Morgunblaðið - 16.11.1991, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
Hallgrímur Ingiberg
Sigurðsson - Minning
Fæddur 3. október 1909
Dáinn 11. nóvember 1991
Enn er einn af æskuvinum min-
um farinn yfir móðuna miklu. Við
Hallgrímur kynntumst þegar ég
var 16 ára en hann tvítugur. Hann
var þá mikið hraustmenni og var
það reyndar alla tíð þrátt fyrir
mikla bæklun í fleiri ár. Síðasta
árið var honum mjög erfitt.
Hann giftist ungur Guðrúnu
Maríu Bjarnadóttur, vinkonu
minni. Hún lést 16. janúar 1973
og var honum mikill harmdauði.
Hjónaband þeirra var traust og
gott. Þó þau byrjuðu að búa á
kreppuárunum skorti aldrei fæði
eða klæði. Dugnaðurinn og kraft-
urinn var svo mikill að Hallgrímur
var aldrei atvinnulaus eftir að ég
kynntist honum. Guðrún var dug-
leg og myndarleg kona og bera
börnin fimm þeim gott vitni. Af-
komendur þeirra eru fjöldamargir,
allt myndarfólk.
Við glöddumst oft saman fram
eftir árum meðan vinirnir voru
hérna megin. Við vorum tíu hjón
sem skemmtum okkur saman og
oft var glatt á hjalla. Nú eru ein
hjón og þrír einstakiingar eftir af
gamla vinahópnum. Halli var skap-
mikill maður og stundum hvessti
þó á góðri stund væri. Þá gekk
Guðrún til hans og lagði hönd á
öxl hans og þá varð steinhljóð.
Slík var virðingin og væntumþykj-
an.
Aldrei verður þeim hjónum full-
þakkað hvað þau reyndust móður
minni vel þegar hún undi ekki hjá
okkur í Reykjavík og þráði heim á
æskuslóðimar. Þau Gunna og Halli
tóku hana til sín þrátt fyrir
þrengsli. Þau umvöfðu hana kær-
leik og blíðu og ekki voru börnin
síðri. Þau hefðu ekki getað verið
henni betri þó hún hefði verið
amma þeirra.
Hann Halli minn var ekki allra,
en ef hann tók tryggð við fólk í
alvöru dugði það ævilangt. Hann
var af dugnaðarfólki kominn, móð-
ir hans hét Jóhanna Gestsdóttir
og faðir Sigurður Gíslason. Sigurð-
ur reri í Grindavík en bjó í Hafnar-
firði. Það var löng sjávargata. Einn
veturinn var orðið þröngt í búi.
Þá tók Jóhanna sig upp og gekk
til Grindavíkur til að sækja björg
í bú og bar heim á bakinu. Þeim
var ekki fisjað saman formæðrum
okkar.
Ég dáðist oft að því hvað Halli
var sáttur við lífið og tilveruna,
Það hlýtur að vera mikil þraut að
vera kippt útúr atvinnulífinu á
góðum aldri og dragast áfram á
tveim hækjum.
Þegar ég kveð góðan vin er svo
margt sem rifjast upp og margt
sem mig langar að segja frá. Það
skortir ekki vilja en kannski vit.
Ef hann Halli vissi hvað ég er að
skrifa væri hann búinn að segja
mér að þegja fyrir löngu. Við Halli
hugsuðum okkur gott til glóðarinn-
rar að fara á Örk í Hveragerði í
næstu viku með hóp eldri borgara,
en það var tekið í taumana því
hann varð bráðkvaddur 11. nóv-
ember, svo önnur ferð var farin.
Jóna dóttir mín getur ekki verið
við útförina en kveður með þakk-
læti og vottar aðstandendum sam-
úð. Eins þótti Guðrúnu dóttur
minni mjög vænt um þau hjón og
samhryggist vinkonu sinni Hrafn-
hildi og bræðrunum. Einnig kveður
dótturdóttir mín Anna Björnsdóttir
guðföður sinn. Þeim var ákaflega
vel til vina.
Hallgrímur bjó síðustu árin í
Athvarfinu við Suðurgötu og var
ánægður þar og þakklátur fyrir
umönnun. Oft minntist hann á
Elsu. Börnin reyndust honum vel
og var hann sérstaklega þakklátur
tengdadætrum sínum.
Eg kveð góðan vin með þakk-
læti. Megi hann hvíla í friði.
Anna Arnadóttir,
Breiðagerði.
Mig langar í fáum orðum að
minnast tengdaföður míns, sem lést
mánudaginn 11. nóvember sl., 82
ára að aldri, hár aldur, en aldrei
fannst mér hann eins gamall og
árin sögðu til um þar sem hann var
ungur í anda. Ekki ætla ég að rekja
hér ættir, uppruna eða starfsferil
Hallgríms, það læt eftir öðrum
mönnum mér fróðari. Mig langar
að skrifa hér um manninn Hallgrím.
Það er ekki gert nema með stórum
lýsingarorðum. Hallgrímur var
stórbrotinn og mikilfenglegur per-
sónuleiki sem gustaði af, hrein-
skiptinn og heiðarlegur, skapmikill
og viljasterkur. Oft fannst mér að
það eina sem héldi honum uppi
væri skapið og viljastyrkurinn, þeg-
ar hann reisti sig upp með handafl-
inu einu saman og studdist við
hækjurnar sem hafa verið sem hluti
af honum nú í mörg ár. Hallgrímur
átti, eins og svo margur annar,
langa og stranga sjúkrasögu að
baki þar sem mjaðmirnar gáfu sig
um miðjan aldur þurfti hann að
ganga í gegnum marga uppskurði
áður en hann fékk einhvern bata.
En með hjálp hækjanna og bílsins
var hann fær í flestan sjó. Ekki var
Hallgrímur allra, fáa en góða vini
átti hann. Hijúfur og stundum
óheflaður á yfirborðinu gat hann
verið en inni fyrir sló stórt og hlýtt
hjarta. Hallgrímur var maður sem
þorði að koma til dyranna eins og
hann var klæddur. Hreinskilinn og
lá sjaldan á skoðunum sínum og lá
þá jafnan hátt rómur. Þáð var eng-
in lognmolla í kringum Hallgrím;
yfirleitt heyrðist í honum langar
leiðir áður en hann birtist. Það ein-
hvern veginn eins og neistaði af
honum lífskrafturinn og maður
fylltist eldimóði.
Litríkur maður er farinn sem
sjónarmissir er af. Gaman hafði
tengdafaðir minn af vísum sem
hann átti til að fleygja fram fyrir-
varalaust. Þar sem áf nógu var að
taka og vel geymt í sarpinum. Sum-
ar uppbyggilegar, aðrar léttar á
nótunum. Við Hallgrímur áttum
margar skemmtilegar stundir sam-
an, þar sem ýmislegt bar á góma,
bæði gaman og alvara. Oft gat
hann hleypt mér upp, og færðist
þá allur í aukana, því ekki vorum
við alltaf sammála. Hallgrímur var
kvæntur Guðrúnu Maríu Bjarna-
dóttur, d. 16. janúar 1973. Fimm
börn áttu þau. Þau eru Ingvar,
kvæntur Guðrúnu Þorleifsdóttur,
Guðmundur Rúnar, kvæntur' Gerðu
Halldórsdóttur, Hrafnhildur, gift
Garðari Jóhannessyni, og Jóhann
Sigurður, kvæntur undirritaðri.
Barnabörnin eru 27 og-barnabarna-
börnin 40. Ég á eftir að sákna hans,
stríðninnar og fjörugu eldhússam-
ræðnanna okkar. Ég veit að hann
fær góða heimkomu, þat- sem
Gunna hans tekur á móti honum
opnum örmum og leiðir hann á
æðri og betri stað, þann sem við
ræddum stundum um. Við hittumst
síðar.
Gréta Ingólfsdóttir
Nú er hann elsku afi okkar farinn
yfir móðuna miklu.
Okkur langar að minnast hans í
örfáum orðum. Það var alltaf glens
og grín þar sem afi var. Þrátt fyrir
að hann hafi gengið við hækjur
mikinn hluta ævi sinnar lét hann
það ekki aftra sér frá því að fara
allra sinna ferða.
Afir var ákveðinn en samt ljúfur
maður. Alltaf var glatt á hjalla á
jólunum þegar afi var kominn. Það
var alveg eins og jólin kæmu með
afa.
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu’ í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi’ að hafna,
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
(Matthías Jochumsson)
Við þökkum elsku afa okkar allar
þær yndislegu stundir sem við feng-
um að eiga með honum.
Halldór, Hallgrímur, Sigur-
björg, Rúnar, Ivar og fjöl-
skyldur.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur
og þær eru það eina sem enginn frá mér
tekur.
(D. Stefánsson)
Nú er hann Hallgrímur afi okkar
dáinn. Við eigum öll eftir að minn-
ast hans afa fyrir það hvað hann
var alltaf lífsglaður maður, aldrei
viðurkenndi hann að hann væri
gamalmenni. Hann sagði alltaf
„fólk er ekki eldra en það vill vera”.
Afi befur verið fatlaður hátt í
30 ár en við sáum hann aldréi þann-
ig. Hann hljóp um allt eins og ung-
lamb og fór þangað sem hann ætl-
aði sér. Oft keyrði hann afi einn
austur fyrir fjall til að heimsækja
vini sína á Vatnsenda í Villinga-
holtshreppi. Ef hann var spurður
hvað hann tæki til bragðs ef það
myndi springa hjá honum, því ekki
gat hánn gert það sjálfur vegna
fötiunar sinnar, sagðist hann myndi
stoppa næsta bíl og biðja um að-
stoð, ög við vissum að það myndi
ekki veijast fyrir honum,
Afi stundaði sund og heitu pott-
ana í sundlaug Keflavíkur í mörg
ár, alveg fram á síðasta dag. Var
hann mættur þangað um sjöleytið,
manna fyrstur, flesta morgna.
Alltaf leið honum afa þó best í
sól, hann var fyrstur manna til að
fara með uppáhalds sólstólinn sinn
út í skotið- á Suðurgötu 15-17,
snemma á vorin um leið og sólin
sást á lofti.
Eins lengi og afi kom því við
ferðaðist hann til sólarlanda utan
síðastliðin þijú ár. Veitti þetta hon-
um mikía gleði og ánægju.
I hugum okkar eldri systkinanna
geymist minning um samveru-
stundir með afa og ömmu, sérstak-
lega um jólin, þegar fjölskyldumar
komú allar saman heima hjá þeim.
Eða á sumrin þegar þau tóku okkur
krakkana með í útilegur á Laugar-
vatn.
Það sem afi kenndi okkur
og fremst var að
i kenndi okkur fyrst
að lifa lífinu lifijidi,
og að sjá björtu hliðarnar á tilver-
unni, þökkum við honum fyrir það.
Með kveðju frá barnabörnunum,
Inga María Ingvarsdóttir,
Omar Ingvarsson,
Ingunn Osk Ingvarsdóttir,
Vilhjálmur Ingvarsson,
Kjartnn Ingvarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðasta blund.
(V. Briem)
Þetta voru mínar fyrstu hugsan-
ir þegar mér var tilkynnt að faðir
okkar hefði verið kallaður yfir
móðuna miklu. Það var ekki í huga
mér þegar ég var að tala við Hall-
grím Sigurðsson hálftíma áður en
hann dó. En það berst enginn á
móti sláttumanninum þegar hánn
kemur, þó kjarkur og lífsgleði séu
fyrir hendi.
Hallgrímur Ingiberg Sigurðsson
lést 11. nóvember sl. á Suðurgötu
15 í Keflavík. Hann fæddist 3.
október 1909 í Auðsholti í Biskups-
tungum, Árnessýslu. Foreldrar
hans voru Jóhanna Gestsdóttir frá
Forsæti í Flóa og Sigurður Gísla-
son frá Votmúla í Sandvíkurhreppi.
Hann var yngstur fimm bræðra.
Þeir voru: Þorgeir Sigurðsson, sjó-
maður, Hafnarfirði, Gísli Sigurðs-
son, lögregluþjónn, Hafnarfirði,
Helgi Sigurðsson, sjómaður, Hafn-
arfirði, Þórarinn Sigurðsson, Hafn-
arfirði. Eina uppeldissystur átti
hann, Sesselju, sem dó ung.
Á þessum fyrstu árum voru for-
eldrar þeirra í vinnumennsku og
því fjölskyldan dreifð hjá skyld-
mennum og vandalausum. Hall-
grímur ólst upp í Kálfhaga í Flóa
til níu ára aldurs. En það er ekki
fyrr en árið 1919 sem öll fjölskyld-
an kemur saman og flyst til Hafn-
arfjarðar og þar ól hann unglings-
árin. Hann átti margar góðar
minningar frá þessum árum og
átti marga góða æskufélaga þar.
Árið 1932 kynntist hann eigin-
konu sinni Guðrúnu Maríu Bjarna-
dóttur og byijuðu þau að búa í
Hafnarfirði. Eignuðust þau fimm
börn: Ingvar Hallgrímsson, raf-
virkjameistari, Keflavík, maki
Guðrún María Þorleifsdóttir, fimm
börn. Guðmundur Rúnar Hall-
grímsson, útgerðarmaður og skip-
stjóri, Keflavík, maki Gerða Hall-
dórsdóttir, fimm börn. Hrafnhildur
Hallgrímsdóttir húsmóðir, Reykja-
vík, maki Garðar Jóhannesson,
átta börn. Hlöðver Hallgrímsson
sjómaður, Keflavík, maki Guðrún
Númadóttir, þijú börn, frá fyrra
hjónabandi tvö börn. Jóhann Sig-
urður Hallgrímsson, fiskverkandi
Keflavík, maki Gréta Ingólfsdóttir,
fjögur börn.
Fjölskyldan er orðin stór, böm,
barnabörn og barnabarnabörn eru
orðin áttatíu og sex.
Hann fór snemma til sjós. Fyrst
réð hann sig á togarann Rán frá
Hafnarfirði og var þar í tíu ár. Þær
minningar sem hann átti á því
skipi stóðu alltaf hæst í huga hans.
Hann bar virðingu fyrir sínuih yfir-
mönnum og hafði oft orð á því
hvað skipstjórinn Guðmundur Sig-
uijpnsspp, reyndi^t, honijm vel og
mári ég’að Guðmuridur kom ætíð
á heimili okkar þegar hann átti
leið hér suður með sjó og hafði orð
á því hvað það pláss var vel setið
sem Hallgrímur var í. En hann var
á fleiri skipum frá Hafnarfirði þar
má nefna helst Júní og Óli Garða.
I byijun stríðsins var hann á Júpít-
er og var hann á honum til ársins
1942. Það var löng biðin eftir frétt-
um af Júpíter þegar hann var að
koma úr siglingu frá Englandi og
maður fann sem bam þá spennu
sem var í loftinu. Kemur hann eða
ekki?
Árið 1939, um haustið, kom ijöl-
skyldan til Keflavíkur. Þá var
Keflavík ekki stór en hún átti fram-
tíð og hér skyldi byggja fjölskyld-
unni framtíðarheimili. Það var
kaldur vetur sem við áttum í
Gömlubúð (en svo var húsið kall-
að), við voram þá þijú systkinin.
En það var hugsað hátt, það var
verið að bíða eftir að eignast hús
fyrir ijölskylduna. Það varð að
leggja mikið á sig en það tókst.
Hús var keypt á Vesturgötu 15
hér í Keflavík með góðra manna
hjálp. Þar stækkaði fjölskyldan,
bömin urðu fimm.
Þegar hann hætti á toguram fór
hann að stunda sjó á vélbátum en
hafði orð á því að það félli sér
ekki nógu vel en þó voru minning-
arnar um góða félaga margar. Á
mb. Birninum átti hann góðar
minningar og þar kynntist hann
skipstjórnarmanninum Ragnari
Björnssyni og hélst sá kunnings-
skapur allt til dauðadags. Þegar
nýsköpunartogararnir komu var
kominn tími til að fara á togara
aftur og taka þátt í þeirri nýsköp-
un á glæsilegum skipum. Hann réð
sig á Bjarna Riddara frá Hafnar-
firði og var þar í eitt ár. En þá
yar togari Keflvíkinga að koma og
var hann einn þeirra sem sóttu
Keflvíking til Skotlands. Þar um
borð var hann bátsmaður og var
í því starfi til ársins 1952 að hann
fór í land vegna veikinda. Um borð
i því skipi eignaðist hann marga
góða vini og kunningja því þar
voru margir ungir sjómenn að stíga
sín fyrstu spor um borð í togara
og mér hefur verið sagt að það
hefði verið gott að leita til Halla
(en svo var hann kallaður af sínum
félögum) þegar upp komu mistök
á dekki, því það kom sér vel að
hafa mann sem kunni til verka.
Allir þessir menn áttu hug hans
allan og veit ég að hann þakkar
þeim þá tryggð og vináttu sem
þeir sýndu í gleði og sorg.
Þegar í land kom setti hann á
stofn netaverkstæði og var við það
í nokkurn tíma. Hann réðst sem
hafnarvörður í Keflavíkurhöfn og
var í því starfi í sautján ár. Þá var
höfnin full af skipum og oft þröngt
á þingi. Hann hætti hjá höfriinni
eftir mjaðmaaðgerð sem hann
gekkst undir og upp frá því var
hann bundinn við hækjur það sem
eftir var ævinnar.
Hann missti eiginkonu sína 16.
janúar 1973, eftir löng veikindi.
Það urðu miklar breytingar í lífi
hans eins og hann sagði sjálfur,
að þurfa að fara hugsa um sig
sjálfur. Því að sjómannskonan var
búin að móta sína fjölskyldu í
gegnum árin. En hann var sáttur
við líf sitt. Hann vildi aldrei vera
upp á aðra kominn, en var þakklát-
ur fyrir það sem fyrir hann var
gert. Hann dvaldist í athvarfi aldr-
aðra á Suðurgötu 15 síðustu ár
ævi sinnar og þar leið honum vel
i umsjá þess ágæta starfsfólks sem
þar starfar.
Hann var skapríkur, en tryggur
vinum sínum og hafði stórt hjarta.
Við systkinin þökkum góða sam-
fylgd með foreldrum okkar og höf-
um að leiðarljósi þeirra orð — ver-
ið trú í starfi þá mun ykkur farn-
ast vel. Guð blessi minningu þeirra.
Grátnir til grafar
göngum við héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vél á braut.
Guð oss það gefí,
glaðir vér megum
þér síðan fylgja í friðarskaut.
(V. Briein)
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Ingvar
tjsv •>•*«! ninriL'K £ luó'iori rnoá ftir