Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
Hæstiréttur:
Fyrrum lögreglu-
maður dæmdur í skil-
orðsbundið varðhald
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrrum lögreglumann í þriggja mánaða
skilorðsbundið varðhald fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi með
því að hafa farið offari við handtöku ungs manns aðfaranótt 27. desem-
ber 1990. í Sakadómi Reykjavíkur hafði maðurinn einnig verið dæmdur
í þriggja mánaða varðhald, en þá óskilorðsbundið.
Ungi maðurinn hafði ekki sinnt
fyrirmælum lögreglumanna sem
kvaddir höfðu verið að húsi við Berg-
þórugötu þar sem samkvæmi stóð
yfir. Sannað þótti að lögreglumaður-
inn sem ákærður var hefði tekið
unga manninn tökum og dregið hann
rænulausan eða rænulítinn í átt að
lögreglubíl en sleppt svo takinu þann-
ig að andlit mannsins skall í götuna.
Við þetta brotnuðu 7 tennur í mann-
inum, auk þess sem hann hlaut ýmiss
konar bólgur, mar og skrámur í and-
liti.
Umframorka Blöndu:
Sala þýddi allt
að 1.450 millj-
óna kr. tekjur
EF LANDSVIRKJUN gæti selt
þær 610 gigawattsstundir, sem
eru umframorkugeta Blöndu-
virkjunar í fyrstu, á núgildandi
meðalverði til almenningsraf-
veitna, mundi það skila stofnun-
inni um 1.450 milljón króna tekj-
um, að sögn Halldórs Jónatans-
sonar forstjóra Landsvirkjunar.
Núgildandi meðalverð til al-
menningsrafveitna er 2,38 krónur
á kílówattsstund en sé miðað við
meðalverð til stóriðju, sem er 1,52
krónur á kílówattsstund, fengjust
927 milljónir króna fyrir 610 gíga-
wattsstundir, að sögn Halldórs
Jónatanssonar.
í dómi Hæstaréttar segir að fall-
ast beri á það með héraðsdómara
að sannað sé að maðurinn hafi í
starfi sínu sem lögregiumaður í
Reykjavík í umrætt sinn beitt unga
manninn harðræði sem leiddi til
meiðsla hans. Aðfarir hans hafi verið
miklu harkalegri en aðstæður gáfu
tilefni til.
Með hliðsjón af því að lögreglu-
manninum hafði verið vikið frá störf-
um vegna þessa atviks og vegna
þess að hann hafði ekki áður sætt
kæru eða refsingu, þótti rétt að refs-
ingin yrði skilorðsbundin en í Saka-
dómi Reykjavíkur höfðu efni ekki
þótt standa til þess. Auk refsingar-
innar var maðurinn dæmdur til
greiðslu 120 þúsund króna saksókn-
ar- og málsvarnarlauna.
Hæstaréttardómararnir Guðrún
Erlendsdóttir, Bjarni K. Bjarnason,
Gunnar M. Guðmundsson, Haraldur
Henrysson og Pétur Kr. Hafstein
kváðu upp dóminn.
Víkur fyrir göngustíg
Morgunblaðið/KGA
Borgarráð hefur samþykkt að kaupa til niðurrifs
húseignina Vallarstræti 4 oger kaupverðið 5 milljón-
ir króna. Að sögn Hjörleifs Kvaran, framkvæmda-
stjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar,
er fyrirhugað að leggja göngustíg milli Vallarstræt-
is og Fógetagarðs og því verður húsið að víkja. Það
dEendur við Hótel Vík og er 100 fermetrar að grunn-
fleti, kjallari tvær hæðir og ris.
Birgðasöfnun hjá SH og SÍS í Bandaríkjunum:
Nýir útflytjendur bjóða
allt að 20% lægra verð
BORIÐ hefur á undirboðum á íslenskum freðfiski á Bandaríkja-
markaði eftir að útflutningur var gefinn frjáls fyrir fimm árum.
Þetta kemur fram í grein Þóris Gröndal „Fiskmarkaðurinn í
Ameríku í hættu” í blaðinu í dag. Þar segir að frést hafi af nýjum
útflytjendum sem bjóði allt að 20% lægra verð en Coldwater Seafo-
od Corporation og Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki
SH og SÍS.
Dagskrá út-
varpsstöðva
Vegna mistaka er dagskrá-
útvarpsstöðvanna sem birtist í
sérblaði Morgunblaðsins, A
dagskrá, í gær, vikugömul.
Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum og
vísar á daglega birtingu á
blaðsíðu 6.
í greininni segir að á sama tíma
og íslensku físksölufyrirtækin eigi
í vök að veijast vegna minnkandi
neyslu á fullunnum afurðum hafi
nýir útflytjendur frá íslandi flutt
æ meira af fiskflökum, humri og
fleiri sjávarafurðum til Bandaríkj-
anna. Fiskurinn hafi verið seldur
á lægra verði en sömu afurðir
framleiddar og fluttar vestur af
SH og SÍS. Verðmunurinn hafi
orðið allt að 20% og oftast sé mið-
Þórhallur Vilmundarson prófessor:
Margt líkt með Bárði Snæ-
fellsás og* Mikjáli erkiengli
„Hér kviknaði að likindum hugmyndin um Bárð Snæfellsás,” seg-
ir Þórhailur Vilmundarson, prófessor, þar sem hann stendur í
búðatóftunum í Dritvík með Snæfellsjökul í baksýn.
ÞORHALLUR Vilmundarson,
prófessor, ritar grein um upp-
runa Bárðar Snæfellsáss í Lesj
bók Morgunblaðsins í dag. I
greininni segir m.a. svo:
„Trú og áheit á Bárð lifðu lengi
fram eftir öldum. Þannig hétu þóf-
arar á Bárð við vinnu sína með
sérstökum formála: Bárður minn á
Jökli, / leggstu á þófíð mitt. / Ég
skal gefa þér lóna / og íleppana í
skóna o.s.frv. Þetta minnir á hið
innilega persónulega samband
manna við dýrlinga í kaþólskum
sið og vekur þá spurningu, hvort
kristinna áhrifa hafi gætt á hug-
myndir rnanna um Bárð þegar að
fornu. í hugann kemur þá Mikjáll
erkiengill, höfuðvemdarengill
kristinna manna, sem einmitt er
tengdur fjöllum og hellum. Talið
hefur verið víst, að með englinum,
sem talaði við Móse á Sínaífjalli,
sé átt við Mikjál erkiengil.”
Enn fremur segir: „Sem sjá má,
er sumt líkt með frásögnunum af
Bárði og Mikjáli, og er varla fjarri
lagi að ætla, að hugmyndirnar um
„heitguðinn” og „bjargvættina” í
helli á Snæfellsjökli hafi dregið
dám af trúnni á verndarengilinn
við hellismunna á Garganofjalli,
sbr. önnur áhrif kristni og. BiMki-
íræða á heiðna trú og þjóðtrú, svo
sem áhrif Krists á Baldur og fyrr-
nefnd áhrif kerúba á oddvita land-
vættanna.”
Sjá nántir grein í miöopmi
; 11 Lesbójam||-| | j ||| |t||| j f 11| I j
að við að fiskurinn sé staðgreiddur
eða bankaábyrgð opnuð. Þó sé það
ekki einhlítt því innfiytjendur í
Bandaríkjunum bjóði fiskinn í
smáslöttum og gefi þá gjaldfrest.
Nýju útflytjendurnir bjóði aðeins
auðseljanlegustu tegundirnar.
Þetta hafi leitt til þess að erfitt
reynist að selja Icelandic- og Sam-
band of Iceland-merkin á hærra
verði og birgðir hafi safnast upp.
Nýir útflytjendur á Bandaríkja-
markað kaupi fiskinn oft hjá
frystihúsum, sem jafnan pakka
fyrir Sölumiðstöðina og íslenskar
sjávarafurðir. í Bandaríkjunum sé
fiskurinn seldur m.a. undir merkj-
unum Polar Frost, Iceland Seas,
Iceland Star, Bliki, Iceland Har-
vest, Seagulls, Hekla, Marbakki,
Stefnir, Origin Iceland, Triton og
Iceland Prima. Oft sé pökkun
ábótavant og útflutningurinn fari
einnig varhluta af gæðaeftirliti
stóru sölusamtakanna. Þá sé orðið
meira um það en áður að amerísk-
ir kaupendur, meðal annars Red
Lobster Inns, hafi komið til íslands
og keypt framhjá Coldwater og
Iceland Seafood.
Sjá grein Þóris, „Fiskmarkað-
urinn í Ameríku í hættu”, á
bls. 12.
EFTA hætt-
ir viðskiptum
við Júgóslavíu
EFTA-ráðið hefur að tillögu Svía
samþykkt að stöðva viðskipti við
Júgóslavíu. Áður hafði Evrópu-
bandalagið samþykkt viðskipta-
bann á Júgóslavíu.
EFTA-ráðið ákvað jafnframt að
hætta viðræðum um fríverslunar-
samkomulag við Júgóslavíu og aflýst
var greiðslum úr 100 milljóna dala
þróunarsjóði til handa Júgóslavíu.
Fyrstu átta mánuði þessa árs
fluttu íslendingar út vörur til Júgó-
slavíu að verðmæti 28,8 milljónir kr.
en innflutningur nam 72,7 milljónum
króna. Útflutningurinn til Júgóslavíu
er einkum skreið og lopi.
Uppsagnir og aðhald
boðað hjá Hagvirki
STJÓRN Hagvirkis gerði sljórnendum innan fyrirtækisins, verkstjór-
um, flokksstjórum, tæknimönnum og skrifstofuliði, grein fyrir því
á fundi í gær að harður vetur væri framundan hjá fyrirtækinu og
fyrirsjáanlegt aðhald í útgjöldum og starfsmannahaldi.
undirbúningur fyrir Fljótsdalsvirkj-
un myndi frestast vegna þess að
ekki hefði verið samið um byggingu
álvers.
Jóhann játti því að til greina
kæmi að segja upp allmörgum
starfsmönnum, en Hagvirki er nú
með 230 manns í vinnu. „Það er
ekki búið að skilgreina það ennþá,
en við sögðum fólki að við myndum
herða að okkur,” sagði hann.~
Sjá frétt á miðopnu.
„Við gerðum mönnum grein fyrir
því að við yrðum að herða sultar-
ólina á öllum sviðum, bæði í al-
mennum útgjöldum og starfs-
mannahaldi,” sagði Jóhann Berg-
þórsson, forstjóri Hagvirkis, í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann sagði
að Hagvirki hefði meðal annars
misst vænan bita er Morgunblaðið
hefði samið við Istak um byggingu
nýs húss, en Hagvirki bauð lægra
í iií m ntlíi i*,,..:.. „a
|l
r
í
,\i
€
I
(
4
I
I
f
I
1
I