Morgunblaðið - 08.09.1991, Page 1

Morgunblaðið - 08.09.1991, Page 1
14 YFIR HAFIÐ UNDIRSKALA _ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 SUWWUDAGUR fjltygttsiMaMifr BLAÐ eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, myndir Ragnar Axelsson Það er farió að hausta. Bryggjan á Gjögri er kaffærð af hvítfyssandi öldum og upp úr grængolandi haf- inu rísa fjöllin kolsvört en traustvekj- andi, ekkertfær þeim haggað. Brim- ið löðrar íbúðarhúsin og manneskj- an verður ósköp smá þegar náttúru- öflin láta til sín taka, þó er þetta ekki nema lítió sýnishorn — tökin eru síst blíðari á vetrum. Ut á þetta mikla og volduga haf sem engu eir- ir hafa menn á Ströndum löngum sótt björg í bú og hér hafa verið iðandi verstöðvar; allar horfnar. Sumarið gæðir gjöfular eyðijarðir lífi og jákvæðir átthagaf jötrar draga til sín brottflutta íbúa sem eitt sinn voru ungir menn á reka. Börn framtíóarinnar eru þó fá hér um slóðir en sá sem einu sinni hefur lifað sumar á Ströndum gleymir því ekki svo glatt. Því hér býr fólk meó andlit eins og fjöllin, gestrisið og nægjusamt, eilíflega bundið ætt- jörðinni. Ættjöró sem ber í. sér feigð framtíðar. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.