Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAQUR 18. ÁGÚST 1991
í einkasölu fallegt ca 250 fm hús ásamt
bílsk. Húsið skiptist í hæð og ris ca 175
fm. Sér 2ja herb. íb. í kj. ca 74 fm.
Bílskúr ca 25 fm. Fallegur garður. Afh.
des. ’91.
Hafnarfjörður - parh.
í einkasölu fallegt ca 300 fm parhús
við Hólabraut á fráb. útsýnisstað.
Mögul. á lítilli íb. á jarðhæð með sér-
inng. Eignin er ekki fullb. Bílsk. Áhv. 2
millj langtlán.
Garðsendi - einb/tvíb.
Gott 227 fm hús ásamt 40 fm bílsk.
Húsið skiptist í tvær hæðir þ.e. 6 svefn-
herb. 2 góðar stofur, eldhús með borð-
krók, gestasnyrtingu og baðherb. í kj.
er 2ja herb. íb. ásamt geymslum og
þvhúsi.
Fjólugata
í einkasölu 235 fm timburhús
ásamt risi. Húsið var byggt 1922,
allt hiö vandaðasta að gerð og
hefur verið mikið lagt uppúr að
halda húsinu í upprunal. mynd.
Álftamýri - raðhús
Sérl. vandað ca 278 fm hús ásamt bilsk.
Á þessum vinsæla stað. Nýl. eldhús
og baðherb. Arinn í stofú. Afh. mjög
fljótl.
Mosfellsbær - einbýli
Nýkomið í sölu 164 fm timburhús
á einni hæð við Leirutanga. Innb.
bílsk. Stór og ræktuð lóð. Áhv.
ca 2,6 millj. langtímalán. Verð
12,7 millj.
Vantar
Erum með ákv. kaup-
anda að litlu einb. eða
raðhúsi í Árbæjarhverfi.
Garðabær - einb.
Vorum að fá i sölu ca 170 fm einbhús
v/Sigurhæð. Húsið afh. fullfrág. að ut-
an, fokh. að innan mjög fljótl.
Hrísrimi - parh.
Nýkomin í sölu mjög falleg tveggja
hæða parhús ásamt bílsk. 4 svefnherb.
Húsin skilast fullb. utan, fokh. innan.
Húsin afh. fljótl. Eignask. mögul. Verð
8,3 millj.
Hveragerði - einb.
Fallegt tveggja hæða einbhús v/Lauf-
skóga. Mikið áhv. af hagst. lánum.
Eignaskipti mögul.
Keflavík - einb.
Sérl. vandað ca 230 fm einb. v/Norður-
garð. Arinn í stofu. Tvöf. bílsk. Æskil.
eignaskipti á eign í Rvík. Tilboð.
Sérhæðir
Hólmgarður
Nýkomin i einkasölu falleg efri sérhæö
ásamt óinnr. risi. Fallegur garður. Ekk-
ert áhv. Verö 7,0 millj.
Vantar
sérhæð ásamt bílsk. í Austurbæ
Kóp. fyrir ákv. kaupanda.
4ra-7 herb.
Vesturberg - 4ra
Góð ca 96 fm 4ra herb. íb. á jarðh.
Áhv. hagst. langtímal. Verð 6,8 millj.
Rauðhamrar - 5 herb.
Góð ca 110 fm nýl. íb. í Grafarvogi.
Bílsk. Ahv. ca 4,5 millj. langtímalán. íb.
er ekki fullb.
Kóngsbakki - 4ra
Nýkomin í einkasölu sérlega
vönduð íb. á 3. hæð.
Suðurhólar - 4ra
Falleg ca. 100 fm íb. á 3. hæð.
Endurn. baðherb. Stórar suður-
svalir. Áhv. ca. 630 þús.
Krummahólar - „penth.“
Falleg 5-6 herb. ca 160 fm „pent-
house‘‘-íb. Ný eldhúsinnr. Allt parket-
lagt. Góð sólverönd. Fráb. útsýni.
Bílskýli. Mögul. skipti á 4ra herb. íb.
með bílsk. í sama hverfi.
Sogavegur - 6 herb.
Vönduð 123 fm efri hæð. ásamt auka
herb. í kj. Ca 25 fm bílsk.
Nýjar íbúðir
Erum með í sölu tvær íbúðir 126 fm
og 145 fm tilb. u. trév. með eða án
bílsk. Til afh. strax. Eignaskipti mögul.
Álfholt - Hf. 3ja-4ra
Vel hannaöar 3ja og 4ra herb. íb. í
fjórbh. Mikið útsýni. Sólstofa. íb. afh.
tilb. u. trév. og máln. m. frág. sameign
í okt. ’91. Eignask. mögul.
Eyrarholt - Hf. 2ja-4ra
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöir í fallegu
fjölbh. íb. afh. tilb. u. trév. og máln. Til
afh. nú þegar.
Garðastræti
Rúmg. ca 49 fm einstaklíb. í kj. Ný eld-
húsinnr. Fallegt hús. Áhv. ca 1100 þús.
Laus strax.
3ja herb.
Neðstaleiti - 3ja
Nýkomin í einkasölu sérl. vönduð
ca 85 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð.
Parket. Sérþvlherb. í íb. Stæði í
bílskýli. Stór og góð sameign.
Svalir í suðvestur. Mikið útsýni.
Skipasund 3ja-4ra
Vorum að fá í sölu mjög góða
3ja-4ra herb. íb. í risi. Fallegt
útsýni. íb. afh. í des. '91. Verð
6,1 millj.
Eyjabakki - 3ja-4ra.
Gullfalleg og vönduð íb. á 1.
hæð. Húsið nýmálaö að utan. Til
afh. mjög fljótl.
Hringbraut - 3ja.
Snyrtileg íb. á 1. hæð í fjórb-
húsi. Góð aðst. fyrir börn. Laus
strax. Ekkert áhv. Verð 4,9-5
millj.
Skaftahlíð - 3ja-4ra
Mjög góö 93 fm íb. i kj. á þessum
vinsæla stað. Gott hús. Fallegur
garður.
Sigluvogur - 3ja
Góð ca 70 fm íb. í kj. Sérinng. Góð
aðstaða fyrir börn. Áhv. fasteignaveð-
bréf (húsbréf) ca 2,7 millj. Vextir 5,75%.
Verð 5,7 millj.
Hátún - 3ja
Vönduð ca 80 fm íb. á 2. hæð í lyftuh.
Fallegt útsýni. Verð 6,2 millj. Eigna-
skipti möguleg á 2ja herb. íb.
2ja herb.
Kambsvegur - 2ja
Mjög góð ca 64 fm ib. i kj. i tvíb. Sér-
inng. íb. er öll endurn. Verð 4,7 millj.
Vantar
2ja herb. íb. á söluskrá.
Atvinnuhúsnæði
Smiðshöfði
Tvær ca 200 fm skrifsthæöir, tilb.
u. tréverk og máln. Möguleiki á
leigu eða langtímagreiðslukjörum.
Vantar
Erum með ákv. kaupendur að:
600 fm iðnaðar- og skrifsthúsn.
og 60-100 fm iðnaðarhúsn.
GÓÐ FASTEIGN ER GULLI BETRI
FASTEIGNAMIÐLUN.
Síðumúla 33
Símatími í dag, sunnudag
frá kl. 13.00-15.00
S:679490 og 679499
Ármann H. Benediktss., sölustj.,
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteigna- og skipasali.
66 nýjar íbúóir ■ Ósnortló svæói ■ Hafnfírskt umhverfí
Nýbyggðáað
risa i hjarta
Haflharfljaróar
HAFNARFJÖRÐUR er bær í ör-
um vexti. íbúar þar eru nú tæp
15.000 og fjölgaði um 4,6% á
siðasta ári. Slík fjölgun hefur að
sjálfsögðu í för með sér mikla
þörf á nýju húsnæði, enda hefur
mikið verið byggt í Firðinum að
undanförnu og stöðugt verið að
taka nýtt land undir byggð. Nú
fyrir skömmu er lokið skipulagn-
ingu á svokölluðum Einarsreit
og svæðinu þar í kring. Þetta er
gamalt svæði inn í miðjum bæ.
Þar var áður saltfiskreitur, sem
nefndur hefur verið Einarsreitur
eftir Einari Þorgilssyni, útgerð-
armanni og kaupmanni í Hafnar-
firði.
Einar lét ryðja hraunið og lagði
þar síðan mikinn reit, sem enn
stendur. Hann er sá eini sem eftir
er af þeirri miklu mannvirkjagerð,
sem stórir fískreit-
ir voru fyrrum,
enda hefur þessi
reitur nú verið
friðaður. Enn
standa þarna fisk-
verkunarhús og
skemmur, sem eru
í ýmiss konar
notkun. Bæjar-
yfirvöld reikna með að framkvæmd-
ir hefjist þarna á miðju næsta ári,
en skipulagstillagan liggur nú
frammi hjá skipulagsdeild Hafnar-
fjarðar og skal athugasemdum við
tillöguna skilað eigi síðan en 11.
október nk.
Hraunlendi, bollar og balar
— Þetta svæði liggur í hjarta
Hafnarfjarðar, norður af gamla
bænum og afmarkast af Reykjavík-
urvegi, Arnarhrauni, Smyrlahrauni
og Alfaskeiði. Aðkoma að svæðinu
er að norðan frá Arnarhrauni, en
neðan úr bænum frá Smyrlahrauni,
sagði Gunnlaugur Stefán Baldurs-
son arkitekt í viðtali við Morgun-
blaðið, en hann hefur skipulagt
svæðið. — Þarna er gert ráð fyrir
66 íbúðum, bæði í sérbýli og í fjöl-
býli. Byggðin myndast aðallega við
húsagötu, sem er í beinu framhaldi
af Sléttahrauni. Svæðið er 4 hektar-
ar og einkenni þess eru dæmigerð
fyrir Hafnarfjörð, hraunlendi með
bölum og bollum. Á því svæði, þar
sem byggð er ráðgerð, er nánast
um flatlendi að ræða og er hæðin
yfir sjó 22 metrar.
Gunnlaugur er fæddur 1943.
Hann gekk í Menntaskólann í
Reykjavík og varð stúdent þaðan
1963. Síðan lá leið hans til Þýzka-
lands, þar sem hann lagði stund á
arkitektúr fyrst við háskólann í
Braunschweig og síðan við háskól-
ann í Karslruhe, þar sem hann lauk
prófi 1971. Síðan hefur hann starf-
að í Þýzkalandi, aðallega í Köln,
og rekið þar eigin arkitektastofu
lengst af í félagi við aðra en einn
frá því á síðasta ári. Er stofa hans
í háskólabænum Siegen, skammt
fyrir utan Köln. Gunnlaugur hefur
fengist við margvísleg verkefni á
sínu sviði, allt frá íbúðarhúsum til
opinberra bygginga og þá einkum
skólabygginga en einnig skipulags-
verkefni.
— Svæðið snýr mjög vel við
sólu og útsýni er í austur til Blá-
fjalla en í suður í átt að miðbæ
Hafnarfjarðar, heldur Gunnlaugur
áfram. — Á efri hæðum byggðar-
innar verður mjög gott útsýni yfir
allan Fjörðinn. Ekki verður nema
200-300 metra göngufjarlægð í alla
almenna verzlun og þjónustu í mið-
bæ Ilafnarfjarðar og skólar og
íþróttahús eru í svipaðri fjarlægð.
Jafnframt er nýja íþróttasvæðið í
Kaplakrika aðeins í um 600 metra
fjarlægð. Barnaheimili er í Einars-
reit við Smyrlahraun, en á reitnum
sjálfum er gert ráð fyrir “Hraun-
kaffi“, þar sem t. d. eldri borgarar
Nýja skipulagssvæðið liggur í hjarta Hafnarfjarðar, norður af gamla bænum og afmarkast af Reykjavík-
urvegi, Arnarhrauni, Smyrlahrauni og Álfaskeiði. Byggðarhryggur liggur eftir endilöngu svæðinu og
húsin næst opna svæðinu aðlaga sig að þeirri ósnortnu náttúru, sem þar er að finna.
$