd landslag-
inu þótt ég þijóskaðist við að viður-
kenna það. Að lokum gaf ég eftir,
viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég
væri landslagsmálari, og hef síðan
ferðast mikið um hin og þessi lönd
til að kynnast ólíkri birtu og mis-
munandi landslagi og litum. ísland
er ólíkt öllu öðru sem ég hef séð;
hér er svo lítið af trjám, landslagið
lárétt og sjóndeildarhringurinn víð-
ur. Og litimir er ákaflega sérstakir,
en því veldur þetta einstaka, kalda
og allt að því flólubláa ljós.“
Sharon talar um að þessi heim-
sókn til íslands muni eflaust boða
einhveijar breytingar í málverki
sínu, þótt hún geti enn alls ekkert
sagt um hveijar þær verði. „Áferðin
á myndunum skiptir mig afskaplega
miklu máli. Þannig legg ég oft han-
dunninn pappír í yfirborð þeirra, og
mála í hann. Þá skiptir í sjálfu sér
ekki máli að það er pappír, heldur
hvernig hann vinnur með áferðinni.
Ljósið er aðalatriðið og ég reyni að
fá það innan úr myndunum. Þess
má og geta að málverkin sem ég
sýni hér eru öll undir áhrifum af
þeim litbrigðum sem verða í ljósi sem
fellur inn um steinda glugga. Ég hef
skoðað það í kirkjum, og er einnig
með steint gler I hluta vinnustofunn-
ar o g þetta gefur málverkunum visst
andlegt, eða trúarleg yfirbragð að
mér finnst.“
Jón Þór Gíslason sýnir í Hafnarborg
MANNESKJAN
ALLTAF
í FYRIRRÚMI
VIÐTAL: EINAR ÖRN GUNNARSSON
IHAFNARBORG stendur nú yfir
sýning á verkum Jóns Þórs Gísla-
sonar myndlistarmanns. Jón Þór er
fæddur í Hafnarfirði 2. mars 1957.
Hann nam við málaradeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands á ár-
unum 1977 til 82, og hefur haldið
nokkrar einkasýningar; meðal ann-
ars í Djúpinu, Hafnarstræti, 1983,
Hafnarborg 1984, Gallerí Gangskör
1986 og Gallerí Borg 1988. Hann
hefur einnig tekið þátt í samsýning-
um. Vorið 1989 fór Jón Þór til
Þýskalands, þar sem hann stundar
lokanám við Die Staadliche Aka-
demie Der Bildenden Kunste í
Stuttgart.
Eg var mikið í tónlist hérna áður,
og reyndi þá að sinna myndlist-
inni líka,“ segir Jón Þór. „Mér
fannst þetta of mikið, því ef
þunginn hvílir á tónlistinni þá hlýtur
það að koma niður á myndlistinni. Ef
maður ætlar sér að ná árangri er erfitt
að ætla sér að gera alla hluti.
Með því að fara út til náms gat ég
slitið mig frá öllu öðru en málverkinu,
ég hafði allan tímann til að sinna því.
Fram að þessu hef ég verið á lánum
frá Lánasjóðnum og hef því ekki þurft
að hafa þungar áhyggjur af peningum.
Þessi aðstaða var mér nauðsynleg,
fyrir utan það að komast í annað
umhverfi þar sem er að finna aðra
strauma og ólíka menningu. Þama er
líka möguleiki á að ferðast um, það
gefur mér mikið; maður verður að
upplifa hluti.
Þessi tvö ár úti hafa gefið mér jafn
mikið og sex ár hér heima. Mér finnst
þetta hafa skilað árangri, hvað svo
sem öðrum finnst. Þá er ekki þar með
sagt að maður sé yfir sig hrifinn af
öllu sem maður hefur verið að gera.
Eftir myndlistarnámið fór ég út í
tónlistarbransann og hætti algjörlega
að umgangast myndlistarmenn, og
var þannig aðeins innstilltur á tónlist-
ina. Þegar ég kom til Stuttgart byij-
aði ég strax að umgangast myndlist-
armenn alla daga. Eg lifi og hrærist
í myndlistinni þarna úti. Frístundirnar
eru notaðar til að sækja sýningar og
mikið er rætt um myndlist. Veröldin
snýst um hana, og það er mjög mikil-
vægt.
Að vísu er staða mín þarna úti að
vissu leyti nokkuð erflð, því í Stuttg-
art og nágrenni er hugmyndafræðilist
— „konservatívlist" sem byggist á að
fá snjallar hugmyndir — svo og
abstraktlist gert hátt undir höfði.
Þarna gætir að vissu leyti menningar-
pólítíkur því að Stuttgarter Zeitung,
sem er aðalblaðið þar um slóðir, skipt-
ir sér af ráðningum prófessora og
mótmælir ef því líkar ekki valið.
Verk mín eru fígúratíf eða hlut-
bundin, og slík verk eru frekar sjald-
séð þama. Þeir sem eru í hlutbundnu
málverki eiga að mörgu leyti erfitt
uppdráttar því slík verk eru sniðgeng-
in. Menn fullyrða jafnvel að þetta sé
ekki list. Fullyrðingar eins og: „að
mála fólk er ekki list“ era algengar.
Jón Þór Gíslason
Þetta kemur mikið til af því að flestir
prófessorarnir eru af abstrakt-kynslóð-
inni og hafa gífurleg áhrif, á nemend-
ur sem og aðra. Ég er ekki að segja
að þessi óhlutbundna list sé slæm, hún
hefur alltaf heillað mig og fflér hefur
fundist hún skemmtileg. Hugmynda-
fræði konseptlistar er að mörgu leyti
skemmtileg en hættan leynist í að hún
er að breytast í trúarbrögð. Menn eru
farnir að tala um hana sem hið eina
sanna og rétta. Slíkur hugsanagangur
finnst mér alltaf svolítið hættulegur
því þá er stutt í afturhaldssemina.
Þótt ég sé mjög sáttur við veru mína
ytra, getur það oft verið erfitt. Pró-
fessorinn mínn sýnir mér mikinn skiln-
ing, hann leiðbeinir mér tæknilega og
því um líkt, en skiptir sér ekki af því
hvaða myndefni ég vel.
Á tveggja ára fresti eru haldnar
sýningar í borginni Alpirsbach í
Svartaskógi, fjármagnaðar af auðkýf-
ingi sem er mikill listunnandi. Sýning-
arnar eru í samráði við akademíin í
Baden-Wurtenberg, flöldi mynda er
Morgunblaðið/Einar Falur
sendur þangað, en aðeins hundrað
hengdar upp. Það var mér töluverð
hvatning að mynd eftir mig skyldi
verða valin á þessa sýningu nú í sum-
ar. í dómnefndinni voru meðal annars
kennarar úr akademíinu mínu, og eru
þeir allir abstrakt-málarar, og fannst
mér það jákvætt að þeir skyldu sam-
þykkja hlutbundið málverk.
Það sem er að gerast þarna úti finnst
mér hvorki betra né verra en það sem
er að gerast hérlendis. Að mörgu leyti
er það voðalega líkt, en það segir
kannski meira um það hvað listin er
orðin alþjóðleg. Að mínu áliti er það
hættulegt, því þá er sá möguleiki fyrir
hendi að listinni verði miðstýrt, mönn-
um verði sagt hvað sé Iist og hvernig
eigi að haga sér í henni. Hættan á því
að listin verði einhver forskrift er
skuggaleg. Listin má aldrei verða
formúlukennd, heldur á hún alltaf að
koma á óvart, luma á einhveiju, og
vera jafnframt persónuleg. Listin verð-
ur að vera eitthvað meira en smellnar
hugmyndir; hún þarf alltaf að styðjast
við myndræn lögmál. Það er sama
hvað menn eru að gera, höggmynd
eða annað, tilfinning fyrir teikningu
kemur alltaf að gagni og nýtist, og
er því nauðsynlegt að þekkja.“
— Getur þú sagt mér eitthvað um
viðfangsefni þessarar sýningar?
„Ég reyni að forðast það að skýra
myndir um of. Þegar maður skapar
verk er alltaf eitthvað órætt. Ef mað-
ur fer að reyna að skýra eða greina
verk niður í kjölinn þá er maður
kannski farinn að segja einhveija vit-
leysu. Mér finnst ég stundum þurfa
góðan tíma til að skilja myndir sem
ég _hef málað.
Ég get þó sagt að menneskjan er
alltaf í fyrirrúmi hjá mér. Ég hef allt-
af haft mikinn áhuga á manneskj-
unni, og mér finnst allt að því óhugs-
andi að mála mynd án hennar. Ég
hef reynt að mála mannlausar mynd-
ir, _en fundist það ógurlega erfitt.
Ég mála yfirleitt ekki ákveðið fólk,
en það hefur þó komið fynr, ein mynd-
in er af Gretu Garbo. Ég málaði þá
mynd eftir að ég las um andlát henn-
ar. Ég málaði Gretu eins og ég sá
hana fyrir mér; fallega Hollywood-
stjömu sem með árunum lokaði sig
af og endaði sem gömul kona á hlaup-
um undan Ijósmyndurum. Ég hef líka
málað módel og fólk sem ég hef séð
á kaffihúsum og hefur verkað sterkt
á mig.
Oft er nokkuð þungt yfir mynd-
unum mínum og margir hafa haft orð
á því við mig hvort ég sé þunglynd-
ur. Ég skal ekki segja úm það en
hitt má vera rétt að mér sé hinn þyngri
þáttur í fari manneskjunnar hugstæð-
ur, erfiðleikaþátturinn."
— Hefur tónlistin haft einhver
áhrif á myndir þínar?
„Það er örugglega skyldleiki milli
þess hvernig ég sem lag og hvernig
ég mála mynd, en ég hef ekki verið
mikið fyrir það að blanda þessu sam-
an. Það gæti gerst einhvern tímann
í framtíðinni en kemur ekki til mála
eins og er. Ég hef ekki haft neina
þörf fyrir samkrull tónlistar og mynd-
listar fram að þessu.
Áherslurnar era svo ólíkar í tónlist
og myndlist. í tónlistinni starfar mað-
ur með öðrum og er því bundnari af
vilja annarra, en í myndlistinni er
maður einn og ræður algjörlega ferð-
inni.“
SVÖRT
MADONNA
OG ERÓTÍK
Anna Concetta Fugaro
sýnir í Menningarstof nun
Bandaríkjanna
VIÐTAL: HÁVAR SIGURJÓNSSON
Bandarísk-íslenska myndlistar-
konan Anna Concetta Fugaro opnar
í dag sýningu á 29 klippimyndum
(collage) í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Anna er fædd og
uppalin I Bandaríkjunum og segir
um þjóðerni sitt:;,Eg er Bandaríkja-
maður en — líka Islendingur."
Kannski má finna einhverja blöndu
af þessu tvennu í myndum hennar
ef vel er að gáð.
’óðir mín er íslensk og fluttist
til Bandaríkjanna á stríðsár-
unum. Faðir minn er ítalsk-
ur Bandaríkjamaður og ég
ólst upp í ítölsku hverfi i bænum Yon-
kers sem nú er eitt af úthverfum New
York-borgar,“ segir Anna og talar um
þá undarlegu blöndu af áhrifum sem
hún hafi orðið fyrir í þessu samfélagi
en samt með íslenska blóðið í æðum
og móður sem hafi ávallt verið mjög
stolt af þjóðerni sínu.
Þarna var kaþólsk trú ríkjandi og
ég minnist þess sem barn að hafa
verið hugfangin af jnadonnulíkneskj-
unum í kirkjunni. Ég dáði þessi lík-
neski og sérstaklega var eitt sem
hafði mikil áhrif á mig en það var
Svarta madonnan svokölluð_ sem ítal-
irnir fluttu með sér frá Ítalíu. Ég
missti svo- trúna þegar ég sá ná-
granna okkar eitt sinn vera að lappa
upp á líkneski kirkjunnar á eldhús-
borðinu heima hjá sér með málning-
una á spaghettidiskinum sínum. Þá
skildi ég kraft listarinnar og að þess-
ar styttur sem fólkið tilbað voru
mannanna verk en ekki guðs.“
Áhrif kaþólsku trúarinnar eru
greinileg í verkum Önnu, þó ekki að
hennar sögn sem tákn um trúarhita
heldur sett í annað samhengi, stund-
um jafnvel spaugilegt. En áhrif ann-
arra trúarbragða eru einnig merkjan-
leg og yfir myndunum svífur austur-
lenskur blær.
Morgunblaðið/Einar Falur
„Kaþólskar og austurlenskar trúarhugmyndir í bland við húmor og
erótík,“ segir Anna Concetta Fugaró um myndir sínar.
„Ég bjó í Indlandi og Nepal árin
1970-1973 og lærði að mála trúar-
myndir af tíbetskum munkum f Kat-
mandu í Nepal. Efni myndanna hjá
mér tengist bæði austurlenskum og
kaþólskum trúarhugmyndum en svo
eru líka í þeim ýmsar verur sem ég
skapa sjálf útfrá eigin hugmyndum og
blandast erótík og húmor en pólitík
skipti ég mér ekkert af.“ Þessi síðasta
fullyrðing kemur í kjölfar spurningar
um hugsanleg áhrif frá collage-mynd-
um Errós sem hún segir gera allt öðru-
vísi myndir og .. hann er líka póli-
tískur en það er ég ekki.“
Þetta er sjöunda einkasýningin sem
Anna heldur á verkum sínum hér á
landi en hún var búsett á íslandi um
13 ára skeið frá 1974-1987. Síðast
hélt Anna sýningu hérlendis 1987 og
sýndi þá einnig í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Myndirnar núna eru
allar unnar í Bandaríkjunum veturinn
1989-1990 og Anna segir að sjá megi
ákveðinn mun á aðferð hennar við
vinnslu myndanna frá síðustu sýningu.
„Þá klippti ég allt í myndirnar en núna
er ég farin að mála meira með olíu-
eða akrýllitum, sem mynda eins konar
umgjörð um „collagið“.
Anna stundaði nám í skartgripa-
gerð Baltimore á sínum tíma en mynd-
listarnám segir hún að hafi verið fólg-
ið í því að ferðast mikið um veröldina
og kynnast fólki og verða fyrir áhrif-
um af ólíkum menningarsvæðum. „Ég
kynntist myndlist fyrst þriggja ára
gömul þegar móðir mín fór með mig
niður að Hudson-ánni í New York þar
sem áhugamálarar af öllum stéttum
safnast saman til að mála. Fyrstu
hugmyndir mínar um menningarlíf
eru komnar þaðan því Litla Italía.í
Yonkers var frumstætt samfélag þar
sem allt fram á sjötta áratuginn mátti
sjá hestvagna fara um steinlagt stræt-
ið og ísmanninn bera ísklumpa inn til
fólksins í ísskápa þess. Mamma var
læknisdóttir frá íslandi, menntuð og
stolt, stoltari af þjóðerni sínu en nokk-
ur íslendingur hér uppi á íslanói sem
ég hef kynnst. Hún skar sig úr í þessu
samfélagi og ég gerði það líka með
okkar norræna yfirbragð innan um
alla ítalina."
Lítur hún þá á sig sem íslending
fremur en Ameríkana? Ekki segir hún
og bætir því við að ef hún væri ís-
lensk þá væru myndirnar hennar
öðruvísi. Þær séu skapaðar vegna
þeirra áhrifa sem hún hafi orðið fyrir
af uppvexti sínum í Bandaríkjunum.
„Ég ólst upp við amerískar bíómynd-
ir, flórar í viku, sem krakki og leikfé-
lagar mínir voru af ýmsum uppruna,
gyðingar, svertingjar, ítalir og böm
af spænskum eða rómönskum upp-
runa. En ég er samt líka íslensk pg
þetta blandast allt saman í mér. Ég
hef samt orðið fyrir litlum áhrifum
af íslenskri myndlist þrátt fýrir að
hafa verið hér í þrettán ár.“
Sýning Önnu Concettu Fugaro
stendur til 12. september og er opin
alla virka daga og einnig helgarnar
24.-25. ágúst og 7.-8. september.
Ný Ijóðabók eftir Hrafn Jökulsson:
LJÓÐ ERU
ENGIN SPARIFÖT!
VIÐTAL: EINAR FALUR INGÓLFSSON
Og þegar penninn rennur hraðbyri
yfir
blaðið með ljóð í kjölfarinu þá sé ég að
ljóðið er um dauðann líklega dauðann
já og ég finn að eitthvað fjarar út
Þannig hljóðar yfirskrift
eins hluta nýrrar ljóðabókar
eftir Hrafn Jökulsson, bókar
sem nefnist Húsinu fylgdu
tveir kettir. Hrafn er þó
ekkert að fjara út og hann
aftekur fyrir að bókin fjalli
um dauða eða einsemd; spyr
hvort, hún sé bara ekki nokk-
uð hressileg. Þetta er önnur
ljóðabók skáldsins, sú fyrri
kom út fyrir þremur árum
og nefndist Síðustu ljóð.
Mátti ekki taka það heiti
sem fyrirheit um að skáldið
léti við svo búið standa?
Heitið „Síðustu ljóð“ má
skilja að minnsta kosti
tvennum skilningi,“
segir Hrafn. „Þetta
voru óneitanlega síðustu ljóð
sem ég hafði ort þá, en ég
lofaði aldrei að það yrðu síð-
ustu ljóðin sem ég ætlaði mér
að skrifa.“
— Svo þessi ljóð í nýju bók-
inni hafa verið að koma til þín
síðan 1988.
„Já. Ég skrifa í skorpum;
þannig eru tveir af flórum
köflum þessarar bókar skrifað-
ir á sitthvoru síðdeginu með
tveggja ára millibili. Þetta
safnast í uppistöðulón eða
stíflu sem brýst síðan út með
þessum afleiðingum. Mér er
nánast alltaf fyrirmunað að
setjast niður og segja við sjálf-
an mig; Nú yrki ég Ljóð! Þau
geta komið hvar og hvenær
sem er: í strætisvögnum,
ókunnum húsum, og ýmsum
skrítnum stöðum.“
— Þú ert starfandi sem
blaðamaður og rithöfundur:
Eru ljóðin einhverskonar spari-
föt?
„Nei, þau eru alls engin
spariföt. Eg held að það skipti
frekar litlu máli að ég fæst
að öðru jöfnu við að skrifa
annars konar texta. Ég get
nú lika huggað mig við það,
að sum þeirra skálda sem
mestrar viðurkenningar njóta
hafa gegnum tíðina lagt fyrir
sig allskyns skriftir frá degi
til dags.
Mér finnst varasamt að taka
ljóðið sérstaklega hátíðlega og
setja sig í einhveijar stelling-
ar, ræskja sig og súpa hvelj-
ur.“
— En „riúsinu fylgdu tveir
kettir" er ekki bara ljóðabók,
því einn kaflinn samanstendur
af stuttum smásögum, eða
ljóðprósum.
„Já, ég vil frekar líta á þetta
sem prósaljóð en smásögur,
þótt það skipti kannski engu
máli.“
— En mér finnst oft vera
mikið af sögu i ljóðunum, ein-
hverskonar „sagnaelement".
„Ég held það geti verið al-
veg rétt. Ljóðin hafa bara orð-
ið svona til. Stundum hefur
mér nú dottið í hug að skrifa
sögur upp úr þessu efni, sem
hefur orðið til sem ljóð, en
mér fínnst hinsvegar að þetta
form, ljóðið, geti hentað mjög
vel til þess að segja sögu. Þar
sem lesendur verða að vísu,
eftir áhuga og andríki, að fylla
inn í eyður og lesa á milli
Hrafn Jökulsson
línanna. Svona „ljóðsögur"
gera ekki endilega meiri kröf-
ur til lesandans, heldur öðru-
vísi kröfur. Ég held að þetta
sé ekki neitt torskilinn kveð-
skapur, heldur frekar blátt
áfram. En mér finnst hinsveg-
ar að það eigi aldrei að segja
alveg allt; eitthvað verður að
vera látið ósagt, grátt svæði
þar sem lesandi og höfundur
geta mæst.“
— Blátt áfram segir þú.
Mörg ljóðana eru um nótt og
konur, og í öðrum vottar fyrir
einsemd og jafnvel trega.
Þannig hljómar til dæmis Ijóð-
ið istanbúl er borgin mín;
istanbúl er borgin mín
ég hef aldrei komið þangað en oft
verið þar
á götuhorni stendur auðvitað hvít-
kalkað kaffihús
með röndóttu skyggni yfir dyrunum
í horninu eru einhveijir að tefla
ég er stundum á þessu kaffihúsi
einkum þegar snjóar einsog núna
þá reyki ég rammar sígarettur drekk
sterkt kaffi tek skák við kaliana
brosi kurteislega til einu konunnar
og hún brosir til mín án allra skuld-
bindinga
já istanbúl er borgin mín
og ég er þar stundum
þegar þú spyrð um þetta fjarræna
augnaráð
mundu bara
það er ekki af áhugaleysi
sem ég virðist annars hugar
ég er að tefla skák í istanbú!
og ég á leikinn
„Ég held það sé talsvert
félagslíf í þessum Ijóðum. Og
í sambandi við borgina í þessu
einstaka ljóði þá er það full-
komin tilviljun að Istanbúl
varð fyrir valinu. Enda er þetta
frekar um hugarástand en
landafræði.“
— Þetta gæti eins verið í
Keflavík?
„Að minnsta kosti í Njarð-
vík. Það er alveg klárt mál!“
— Ef ég lýsi fyrri ljóðabók
þinni á stuttlegan hátt, þá var
Morgunblaðið/Einar Falur
hún einskonar athugasemd við
ljóð annarra skálda. Hérna eru
vissulega athugasemdir, en þá
á önnur skáld, og í einu prósa-
ljóðinu, Skáld deyr finnst
manni að flallað sé um Jónas
Guðlaugsson, en þú skrifaðir
einmitt forniála að ljóðasafni
hans sem kom út í fyrra.
„Það er rétt að í Síðustu
ljóðum, því stutta kveri, voru
fyrst og fremst stuttaralegar
og hálfkæringslegar athuga-.
semdir. Á því ber afar lítið i
þessari bók. En jú, Skáld deyr,
er einskonar sviðsett útgáfa
af dauða skáldsins. Ég skrifaði
þetta meðan ég var að vinna
að innganginum að ljóðum
hans, en kunni ekki við að
nota þetta þar, enda kannski
ekki byggt á strangvísindaleg-
um athugunum."
— En þetta er kannski gott
dæmi um það hvernig ljóðin
koma til þín?
„Já, eiginlega. Þau gera
ekkert boð á undan sér, eins
og ég gat um áðan. Þau banka
bara uppá, koma einhvers
staðar að. Oft á ég svo erfitt
með að eiga eitthvað við þau
á eftir. Ég á mjög erfítt með
að vinna með ljóðin, þó var
ég með þetta handrit nokkuð
lengi hjá mér og naut ráða
margra góðra manna við loka-
vinnsluna."
— Þú hefur haft einhver
afskipti af stjómmálum síð-
ustu árin, en ekki ber mikið á
því í þessari Ijóðabók. Ertu lít-
ið baráttuskáld?
„Stjórnmál eru nú ekki mjög
andrík, nei, og það er í flestum
tilvikum herfileg misnotkun á
ljóðinu að gera það að ein-
hverskonar lesendabréfi með
mislöngum línum. Enda af-
hverju? Ég hef aldrei verið
pólitíkus; hinsvegar hef ég
afar mörg áhugamál, þar á
meðal: skák, stjórnmál, fót-
bolta, ferðalög og lestur góðra
bóka, svo vitnað sé í fegurðar-
drottningamar.
Það kann hinsvegar að vera
mælikvarði á hvað skiptir
mestu máli, hvað ratar inn í
Ijóðin; nefnilega skák, ferða-
lög, bækur og fegurðardrottn-
ingar.“