Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 Flóttamaiuiabúöir í Parí§ í tjaldbúðunum í Tolbiac hafast við 372 heimilislausir Parísarbúar af afrískum ættum. HUNDAR reikuðu um grýtta jörð- ina og ryk þyrlaðist upp í kæf- andi hitanum. Blökkukonur í þjóðleguin, afrískum klæðum reyndu að baða börnin sín í því litla vatni sem til var. Auk 50 brúnna kakítjalda voru þarna sjúkraskýli og bráðabirgðasal- emi. í bakgrunninum blasti Eiff- elturninn við. ■ ■ 011 þessi lýsing gæti hæglega átt við um flóttamannabúðir í Súdan, nema hvað þótt Eiffelturninn sé 300 metra hár þarf eitthvað meira en góða sjón til þess að sjá hann alla leið frá Afríku. En turninn var hvorki hilling né heiftarlegur sólst- ingur. Tjaldbúamir í Tolbiac á bökkum Signu komust á forsíður franskra dagblaða í liðinni viku þegar þeir neituðu að hypja sig og stöðvuðu með því framkvæmdir við stærsta bókasafn í heimi. Hið umdeilda bókasafn á að vera í fjórum 85 metra háum glerturnum sem gagn- rýnendur segja reyndar að séu bæði fjárhagsleg og listfræðileg fjar- stæða. Bókasafnið er undir verndar- væng Francois Mitterrands og bygg- ingarlóðin hefur orðið átakasvæði forsetans og Jacques Chiracs, borg- arstjóra Parísar. Chirac hefur þráast við að láta lóðina formlega af hendi vegna óánægju með stefnu frönsku stjórnarinnar í málefnum Parísar. En nú hefur borgarstjórinn geng- ið í lið með ijandvini sínum og heit- ið því að koma tjaldbúunum af lóð- inni. Tjaldbúarnir hótuðu þá að flytja sig á fræga ferðamannastaði og borgarstjórinn svaraði um hæl með því að lýsa stríði á hendur öllum þeim sem tjölduðu ólöglega. Lög- reglan lét til skarar skríða gegn hundruðum erlendra ferðamanna sem meðal annars höfðu tjaldað við Eiffelturninn. Margir þeirra eru blá- snauðir og illa séðir ferðamenn frá Austur-Evrópu. Þeim var vísað á opinber tjaldstæði sem þegar voru yfirfull. Tolbiac Frakkar hafa deilt hart um hvem- ig eigi að bregðast við ólöglegum innflytjendum. Chirac hefur að und- anförnu hert tóninn og forsætisráð- herrann, Edith Cresson, útilokar ekki stórfellda nauðungarfiutninga. En tjaldbúamir í Tolbiac eru ekki ólöglegir innflytjendur þótt flestir þeirra séu af afrískum uppruna. Skipuleggjendur búðanna segja að 95% íbúanna séu franskir ríkisborg- arar og að 80% þeirra hafí fastar tekjur. Tjaldbúðirnar hafa leitt athyglina að ástandinu í húsnæðismálum Parísar. Margir tjaldbúanna segjast hafa verið bornir út úr leiguíbúðum vegna fasteignabrasks eigendanna. Sumir hafa verið á biðlista eftir húsnæði árum saman og ekki hjálp- ar hörundsliturinn. Því er haldið fram að yfirvöld jafnt sem húseig- endur vilji hreinsa miðborgina af fátæklingum og innflytjendum. Sagt er að á sama tíma og 60.000 manns skorti húsnæði séu 117.000 auðar íbúðir í París. Búðirnar í Tolbiac voru settar á stofn 13. júlí síðastliðinn. Skipu- leggjendurnir segja að af 372 íbúum séu 200 börn og þau þjáist mest. Hitinn í tjöldunum getur farið yfír 60 gráður á Celsíus og úti leika börnin sér í hættulegu og heilsuspil- landi umhverfi. Heilsufar er slæmt en sjúkraskýlið er aðeins opið einn klukkutíma á dag. íbúarnir skiptast á um að vakta búðirnar allan sólar- hringinn af ótta við árásir þjóðernis- sinna. Nú óttast þeir jafnvel enn meira að yfirvöld sendi óeirðalög- reglu gegn þeim og reki þá á brott í stað þess að veita þeim aðstoð. „............... WIRUS/;///y)/V Vandaöar þýskar innihurðir á fróbæru verði. ◄ Tvöfaldar forstofuhurðir með eða ón pösta. ► Wirus hljóðeinangrandi hurðir fyrir fyrirtæki, skóla, sjúkrahús, spón- eða plastlagðar. Kynningarvero á sléttum, spónlögðum hurðum. Verð á 80 cm hurð í karmi, mAormlislum, skrá og lömum frá kr. 16.950. • BYGGINGAVORUR Wirus spjaldahurðir með eða ón SKEIFUNNI 11 ■ SIMI 681570 B 13 SÍMI: FASTEIGNA OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI 18 Einbýl Arnartangi — Mos. Vandað einb. ca 145 fm á einni hæð auk 47 fm bílsk. 4 svefnherb. Parket. Gróinn garður. Verð 13 millj. Melabraut — Seltjn. Virðulegt einb. á þremur hæðum ca 250 fm. Glæsil. ræktuð lóð. Hús í mjög góðu standi. Raðhús — parhús Vesturberg Glæsil. raðh. á einni og hálfri hæð. Mjög fallegur ræktaður garður. Bílsk. Eign í sérfl. Ægisíða Parhús 140 fm skiptist í 2 stofur, 3-4 svefnherb. Nýtt gler. parket. Glæsil. baðherb. Mögul. á íb. í kj. 29 fm bílsk. Góð áhv. lán 6,0 millj. Verð 11,6 millj. Fagrihjalli Vorum að fá í einkasölu glæsil. raðhús tvær hæðir og ris að grunnfleti samtals 200 fm ásamt innb. bílsk. Húsið er fullfrág að utan og íbhæft. en ekki fullfrág. að innan. Verð 12,5 millj. Áhv. húsbréf 6,2 millj. Eignaskipti mögul. Ásgardur Vorum að fá i einkasölu einstakl. snyrtil. raðhús. Húsið er á þremur hæð- um og er í góðu standi. Mikið endurn. Bollagarðar Fallegt raðhús. Skiptist m.a. í 4 svefn- herb., 2 stofur, eldh. m/borðkrók. Innb. bílsk. Fráb. útsýni. Mosbær — Lindarbyggð 175 fm parhús á einni hæð. Skiptist í 3 svefnherb., eldh., borðstofu og stóra stofu. Laust nú þegar. Ýmis eignaskipti mögul. Kambasel Endaraðh. tvær hæðir og ris m. innb. bílsk. Á neðri hæð er m.a. 4 svefnh. og bað. Á efri eru stofur, eldh. og búr, 1 svefnh. og snyrting. í risi er baðst. Engjasel Pallaraðhús sem skiptist m.a. í 4 svefn- herb., 2 stofur, tómstundaherb., sjón- varpsherb. o.fl. Húsið er allt nýtekið í gegn. Ákv. sala. Bílskýli. Laust fljótl. Sérhæöir Bárugata Vorum að fá í einkasölu sérlega glæsi- lega hæð, sem skiptist í 2 stofur, sjón- varpsherb., 2 svefnherb. eldh. og bað. Eigninni fylgir bílsk. Eign í sérl. góðu ástandi. Skuldlaus. Grænahlíð Glæsil. neðri hæð í mjög góðu húsi ca 150 fm. Skiptist í stórt eldhús, 2 stórar stofur, 2-4 svefnherb., sólstofu og flísalagt bað. Eignin er öll hin glæsil. Rúmg. bílsk. Fallegur garður. Verð 14,5 millj. Álfhólsvegur Mjög góð 117 fm efri hæð. Glæsil. út- sýni. Góður bílsk. fylgir. Eignask. mögul. Hagamelur Vorum að fá í einkasölu 130 fm íb. ó 2. hæð v/Hagamel. Skiptist í 2 stórar stofur, 3 svefnherb., stórt eldhús og bað. Rúmg. bílsk. Laus fljótl. Melabraut — Seltjnesi Neðri sérhæð í tvíbhúsi ásamt hluta í kj. Á hæðinni eru stofur, eldhús, 2 svefnherb. og bað. í kj. 2 svefnherb. og þvottah. Hringstigi úr stofu milli hæða. Mikið endurn.; nýtt gler, nýtt parket og nýjar innihurðir. 45 fm bílsk. 4ra—5 herb. Fornhagi 4ra herb. mjög góð kjíb. i þrib. Sérinng. Falleg ræktuð lóö. Góð eign. Við miðbæ Falleg 110 fm nýstandsett ib. á 4. hæð. Parket og flisar. Stórar svalir. Laus. Lyklar á skrifst. Fífusel 4ra herb. ib. á 2. hæð. Laus nú þegar. Húsið ný lagfært að utan. Hagst. verð. 3ja herb. Smáragata Vorum að fá í sölu glæsil. 3ja herb. íb. á 1. hæð í fjórbhúsi. Stór bílsk. Falleg eign. Goðheimar Falleg 3ja herb. sérh. á jarðh. Skiptist i 2 svefnherb., stofu og stóran skála. Áhv,. veðd. ca 3,0 millj. Verð 5950 þús. Falleg eign. Álftahólar Vorum að fá í einkasölu 3ja herb. mjög góða íb. á 4. hæð í lyftuhúsi m. bílsk. Laufásvegur Skemmtileg 3ja-4ra herb. íb. í kj. Býður uppá mikla mögul. Mikið endurn. Verð 4,9 millj. Kjarrhólmi 3ja herb. mjög góð íb. á 4. hæð. Suð- ursv. Fráb. útsýni. 2ja herb. Frostafold Glæsil. rúmg. íb. á 1. hæð. Vandaðar innr. Þvherb. innaf eldhúsi. Áhv. veð- deild ca 3,2 millj. Verð 6,4 millj. Pósthússtræti Glæsil. 2ja herb. íb. á 3. hæð. Allar innr. sérl. vandaðar. Bílskýli. Frakkastígur 2ja herb. íb. á 1. hæð í nýl. húsi með bílskýli. Engjasel Snyrtileg 2ja herb. íb. á jarðhæð. Verð 4,4 millj. Áhv. 2 millj. Stúdíóíb. í gamla bænum Liðlega 50 fm. Arinn í stofu. Flísar á götu. Fráb. útsýni. Svalir. Öll ný upp- gerð. Laus. Kaplaskjólsvegur Einstaklingsíb. ca 45 fm á góðum stað. Áhv. veðdlán 2,4 millj. Verð 3950 þús. Vesturgata Einstakl. risíb. 2 herb. og eldhús. Út- sýni. Verð 1,7 millj. Sólvallagata Ósamþ. einstklíb. 40 fm jarðh. V. 2,6 m. I smiðum Álfholt - Hf. .Vorum að fá í sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir í fjórbhúsi við Álfholt. íb. seljast tilb. u. trév. Öll sameign að utan sem innan frág. þ.m.t. lóð. íb. eru til afh. fljótl. Teikn. á skrifst. Grasarimi Vorum að fá í sölu nokkur mjög glæsil. raðhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Seljast frág. að utan en í fokh. ástandi að innan. Teikn. á skrifst. Fagrihjalli 2ja herb. íb. á jarðh. í tvíbhúsi. Selst í fokh. ástandi að innan en húsið frág. að utan. Hagst. greiðsluskilm. Hrísrimi Vorum að fá í sölu nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir í 3ja hæða sambýlishúsum. íbúðirnar eru til afh. í okt./nóv. tiib. u. trév. en sameign fullfróg. 4ra herb. íb. fylgja bílastæði í kj. Byggingam. Haukur Pétursson. Miðhús Einbhús á tveimur hæðum m/bílsk. Hvor hæð 96 fm. Efri hæð: 3 svefnh., fjölsk- herb. og bað. 1. hæð: Eldhús, 2 stofur, herb., geymsla og snyrting. Selst fokh. á kr. 7,5 millj., að mestu frág. að utan á kr. 8,8 millj. Sveighús Fallegt pallaeinbýlishús að grfl. 162 fm auk tvöf. bílsk. Selst fullfrág. að utan, ómálað, en í fokheldu ástandi að innan. Teikningar á skrifst. í Setbergshlíð — Hf. Vorum að fá í sölu nokkrar 4ra-5 herb. íb. tilb. u. trév. og máln. Öll .sameign frág. utandyra sem innan. íb. til afh. í apr. nk. Verð 8,2 millj. Traustir byggaöil- ar. Teikn. á skrifst. Vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá SÖLUSTJÓRI LÖGMENN AGNAR ÓLAFSSON SIGURBJÖRN MAGNÚSSON GUNNAR JÓHANN BIRGISSON Sölumenn JON STEFANSSON -SIGURÐUR HRAFNSSON Hs. 29184 Hs. 677311 AGNAR AGNARSSON, VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.