Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 16. NÓVEMBER 1991
Vegagerð ríkisins:
Arnarnesvegur opnaður
fyrir umferð um helgina
ARNARNESVEGUR, milli
Hafnarfjarðarvegar og Reykja-
nesbrautar, verður opnaður um
Meiddist á
augaí
vinnuslysi
ÓTTAST er að tæplega sextugur
maður hafi misst sjón á auga í
vinnuslysi í vinnslusal Miðness í
Sandgerði í gær.
Verið var að lyfta fiskikari með
lyftara. Kústur á skafti klemmdist
milli lyftarapallsins og borðs, brotn-
aði undan spennunni og skaust brot
í auga mannsins.
helgina. Vegurinn liggur á
mörkum Kópavogs og Garða-
bæjar og tengist Hafnarfjarðar-
vegi með umferðarmannvirkj-
unum á Arnarneshæð en
Reykjanesbraut með venjuleg-
um stefnugreindum gatnamót-
um. Hann er 1,1 km að lengd
með 7,5 metra breiðu malbiks-
lagi. Kostnaður við fram-
kvæmdina er um 80 milljónir
króna og á fullnaðarfrágangi
að ljúka næsta sumar.
Arnarnesvegur liggur um Nón-
hæð og tengjast þar tvær nýjar
götur inn á veginn á hringtorgi. í
frétt frá Vegagerð ríkisins segir
að síðar, þegar Reykjanesbraut
verður orðin 4ra akreina, er áætl-
að að tengja vegina með umferðar-
mannvirkjum, svipuðum þeim sem
eru á Amameshæð. Um Reykja-
nesbraut við vegamótin fara um
15.000 bílar á dag, en um Hafnar-
fjarðarveg fara um 30.000 bílar á
dag. Er gert ráð fyrir að umferð
um nýja veginn verði til að byija
með um 5.000 bílar á dag, svipað
og nú er á Reykjanesbraut milli
Hafnarfjarðar og Keflavíkur.
Fram kemur að Bæjarbraut úr
Garðabæ hafi hingað til verið eini
vegurinn á mörkum Kópavogs og
Garðabæjar og því hefur ekki þurft
að skeyta um forgang annarrar
umferðar. Hún hefur engin verið
en framvegis mun umferð af Bæj-
arbraut þurfa að víkja með bið-
skyldu, fyrir umferð á Arnarnes-
vegi. Em vegfarendur sérstaklega
varaðir við þegar farið er um þessi
gatnamót og beðnir um að muna
vel eftir því að umferð er komin
á Amarnesveg.
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
Heimild: Veöurslofa íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR íDAG, 16. NÓVEMBER
YFIRLIT: Um 300 km suður af Dyrhólaey er 1000 mb kröpp smá-
lægð, sem þokast suðaustur, en yfir Grænlandi er 1035 mb há-
þrýstisvæði.
SPÁ Fremur hæg norðan- og norðaustanátt, úrkomulaust um sunn-
anvert landið en él í öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Austanátt með smá snjókomu sunnan-
og suðaustanlands, en hægviðri og úrkomulaust í öðrum landshlut-
um. Frost 6-8 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Breytileg átt, kaldi eða stinningskaldi,
skýjað en úrkomulítið. Helst má búast við éljum suðvestanlands.
Frost 4-6 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri +7 snjókoma
Reykjavík +5 alskýjað
Bergen 0 iéttskýjað
Hefsinkl 5 rigning
Kaupmannahöfn 3 þokumóða
Narssarssuaq +9 skýjað
Nuuk vantar
Osló 2 skýjað
Stokkhólmur —'' 1 þokumóða
Þórshöfn 0 alskýjað
Algarve vantar
Amsterdam 6 léttskýjaö
Barcelona 13 þrumuveður
Berlín 6 hálfskýjað
Chicago 13 þokumóða
Feneyjar 8 rigning
Frankfurt 6 léttskýjað
Glasgow 0 skýjað
Hamborg S þokumóða
London 7 skýjað
Los Angeles - 17 heiðskírt
Lúxemborg 4 iéttskýjað
Madríd 16 léttskýjað
Malaga 19 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal 5 rigningogsúld
NewYork 12 skýjað
Orlando 28 léttskýjað
París 6 léttskýjað
Madeira vantar
Róm 16 alskýjað
Vln 7 skýjað
Washington 20 léttskýjað
Winnipeg 0 alskýjað
Þriggja ára áætlun Siglufjarðarbæjar:
60 milljónum varið til
byggingar leikskóla
Siglufirði.
BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar hefur samþykkt þriggja ára fram-
kvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árin 1992-94. Helsta framkvæmd
bæjarins á þessu tímabili verður bygging leikskóla. Samkvæmt áætlun-
inni verða hreinar skuldir bæjarsjóðs og fyrirtækja hans um 75 milljón-
ir um næstu áramót og hafa þá iækkað um 575 milljónir kr. á árinu
því skuldirnar voru 650 milljónir í ársbyijun.
Meðalárstekjur bæjarsjóðs eru
áætlaðar um 180 milljónir kr. á ári
á þessu tímabili en rekstrarkostnað-
ur 120 milljónir. Rekstrarafgangur
hafnarsjóðs er áætlaður 3 milljónir
á ári og afborganir lána og vaxta
16 milljónir. Samkvæmt þessu hefur
bæjarsjóður til ráðstöfunar til fram-
kvæmda og fjárfestinga um 47 millj-
ónir kr. eða alls rúmlega 140 milljón-
ir á næstu þremur árum. Á sama
tímabili eiga skuldir að lækka um
rúmlega 30 milljónir kr. að raunvirði.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun-
inni verður varið 30 milljónum til
áframhalds framkvæmda við dvalar-
heimili aldraðra 30; gangstéttafram-
kvæmda 20 milljónir; hafnarfram-
kvæmda 15 milljónir; viðhalds á
eignum bæjarins 14 milljónir og
holræsaviðgerða 12 milljónir. Að
auki verður unnið að ýmsum minni
verkefnum og áætlaðar fjárfestingar
í minni tækjum og búnaði eru 10-15
milljónir á þessu þriggja ára tímabili.
M.J.
Karólína Lárusdóttir
verðlaunuð í Bretlandi
KARÓLÍNA Lárusdóttir hlaut í gær „John Brandler Watercolor Prize”,
eða John Brandler-verðlaunin fyrir vatnslitamyndir. Verðlaunin fékk
hún fyrir mynd sem er á sýningu hjá „New English Art Club”. Klúbbur-
inn er styrktur af myndlistar- og uppboðsfyrirtækinu Christies og er
sýningin í Mall Galleries í London.
Á sýningunni
eru 450 verk,
mörg hver eftir
fremstu lista-
menn Breta, en
aðeins sex þeirra
hlutu verðlaun. í
samtali við
Morgunblaðið
sagðist Karólína
að vonum vera
mjög ánægð, því
verðlaunin opni henni ýmis tækifæri.
„Þetta var líka svo óvænt,” sagði
Karólína. „Þetta er árleg sýning og
það eru fyrst og fremst meðlim-
ir„New Englis Art Club”, sem taka
þátt í henni. Ég er ekki meðlimur, en
í vor fékk ég bréf frá þeim, þar sem
mér var boðið að senda inn myndir
til dómnefndar, sem velur verk þeirra
einstaklinga sem ekki eru meðlimir.
Það eru mjög virtir listamenn sem
taka þátt í sýningunni svo mér fannst
þetta freistandi og sendi inn fímni
myndir, grafíkverk, olíu- og vatns-
litamyndir. Þær eru allar á sýning-
unni og mér finnst mjög vænt um
að fá einmitt þessi verðlaun, því hér
í Bretlandi er mjög sterk hefð fyrir
vatnslitamyndum.”
Snjómokstur á fjalivegum;
Tvíbent að hafa fleiri
en einn að störfum
- segir aðstoðarvegamálasljóri
ÞAÐ ER tvíbent að hafa fleiri en einn mann við snjómokstur á fjallveg-
um þar sem svo háttar til að snjóflóð geta fallið, að mati Helga Hall-
grímssonar, aðstoðarvegamálastjóra. Hann sagði að einkum væri litið
til fjarskipta sem öryggistækis í þessu sambandi. í frétt Morgunblaðs-
ins í gær kom fram að maðuriiin, sem lést á Breiðadalsheiði þegar
snjóflóð féll á snjómoksturtæki sem hann stjórnaði, var þar einn að
störfum.
„Við höfum meira stílað upp á það
að fylgst væri með mönnum með
fjarskiptatækjum. Það er ljóst að það
þarna eru miklu fleiri hættustaðir
og kannski enn hættulegri, þ.e. Ós-
hlíðin. Þar er umferð miklu meiri og
menn eru á ferðinni kannski daga
og nætur. Niðurstaðan hefur orðið
sú að því fleiri sem væru á ferðinni
þeim mun meiri væri hættan. Þess
í _ber að efla fjarskiptin,_en ég_
veit ekki hvernig fjarskiptum var
háttað í þessu tilfelli,” sagði Helgi.
Hann sagði að það væri alltaf
reynt að meta það hvort snjóflóða-
hætta væri fyrir hendi áður en haf-
ist væri handa við að opna vegi.
Þrátt fyrir aðvaranir um hættu sé
alltaf töluvert um það að vegfarend-
ur haldi áfram ferð sinni, það hafi
reynslan sýnt.