Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
þotur og
sleðar
fyrir káta
krakka
KRINGLU
Borgorkringlunni, simi 679955.
Markaðstorg opn-
að í Undralandi
OPNAÐ verður Markaðstorgið Undraland nú um helgina, 16. nóvem-
ber, á Grensásvegi 14 í 1.200 fm húsnæði. Markaðstorgið í Undra-
landi verður opið allar helgar, þ.e. laugardaga kl. 11 árdegis til 6
síðdegis og sunnudaga frá kl. 12 á hádegi til 6 síðdegis. í Undra-
landi verða á boðstólum nýjar og notaðar vörur frá ýmsum aðilum,
fyrirtækjum, húsmæðrum, félagasamtökum o.s.frv.
Markaðurinn er í upphituðu og
teppalögðu húsnæði, vel upplýstu,
og hefur verið kappkostað að hafa
staðinn notalegan og heimilislegan
þannig að fólki líði vel meðan það
gerir tækifæriskaup.
Um helgina verður tii dæmis
hægt að fá kartöflur á 50 kr. kíló-
ið, hákarl frá Bjarnarhöfn, föt, leik-
föng, allt til jólanna og svo mætti
lengi telja.
Skemmtiatriði verða um hveija
helgi. Nú um helgina skemmtir eld-
gleypirinn og töframaðurinn Pétur
pókus. Atriðin byija kl. 2 báða dag-
ana. Allskonar leiktæki verða fyrir
börnin meðan foreldrarnir skoða sig
um. Einnig verður starfrækt kaffi-
stofa á staðnum þar sem hægt verð-
ur að fá eitthvað fyrir alla, kaffi,
kakó, rjómapönnukökur og svo
framvegis.
Söluaðilar eru nú 80 og komust
færri að en vildu. Sigríður Ævars-
dóttir og Kristjana Albertsdóttir
standa að rekstrinum.
(Frcttatilkynning)
Vitna leitað
Rannsóknadeild lögreglunnar á
Selfossi lýsir eftir vitnum að því er
sparkað var í vinstri framhurð
hvítrar Toyota-fólksbifreiðar, sem
stóð við Aratungu aðfaranótt laug-
ardagsins 3. nóvember.
Skráningarnúmer bifreiðarinnar
er IA-700. Talsverðar skemmdir
urðu á bifreiðinni og nemur tjón
eigandans tugum þúsunda.
fíimhjólp
Skagamenn
Samhjálparsamkoma verður í Akraneskirkju í dag kl. 16.00.
Fjölbreytt dagskrá með Samhjálparkórnum og vitnisburðum Samhjálparvina.
Gunnbjörg Oladóttir leiðir fjöldasöng. Ræðumaður verður Óli Ágústsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
■ ÞRJÚ KVÖLDNÁMSKEIÐ
verða haldin á næstunni í fundar-
herbergi Rósakrossreglunnar,
Bolholti 4, 4. hæð. 17. nóvember
verður kynning á heilunaraðferð-
um, hvernig þær virka og hvaða
aga og þjálfun þarf til að stunda
þær. 21. nóvember verða kynntar
aðferðir til að verja áruna og
koma í veg fyrir að þeir sem í
kringum okkur eru ræni okkur
orku. _29. nóvember verða stjörnu-
kort Islands tekin fyrir. Fyrirles-
ari á öllum námskeiðunum verður
Marilyn Allen. Þau verða flutt á
ensku en túlkuð yfir á íslensku.
Námskeiðin hefjast kl. 19.30 og
er gjald 1.500 kr. fyrir hvert nám-
skeið.
OPID
LAUGARDAGA
KL. 10-16
SUNNUDAGA
KL. 13-16
*
Urval af
rúskinnsjökkum,
mokka- ög
leðurfatnaði
Laugavegi 66,
sími 20301.
þinn happanúmer?
Símanúmer þitt er númer
happdrættismiðans
Nú byggjum v/ð
nýja sundlaug
fyrír börnin oklcar.
STYRKTARFÉLAG
LAMAÐRAOG FATLAÐRA
Háaleitisbraut 11 — 13 Reykjavík
Auður og Kristinn
í Bústaðakirkju
Tónlist
Ragnar Björnsson
Þótt Auður Hafsteinsdóttir sé
ung að árum á hún þó nokkuð
litríkan feril að baki á tónlei-
kapalli, hefur fengið tónlistar-
verðlaun svo og viðurkenningar
ýmiss konar. Auður og Kristinn
Órn Kristinsson réðust heldur
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur í efnisvali tónleikanna í
Bústaðakirkju sl. miðvikudags-
kvöld. C. Franck-sónatan hefði
maður haldið að væri ekki það
auðveldasta til að byija tónleika
með, hvorki fyrir fiðluleikarann
né píanóleikarann. Ekki var þó
að heyra að það bitnaði á verkefn-
inu því músíserað var frá fyrstu
nótu til hinnar síðustu af öryggi
í tækni og „intonation”, svo
óvenjulegt var. E.t.v. er aðeins
langþroskuðum listamönnum
mögulegt að koma til skila þeirri
ólgandi ró, sem undir býr í sónötu
Francks. Hér verður að passa að
túlkunin flæði ekki yfir bakkana,
en það er jú alltaf höfuðverkur
skapmikilla flytjenda að geta
haldið aftur af sér án þess að
missa nokkurn tíma tökin á inni-
haldinu. Hafi Auður verið á mörk-
um þessa viðkvæmu landamæra,
skóp hún sér þó 5 mínum huga,
strax með þessu fyrsta verki, sess
sem einn okkar besti fiðluleikari.
Kannske ætti ég frekar að segja
ein okkar bestu fiðluleikara, því
hvar eru karlmennirnir í fiðluleik-
arastétt? Það hlýtur að vera orðið
alvöru-umhugsunarefni hvað því
veldur að íslenskir karlmenn sjást
æ sjaldnar á þessum vígstöðvum.
í kjölfar Franck-sónötunnar fylgdi
Sonatensatz eftir J. Brahms, sem
einnig gerir miklar kröfur til
beggja hljóðfæraleikaranna. Það
verður að segjast að Kristinn Örn
Kristinsson er orðinn afbragðs
kammermúskíer, mjög öruggur
og fín-músíkalskur og hvorki
Franck né Brahms stóðu í honum
og er þá mikið sagt. Eftir hlé kom
svo ein af 150 fiðlusónötum þess
fræga fiðluleikara og brautryðj-
Auður Hafsteins- Kristinn Örn Krist-
dóttir fiðluleikari. insson píanóleikari.
anda í fiðlutækni, Giuseppi
Tartini. Húmoreska Þórarins
Jónssonar fylgdi og skilaði Auður
öllum tvígripum Húmoreskunnar
af óvenju miklu öryggi. Húmore-
skan var mjög „expressivo” spiluð
og undirritaður velti fyrir sér
hvort hún mætti ekki vera aðeins
hægari og að Húmoreskan sé
höfð meira í huga. Sömuleiðis
fannst mér að Intermezzo Atla
Heimis hefði mátt vera einfaldara
í flutningi, ekki að ofhlaða það.
Tónleikunum lauk með c-moll só-
nötu Griegs, síðustu þriggja són-
ata hans fyrir fiðlu og píanó. Són-
atan er skrifuð á því tímabili Gri-
egs þegar hann efaðist mjög um
gildi þjóðlegrar tónlistar og hall-
aðist frekar að alþjóðlegu tónlist-
armáli. Hugsanlega hafa þau
Auður og Kristinn haft þetta í
huga við flutning sónötunnar. En
hér lauk glæsilegum tónleikum
tveggja ungra listamanna.
Háskólatónleikar
í Norræna húsinu
Miðvikudaginn 13. nóvember
frumfluttu fjórir ungir hljóðfæra-
leikarar Kvartett í d-moll op. 40
nr. 2 eftir Franz Danzi, f. 1763,
í Þýskalandi. Danzi þessi var fyrst
og fremst þekktur fyrir kammer-
músík sína á sviði blásturshljóð-
færa og þótti þar nokkur braut-
ryðjandi. Hann starfaði einnig
sem hljómsveitarstjóri og var einn
þeirra fyrstu sem stjórnaði óperu-
flutningi frá hljómsveitarstjórap-
últi en ekki frá hljómborðshljóð-
færi. Tæplega getur Kvartett op.
40 talist sériega mérkileg tónsmíð
nema að því leyti til að hann reyn-
ir töluvert á hljóðfæraleikarana
og er það út af fyrir sig næg
ástæða til þess að glíma við hann.
Flytjendurnir að þessu sinni voru
Bijánn Ingason á fagott, Bryndís
Björgvinsdóttir á selló, Júlíana
Kjartansdóttir á fiðlu og Sesselja
Halldórsdóttir á víólu. Þau, fjór-
menningarnir, léku kvartettinn af
öryggi, tónhreint og sýndu tölu-
verða tækni. Sérstök ástæða er
þó til að nefna fagottleikarann.
Tónskáldið hefur auðheyrilega
haft hugann mikið við blásturs-
hljóðfærið, þegar hann skrifaði
kvartettinn, því engu líkara er að
verkið sé eins konar konsert fyrir
fagott og strokhljóðfæri og tölu-
vert reynir á tækniöryggi hljóð-
færaleikarans í gegnum alla fjóra
þætti kvartettsins. Þetta hlutverk
leysti ungur fagottleikari,_ nýráð-
inn að Sinfóníuhljómsveit Islands,
Bijánn Ingason, af hendi með
ágætum, öryggi í tækni og músík-
alskt. Spurning er hvort leika
hefði átt báða milliþætti kvart-
ettsins örlítið hægar, tempóin
runnu dálítið saman í eitt. Um
þetta má þó lengi deila og erfitt
getur orðið, jafnvel afburða hljóð-
færaleikurum, að bjarga sumum
tónsmíðum. En þökk fyrir
ánægjulega hádegisstund.
Kaup á miða í símahappdrættinu styðja framkvæmdir félagsins í þágu fatlaðra 6ornoB
Samhjálp.