Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
Fiskmarkaðurinn
í Ameríku í hættu
eftirÞóri S. Gröndal
I þessari grein verður notað tak-
ið „marketing”. í stað hins ljóta
orðs „markaðssetning” er lagt til
að „marketing” verði kallað mörk-
un, kvenkynsorð, sem er til í málinu
en mjög lítið notað nema í hugtak-
inu mörkun sauðfjár og í samsetn-
ingunni takmörkun. Fyrir sögnina
„to market” verður notað orðið að
merka. Þetta orð er ekki til í málinu
samkvæmt íslenskri orðabók Menn-
ingarsjóðs.
Fáir leikmenn hafa gert sér grein
fyrir hinum gífurlegu breytingum,
sem orðið hafa á sölu og mörkun
á íslenskum fiski hér vestra á und-
anförnum árum. Þar til fyrir um
fimm árum, þegar íslensk stjórn-
völd gáfu frjálsan útflutning á
frystum fiski hingað, sáu tveir stór-
ir aðilar um þessa verslun. Þetta
voru samtök frystihúsanna sjálfra,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
Samband íslenskra samvinnufé-
laga. Um tíma fengu tveir smærri
aðilar að flytja út takmarkaðan
fjölda vörutegunda, en þeir entust
ekki mjög lengi.
í rúmlega 40 ár hafa dótturfyrir-
tæki þessara samtaka, Coldwater
Seafood Corporation og Iceland
Seafood Corporation, selt afurðir
frystihúsanna í gegnum veigamikið
mörkunarkerfi, sem byggt hefír
verið upp á þessum tíma. Þeim
tókst, með ötulli útbreiðslu- og aug-
lýsingastarfsemi að koma íslensk-
um fiski í sér flokk, sem neytendur
greiddu hærra verð fyrir en annan
freðfisk. Bæði fyrirtækin settu upp
kerfi af umboðsmönnum (brokers)
í öllum ríkjum landsins, en seldu
einnig beint til stærstu veitingahús-
akeðjanna. Keppinautar, eins og
t.d. Kanadamenn, renndu oftöfund-
araugum til Islendinganna, sem
hafði tekist að sameina hin fjölda-
mörgu frystihús landsins í tvenn
sölusamtök og samræma gæði og
pökkun undir tveimur vörumerkj-
um, sem þekkt eru á bandarískum
fiskmarkaði, Icelandic og Samband
of Iceland.
Bandaríski markaðurinn fyrir
frystan físk var í marga áratugi sá
mikilvægasti fyrir íslenskan sjávar-
útveg. Hér fékkst hæsta verðið og
hér voru mestu möguleikarnir. ís-
lensku fískstöðvarnar hér voru
brautryðjendur í að finna upp,
hanna og merka nýjar afurðir til
að framleiða úr íslenskum físk-
blokkum í nýtískulegum verksmiðj-
um sínum. Markaðshlutdeild þeirra
fyrir unnar fískafurðir var milli 20
og 40 af hundraði. Þær kepptu og
gera enn grimmilega í sölu og
mörkun á þessum afurðum. En þar
sem verðlagningin á fiskflökum,
sem fullpökkuð eru á íslandi, var
sú sama, kom aldrei til undirboða
eða verðstríðs.
En nú hafa tímarnir og aðstæð-
urnar breyst. Aukið mikilvægi
markaðs fyrir ófrystan fisk í Evrópu
og ný tækni til að flytja hann, hafa
orðið til að minnka mikilvægi
Bandaríkjamarkaðarins. Á sama
tíma ákváðu íslensk stjórnvöld að
gefa mörgum, litlum útflytjendum
leyfi til þess að flytja út og merka
freðfisk til Bandaríkjanna. Um svip-
að leyti varð svo fax-byltingin, sem
snarbreytti þráðlausum samgöngu-
háttum og aðferðum við sölu og
mörkun á flestum vörum.
Á sama tíma sem íslensku fisk-
sölufyrirtækin í Ameríku eiga í vök
að veijast vegna minnkandi neyslu
á fullunnu afurðunum þeirra, hafa
hinir nýju útflytjendur á íslandi
flutt hingað meira og meira af físk-
flökum, humri og fleiri afurðum.
Fiskur þessi hefir verið seldur á
lægra verði en sömu afurðir, fram-
leiddar og flúttar vestur af Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og íslensk-
um sjávarafurðum (SÍS).
Fréttir um hið lægra verð nýju
útflytjendanna fljúga sem fískisög-
ur um landið með aðstoð faxins.
Verðmunurinn getur verið allt að
20% og er þá oftast miðað við að
fískurinn sé staðgreiddur eða opnuð
bankaábyrgð. Samt er það ekki ein-
OPIÐ í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 12.00-16.00,
SUIMNUDAG FRÁ KL. 12.00-15.00.
Fossvogur
Ertu í blóma lífsins? Um sextugt?
Viltu fara að taka lífinu með ró?
í Fossvogsdal á sólríkum stað rís glæsilegt hús
„Sólvogur”
Nú eru hafnar framkvæmdir að glæsilegu fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í Foss-
vogi. Um er að ræða stórar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir, sem afhendast
fullbúnar að utan sem innan, án gólfefna. Suðvestursvalir. Glæsilegt útsýni.
Verð frá kr. 8.000.000,-.
Á 1. hæð í húsinu verður íbúð fyrir húsvörð, salur þar sem verður ýmis þjónusta
gufubað, sturtur, búningsklefar, heitir pottar o.fl.
Pa verður sameiginleg setustofa á 5. hæð og samkomu- og spilasallur á 8. hæð.
‘Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
Komum heim með teikn-
ingar ef óskað er.
Heitt kaffi á könnunni.
Gerið svo vel að Ifta inn.
ÓÐAL fasteignasala,
Skeifunni 11A,
® 679999
Lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hrl.
hlítt, því síðan bjóða hérlendir inn-
flytjendur fískinn í smáslöttum og
er þá gefinn gjaldfrestur. Coldwater
of Iceland Seafood eru auðvitað
með fastakostnað og þurfa að
greiða umboðslaun, enda verða fyr-
irtækin að selja allar afurðir félags-
manna sinna, en nýju aðilarnir
fleyta ijómann ofan af og bjóða
einungis auðseldustu tegundirnar.
Hefir þetta orðið til þess, að erfitt
reynist að selja Icelandic- og Sam-
band of Iceland-merkin á hærra
verðinu og birgðir hafa verið að
safnast, upp.
Nýju útflytjendurnir fá oft fisk-
inn hjá frystihúsum, sem að öllu
jöfnu pakka fyrir Sölumiðstöðina
og Islenskar sjávarafurðir. Selja
þeir hann hér undir ýmsum merkj-
um og eru hér nokkur dæmi: Polar
Frost, Iceland Seas, Iceland Star,
Bliki, Iceland Harvest, Seagulls,
Hekla, Marbakki, Stefnir, Origin
Iceland, Triton og Iceland Prima.
Oft er pökkun ábótavant því fáir
af þessum útflytjendum hafa efni á
að láta prenta sómasamlegar um-
búðir. Þessi útflutningur fer einnig
varhluta af gæðaeftirliti stóru sölu-
samtakanna.
Hinir nýbökuðu viðskiptajöfrar
hafa sumir hveijir lent í klónum á
óprúttnum, amerískum innflutn-
ingsfyrirtækjum, sem hafa platað
þá og svikið. Heyrst hefir um nokk-
ur dæmi, þar sem oi'ðið hafa fjártöp.
Þetta er ekki óeðlilegt, því sumir
nýgræðinganna eru reynslulausir
og vita ekki, hvernig kaupin gerast
á eyrinni. Þar sem sölusamtökin
SH og ÍS hafa misst þau tök, sem
þau áður höfðu á frystihúsunum,
er orðið meira um það, að amerísk-
ir kaupendur, m.a. Red Lobster
Inns, hafí farið í yfírreið um landið
og heimsótt frystihús að vild. Hafa
þau jafnvel keypt framhjá Coldwat-
er og Iceland Seafood, sem séð
hafa þeim fyrir gæðafiski í áratugi.
Sumii' munu eflaust segja að
breyttir tímar kalli á nýja skipan
fisksölumála í Ameríku. Ónnur og
voldugri skipulög í heiminum, svo
sem kommúnisminn og samvinnu-
hreyfingin, hafi horfið fyrir ættern-
isstapa. Að mínu áliti er það ekki
gáfulegt að grafa undan stoðum
Coldwater og Iceland Seafood Corp-
orations. Þessar fiskstöðvar, sem
Þórir S. Gröndal
„Fréttir um hið lægra
verð nýju útflytjend-
anna fljúga sem fiski-
sögur um landið með
aðstoð faxsins. Verð-
munurinn getur verið
allt að 20% og er þá
oftast miðað við að fisk-
urinn sé staðgreiddur
eða opnuð banka-
ábyrgð. Samt er það
ekki einhlítt, því síðan
bjóða hérlendir inn-
flytjendur fiskinn í
smáslöttum og er þá
gefinn gjaldfrestur.”
eru stærstu fyrirtæki erlendis í eigu
íslendinga, hafa unnið landinu vel
í fjóra áratugi. Enginn íslenskur
aðili er tilbúinn að hlaupa í skarðið
ef þau hverfa_ af sjónarsviðinu.
Efnahagsáföll íslendinga að und-
anförnu eru orðin nógu möi'g og
alvarleg. Við þurfum ekki að bæta
þessu við.
Höfundur er ræðismaður Islands
í Suður-Flórída.
Skot í höfuðið
eftir ÓlafE.
Jóhannsson
Áratugum saman hefur Morgun-
blaðið staðið fremst íslenskra dag-
blaða, bæði hvað varðar áreiðan-
leika, stærð og útbreiðslu. Enda
starfa á blaðinu ýmsir af bestu blað-
amönnum landsins sem eru jafnan
stétt sinni og blaðinu til sóma.
Auðvitað verður starfsmönnum
blaðsins stundum á, þó sjaldan sem
betur fer, enda eru slík mistök jafn-
an leiðrétt.
Einn er þó sá starfsmaður sem
oftar verður á í messunni en öðrum.
Það er sá sem kallar sig „fjölmiðla-
rýni” blaðsins, en hann hefur skrif-
að einhverskonar „fjölmiðlagagn-
rýni” sem birst hefur á blaðsíðu 6,
um nokkurra ára skeið.
Oft hefur mér þótt skilningur
hans furðulegur og skrif hans
stappa geggjun næst á köflum.
Ekki síst þegar kjaramál opinberra
starfsmanna og þá einkum kenn-
ara, fléttast með undarlegum hætti
saman við „fjölmiðlarýni” hans.
Reyndar sætir það undrun að
Morgunblaðið skuli líða það að tveir
leiðarar birtist í blaðinu á tíðum,
annars á hinum hefðbundna stað á
miðopnu blaðsins — hinn á blaðsíðu
6.
Undirritaður hefur ekki, fyrr en
nij, nennt að amast við speki „fjölm-
iðlarýnis”, enda að sönnu ekki
áhættulaust að andmæla skoðunum
sumra, því þeir geta tryllst, eins
og dr. Gunnlaugur Þórðarson benti
réttilega á í grein sem birtist í blað-
inu fyrir nokkru, reyndar af öðru
tilefni.
I Morgunblaðinu 12. nóvember
síðastliðinn skrifaði „ijölmiðlarýnir-
inn” um siðferðisbresti og taldi þar
vinnubrögð undirritaðs til skamm-
ar. Tilefnið var frétt sem birtist á
Stöð 2 sunnudaginn 10. nóvember
þar sem sagt var frá grunsemdum
um fjárdrátt starfsmanns Skeljungs
á Neskaupstað.
Hinn skarpi „rýnir” segir að í
fréttinni hafi verið fullyrt að um-
ræddur starfsmaður hafí dregið sér
fé og þar farið með hreinar getgát-
ur.
Hvorug staðhæfing „rýnisins” er
rétt. í fréttinni var aldrei fullyrt að
fjárdráttur hafi sannast, heldur
aðeins sagt að samkvæmt heimild-
um fréttastofunnar væru grun-
semdii' uppi um fjárdrátt. Reyndar
kom síðar í ljós að grunur stjórn-
enda Skeljungs, um að maðurinn
hefði dregið sér fé, átti við rök að
styðjast. Því miður kemur það allt
of oft fyrir að dómar „íjölmiðlarýn-
is” Morgunblaðsins eru rangir, þó
hátt sé reitt til höggs á stundum.
Ennfremur virðist þekking hans á
almennum vinnureglum blaða- og
fréttamanna vera í skötulíki.
Það er illt til þess að vita að jafn
ágætur og virðulegur fjölmiðill og
Morgunblaðið skuli ekki hafa hæf-
ari gagnrýnanda en þennan innan
sinna vébanda, því sannarlega er
ljósvakamiðlum og raunar fjölmiðl-
um öllum, full þörf á aðhaldi og
ábendingum. Skot „fjölmiðlarýnis”
Morgunblaðsins á starfsmenn út-
varps- og sjónvarpsstöðva virðast
oft hitta hann sjálfan fyrir, ekki
síður en þá sem þeim er beint að.
Mér sýnist hann hafa nú hitt sig
'í höfuðið.
Höfundur er fréttamaður á Stöð 2.