Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Tilefnislaus gagnrýni að var áfall fyrir íslenzkt efnahags- og atvinnulíf þegar Jón Sigurðsson, iðnaðar- ráðherra, tilkynnti sl. mánudag, að Atlantsál-fyrirtækin hefðu frestað byggingu álversins á Keil- isnesi um óákveðinn tíma. íslend- ingar höfðu bundið miklar vonir við, að bygging þess og virkjun- arframkvæmdirnar myndu hleypa nýju lífi í þjóðarbúskapinn einmitt í miðri aflaskerðingunni og samdrættinum. Viðbrögðin við áfallinu hafa verið mjög einkennileg, að ekki sé meira sagt. Iðnaðarráðherra hefur mátt sæta hörðum árásum frá samstarfsmönnum sínum í síðustu ríkisstjórn, ekki síst þeim Steingrími Hermannssyni og Ól- afi Ragnari Grímssyni. Þeir hafa fundið meðferð iðnaðarráðherra á álmálinu allt til foráttu, m.a. að hann hafi rekið það af meira kappi en forsjá. Þeir segjast báð- -ir hafa varað hann við því fyrir rúmu ári, að svona kynni að fara, en hann ekki tekið neitt mark á því. Hvað eiga þeir við? Áttu við- varanir þeirra að þýða, að iðnað- arráðherra gæfist upp og hætti viðræðum við álfyrirtækin? Að sjálfsögðu voru engin rök fyrir slíku. Það kemur úr hörðustu átt, að þeir Steingrímur og Ólafur Ragn- ar hafa forustu um gagnrýni á iðnaðarráðherra vegna frestunar- innar. Alþýðubandalagið setti sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkis- stjóm Steingríms Hermannsson- ar haustið 1988, að ekki yrði af álsamningum nema með sam- þykki þess. Segja má, að átök hafi alla tíð verið um málið í síð- ustu ríkisstjóm. Iðnaðarráðherra hefur sýnt festu og harðfylgi í samningun- um um álverið. Um vinnubrögð má alltaf deila og hafa andstæð- ingar hans m.a. sagt, að hann hafi afvegaleitt þjóðina þegar hann vísaði á bug spá vinnuveit- enda um, að álver yrði ekki byggt á næsta ári. En með sama hætti má eins vel segja, að ummæli hans þá séu sönnun þess, að hann hafi haft fulla trú á því, að af framkvæmdum yrði. í kjölfar þess birti Morgunblaðið viðtal við Paul Drack, stjórnarformann Al- umax, og segir hann þar, að eng- in áform séu uppi hjá forsvars- mönnum Atlantsáls um frestun á samningum og framkvæmdum í framhaldi af þeim. Þessi gagn- rýni fellur því um sjálfa sig. Frestun álversframkvæmda stafar af ástæðum, sem ríkis- stjómin og iðnaðarráðherra hafa ekkert vald yfír. Árásirnar á Jón Sigurðsson eru því ómaklegar og ódrengilegar. Höfuðmáli skiptir, að íslenzkir stjórnmálamenn taki höndum saman um að veijast áfallinu, en geri ekkert sem spilli því að álverið verði byggt á Keil- isnesi þótt síðar verði. Yandaðasta heildarút- gáfa Islend- ingasagna Hið íslenzka fornritafélag hef- ur nú sent frá sér síðasta bindið í fjórtán binda útgáfu sinni á íslendingasögum. í útgáfunni er að finna 38 sögur og 40 þætti, auk Landnámu og íslend- ingabókar. í nýjasta bindinu eru fjórar sögur: Harðar saga, Bárð- ar saga Snæfellsáss, Þorskfirð- inga saga og Flóamannasaga. Einnig eru þar níu íslendinga- þættir. Aðalútgefandi bindisins er Þórhallur Vilmundarson, pró- fessor, sem jafnframt ritar viða- mikinn formála. Jóhannes Nor- dal, forseti Fornritafélagsins, sagði m.a. í tilefni útgáfunnar: „Útkoma þessa bindis er í tvennum skilningi viðburður í ís- lenzkri fræðiritaútgáfu. Með því er fullgerð vandaðasta heildarút- gáfa íslendingasagna, sem hing- að til hefur séð dagsins ljós, og er þá átt við frágang texta, skýr- ingar og umfjöllun um sögurnar í hinum mikilsverðu formálum, þar sem gerð er rækileg grein fyrir viðkomandi sögu eða þætti, handritum, aldri og heimkynnum, tímatali, bókmenntatengslum, sögupersónum, hugsanlegum höfundum o.fl., sem vera mætti lesendum til glöggvunar og skiln- ings.” Hið íslenzka fornritafélag var stofnað árið 1928 og hefur gefíð út 20 bindi á starfsferli sínum. Það vinnur nú að útgáfu Biskupa sagna og hefst væntanlega handa við Sturlungu og Eddurnar innan skamms. Ástæða er til að fagna þessu framtaki og vekja á því alþjóðar- athygli. Sögumar og þættirnir, sem útgáfa Fornritafélagsins geymir, hafa mikið bókmennta- legt og bókmenntasögulegt gildi, auk þess að geyma heimildir um íslenzka menningarsögu, þjóðtrú og þjóðhætti. Þær eru verðmætur hluti jiess menningararfs, sem gerir Islendinga að Islendingum, sem fullveldi okkar og þjóðemi eru reist á. Þær eiga af ýmsum ástæðum jafvel enn ríkara erindi við uppvaxandi kynslóð en for- mæður og forfeður okkar. Olíklegt er að orku- útflutningur muni borga sig á næstunni Morgunblaðið/Úlfar Vinna við Vestfjarðagöng tefst Stórtjón varð á vinnuvélum gangagerðarmanna í Botnsdal er snjóflóð féll á tækjakost þeirra, eins og sjá má. Snjóflóðið ruddi yfir 30 tonna gijótbíl á undan sér og staðnæmdist hann ofan á hjólagröfu. Búizt er við að óhappið telji vinnu við jarðgöngin um Breiðadals- og Botnsheiði um einhvem tíma. „HAGKVÆMNI raforkuútflutnings er ekki eins mikil við núver- andi aðstæður og ýmsir hafa látið í veðri vaka. Ég tel að mikil óvissa ríki um veigamikil atriði í fyrirliggjandi hagkvæmnisútreikn- ingum og því er of mikil áhætta samfara því að hefjast handa nú þegar. I fyrsta lagi er um að ræða áhættu á fjármagnsmörkuðum. I öðru lagi getur áætlaður kostnaður við lagningu sæstrengs hækk- að og einnig er rekstrarleg áhætta talsverð,” sagði Jakob Björns- son orkumálastjóri í samtali við Morgunblaðið en hann telur að útflutningur á raforku frá íslandi verði ekki raunhæfur fyrr en eftir tíu til fimmtán ár. Jakob telur að við núverandi aðstæður muni íslensk raforka út- flutt til Bretlands, kosta jafnmikið og það kostar nú að framleiða slíka orku þar ytra. Miðað við óbreytt ástand borgi sig ekki fyrir íslend- inga að leggja sæstreng til Bret- lands eða meginlands Evrópu fyrir tugi milljarða. „Ég bendi á að óvissa er um margar forsendur sem hafðar voru til hliðsjónar þegar hagkvæmni raforkuútflutnings var reiknuð út. Stofnkostnaður við Frestun framkvæmda við álver: Búast má við atvinnuleysi í byggingariðnaði eftir áramót ÁKVÖRÐUN um frestun fram- kvæmda vegna nýs álvers á Keil- isnesi hefur enn ekki leitt til at- vinnuleysis meðal launþega í byggingariðnaði. Þeir Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðar- sambands Islands, Grétar Þor- steinsson, formaður Sambands byggingarmanna og Vífill Odds- Rafmagn kom- ið á alla bæi RAFMAGN er nú koinið á alla bæi á Norðvesturlandi. Stafns- hóll í Hofshreppi í Skagafirði fékk síðastur rafmagn á fimmtu- dagskvöld en þá hafði verið raf- magnslaust þar frá þriðjudags- morgni. Starfsmenn Rafmagn- sveitunnar eru nú komnir vel á veg með að leggja jarðstreng í stað loftlína á 4-5 kílómetra kafla sem reynst hafa viðkvæmastir fyrir ísingarveðrum. Að sögn Skarphéðins Ásbjörns- sonar hjá Rarik á Blönduósi er jarð- strengurinn lagður á kafla milli Blönduóss og Skagastrandar, svo og frá aðveitustöð á Skagaströnd og út með Skagalínu. Einnig við svokallaða vatnsveitulínu og á kafla við Sleitustaði í Skagafirði. son, varaformaður Verkfræð- ingafélags Islands, eru sammála um að útlitið sé dökkt framundan. Að venju sé full atvinna fram að áramótum en upp úr því má bú- ast við að bera fari á atvinnuleysi. Magnús Geirsson formaður Raf- iðnaðarsambandsins, segir að ákvörðun um frestun álversins hafi verulega áhrif á atvinnuhorfur fé- lagsmanna. Að undanfömu hafí verulega dregið úr nýbyggingum en reiknað hafí verið með að álver og virkjanaframkvæmdir kæmu jafnvægi á markaðinn. Atvinnuleysi er eins og stendur innan við 1% í stéttinni. „Verulegur hluti okkar félagsmanna er í fastri vinnu við ýmiskonar viðhald,” sagði Magnús. „Það er þegar búið að byggja versl- unar og skrifstofuhúsnæði umfram markaðsþörf og það sama má segja um iðnaðarhúsnæði. Það þarf því eitthvað nýtt að koma til.” Grétar Þorsteinsson, formaður Sambands byggingarmanna, sagði að næga vinnu væri að hafa eins og væri, en nokkur brögð væru að uppsögnum frá og með 1. desemb- er. „Eftir því sem ég best veit er ekki um atvinnuleysi að ræða á landsvísu en það er komið los á menn,” sagði Grétar. „Það er þann- ig með okkar félagsmenn að þeir leita fyrir sér hjá öðrum áður en Þór Vigfússon um Helgn Novak: Hitti Stasi þónokkr- um sinnum í Berlín ÞÓR Vigfússon, fyrrum eiginmaður þýsku skáldkonunnar Helgu Novak, segir að hún hafi haft samskipti við Stasi þegar þau bjuggu saman í Austur-Berlín í kringum 1960. Kom þetta fram í viðtali við Þór í frétta- þættinum Kastþ'ósi í ríkissjónvarpinu í gærkvöld. Áður hafði Helga viður- kennt í opnu bréfi til Der Spiegel að hafa skrifað undir samning við austur-þýsku leyniþjónustuna haustið 1957 þar sem hún skuldbatt sig til að gefa skýrslur um erlenda námsmenn i Leipzig, þ. á m. Islendinga. Skömmu eftir að hafa skrifað und- ir samninginn 1957 flúði Helga land og fluttist til íslands. Þar hafði hún ekki lengi viðdvöl í það skiptið held- ur sneri aftur til Austur-Þýskalands og settist að í Austur-Berlín þar sem hún vann í verksmiðju. „Mér er alveg kunnugt um það að þá var hún í sambandi við leyniþjónustuna. Hún hitti þá þónokkrum sinnum þann tíma sem við bjuggum í Berl- ín,” segir Þór í samtali við frétta- mann Sjónvarpsins. „Eftir því sem mér skildist þá var um það að ræða að hún var beðin um að segja frá samstarfsfólki sínu í verk- smiðjunni. Sem hún gerði nánast ekki.” þeir skrá sig atvinnulausa. Þá má ekki gleyma tíðarfarinu, sem alltaf hefur veruleg áhrif og þegar á heid- ina er litið þá sýnist mér ástandið vera skárra en á sama tíma í fyrra.” Vífill Oddsson yaraformaður Verkfræðingafélags Islands, sagði að atvinnuhorfur væru dökkar með- al verkfræðinga. Það hafí verið þokkalegt ástand til þessa þrátt fyrir að verkfræðistofur hafi verið tregar til að ráða menn til vinnu nema rétt til að halda í horfinu. „Það má búast við að nú fari stærri verkfræðistofur að fækka við sig starfsfólki,” sagði hann. „Þessi frestun kemur verst við þá í fyrstu, sem hafa einbeitt sér að stærri verk- efnum. Þarna sáu menn. fram á mikla vinnu við hönnun og aðstoð við verktaka, sem ekkert verður af.” Að sögn Vífíls hefur ekki verið atvinnuleysi í stéttinni en nú geti komið til þess upp úr áramótum þegar venjulegur þriggja mánaða uppsagnarfrestur er liðinn. mannvirki vegna raforkuflutnings- ins er aðeins áætlaður og gæti hæglega reynst annar og hærri þegar upp verður staðið. Til dæmis gæti þurft að leggja strenginn lengri vegalengd en nú er talið og grafa hann niður vegna ófyrirséðra aðstæðna á hafsbotni. Einnig tel ég að nokkur fjármögnunarleg óvissa ríki um þessa framkvæmd en ekki er ljóst á hvaða vöxtum hugsanlegt fjármagn fæst þar sem ástand á fjármagnsmörkuðum er síbreytilegt. Jakob segir að íslendingar verði einnig að huga vel að rekstrarleg- um þáttum raforkuútflutningsins og nefnir bilanir í því sambandi. „Áður en farið er að leggja sæ- streng til Bretlands eða meginlands Evrópu verður að reikna út hvort hætta sé á að strengurinn bili. Sé hætta á bilunum verður að reikna út hugsanlega tíðni þeirra og kostn- að af þeim sökum en að vetrarlagi gætu liðið margar vikur áður en viðgerð gæti farið fram vegna veð- urs en á meðan yrði að sjálfsögðu ekki hægt að selja neina orku. Á meðan óvissa ríkir um þessi atriði tel ég að íslendingar verði að halda að sér höndum í raforkuútflutn- ingi. Það getur hins vegar vel ver- ið að eftir tíu til fímmtán ár verði ódýrara að flytja íslenska raforku til Bretlands en að framleiða hana þar og þá er mun líklegra að lagn- ing raforkustrengs borgi sig,” sagði Jakob Björnsson að lokum. Morgunblaðið/KGA Erró við málverk Kjarvals af honum, en.hann hafði sjálfur aldrei séð þetta verk áður. Ævisaga Errós og myndlistarsýning MÁL og Menning hefur sent frá sér bók Aðalsteins Ingólfssonar, Erró - Margfalt líf, og er hún ævisaga myndlistarmannsins Guð- mundar Guðmundssonar, Errós. Hún er sögð af Erró sjálfum, en einnig hefur Aðalsteinn rætt við fjölmarga vini og samferða- menn hans, bæði íslenska og erlenda. Bókin var kynnt við opnun myndlistasýningaF í listasalnum Nýhöfn, sem nefnist „Erró og vinir hans”. Sýningin „Erró og vinir hans” er sýning á grafíkmyndum eftir Erró og listamenn, sem komið hafa við sögu á ferli hans. Sýning- in er sölusýning og er opin virka daga, nema mánudaga, kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur miðvikudaginn 4. desember. Að sögn Aðalsteins Ingólfsson- ar kviknaði hugmyndin að bókinni um Erró vegna þess að lítið sem ekkert hafí verið vitað um Erró, hann hafí verið hálfgerður huldu- maður í íslensku menningarlífí. „Fyrsta hugmynd hans var að hafa í bókinni eingöngu myndir til að segja sögu sína, en okkur fannst það kannski helst til of mikið eins og fjölskyldualbúm,” segir Aðalsteinri. „Frásögn hans er ævintýralegri en Islendinga grunar. Hann hefur ekki bara átt líf á íslandi, heldur mörg líf í út- löndum og tilgangur bókarinnar er að draga það fram í dagsljósið.” Bókin er byggð á viðtölum við Erró og um fimmtíu vini hans og samferðamenn. I henni eru um fjögur hundruð svart hvítar mynd- ir úr einkasafni hans. Auk þess er sérstakur litmyndakafli þar sem birtar eru myndir af 76 verk- um listamannsins. Landssamband iðnaðarmanna: Fyrirmynd að árangursríkri sam- vinnu iðnfyrirtækja sótt til Italíu NÝLEGA fór hópur fulltrúa frá Landssambandi iðnaðarmanna til N-ítal- íu í þeim tilgangi að kynna sér samstarf fyrirtækja í héraðinu Emilia Romagna. Að sögn Haraldar Sumarliðasonar, forseta landssambands- ins, hefur þar náðst árangur á sviði samvinnu, sem vakið hefur mikla athygli víða um heim á undanförnum árum. Um er að ræða samvinnu meðal annars á sviði rannsókna og markaðsmála sem tekin var upp milli tiltölulegra smárra fyrirtækja með þátttöku samtaka vinnuveit- enda, launþega og sveitarfélaga, og hefur leitt til þess að á svæði þar sem áður voru lægst laun á Italíu er nú best útkoma fyrirtækja og lang- hæstu launin. Mikið er lagt upp úr öflugu þjónustuneti til að miðla upplýsingum, en þjónustunetinu hafa systursamtök L.I. komið upp í héraðinu. Haraldur segir að svo virðist sem íslensk fyrirtæki geti dreg- ið mikinn lærdóm af þessari þróun. Haraldur sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæðan fyrir því að far- ið var í ferðina til ítah'u hafí verið sú að Landssamband iðnaðarmanna teldi það vera hlutverk sitt við þær aðstæður sem nú væri búið við hér á landi að leggja aukna áherslu á að skapa íslenskum iðnaði betri rekstrarskilyrði. Vonin um að iðnað- urinn tæki við auknum hluta vinnu- aflsins hefði brugðist, og einnig hefðu dvínað draumamir um að at- vinnulífíð rétti við á öðrum sviðum, og þá sérstaklega á sviði fískveiða. „Við höfum verið að velta því fyr- ir okkur hvort hægt væri með ein- hveijum ráðum að skapa iðnaðinum betri aðstæður, til dæmis í skatta- málum og öðrum rekstrarskilyrðum, þar með töldum gengismálum. Allt þetta höfum við verið með í huga, og ekki síst það að við erum að verða þátttakendur í meiri samkeppni en áður ef evrópska efnahagssvæðið verður að veruleika. Menn hafa velt því fyrir sér hvemig á því standi að okkur gangi ekki betur en raun ber vitni, og þá gjaman komist að þeirri niðurstöðu að við séum með svo lítil fyrirtæki, og hyrfum einfaldlega þeg- ar aukin erlend samkeppni kæmi til. Landssamband iðnaðarmanna hefur bent á að á níunda áratugnum sköp- uðu lítil fyrirtæki í heiminum um það bil 8 af hveijum 10 nýjum störfum. Könnun hér á landi hefur leitt í ljós að 99% af öllum fyritækjum á ís- landi em með færri en 60 starfs- menn, en samkvæmt skilgreiningu Evrópubandalagsins flokkast fyrir- tæki með færri en 500 starfsmenn sem lítil og meðalstór fyrirtæki. Því velta menn þeirri spurningu fyrir sér hvort þessi litlu fyrirtæki eigi ein- hveija framtíð, og með hvaða hætti væri hægt að hafa áhrif á framvind- una,” sagði Haraldur. Hann sagði að ferðin til Ítalíu hefði leitt í ljós að smáfyrirtækjum með allt niður í örfáa starfsmenn hefði tekist að gera ótrúlega hluti með aukinni samvinnu, og þeim hefði tekist að halda uppi arðbærri starf- semi sem gengi mjög vel bæði varð- -andi útflutning og framleiðslu fyrir innanlandsmarkað. „Þetta gerist með þeim hætti að samtök atvinnulífsins, bæði vinnuveitenda og launþega, svo og sveitarfélög, hafí sameinast um það að hjálpa þessum fyrirtækjum til þess að koma samvinnu af stað, en það kostar vissulega peninga. Einstök fyrirtæki hafa ekki bolmagn til þess að stunda þær rannsóknir sem þarf, afla upplýsinga urn mark- aði og jafnvel ekki að koma þessum vörum sínum á markað. Okkur sýn- ist eftir þessa skoðun, að þarna sé eitthvað sem við virkilega gætum lært af, vegna þess að fyrirtækin þama eru alls ekki ólík okkar fyrir- tækjum að stærð. Þessi fyrirtæki vinna sjálfstætt, en tengja sig saman og vinna þannig í rauninni hvert fyr- ir annað. Þeim gengur vel vegna þess að þau eru aðstoðuð við þá þætti sem lítil fyrirtæki ráða almennt ekki við, og við þekkjum afskaplega vel hér heima. Fyriitæki með 5-til 25 menn í vinnu eiga erfítt með að markaðssetja sig, það kostar pen- inga, eða standa fyrir rannsóknum á því sem þau eru að gera. Ef þetta er hins vegar gert í sameiningu þá er þetta hægt, og afrakstur af svona smáfyrirtækjum virðist allsstaðar í heiminum hafa orðið miklu meiri en hjá risunum á síðasta áratug.” Haraldur sagði að ef árangur á þessu sviði ætti að nást hér á landi, þá væru ákveðnar kerfisbreytingar nauðsynlegar. Ein væri sú að viður- kenna það þjóðfélagslega að það þurfí að breyta fiskveiðistefnunni. Það teldi hann gerast með því að gengisskráningin yrði ekki eingöngu miðuð við sjávarútveginn eins og hún hefði almennt verið, en það hefði þýtt það að allar aðrar greinar hefðu haft mjög erfíða rekstrarafkomu, og grípa þyrfti til almennra aðgerða þar sem allar atvinnugreinar ættu svip- aða möguleika. „Annar mjög nauðsynlegur þátíúr er sá, og ég geri mér vonir um að menn fari nú loksins að vinna í því núna í vetur, að samhæfa rekstrar- skilyrði íslenskra atvinnuvega við það sem gerist í Evrópubandalaginu. Verðum við komnir inn í þetta í árs- byijun 1993, þá gengur það ekki lengur að við séum með eitthvað annað heldur en þeir ef við yfírleitt ætlum að lifa í þessu landi. En það gengur auðvitað ekki að gera bara kröfu til annarra, heldur verða þessi Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna. tiltölulega smáu iðnfyrirtæki okkar einnig að leggja í einhveija alvarlega vinnu til að skapa sjálfum sér stöðu, jafnvel á heimsmarkaði. Heimurinn er jú alltaf að minnka, og stefnir í að líta megi á hann sem heimamark- að,” sagði Haraldur. Hann sagði það hafa vakið at- hygli þeirra sem í Ítalíuferðina fóru að framleiðsla fyrirtækjanna væri á vissan hátt svæðisbundin. Þannig væri til dæmis framleiðsla á vélum og tækjum á einu svæði, fataiðnaður á öðru o.s.frv., en fyrirtækin teldu það kost að vera í nábýli hvert við annað. Þau legðu mikið upp úr því að skapa sér ákveðna sérstöðu, og sú sérstaða hefði að þeirra mati hjálpað þeim þannig að samkeppnin hefði ekki orðið eins hörð, heldur hefði samvinnan vegið þyngra á metunum. Haraldur segir að í tilefni af því að hér átti að fara að byggja álver, hafí verið komið á fót því, sem hann viil kalla fyrirtækjanet. „Það byijaði með fyrirtækjum í málmiðnaði, sem stofnuðu sérstakt félag sameinaðra iðnverktaka utan um hugsanlega þátttöku í uppbyggingunni. Sama hefur gerst hjá rafverktökum og píp- ulagningamenn hafa verið í þessari mynd. Hjá rafverktökum hefur svona fyrirtækjanet reyndar lengi verið varðandi innkaup á efni og sölu, og einnig hefur Landssamband bakara- meistara verið með innkaupasam- band, en þetta eru fyrirtækjanet í ákveðnum skilningi. I tengslum við álverið ætluðu menn virkilega að fara að vinna saman og ná ákveð- inni vinnu í þessari uppbyggingu, sem hvert fyrirtæki fyrir sig hafði kannski ekki bolmagn til að gera.” Að sögn Haraldar tekur Lands-v. samband iðnaðarmanna nú þátt í verkefni ásamt öðrum samtökum atvinnulífsins, sem miðar að því að örva fyrirtæki til samstarfs. Verkefn- ið, sem nefnt hefur verið Fyrirtækja- net 1992, mun að öllum líkindum fara af stað fljótlega eftir áramótin. „Landssamband iðnaðarmanna hefur í sinni stefnumörkun lagt áherslu á samstarf fyrirtækja sem góðan kost fyrir lítil fyrirtæki, og mun á næstu misserum leggja mikla áherslu á að efla vitund aðildarfyrir- tækja sinna um gildi þess. Á iðn- þingi fyrir stuttu skoraði ég í ræðu á samtök atvinnulífsins að taka upp samvinnu, og ræða það meira í sam- einingu hvemig við getum unnið að meiri hagkvæmni í atvinnulífínu inn- an frá. Eg er ekkert að gefa ríkis- stjórninni frítt spil, en það gengur ekki alltaf að hrópa á aðra ef eitt- hvað er að. Þess vegna þurfum við að gera þetta með þeim hætti að líta . á allar hliðamar og breyta hjá okkur sjálfum líka,” sagði Haraldur. - segir Jakob Björnsson orkumálastjóri í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.