Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
29
Guðmundur Guð-
mundsson — Minning
Vinur okkar Guðmundur Guð-
mundsson er látinn. Hann kvaddi
þennan heim á sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum eftir nokkurra vikna legu
88 ára að aldri. Sá aldur mun ekki
í okkar huga virka sem svo mikill,
ekki eftir að hafa þekkt Guðmund
Guðmundsson. Hann sem alltaf var
svo síungur, í sjón og raun.
Guðmundur var sérstakt snyrti-
menni í sér og við allt sem hann
gerði, m.a. bar bíllinn hans þess
góðan vott. Hann var og léttlyndur
og gleðimaður mikill og hafði gaman
af að taka lagið í góðra vina hópi,
en hann gat líka hnýtt saman ólík-
legustu orðum ef því var að skipta
og hlutirnir runnu ekki áfram fyrir-
stöðu lítið, en það risti ekki djúpt
og var meira af vana. Menn brostu
gjarnan að.
Það er ekki ætlun mín að rekja
starfsferil Guðmundar, það munu
aðrir gera. En mig langar til að
þakka honum hlýja og einlæga vin-
áttu í garð okkar hjóna og þá sér
í lagi í garð barna okkar allra. Þær
systur ólust upp í návist hans fyrstu
misserin og árin á Skriðuklaustri
og tókst með þeim gagnkvæm um-
hyggja og vinátta — sem ekki
breyttist þótt við flyttumst um set,
því hann kom hér oftast við er hann
átti leið um, eða bara gerði sér ferð.
Og ef þær stöllur sáust ekki þegar
hann kom var það hans fyrsta
spurning — hvar eru þær systur?
Sem dæmi um virðingu þeirra fyrir
honum var að þegar litli bróðir
fæddist þá var það þeirra fyrsta
hugsun — ekkert annað kom tii
greina — að hann yrði látinn heita
Guðmundur.
Mér er minnisstætt þegar ein-
hverju sinni sást til ferða Guðmund-
ar, að þær hlupu út á móti honum
og allar vildu verða fyrstar að spyrja
hvort honum væri nú ekki sama um
að litli bróðir yrði látinn heita
Guðmundur. Jú — hann fór kannski
pínulítið hjá sér — en svo hló hann
bara og klappaði þeim á kollinn og
svaraði: „Ætli það ekki bara —
ætli mér sé ekki alveg sama”.
Og það þarf ekki að orðlengja
það að með þeim nöfnum tókst hin
besta vinátta og fögnuðu þeir hvor
öðrum ævinlega. Oft gripu þeir til
spilanna og var bráðum mikill metn-
aður að vinna hinn og einnig báðir
örlítið tapsárir, sér ílagi ef stórt var
tapað.
Hér er stiklað á stóru en Guð-
mundar verður lengi saknað og
hygg ég að undir það geti margir
tekið. Það verður skarð á gamlárs-
kvöldi, en ég veit líka að hans er
fagnað handan við okkar lögmál.
Blessuð sé minning Guðmundar
Guðmundssonar frá Skriðuklaustri.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar.
Elín Kröyer
Guðmundur á Sriðuklaustri er
látinn. Andlátið bar að síðla kvölds
8. nóvember á Sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum. Fallinn er samferðamaður
á löngu skeiði ævinnar. Fyrst sem
vinnumaður hjá mér í Eyjafirði, síð-
ar sem húskarl á Skriðuklaustri, að
mestu þau þrettán ár, sem ég var
bú- og tilraunastjóri þar. Er ég hvarf
þaðan, var Guðmundur áfram við
bústörf og staðarmaður þar, nær til
dauðadags. Kynni okkar og fjöl-
skyldu minnar héldust alla tíð og
var hann heimilisvinur fjölskyldunn-
ar allrar í raun til lokadægurs. Hann
var mjög barngóður og kom það
glöggt í ljós við vinsemd er haldist
hefír alla tíð.
En hver voru helstu einkenni
Guðmundar? í stuttu máli tel ég þau
glaðværð, snyrtimennsku og vand-
virkni. Hann var þekktur fyrir léttan
glaðværan hlátur og þess vegna
fylgdi honum nafngiftin Guðmundur
glaði. Hann var gefinn fyrir söng,
var yfirleitt þátttakandi þar sem
kunningjar hittust og tóku lagið t.d.
á ýmiskonar sveitasamkomum.
Hann var í ýmsum kórum, t.d.
kirkjukór Grundarkirkju í Eyjafirði,
en á Grund var hann húskarl í nokk-
ur ár og í kór Valþjófsstaðakirkju.
í Eyjafirði vorum við saman í karla-
kór Hrafnagilshrepps þar sem söng-
stjóri var ungur maður Ragnar
Helgason frá Þórustöðum. Minnis-
stæð „vin” í endurskini lífs. Svo var
hann í Kantötukór Akureyrar hjá
Björgvin Guðmundssyni, fór í söng-
ferðalag með kórnum. Líkaði vel við
Björgvin og ég man m.a. frásögn
Guðmundar af því að eitt sinn var
Björgvin mæddur og stundi því upp
„að þeir væru búnir að barna allan
sópraninn fyrir sér”.
Snyrtimennskan var almennt
þekkt og á Skriðuklaustursárunum,
er við vorum saman í útréttingum,
en Guðmundur var bílstjóri á vöru-
bíl búsins öðrum fremur, þá hefði
af einhveijum verið talið að Guð-
mundur hlyti að vera bústjórinn.
Velvirkni hans og frágangur verka
í tækjum og öllu því er störf snerta
var þekkt, t.d. í hirðingu búfjár og
því er sífellt er fýrir hendi í tiltekt
og ytri svip búa. Ég minnist frá
einhveijum tímamótum í mínu lífi
eða búsins að ég var að þakka hlý-
leg orð frá starfsmanni er oft greip
inn í tíma og tíma og var mikilvægt
fyrir búið, þá sagði ég að dugnaður
hans og afköst hefðu komið sér
sérstaklega vel, því ég hafði
Guðmund til að ganga í nostrið.
Öll þessi ár er Guðmundur var
heimilismaður á Skriðuklaustri hefir
hann að vissu leyti verið styrkur
staðarins. Fjöldi manna ann þessum
stað. Miklar breytingar er ekki það
sem flestir velunnarar sjá. Það er
ein saga, sveitalíf, sem hefir grunn-
skeið til framvindu. Síðari hluta
þessarar aldar hefir Guðmundur
verið lengst heimilismaður, hlátur
hans og létt lund hefir minnt marga
er þangað koma á að í raun er stað-
urinn enn sá sami. Það er áreiðan-
lega stór hópur er kveður Guðmund
með mikilli þökk við lokadægrið.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi. Svo mælum við í minni fjöl-
skyldu.
Jónas Pétursson
Hann Guðmundur frændi minn
og vinur á Skriðuklaustri er dáinn.
Að slepptu síðasta misseri og þó
sérstaklega síðustu vikum og dögum
í lífi hans var hann einn af þeim
mönnum, er síst minntu á forgengi-
leika lífsins. Satt að segja hafði
hann furðu lítið breyst frá því er
fundum okkar bar saman, haustið
1959, hér á þeim stað, Skriðu-
klaustri, sem ég nú sit og rita þessi
fátæklegu orð.
Trúlega hefur hinni ósigrandi
Elli kerlingu ekki staðið á sama um
lífskraft þessa síunga og hlátur-
milda öldungs, komnum á níræðis-
aldur án þess að láta teljandi á sjá.
Hvort sem sú gamla hefur átt þar
hlut að máli, þá barst henni loks
sá liðsauki í líki þess siúkdóms, sem
nú hefur feijað gamla manninn yfir
móðuna miklu.
Þessari hinstu ferð sinni, sem tók
blessunarlega skamman tíma, tók
Guðmundur af æðruleysi og karl-
mennsku enda kunni hann vel að
viðurkenna staðreyndir og óumflýj-
anleg lögmál lífs og dauða. Þeim
hafði hann á langri ævi kynnst, frek-
ar en margur annar og nægir að
nefna missi eiginkonu og dóttur í
upphafi hjúskapar. Slíkan harm og
annað það, sem miður fór á lífsleið-
inni bar hann aldrei á torg. Má full-
yrða að engum, sem ekki til þekkti,
hafi boðið í grun að á bak við létta
lund hans og afar heilbrigð lífsvið-
horf, hafi leynst slíkir atburðir.
Guðmundur fæddist á Freyshól-
um á Völlum 24. maí 1903. Foreldr-
ar hans voru þau Guðmundur Jóns-
son og Sigurbjörg Jónsdóttir, en
móðir hennar Ljósbjörg og Sigríður
langamma mín í föðurætt voru syst-
ur.
Guðmundur ólst upp á Freyshól-
um ásamt systkinum sínum, þeim
Sigrúnu, síðar húsfreyju á Vaði í
Skriðdal og Jóni síðar bónda á
Freyshólum, en þau eru nú bæði
látin.
Guðmundur stundaði vegavinnu
og ýmis störf utan heimilis með aldri
og þroska en árið 1927 giftist hann
Sigríði Guðmundsdóttur Kjerúlf.
Árið 1931 eignuðust þau dótturina
Sigurbjörgu. En skjótt skipast verð-
ur í lofti maðurinn með ljáinn tók
þær mæðgur báðar frá honum
stuttu síðar eins og áður er vikið að.
Upp úr þessu, eða árið 1934 flutt-
ist Guðmundur í Eyjafjörð og var
þar í vinnumennsku, lengst af á
Grund hjá Ragnari Davíðssyni og
síðar á Hranastöðum hjá Jónasi
Péturssyni, síðar tilraunastjóra á
Skriðuklaustri og alþingismanni
Austfirðinga um árabil.
Þegar Jónas gerðist tilraunastjóri
á Skriðuklaustri vorið 1949 atvikað-
ist það því svo að Guðmundur kem-
ur aftur austur og réðst í fjár-
mennsku og aðra vinnu á tilrauna-
búinu.
Alla tíð síðan var Guðmundur
heimilisfastur á Skriðuklaustri og
vann þar hjá þrem tilraunastjórum
eftir að Jónas flutti frá Klaustri og
sýnir það e.t.v. best hve miklu ást-
fóstri Guðmundur tók við staðinn
og ekki síður hve vel honum lynti
við fólk, enda var hann einstakt
snyrtimenni, verklaginn, glaðsinna
og þægilegur í allri umgengni.
Guðmundur hafði hinsvegar ætíð
sínar sjálfstæðu skoðanir á mönnum
og málefnum, var vandur að virð-
ingu sinni og gat skipt skapi þegar
svo bar undir en það stóð aldrei
lengi og var eftirmálalaust.
Guðmundur var tryggur vinur vina
sinna og var því afar mikill aufúsu-
gestur. Ég veit að ég er ekki einn
um þá reynslu. Það var ætíð hátíð
á heimilinu þegar von var á Guð-
mundi í heimsókn þegar við fjöl-
skyldan bjuggum á Akureyri. Það
voru sannar sólskinsstundir þar sem
glaðværðin ríkti. Þetta átti ekki síst
við um börnin á heimilinu sem skynj-
uðu fljótt falslausa gleði hans og
glens og hændust að honum.
Þessir sundurlausu minningar-
punktar um Guðmund yrðu harla
lítils virði án þess að minnst sé á
tvennt að auki. í fyrsta lagi hversu
mikið yndi hann hafði af söng. Þar
lét hann ekki sitt eftir liggja, hvort
sem var á góðri stund eða í kór-
starfi. Hann söng t.d. um árabil í
Kantötukórnum á Akureyri og átti
sinn fasta sess í kirkjukór Valþjófs-
staðakirkju. Mun lengi óma í hugum
okkar björt og söngglöð tenórrödd
hans. Hitt er að Guðmundur hafði
mikið "'dálæti á skepnum, einkum
sauðfé. Var unun að koma á
Grundahúsin á Klaustri og líta yfir
fjárhópinn hans og skynja vellíðan
þess og sjá hversu vel var um allt
gengið. Má nefna að hann fylgdist
með framgangi fjársins af áhuga
allt til dauðadags og var nýbúinn
að skoða vigtarseðla frá síðast
hausti.
Guðmundur var einn af þeim
mönnum, sem sagði ekki meira en
hann gat staðið við. Slíkt er dæmi
um grundvallaratriði í tilverunni,
sem manni finnst að nú almennt sé
á undanhldi.
Það sem hér hefur verið tæpt á
í fari Guðmundar og fleira þótt hér
verði látið ótalið, ber allt vott um
heilbrigð lífsviðhorf hans sem svo
dýrmætt og lærdómsríkt hefur verið
að kynnast. Fyrir það og allar sam-
verustundirnar vil ég fyrir mína
hönd og fjölskyldu minnar þakka
að leiðarlokum.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra ættingja og vina Guðmundar
þegar sérstakar þakkir eru að lokum
færðar læknum og starfsfólki því
er annaðist Guðmund síðustu legu
hans á Heisugæslustöðinni á Egils-
stöðum, þar sem einstök nærgætin
og ljúfmennska var ætíð í fyrir-
rúmi. Verið blessuð fyrir það og guð
blessi minningu Guðmundar
Guðmundssonar.
Þórarinn Lárusson
Ég heyrði það í útvarpinu um
daginn að hann Guðmundur Guð-
mundsson væri dáinn. Það hefði
ekki átt að koma mér á óvart og
gerði það kannski ekki, en samt brá
mér svolítið. Ég held það séu ein
tíu ár síðan ég sá hann síðast. Fyrst
kynntist ég honum tíu ára strákur
árið 1971 og þá hefur hann verið,
sé ég núna, 68 ára gamall. Hann
átti heima á Skriðuklaustri og var
þar vinnumaður og þangað höfðu
foreldrar mínir flust, faðir minn til
að vera þar tilraunastjóri. Þannig
háttar til á Skriðuklaustri að þar -
eru tvö íbúðarhús, annað stærra,
eldra og stórum glæsilegra sem
Gunnar Gunnarsson lét reisa og hitt
yngra, byggt af Matthíasi Eggerts-
syni, sem var forveri föður míns á
Skriðuklaustri, eftir teikningu frá
Teiknistofu landbúnaðarins. í því
húsi bjuggu foreldrar mínir fyrstu
árin og fluttust svo í stóra húsið
og bjuggu þar ásamt Guðmundi
gamla og öðru góðu fólki sem vann
á búinu. Þetta var eitt stórt heimili,
þar borðuðu allir saman og deildu
kjörum sínum. í stóru húsinu var
samt nægt pláss til að allir ættu
sitt afdrep í einu herbergi eða
fleirum.
í þessu húsi átti Guðmundur
heima frá því að tilraunabúið var
sett þarna á fót árið 1949 undir
stjóm Jónasar Péturssonar sem
seinna varð þingmaður sjálfstæðis-
manna fyrir Austfirðinga. Þeir Jón-
as og Guðmundur höfðu kynnst á
Norðurlandi nokkrum árum fyrr og
í framhaldi af því hefur Jónas lík-
lega boðið Guðmundi að flytja með
sér að Klaustri. í Fljótsdalshéraði
fæddist Guðmundur reyndar, árið
1903, og bjó þar fyrstu áratugina,
kvæntist þar Sigríði Guðmundsdótt-
ur frá Hafursá (1927) þar sem
Guðmundur bjó með henni og var
skráður vinnumaður og'eignaðist
með henni dóttur, Sigurborgu, fjór-
um árum síðar. En konu sína missti
hann úr berklum þegar telpan var
rétt rúmlega eins árs og telpuna svo
árið eftir. Uppúr því fluttist
Guðmundur norður og var meðal
annars vinnumaður á Grund í Eyja-
firði. Ég heyrði Guðmund aldrei
tala um konu sína og barn, en hann
minntist stundum á Grund í Eyja-
firði. Á þessum árum var Guðmund-
ur í Kantötukórnum á Akureyri og
þess minntist hann oft. Guðmundur
hafði góða tenórrödd og hann söng
oft og mikið. Þegar hann hafði glatt
sig á víni brást ekki að hann færi
að syngja:
Gott áttu hrisla á grænum bala
glöðum að hlýða lækjamið
þið megið saman aldur ala
unnast og sjást og talast við...
(Páll Ólafsson/Ingi T. Lámsson)
Guðmundur gladdi sig reyndar
oft á víni og söng með öðrum Fljóts-
dælingum. Hann var áreiðanlega
forframaðasti og besti söngmaður-
inn í dalnum um sína daga. Hann
söng lengi með kirkjukörnum sem
stundum var prýðilegur kór á sína
vísu þó hannhafi eflaust aldrei jafn-
ast á við Kantötukór Akureyrar.
Hann skar sig úr á annan hátt en
fyrir sönginn því hann var ákaflega
mikið snyrtimenni.
Þegar ég var strákur heyrði ég
trúlega sögu, sem ég veit ekki hvort
er sönn, af því þegar Guðmundur
fór með einum tilraunastjóra niður
á Egilsstaði og þeir tóku á móti
gestum og gestimir tóku innvirðu-
lega í hönd Guðmundar og bjuggust
til að ræða landbúnaðarmálin en
tóku ekki frekar eftir tilraunastjór-
anum, sem þeir töldu líklega vinnu-
karl.
Föt Guðmundar voru gjarnan
grá. Stundum þegar Guðmundur
hafði haft sig til slúðraði sumarfólk-
ið sem á búinu vann í skólafríum
um að hann væri litblindur, en þess
sá ekki mikinn stað ef satt var og
skipti litlu, hann var yfirleitt best
klæddi maðurinn í Fljótsdal fyrir
því.
í Guðmundi gamla mættust gam- .
alt og nýtt. Nokkrum árum eftir að
við fluttumst á Klaustur þurfti að
gera aðgerð á Guðmundi. Hann var
veill fyrir lijarta og nú voru góð ráð
dýr. Málalyktir urðu þær að komið
var fyrir batteríi inni í líkama
Guðmundar gamla og þóttu mikil
undur í Fljótsdal. Batteríið var í
nánum tengslum við hjartað og þeg-
ar eitthvað skorti á kraftinn í því
kom rafstuð úr batteríinu og hjartað
gekk eins og í unglambi. Auðvitað
dugði ekkert minna en háþróaðasta
læknislistin í veröldinni þegar
Guðmundur gamli íjármaður á
Klaustri kenndi sér meins í hjartanu.
Guðmundur gerði sér upp áhyggju-
svip þegar heim var komið úr að-
gerðinni og kvartaði yfir að nú
gæti hann líklega aldrei dáið.
Þó Guðmundur væri herramaður
og fínn í tauinu vann hann sín stöif
að minnsta kosti langt fram undir
áttrætt. Lengi vel undi hann sér
best í heyskapnum á gömlum Farm-
all kubb traktor með hliðarsláttu-
vél. Svo gekk Farmallinn úr sér og
þá sneri Guðmundur sér að nútíma-
legri verkfærum. Og fyrstu árin sem
við bjuggum á Klaustri sá hann um
sín sérstöku fjárhús, Grundarhúsin,
og sínar sérstöku kindur sem þar
áttu heima. Ég veit ekki hvort
Grundarhúsin standa enn, en það
ættu þau að gera því þau voru úr
torfi og grjóti. Ég man eftir honum
þar í fjárhúsdyrum, þybbnum eins
og hann alltaf var, í fjárhúsaano-
rakknum sínum kibba á rollumar
sínar. Honum þótti vænt um þær
eins og hinum fjármönnunum, þeir
þekktu þessar nokkur hundruð roll-
ur flestar með kennitölunni sem þær
báru og ættir þeirra nokkra liði
aftur.
Guðmundur var nútímamaður þó
honum léti vel að vinna með gömlum
hætti og hann hafði lifandi áhuga
á því uppbyggingarstarfi sem fram
fór á búinu á þessum tíma og tók
þátt í þeim starfa sjálfur fram
eftir öllu.
í Fljótsdal var ekkert til sem hét
kynslóðabil. Það breytti því samt
ekki að lengst af var Guðmundur
gamall og ég barn eða unglingur
meðan ég umgekkst hann. Ekki
bætti úr skák að ég var ekki góður
söngvari og reyndar svo óefnilegur
að Guðmundur reyndi ekkert að
kenna mér þá göfugu list, þó barn-
góður væri. Það þykir mér núna
miður. Þannig tók ég minna en
skyldi þátt í þeim söngskemmtunum
sem hann stóð fyrir og lærði aldrei
að syngja almennilega Gott áttu
hrísla.
En Guðmundur gamli var æsku-
maður á milli sjötugs og áttræðs,
þá söng hann og drakk frekar með
ungum mönnum, og munaði jafnvel
hálfri öld á honum og þeim, heldur
en gamlingjunum, en þannig lýsti
hann jafnöldrum sínum gjarna, ég
held án þess að taka eftir því.
Síðustu árin sem foreldrar mínir
bjuggu á Klaustri fór Guðmundur
að venja komur sínar með flugvél á
heilsuhælið í Hveragerði og kom
jafnan endurnærður og frískur til
baka eftir mislanga dvöl. Og ein-
hvern tíma fór mamma með honum
og dætrum sínum til Noregs í
skemmtireisu að heimsækja norska
stúlku sem hafði unnið hjá okkur
eitt sumarið. Það var eina ferð
Guðmundar til útlanda um sína
daga. í henni þótti honum tilheyra
að kaupa sér föt og hann gerði það.
Þannig var Guðmundur gamli víð-
förull heimsmaður á gamla mátann.
Þegar ég þekkti Guðmund gamla
lifði hann sáttur við sinn starfa,
söng og gleði, svo mjög að manni
datt ekki í hug nokkur sú breyting
á lífi hans sem til batnaðar gæti
orðið, ólíkt því sem á við um alltof
marga. Mér skilst að þannig hafi
hann lifað til æviloka, þó nokkuð
hljóti annríki hans að hafa minnkað
á níræðisaldrinum.
Síðustu tvö árin dvaldist Guð-
mundur í félagsskap sveitunga síns,
Níelsar í Seli, á elliheimili á Egils-
stöðum. Ég sendi honum innilegar
samúðarkveðjur.
Þorbergur Þórsson