Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 19 Kópavognr: Níu mánaða milliuppgjör sýnir 2,7 milljarða halla ábæjarsjóði Par sem úrvalVS er í NÍU mánaða milliuppgjöri bæjarsjóðs Kópavogs, sem lagt hefur verið fram í bæjarstjórn, kemur fram að 2,7 milljarða króna halli var á bæjarsjóði 1. október síðastliðinn. Sigurður Geirdal bæjarsljóri segir að staðan komi sér ekki á óvart, hún sé til komin vegna landa- kaup, lóðaundirbúnings og framkvæmda sumarsins. Um áramót verði hallinn um 2,4 milljarðar þegar lóðaúthlutun hefur farið fram og gatnagerð- argjöld skilað sér. Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins segir stöðuna uggvæn- lega. Tekjur bæjarsjóðs standi ekki undir rekstri og munar þar um 5%. Honum reiknist til að ef ná eigi inn þeim tekjum, sem bæjarstjóri boðar fyrir áramót, þurfi að innheimta 1,1 milljón á hverri klukkustund sem bæjar- skrifstofurnar eru opnar. Að loknum umræðum í bæjarsljórn kom fram tillaga um heimild til bæjarsljórnar um lántöku, allt að 210 milljónir króna. Tillagan kom frá fulltrúa meirihlutans og var samþykkt með sex at- kvæðum. Sigurður Geirdal sagði, að mikl- ar sveiflur væru á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og því gæfi 9 mánaða uppgjör ekki rétta mynd. Fulltrúar minnihlutans notfærðu sér þá stað- reynd með því að bera saman stöð- una eins og hún var í maí 1990 og aftur í lok september árið 1991. Bæjarsjóður stæði yfirleitt mun betur að vori þegar framkvæmdir hæfust en mun verr að hausti þeg- ar þeim væri lokið. Réttara væri að bera saman stöðuna við áramót þegar allar tekjur bæjarsjóðs hefðu skilað sér inn. „í endurskoðaðari áætlun kemur fram, að skuldir bæjarsjóðs voru um síðastliðin áramót 1.853 milljónir,” sagði hann. „Engin áætlun var uppi um að greiða þær niður þannig að ef bera á saman stöðuna eins og hún var við stöð- una um næstu áramót er sann- gjarnt að framreikna upphæðina samkvæmt lánskjaravísitölu en það gera 2.002 milljarða. Áætluð staða um áramót er þá 2.368 millj- arðar. Skuldin hækkar því um 366 milljónir og þar af eru landakaup rúmar 200 milljónir eða 18,3% en án þeirra um 8% hækkun milli árarpótanna.” Sigurður sagði, að kaup á Nón- hæðum og lóðaframkvæmdir þar væri fjárfesting til lengri tíma. Gert er ráð fyrir 534 íbúðum og hefur þegar verið sótt um 408 íbúð- ir á svæðinu. Ef öllum íbúðunum verður úthlutað nást inn 450 millj- ónir í gatnagerðargjöld af öllu svæðinu. Þá eru lóðir í Digranes- hlíðum, sem ekki hefur verið út- hlutað og eru 150 millj. þar úti- standandi í gatnagerðargjöldum. „Síðan þetta milliuppgjör var gert höfum við úthlutað fjölmörgum lóðum í október,” sagði hann. „Við þykjumst vera að ráðast á skuldir bæjarsjóðs með þessum aðgerðum og auka tekjur bæjarins með því að gera mikið land byggingarhæft og fá þannig inn fleiri fyrirtæki. Eru allar lóðir sem ætlaðar voru undir fyrirtækjarekstur þegar farnar auk þess sem íbúum fjölgar verulega. Við erum sannfærðir um að þetta sé eina leiðin til að auka tekjur bæjarsjóðs enda er mjög sótt að okkur með byggingarlóðir.” Guðmundur Oddsson sagðist vera óhress með að bæjarstjóri virtist ekki gera sér grein fyrir að fjármál bæjarins væru komin á hættulegt stig. „Skuldir bæjarins 1. október eru 2.675 milljónir,” sagði hann. Taldi hann af og frá að hugmynd meirihlutans um að bæta stöðuna um 362 milljónir um áramót næði fram að ganga. Til þess að svo mætti verða þyrfti að ná inn 1,1 milljón króna í gatna- gerðargjöld -á hverri klukkustund sem bæjarskrifstofan er opin fram til áramóta. „Það er vonlaust,” sagði Guðmundur og benti á að fyrstu níu mánuði ársins innheimt- ust samtals 187 milljónir. „Nú er svo komið að tekjur af sköttum bæjarins duga ekki lengur fyrir rekstri og afborgunum lána,” sagði hann. „Þar vantar 5% upp á og er búið að skuldsetja bæinn fyrir hátt í 3 milljarða. Fjármálin eru því á mjög alvarlegu stigi og Skáldsaga eftír Ólaf Jóhann Olafsson F YRIRGEFNIN G syndanna heitir ný skáldsaga eftir Olaf Jóhann Ólafsson sem koinin er út hjá Vöku-Helgafelli. í kynningu útgefanda seg- irm.a.:„Nýja skáldsagan mun ekki einungis koma út hér á landi því að fjögur stór bandarísk bók- aforlög hafa óskað eftir henni til útgáfu vestra. Samningar eru nú á lokastigi og er áætlað að frá þeim verði gengið á næstu vikum. Þá hafa allmörg bókafor- lög á Norðurlöndum falast eftir skáldsögunni til útgáfu eftir að þau fengu þýddan efnisútdrátt bókarinnar og nokkra kafla til lesturs. Má búast við að endan- legir útgefendur verði valdir fyr- ir jól og erlendar útgáfur bókar- innar komi á markað á næsta ári. Bók Ólafs Jóhanns, Fyrirgefn- ing syndanna, er umfangsmikið epískt skáldverk, nær 300 síður að stærð og sögusviðið vítt. Sag- an berst frá Islandi á árunum milli stríða til Danmerkur í heimsstyijöldinni síðari meðan —---------------------.ii’i’.iíH h Ólafur Jóhann Ólafsson landið er hersetið af þýskum nasistum og síðan aftur til ís- lands í lok stríðsins og til Banda- ríkjanna.” Bókin er prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Odda hf. -jiVji íj. barnaskapður að neita því. Okkur er sagt að á þessu ári borgum við eingöngu í vexti og fjármagns- kostnaði um 200 milljónir.” Til samanburðar benti hann á að menn létu sig dreyma um að hlutur Kópavogsbæjar til byggingar íþróttahallar yrði um 150 til 200 milljónir. Guðmundur viðurkenndi að ekki væri eintómt svartnætti framund- an. Rekstraráætlun bæjarsjóðs stæðist í fyrsta sinn eftir margra ára baráttu, en minnti jafnframt á að bæjarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir væru, hefðu ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu fjármála. Ljóðabók eftír Vig- dísi Grímsdóttur IÐUNN hefur gefið út nýja ljóða- bók eftir Vigdísi Grímsdóttur. Nefnist hún Lendar elskhugans og er sjötta bókin sem hún send- ir frá sér. í kynningu Iðunnar segir: „í þessari nýju bók er að fínna skáld- skap sem geymir sterkar, fágaðar og persónulegar myndir. Hér sem fyrr reynir hún á tilfinningar les- enda sinna og hrífur þá með sér á vit hugarheimsins. Verk Vigdísar Grímsdóttur vekja ávallt athygli. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir bæði skáldsögur sín- ar og smásögur og ekki síst ljóðin, því að hér er á ferðinni höfundur sem gengur ekki troðnar slóðir, heldur fetar eigin leiðir. En á braut sinni ratar hún til fjöldans með ein- lægni sinni, næmni og áræði í orðs- ins list.” Opiö laugurdaga kl 10 - 16 LONDON Austurstræti 14, sími 14260 Vigdís Grímsdóttir Bókin er 124 bls. og er prentið í Prentsmiðjunni Odda. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y 1. flokkur 769. 2. flokkur 689. BERIÐ SAMAN VERÐ OO Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.