Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
15
Ebony-hátíð
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands sl. fimmtudag voru
stórkostleg skemmtun, þar sem
fram komu frábærir bandarískir
listamenn og fluttu þætti úr óper-
um eftir Gershwin, Dorothy
Rudd Moore og Scott Joplin. Kór
íslensku óperunnar tók þátt í
þessum fagnaði, sem tónleika-
gestir kunnu svo sannarlega að
meta.
Á fyrri hluta tónleikanna voru
flutt nokkur atriði úr Porgy and
Bess eftir Gershwin. Eftir hlé
sungu þrír af einsöngvurunum
tvö sönglög með píanóundirleik,
sem ekki voru tilgreint í efnis-
skrá. Þar eftir var flutt atriði úr
óperunni Frederick Douglass,
eftir D.R. Moore og lauk tónleik-
unum með fjórum atriðum úr
Treemonisha, eftir Joplin.
Bandarísku söngvararnir voru
LaRose Saxon, Vanessa Ayers,
Mary W. Smith, William Mars-
hall, Jeffray Hairston og Cedric
Cannon, allt frábærir listamenn.
Minnisstæðustu atriðin eru söng-
ur Mary W. Smith í laginu My
man is gone now og Long Pull,
sérkennilegt lag er Cedric Cann-
on söng án undirleiks. Þá voru
eftirtalin atriði frábærlega út-
færð, Promised land, er LaRose
Saxon söng, I got plenty of nutt-
in hjá William Marshall og þau
bæði í Bess you is my woman
now. Fjárhættuspilarinn var vel
leikinn og sunginn af Jeffray
Hairston, í lögunum It aint nec-
essarily so og There’s a boat
dat’s leavin. Leikrænn léttleiki
einkenndi flutning Porgy and
Bess og var Strawberry Chant
mjög skemmtilega útfært af
Vanessa Ayres.
Atriðið úr óperunni Frederick
Douglass, eftir D.R. Moore, var
stórkostlega áhrifamikið og væri
mikils virði að fá að heyra þetta
verk í heild. Tónlistin er í stfl
bandaríska afturhvarfsins varð-
andi tónskipan og mjög áheyri-
leg. Það er þó ekki síður efnið
og snilldarleg og trúverðug út-
færsla listamannanna, sem gerði
þetta tiltekna atriði svo áhrifam-
ikið, en efni óperunnar er sótt í
frelsisbaráttu bandarískra
blökkumanna. í efnisskrá stend-
ur að Dorothy Rudd Moore hafi
„útskrifast frá tónsmíðadeild
Howard-háskólans árið 1963” og
að hún sé „meðlimur í samtökum
amerískra kventónskálda og ein
af stofnendum samtaka svartra
tónskálda”. Þá er þess getið að
„tónsmíðar hennar hafi aðallega
verið leiknar í Bandaríkjunum”
og þar má því bæta við, að fróð-
legt væri að huga að verkum
hennar, t.d. hvort ekki sé hægt
að nálgast hljóðritanir af þeim.
Lokaatriði tónleikanna voru
fjögur atriði úr óperunni Treem-
onisha, eftir Joplin. Þar fóru list-
amennimir á kostum, t.d. í Swing
dat lady. Ekki spillti söngur kórs-
ins, sem stóð sig frábærlega vel.
Sérstaklega er rétt að geta söngs
kórsins í Porgy and Bess, t.d. í
þriðja atriðinu, sem ekki var til-
greint í efnisskrá, né heldur það,
að Alda Ingibergsdóttir og Loftur
Erlingsson syngju einsöng, sem
þau gerðu mjög vel, en þar eru
á ferðinni efnilegir söngvarar.
Þá áttu karlamir skemmtilega
senu í óperu Joplins, nefnilega
„rakarastofulagið” Rest awhile.
Tónleikunum lauk með Slow
drag, sem allir sungu og náðist
þar að magna upp mikla stemmn-
ingu. í heild vom þetta miklir
stemmningstónleikar, bornir upp
af leikgleði og listfengi, sem
stjórnandinn Daniel Swift dreif
áfram með lifandi og markvissri
stjóm og hljómsveitin svaraði
með óvenju glaðvæmm leik.
P.s. Rétt er að kvarta ögn
yfir ónákvæmri efnisskrá og er
engu líkara en að þeir sem um
hana sáu, hafí ekki haft nema
takmarkaða vitneskju um hvað
til stóð að gera á þessum tónleik-
um. Það er nauðsynlegt ef breyt-
ingar em gerðar á efnisskrá að
tilgreina þær og það er að nokkra
gert með illa gerðum fylgisnepli.
Þær upplýsingar sem þar hefðu
auk þess átt að koma fram, vom:
1) nöfn íslensku einsöngvaranna,
2) nafn píanóleikarans, sem lék
undir negralögunum, 3) heiti lag-
anna, og 4) hver æfði kórinn, en
það mun Robin Stableton hafa
gert með miklum sóma.
Mitsubishi L300 Mini Bus - '87
Mitsubishi Lancer langbakur - '87
Subaru Legacy - '90
Mitsubishi Pajero stuttur - '86
. ALDRIF A
ISLENSKUM
VEQUM
UM HELGINA
OPIÐ:
LAUGARD. KL. 10-17 OG SUNNUD. KL 13-17
Fullur salur a£
notuðum aldrifsbílum á
úrvalsk j örum
Komið og lítið á verðið!
MflTAMD DÍ!\D
LAUGAVEGI 174 - SÍMI 695660
Range Rover Vougue -'87
Mitsubishi Space Wagon - '88
Toyota Hilux - '89
Mitsubishi Pajero langur - '90