Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
17
Kom þú ávallt ef þú getur,
okkar inn í bæ.
Eins og fram kemur í vísunni
var mér boðin elska og vinátta sem
ég hef oft þurft á að halda. Ég
naut þess ríkulega að eiga skjól í
Framtíð hjá afa og ömmu. Þar var
mér alltaf tekið opnum örmum,
Framtíðin var alltaf öruggt at-
hvarf. Ég fékk hvatningu og hrós
ef vel gekk og huggun og vernd ef
á móti blés. Stundum kannaði ég
hvað var í matinn hjá ömmu og
afa og ef mér leist vel á, þá fékk
ég vandræðalaust að borða hjá
þeim. Alltaf dáðist ég að því hvern-
ig afi gat borðað án þess að nota
gaffal, hnífurinn dugði.
Það'var gott að eiga heima svona
nálægt ömmu og afa, ég gat hlaup-
ið til þeirra berfætt ef mikið iá við.
Þau þurftu nefnilega svo oft að
bjarga mér,_ því hjartað var ekki
alltaf stórt. I Framtíð lærði ég ótal
margt. Ég lærði svo margt fallegt
af afa og ömmu, mér finnst þau
alltaf hafa verið að gera og segja
eitthvað gott.
Afi spilaði fyrir mig á munn-
hörpu, kvað fyrir mig, kenndi mér
vísur og hlustaði alltaf á það sem
ég hafði að segja. Afi og amma
kendu mér bænir og mikilvægi
þess að eiga trú á Guð og lífið sjálft.
Ef ég gat ekki sofnað var eina
ráðið að fara með bænirnar, þá
lagaðist allt og svefninn færðist
yfir. Það var alltaf svo mikil ró í
Framtíð þrátt fyrir að amma og
afi sætu aldrei auðum höndum. Það
sem mér finnst hafa einkennt afa
og ömmu sem hjón var að þau
voru alltaf að gera eitthvað saman.
Hann afi var yndislegur, alltaf
til í að fara í bíltúr og gera eitt-
hvað skemmtilegt. Þolinmæðin ein-
kenndi afa, alltaf var hann tilbúinn
til þessa að bíða, bíða hér og bíða
þar. Alltaf til þjónustu reiðubúinn
fyrir okkur sem honum þótti vænt
um. Afi var kærleiksríkur og hóg-
vær, krafðist lítils af öðrum en gaf
þeim mun meira. Það var stórt
hjartað í afa mínum, rúmaði mikið.
Strákarnir mínir tveir voru mjög
lánsamir að fá að upplifa alla gæsk-
una sem boðin var í Framtíð. Afi
kenndi þeim að tefla og í kjallaran-
um fengu þeir að smíða undir hans
handleiðslu. Fyrir þetta, ásamt svo
mörgu öðru erum við, ég og þeir,
full af þakklæti. Elsku afa mínum
þakka ég fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman. Hönd hans var
alltaf hlý og mjúk. Hann gat alltaf
fengið mig til þess að brosa og sjá
ljósið fram hjá myrkrinu. Fyrir allt
þetta er hann mín vetrarsól.
Elsku amma mín, ég er alveg
viss um að þú heldur áfram að lifa
lífinu lifandi eins og þú hefur alltaf
gert. Mig langar til þess að þér líði
vel og sért glöð, ég veit að afi er
mér sammála um það. Hann elsk-
aðþ lífið. ,
Ég bið þess að góður Guð veri
með ömmmu, pabba, Stínu, Tóm-
asi, Hauki og okkur öllum hinum
sem elskuðum afa.
Maggý Hrönn Hermannsdóttir
Okkur langar til að minnast afa
okkar, Sigurðar G. Tómassonar
með nokkurm orðum. Það er af
mörgu að taka þegar á að minnast
hans afa, það er okkur ofarlega í
huga þær mörgu ferðir sem við
fórum til ömmu og afa upp í Fram-
tíð eða inn að Fossá.
Við áttum oft góðar stundir niðri
í kjallara með afa, en þar var margt
smíðað, því afi var hinn mesti hand-
verksmaður, og var hann óspar á
að miðla okkur af þekkingu sinni
þegar við stóðum í stórræðum, t.d.
skipa- eða sleðasmíðum.
Éinnig er okkur minnisstætt hve
gott var að leita til afa þegar eitt-
hvað bjátaði á, alltaf var afi tilbúinn
til að hlusta, og gefa góð ráð.
Með þessum orðum viljum við
kveðja elsku afa okkar og munum
ávallt búa að því að hafa átt hann,
og við munum miðla kynnum okkar
af honum til þeirra yngri og
ófæddu.
Elsku amma Guð styrki þig á
þessum erfiða tíma og leiði um
ókomin ár.
Margs er að minnast,
margs er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Siggi og Svanur
í dag 16. nóvember er til hinstu
hvílu borinn, Sigurður G. Tómas-
son, Grundarbraut 11 í Ólafsvík.
Með örfáum orðum vil ég minnast
hans, full þakklætis fyrir allt það
er hann gaf mér. Ég var svo lánsöm
að forlögin skyldu haga því svo til
að ég varð tengdadóttir hans og
það sem meira var að búa alla tíð
við hliðina á honum, sem leiddi til
þess að hvern einasta dag fór ég út
í Framtíð að njóta samvista við
hann. Trú hans á Guð, göfuglyndið
og að krefjast aldrei neins', var fyr-
ir mér hans stóri eiginleiki. Að eign-
ast svo ljúfan og traustan vin sem
Sigurður yar, er eitthvað sem aidrei
gleymist og er svo mikils virði, að
ekki verður lýst með orðum og mun
aldrei gleymast.
Hann kenndi mér hvað gott er
að eiga trúna á Guð og hversu
mikils virði það er að geta fyrirgef-
ið. Hann kenndi börnunum mínum
og barnabörnum allt hið góða, sem
ég veit að verður þeim gott vega-
nesti í lífinu. Það er sárt að missa
góðan vin, en þegar aldrei hefur
borið skugga á samfýlgdina er svo
ljúft að eiga allar góðu minningarn-
ar, því allt sem gefur okkur gleði,
þess söknum við. Svo kveð ég elsku
vin minn, fullviss þess að nú líður
honum vel hjá Guði, þarf ekki leng-
ur hjólastól né staf að styðjast við.
Elsku Guðríður mín, megi Guð
almáttugur styrkja þig í sorginni,
börnin ykkar öll og alla ástvini.
Stella
■ 1. RÁÐ ITC heldur fyrsta ráðs-
fund vetrarins laugardaginn 16. nóv-
ember nk. í Hlégarði, Mosfellsbæ.
Fundurinn er í umsjá ITC Korpu,
Mosfellsbæ og er umsjónarmaður
Sara Elíasdóttir. Stef fundar:
„Glaður gæfi ég allt til að losa mig
við feimnina”. Félagsmál eru fyrst
á dagskrá og síðan verður Kristjana
Milla Thorsteinsson með fréttir af
alþjóðavettvangi ITC. Dagskrá
morgunsins lýkur með hæfnismati á
fyrra hluta fundarins og sér Margr-
ét Sigurbjörnsdóttir ITC írisi um
það. Dagskráin eftir hádegisverðar-
hlé hefst á hápunkti forseta deilda
1. ráðs og síðan flytur Guðfinna
Eydal sálfræðingur fræðslu um
feimnina og félagslega fæmi. Dag-
skránni lýkur síðan með þjálfunar-
dagskrá sem verður í umsjón ITC
Bjarkar, Hörpu og Yrar. Fundin-
um verður síðan slitið um kl. 16.30
en þá tekur við fræðsla fyrir embætt-
ismenn deildanna. 1. ráð er eitt
þriggja ráða ITC á íslandi og eru í
því fjórar ITC-deildir: Björk, Harpa
og Yr í Reykjavík og Korpa í Mos-
fellsbæ. Forseti 1. ráðs þetta starfs-
ár er Gígja Sólveig Guðjónsdóttir,
ITC Korpu.
(Fréttatilkynning)
■ LÍTIL ROKKHÁTÍÐ verður
haldin á Gauki á Stöng dagana
17., 18. og 19. nóvember í tilefni
af átta ára afmæli staðarins 19.
nóvember. Þetta er þriðja árið í röð
sem slíkur viðburður á sér stað á
Gauki á Stöng. Fjöldi hljómsveita
leggur fram krafta sína svo sem:
Eyjólfur Krisljánsson, Sú Ellen,
Glaumar frá Akureyri, Gal í Leó,
Eldfuglinn, Kristján Kristjánsson
„Big Band”, Rokkabilly Band
Reykjavíkur og ef að líkum lætur
Sálin hans Jóns míns ásamt fleiri
tónlistarmönnum og skemmtilegu
fólki. Hægt er að panta sér borð í
matinn þessa daga þar sem í boði
verður þriggja rétta afmælismáltíð
á tilboðsverði.
I Teppalandi
færöu teppiö
sem þú leitar aö
• Yfir 3300 gerðir af teppum sem ýmist eru til á
lager eða við sérpöntum.
• Mörg teppanna eru hönnuð af frægum
listamönnum
- sjón er sögu ríkari.
Þú sérpantar og í flestum tilfellum er teppið
komið á gólfið hjá þér eftir þrjár til fjórar vikur.
• Það sagði enginn að það væri auðvelt að
velja rétta teppið en það er auðvelt að velja
réttu búðina.
0 0
Teppaland
landið þar sem leitin endar.
Grensásvegi 13, sími 813577