Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 Svava Guðjóns- dóttir — Minning Fædd 8. febrúar 1911 Dáin 10. nóvember 1991 Yndisleg kona, svo sterkur per- sónuleiki og alltaf til í að gefa ævintýrinu möguleika, undrinu í líf- inu, voninni til hins betra. Og nú er hún Svava sigld, hin hliðin á Oddgeirslögunum, konan sem skóp stemmninguna í tilfinningaríkri en brothættri veröld listamannsins sem samdi sig inn í hjörtu samlanda sinna eins auðveldlega og lindin tær slekkur þorsta á einu andartaki. Svava og Oddgeir, aðeins tvö orð sem þó hljóma eins og fegurst Ijóð, því bak við þau stóðu einstaklingar sem allir elskuðu og dáðu í tign þeirra og látlausu fasi. Það var. alltaf hátíð að hitta Svövu, hvort sem það var á örskoti heima í Eyjum eða á Ránargötunni í Reykjavík, ekki aðeins vegna þess hve snör hún var að hræra pönnu- kökudeig og bera kræsingar á borð, heldur fyrst og fremst vegna þess að persóna hennar var hátíð í sjálfri sér. Aldrei dró hún úr, spurði stund- um á nótum efasemda þegar áform- in voru af stærri gráðunni, en jafn- 1 vel efasemdarspurningamar undir- strikuðu að hún var til í tuskið, til í að vera jákvæð gagnvart við- mælanda sínum og hvetja hann fremur en letja. Í pönnukökuúði á Ránargötunni fyrir fáum vikum var hún eldhress í spjalli um lokapsrett- inn varðandi viðamikla hljóm- plötuútgáfu á lögum Oddgeirs, þar sem hún og Vestmanneyingar em útgefendur. Á sjúkrabeði undir lok- in reis hún upp stundarkorn pg horfði út um leið og hún sagði: „Ég — • heyri vorið vængjum blaka og von- ir mínar undir taka.” Þannig var Svava. Það var sem stórt í sniðum strandaði ekki hjá henni, en allt leið þetta áfram hægt og rólega eins og lífsnautnin frjóa. Mannlífið átti mikinn vin í Svövu. Það fylgdi henni síst hávaði, en þeim mun meiri hlýja og innileg lífsgleði og gamansemi fram í fingurgóma. Það vom mikil hlunnindi að kynnast þessari konu og arfur þeirra Odd- geirs til komandi kynslóða eru söng- perlur sem munu skína um ókomna framtíð. Megi góður Guð varðveita Svövu í Oddgeirs-melódíum eilífðar- innar, gefa hinum líkn sem lifa og sakna sárt mannvinar, yndislegrar ^ konu. Árni Johnsen Í dag fer fram í Vestmannaeyjum jarðarför Svövu Guðjónsdóttur, sem andaðist í Borgarspítalanum þann 10. nóvember síðastliðinn eftir stutta legu. Svava var fædd í Vestmannaeyj- um 8. febrúar 1911 og voru foreldr- ar hennar Guðbjörg Jónsdóttir og Guðjón Guðjónsson, lengst af kenndur við Sjólist. Svava ólst upp í Eyjum við svipuð skilyrði og önn- ur börn úr alþýðustétt og mun fljótt hafa farið að vinna fyrir sér. Vann hún um tíma í Reykjavík en hvarf síðan aftur til Eyja og þar beið hennar mannsefnið Oddgeir Krist- jánsson frá Heiðarbrún. Það fyrsta sem ég man eftir af samskiptum mínum við Svövu, var þegar hún lá á sæng og ól sitt fyrsta bam, sem síðar hlaut nafnið Hrefna Guðbjörg. Kristján faðir Oddgeirs hafði komið sér upp kúabúi með þrem kúm og var mjólk send til Svövu og litla barnsins. Við vorum mörg systkinin á Heiðarbrún og voru þau yngri látin færa Svövu mjólkina. ' Ég var elstur í þeim hópi orðinn 10 ára og öll vildum við koma til Svövu. Varð að setja reglur um hver yrði mjólkurpóstur í það og það skiptið. Eins og sjá má af ofangreindu varð Svava fljótt vinsæl meðal Heið- arbrúnskrakkanna og áttu vinsæld- - ir hennar eftir að vara meðan hún lifði. Árið 1933 gifta þau sig Svava og Oddgeir og fá á leigu litla ris- íbúð vestast á Vestmannabrautinni og búa þar í nokkur ár, við fremur þröngán kost. Þau hjónin eignuðust 3 börn, þau Hrefnu eins og áður er getið og síðar Kristján, sem lést í bernsku og svo Hildi. Nú eru barnabörnin orðin 5 og barnabarna- börnin 4. Ungur að árum byrjaði Oddgeir að spila á hljóðfæri og að semja sönglög og fylgdi þessu oft mikið umstang. Einnig kenndi hann á hljóðfæri og stjórnaði kórum og Lúðrasveit. Stundum fylltist íbúðin af strákum sem tóku til að syngja fullum hálsi og fylgdi þessu gáski og gleði. Einhver kona hefði Iátið hugfallast í hávaðanum sem þessu fylgdi en það gerði Svava ekki, heldur tók þátt í leiknum með brosi, og spilaði á gítarinn sinn og söng með. Hún hafði laglega söngrödd og fór vel með lög. Síðar lagaðist með húsnæði þeirra hjóna þegar þau eignuðust Heiðarveg 31. Og þá komu fram nýir listrænir hæfileikar þeirra þeg- ar þau tóku til að rækta garðinn þar og gerðu að einum fegursta garði bæjarins. Árið 1966 þann 8. febrúar var Oddgeir bráðkvaddur þar sem hann var við vinnu sína. Þau hjónin höfðu unnið saman að útgáfu 27 laga Oddgeirs sem ekki var lokið. Nú tók Svava við og bömin og með aðstoð góðra manna tókst henni að ljúka verkinu og 1968 komu lögin út í glæsilegri útgáfu. Árið 1972 fyrir eldgos flutti Svava til Reykjavíkur þar sem flest- ir afkomendur hennar eru orðnir búsettir þar. Líf hennar snýst nú um bömin og að koma lögunum hans Oddgeirs á framfæri. Á 75 ára afmæli Oddgeirs var flutt veg- leg dagskrá með lögum hans og átti Svava eflaust sinn þátt í því. Þann 16. nóvember næstkomandi hefði Oddgeir orðið 80 ára ef hann hefði lifað. Búið er að gera dagskrá um lögin hans sem flutt verða í sjónvarpi og hefur Svava og vinir fjölskyldunnar átt sinn þátt í því. Á afmælisdegi Oddgeirs verður Svava jarðsett við hliðina á manni sínum, hvort þau geta hlustað á dagskrána með lögunum ljúfu, veit ég ekki, en ég bið þess að þau megi hvíla í friði um ókomna tíð. Mikill harmur er kveðinn af ætt- ingjurh og vinum við fráfall Svövu og við Heiðarbrúnssystkinin send- um okkar dýpstu samúðarkveðjur og þökkum samfylgdina. G. Kr. Árið 1911 er merkilegt í ís- lenskri sögu. Háskóli íslands var stofnaður og þingmenn samþykktu að veita konum þau mikilvægu rétt- indi að mega mennta sig, gegna embættum og njóta námsstyrkja. Þetta voru merkt tíðindi, en í hugum okkar sumra stafar Ijóma af þessu ári vegna þess að þá fæddist Svava Guðjónsdóttir. Þau eru ekki svo fá afmælisboðin sem við höfum notið í minningu þessa árs, afkomendur hennar og nánustu vinir, með mat og miklum söng. Meira um það síð- ar. Svava Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 8. febrúar þetta merka ár 1911. Á uppvaxtarárum hennar í Eyjum var útgerð vax- andi, vélknúinn bátafloti sigldi úr höfn á hveijum degi og skilaði sér oftast að kvöldi hlaðinn fiski. í landi var flakað og saltað og þegar vor- aði var farið að breiða og þurrka. Konur og krakkar unnu á stakk- stæðum og í góðu veðri var Heima- ey skellótt af hvítum saltfiskbreið- um. Yfir veturinn fylltist bærinn af piltum ofan af landi sem komu á vertíð og af stúlkum sem þjónuðu á heimilum útgerðarmanna og sáu til þess að sjómennirnir fengju mat og hreinan galla. Millilandaskipin komu alltaf við í Eyjum á þessum árum, farþegar, farangur og vörur voru flutt á milli skips og Iands í litlum bátum. Einu sinni steig Don Kosakkakórinn á land í Eyjum og söng fyrir fólkið. Menn skemmtu sér á þjóðhátíð, sungu í brekkukórn- um og borðuðu lunda rétt eins og nú. Böll voru haldin og krakkar fóru í bíó þar sem þöglu myndirnar sýndu elskendur faðmast með til- þrifum eða hvíta landnema á flótta upp á líf og dauða undan grimmum indíánum. Þetta voru dagar vín- bannsins, þegar engum var að treysta nema apótekaranum sem stundum hressti upp á sálirnar í neyð. Svava var sandgreifynja rétt eins og sandgreifarnir pabbi minn og Björn Th. sem lýst hefur heimi þeirra stráka sem ólust upp niður við höfnina í Vestmannaeyjum á þriðja áratug aldarinnar Fjaran, beituskúrarnir og bryggjurnar voru ekki langt undan og í húsunum nið- ur við fjörusand bjó gott fólk sem gaman var að heimsækja. Pabbi minn bjó hjá foreldrum sínum í Litla-Bæ, Svava átti fyrst heima á Strandbergi og síðan í Valhöll þar rétt hjá. Þau tvö kynntust ung og voru vinir rheðan bæði lifðu. Sú vinátta náði einnig til manns henn- ar Oddgeirs Kristjánssonar tón- skálds eins og sjá má og heyra í öllum þeim söngvum þar sem Odd- geir á lag og Asi í Bæ texta. Sú vinátta hefur einnig tengt saman börn þeirra og barnaböm. Svava var ekki gömul þegar sorgin kvaddi fyrst dyra á hennar bæ. Sjö ára gömul missti hún móð- ur sína og eftir það varð hún nán- ast að sjá um sig sjálf. Á þeim ámm tíðkaðist að leysa upp heimili og koma bömum fyrir ef móðirin féll frá, en systkini Svövu, Guðjón, Laufey og Óskar vom ekki langt undan. Svava sagði okkur oft frá þeim tíma er hún unglingurinn var vinnu- kona á heimili útgerðarmannsins á Fögrubrekku þar sem margt var um manninn og mikð að gera. Þar sat hún oft við að verka sundmaga, en þar var líka mikið talað, sögur sagðar og sungið. Þar var gott að vera þótt vinnudagur væri oft lang- ur. Ekki veit ég hvort ungar stúlkur gerðu sér mjög ákveðnar hugmynd- ir um framtíðina þegar líða tók að alþingishátíðinni 1930. Ég gat þess í upphafi að íslenskar konur iiöfðu fengið rétt til mennta og embætta árið sem Svava fæddist og þegar hér var komið sögu höfðu þær líka öðlast kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Gallinn var bara sá að þær voru fáar sem gátu nýtt sér réttinn til mennta sökum efnaleys- is. En eitt var þeim alveg ljóst. Þær urðu að undirbúa sig undir það lífs- starf sem beið þeirra flestra - hús- móðurstarfið. Flestar stúlkur gerðu það með því að gerast vinnukonur á einkaheimilum og með því að vinna um hríð á saumaverkstæðum. Árið 1930 lagði Svava land und- ir fót og hélt til Reykjavíkur til að sjá ögn af heiminum og til mennta sig. Hún hafði þegar kynnst þeim manni sem átti eftir að verða lífs- förunautur hennar og ljóst var hvert stefndi. Því var ekki seinna vænna að hieypa heimdraganum ætti að gera það yfirleitt. Sumarið sem landslýður skundaði á Þingvöl! til að minnast 1000 ára afmælis Al- þingis vann Svava á Hótel Skjald- breið hjá þeim góðu konum Stein- unni og Margréti sem þar réðu húsum. Mikið hefur verið eldaður góður matur á því hóteli, því þar í eldhúsinu lærið Svava ýmsar listir sem mín fjölskylda naut góðs af um árabil þegar blásið var til af- mælisveislu. Jafnframt vann Svava um skeið á saumaverkstæði og lærði þar nóg til þess að framleiða langt fram eftir ævi sængurfatnað með milliverkum og merkingum, að ekki sé minnst á alla jólakjólana með víðum pilsum úr næloni og tjulli sem voru ómissandi á sjötta ára- tugnum. Svava giftist Oddgeiri Kristjáns- syni 1933 og þar með hófst hennar lífsstarf sem fólst í því að reka stóit og gestkvæmt heimili og að koma börnum sínum og barnabörnum til manns. Svava og Oddgeir eignuðust þijú börn: Hrefnu, Kristján og Hildi. Kristján dó úr berklum 9 ára gam- all og ég veit að það sár greri aldr- ei. Hrefna bjó lengi í húsi foreldra sinna þannig að börn hennar þijú: Sara, Svava og Oddgeir ólust upp hjá ömmu sinni og afa. Hildur , Sara og Svava fæddust með árs millibili en Svava Guðjónsdóttir gerði ekki greinarmun á börnum sínum og barnabörnum, hún elskaði þau öll og framtíð þeirra var það sem skipti hana mestu. Hún fylgd- ist með skólagöngu þeirra allra, hún fór til stelpnanna þegar þær fæddu börn sín, jafnvel alla leið til Amer- íku, enda var lag hennar á litlum bömum alveg einstakt. Heimilið á Heiðarvegi 31 í Vest- mannaeyjum var alveg sérstakt. Svava rak eins konar opið hús ára- tugum saman þar sem alltaf var kaffi á könnunni og setið á spjalli við eldhúsborðið, meðan Oddgeir kenndi á hljóðfæri í stofunni, gott ef lúðrasveitaræfingar vom ekki stundum haldnar í húsinu. Ná- grannakonurnar litu inn nánast á hveijum degi, en eina þeirra héldum við stelpurnar sérstaklega upp á. Hún var kölluð Malla, spáði í bolla og þótti sopinn góður. Hún hafði mikla lífsreynslu að baki, hafði þrælað allt sitt líf og upp úr henni ultu spakmælin við öll tækifæri. „Eitthvað var það sem Júdas gerði,” sagði hún. Og því var oft vitnað í núllið hennar hattlausa. Þá má ekki gleyma kostgöngur- unum Kjartani í Djúpadal, Sigurði Jónssyni og Ólafi mági Svövu sem borðaði iðulega hjá henni meðan hann var á milli kvenna. Þessir menn voru í fæði á heimilinu árum saman og voru hluti af heimilis- fólki. Einn íbúa hússins verð ég að nefna til viðbótar: köttinn Dida. Móðir mín hefur oft riíjað upp lítið atvik úr eldhúsinu hjá Svövu sem tengist kettinum. Oddgeir yngri átt það til smápjakkur að stríða kettin- um og í þetta sinn var hann að nappa fiski frá honum. Þá leit Didi þeim augum á Svövu sem sögðu: Ætlarðu að láta þetta viðgangast? Hann vissi hver hans vinur var í raun, enda var leikurinn stöðvaður. Það var mikið talað á heimilinu, en þó enn meira sungið. í afmælun- um margnefndu eftir að borðuð hafði verið heimalöguð súpa, bein- lausir fuglar og sveskjusúffle eða skóbót í desert, leið ekki á löngu áður en gítar var dreginn fram eða þá að Oddgeir settist við píanóið. Við krakkarnir vorum alltaf með, hvort sem vín var haft um hönd eður ei. Það var hvorki spurt um kýnslóðarbil eða aldur, arfi kynslóð- anna allt frá Tyrkjaráninu var miðl- að til okkar með sögum, kvæðum og söng. Á seinni árum þegar ein- hver þurfti að rifja upp texta, lag eða gamlar minningar var leitað til Svövu. Hún mundi allt. Á Heiðarveginum þar sem við áttum heima í nokkur ár var mikið krakkastóð sem hafði götuna að leikvelli. í þessu stræti bernskunnar tíðkuðust fjölmenn barnaafmæli þar sem stríðstertur réðu ríkjum. Af- mælin sem Svava hélt eru okkur Gunnlaugi bróður mínum minnis- stæð, vegna þess að ekki brást að Oddgeir spilaði undir fjöldasöng og þó ekki síður vegna suðrænu tert- unnar svokölluðu sem var og er engri köku lík. Árið 1966 varð Svava fyrir reið- arslagi. Oddgeir varð bráðkvaddur. Sorg hennar var ólýsanleg. Þau áttu svo margt sameiginlegt og elskuðu hvort annað innilega. Hún var mörg ár að jafna sig ef hún gerði það nokkurn tíma. Heimilið, börn og barnabörn kölluðu, enn var mikið verk að vinna. 1972 flutti Svava til Reykjavíkur þar sem hún bjó til dauðadags. hennar nánustu voru fluttir upp á fastalandið og nálægt þeim vildi hún vera. Eyjarnar áttu þó áfram mikil ítök í henni ög þangað fór hún oft ekki síst eftir að dóttir henn- ar og dótturdóttir fluttu aftur á heimaslóð. Ég er viss um að síðustu dagana sem hún lifði og lá á Borg- arspítalanum var hún í huganum stödd í Eyjum þeirra vordaga sem hún lifði besta, því hún fór öðru hvoru með línur úr gömlum þjóðhá- tíðarlagi: Ég heyri vorið vængjum biaka. Með Svövu Guðjónsdóttur er horfin merk kona sem lifði tímana tvenna í íslenskri sögu. Hún fylgd- ist alla tíð með stjórnmálum og skipaði sér í fylkingu þeirra sem börðust fyrir bættum kjörum alþýðu og betri heimi. Hún var þó ekki meðal þeirra sem stóðu upp á fund- um eða fóru fremstir í kröfu- göngum, hennar skyldur voru við hennar nánustu, vini og vanda- menn. Hún var kona sem gaf mik- ið, en hún skilur líka eftir sig mik- inn mannauð. Svava verður til grafar borin frá Landakirkju í dag. Við systkinin Gunnlaugur, Oli og undirrituð ásamt móður okkar Friðmey kveðj- um hana með söknuði um leið og við sendum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kristín Ástgeirsdóttir Á fimmtudegi fyrir þjóðhátíð 1970 gengur tvítugur sveitapiltur heldur hikandi skrefum upp Heiðar- veginn. Fyrsta sjóferðin að baki, fyrsta heimsóknin til Eyja stað- reynd. Leiðin lá, eins og hjá svo ótalmörgum öðrum gestum í Eyjum til fjölskyldunnar í Stafnesi. Þar var ætíð gestkvæmt á þessum árum og vel var tekið á móti öllum er að garði bar. Húsmóðirin var ein heima þegar gesturinn ungi kvaddi dyra. Ekki var laust við að hjartað tæki aukaslag og tunga vefðist um tönn. Framandi umhverfí, ókunnug full- orðin kona, önnum kafín við þjóðhá- tíðarundirbúning. Líklega best að láta sig bara hverfa, svo maður þvælist ekki fyrir, var það fyrsta sem flaug um hugann. Lengra kom- ust þær hugrenningar ekki, það tók Svövu í Stafnesi minna en fimm mínútur að heilla gestinn upp úr skónum. Næsta sem hann vissi af sér var að sitja við eldhúsborðið með mjólkurglas og möndluköku og spjalla við Svövu um heima og geima eins og hann hefði aldrei gert annað. Þegar Helga í Verkó geystist yfir götuna og bættist í hópinn, sáu þær vinkonurnar til þess að húkkballið varð að bíða næstu þjóðhátíðar. Núna, rúmlega tuttugu árum og ótalmörgum möndlukökum seinna, er auður stóll við eldhúsborðið hennar Svövu, hún er lögð af stað yfir móðuna miklu, til fundar við þá ástvini, er hún vissi að biðu henn- ar. Við sem eftir stöndum, sjáum á bak miklum og góðum félaga og vini. Svava Guðjónsdóttir var um margt mjög einstök kona og heil- steypt persóna. Hún hafði ekki langa skólagöngu til að byggja á, en var vel lesin og ákaflega víðsýn. Hennar lífsskoðun byggðist á sam- hjálp og jöfnuði, ásamt því, að hún lét sér afskaplega annt um ætt- menni sin og vini. Hún lét sig ekki muna um að skjótast heimsálfa á milli þegar til tíðinda dró í fjölskyld- unni og var til dæmis mætt til halds og trausts við fæðingu allra sinna barnabarna og langömmubarna. Hún stóð föst á sínu, en aldrei minn- ist ég þess að hún hafi hallað á aðra í orði eða verki. Það eru því miðpr of fáir sem við kynnumst á lífsleiðinni er virka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.