Morgunblaðið - 20.09.1991, Blaðsíða 1
JMOTjttntfifftMft
VIKUNA 21. — 27. SEPTEMBER
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991
BLAÐ
B
Klúbbmeðlimum stendur ekki á sama þegar morð er framið.
P AB B ASTRÁKAR
Fyrri hluti framhaldsmyndarinnar Pabbastrákar eða „Billionaire Boys
Club“ verður sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld. í Billjónaklúbbnum
eru 30 meðlimir og er hver þeirra bundinn þagnareið um starfsemi
klúbbsins. Forsprakkinn sannfærir meðlimina um að með nægilegu
fjármagni frá þeim geti hann fjárfest þannig að þeir þurfi ekki að vinna
íframtíðinni. Klúbbfélagar lifa hátt í þeirri trú að allt sé í stakasta lagi
en þegar morð eru farin að tengjast klúbbnum er þeim hætt að lítast
á blikuna og rjúfa þagnareið sinn. Síðari hluti myndarinnar verður
sýndur á mánudagskvöldinu.
Sveitatónlist
Á Aðalstöðinni milli kl. 17 og 21
alla laugardaga er þátturinn „Am-
erican Country Countdown" með
Bob Kingsley og Erlu Friðgeirs-
dóttur. Fariðeryfir40 vinsælustu
sveitasöngvana í Bandaríkjunum
þá vikuna, auk þess sem sagðar
eru sögur af listamönnunum sjálf-
um. Þátturinn er í íslenskri endur-
sögn Erlu og er síðan endurtekinn
aðfaranótt þriðjudags og byrjar þá
á miðnætti.
Erla Friðgeirsdóttir
erá Aðaistöðinni
alla laugardaga kl.
17-21.
Barna-
rán
Nýr breskur spennumyndaflokk-
ur hefur göngu sína í Sjónvarp-
inu á þriðjudagskvöldinu þar sem
tekist er á um pólitík og persónu-
leg mál. Atburðarásin berst frá
London til Þýskalands þar sem
umbrotatímar eru. Systkini
hverfa úr skóla sínum í London
og beinast spjótin fljótlega að
föður barnanna, vestur-þýskum
róttæklingi sem tapaði barátt-
unni um forsjá barnanna. Við
rannsókn málsins beinist áhugi
yfirvalda að stjórnmálavafstri
föðursins og þar með dragast
börn hans og fyrrverandi eigin-
konu í flókið pólitískt hættuspil.
Þættirnir verða á dagskrá næstu
sex þriðjudagskvöld.
Opinberum aðilum er meira í mun að finna föðurinn en börnin í
nýjum myndaflokki sem Sjónvarpið sýnir næstu sex þriðjudags-
kvöld.
Dúfnaveislan
í tilefni þess að Borgarleikhúsið frumsýnir Dúfnaveislu Halldórs Laxness í kvöld verður dagskrá um verkið á
Rás 1 á sunnudaginn. Rifjuð verður uppfyrsta uppfærsla verksins hjá Leikfélaginu árið 1966, en henni leik-
stýrði Helgi Skúlason og Þorsteinn Ö. Stephensen fór með hlutverk pressarans. Uppfærslunni í Borgarleikhús-
inu leikstýrir Halldór E. Laxness og pressarann leikur Þorsteinn Gunnarsson. í þættinum verða flutt brot
úr verkinu og skyggnst í bakgrunn þess og rætt við þá sem tóku þátt ífrumflutningnum og eins leikara sem
taka þátt í sýningunni nú.
Atriðið úr leik-
ritinu Dúfna-
veislan eftir
Halldór Lax-
ness sem sýnt
er í Borgarleik-
húsinu.
Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8
Útvarpsdagskrá bls. 2-8
Hvað er að gerast? bls. 3-5 -
Myndbönd bls. 8
Bíóin í borginni bls. 7