Morgunblaðið - 16.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
31
þannig, að okkur finnst þeir gegn-
heilir og sannir, sama hvað á geng-
ur. Ég held að flestir sem kynntust
Svövu, hvort sem þeir voru fimm
ára, fimmtán eða fimmtugir hafi
gleymt því að þeir voru ekki að
spjalla við jafnaldra, svo auðvelt
átti hún með að ná góðu sambandi
við_ fólk.
í lífsins skóla lærum við þau atr-
iði er mestu skipta í mannlegum
samskiptum ásamt fleiri undir-
stöðuatriðum. Þar var Svava svo
sannarlega mikilhæfur lærimeist-
ari, hún lagði sömu alúðina í mann-
ræktina og hún gerði í blómarækt-
uninni. Ég vil fyrir hönd margra
nemenda í þeim skóla, þakka Svövu
vinkonu minni leiðsögnina, um leið
og ég býð hana velkomna aftur
heim til Eyja, þar sem hún mun
hvíla við hlið síns ástkæra eigin-
manns. Þessi síðasta ferð er með
nokkuð öðru móti en til stóð fyrir
fáum dögum, en er þó eins og hún
hafði sjálf ákveðið að yrði, þegar
þar að kæmi.
Svava Guðjónsdóttir fer með
þeirri reisn er ætíð einkenndi hana.
Hafi hún þökk fyrir samfylgdina
og þau spor er hún markaði í þá
átt að gera okkur samferðarmenn-
ina að betri manneskjum.
Ólafur H. Sigurjónsson
Það er tómlegt að standa frammi
fyrir því, að hún Svava sé ekki leng-
ur á meðal okkar. Hún, sem var
þungamiðja Ijölskyldunnar jafnt í
blíðu sem stríðu og ómissandi þátt-
takandi í okkar daglega lífi. Það
vill oft gleymast, að öll munum við
einhvern tíma leggja upp í okkar
hinstu för og skilja ástvini okkar
eftir með söknuð í bijósti. Þáð var
erfitt að ímynda sér, að hún Svava
myndi einhvern tíma deyja; hún,
sem var svo full af lífsgleði og
áhuga á mönnum og málefnum.
Jákvætt lífsviðhorf hennar var öll-
um svo mikil hvatning og styrkur
einkum þegar á móti blés.
Ég minnist vel þeirrar stundar
er ég á unglingsárum var fyrst
leiddur inn í hús Svövu, Stafnes við
Heiðarveg í Vestmannaeyjum.
Feimnum og óöruggum unglingn-
um var strax tekið opnum örmum
en síðar átti ég því láni að fagna
að eignast Svövu sem tengdaömmu.
Með okkur tókst mikil vinátta sem
efldist og óx allt til hinsta dags. í
okkar sambandi var hún hins vegar
gefandinn en ég þiggjandinn.
Svava var einstaklega vel gerður
einstaklingur. Svo hjartahlý og
fórnfús; svo lífsglöð og jákvæð. Mér
er til efs að betri manneskja fyrir-
finnist. Avallt var hún reiðubúin að
leggja öllum lið sem til hennar leit-
uðu. Mátti einu gilda hvort erindin
voru ófyrirsjáanleg matarboð,
saumaskapur eða gisting til lengri
eða skemmri tíma, allt var gert
með sannri gleði. Enda var Svava
metin mikils af öllum sem henni
kynntust. Jafnt ungir sem aldnir
urðu hennar persónulegu vinir og
á meðal kunningja og vina gekk
hún jafnan undir nafninu „amma”.
Þrátt fyrir alla hennar kosti verð-
ur ekki sagt, að lífið hafi verið henni
leikur án mótbyrs. Erfið ár í æsku
sköpuðu þó ekki hjá henni beiskju
heldur mannkærleika, umburðar-
lyndi og víðsýni sem svo glöggt ein-
kenndu allt hennar líf. Mestu áföll-
um lífs síns varð Svava fyrir er hún
árið 1947 missti átta ára son sinn
úr berklum og 1966 er hennar ást-
kæri eiginmaður Oddgeir Kristjáns-
son tónskáld lést, aðeins 54 ára að
aldri.
Fjölskylda Svövu var henni mik-
ils virði. Hún var virkur þátttakandi
í daglegu lífi allra fjölskyldumeð-
lima bæði í gleði þeirra og sorg.
Einkum lét hún sér annt um öll
börnin í fjölskyldunni og uppeldi
þeirra. Þess munu þau njóta um
ókomna framtíð. Sérstaklega minn-
ist ég allra hennar ferða til Nor-
egs, Danmerkur, Vestmannaeyja
og Bandaríkjanna til að vera við-
stödd fæðingu afkomenda sinna.
Svava reyndist mér og fjölskyldu
minni einstakur vinur og sönn fyrir-
mynd. Ég vil þakka henni fyrir all-
ar þær gleðistundir sem við áttum
saman. Þótt hennar muni verða
sárt saknað, þá veitir sú hugsun
mikla huggun að vita að handan
móðunnar miklu mun hún nú hitta
fyrir eiginmann sinn og son sem
hún unni svo mjög.
Hvíli hún í friði.
Þórólfur Guðnason
Meðalland:
Gott sumar kveður
Hnausum í Meðallandi.
SUMARIÐ sem nú kvaddi mun fá þau eftirmæli að hafa verið í röð
þeirra bestu sem komið hafa. Nú horfa menn fram til vetrar með
meiri og betri heyfeng, en oftast áður. Og þar sem dilkar hafa reynst
með betra móti ættu bændur að geta mætt vetri með bjartsýni.
Hlýindin hafa ríkt til þessa en
allmiklar norðanáttir hafa verið
undanfarið og gert bílstjórum lífið
leitt hér á söndunum. Mikið hefur
þó verið gert að því að sá melfræi
við hringveginn á Mýrdalssandi en
þar er mest sandfokið. Hefur þetta
tekist mjög vel og á eftir að minnka
sandfokið þegar frá líður. Að sumri
er fallegt að sjá þessar löngu grænu
melskákir við veginn á bikasvörtum
sandinum.
Við segjum „gleðilegt sumar en
ekki gleðilegan vetur”. Hefur þó
veturinn líklega orðið okkur drýgi-i
hvað menningu snertir og gefið
betri tíma til þeirra hluta en sumar-
ið. En oft skyggði á að vantaði
bæði hey og mat. Nú er offram-
leiðsla á rfTat og sennilega heyi líka.
Gæti þetta þó komið sér vel því
undir lágri kvöldsól hefur jörð sést
glitrandi af vetrarkvíða.
Þetta átti svk. þjóðtrúnni að vera
fyrir snjóavetri. En köngulóarteg-
undin sem þessu veldur gæti nú
hafa fjölgað sér óvenju mikið á
þessu frábæra sumri. En alltaf þótti
nauðsynlegt að taka eftir hlutunum
og reyna að sjá nokkuð fram, hér
á landinu sem var svo norðarlega
að hafísing gat sýnt því sín köldu
ástaratlot. En oftast mun hafa ver-
ið nokkur dul yfir slíku. Og hér
hefur farið með veggjum, að vænta
megi snjóa eftir miðjan vetur. En
þetta er birt án allrar ábyrgðar, sem
auðvitað er.
- Vilhjálmur.
Til greinahöfunda:
Minningar- og
afmælisgreinar
Það eru eindregin tilmæli rit-
stjóra Morgunblaðsins til þeirra,
sem rita minningar- og afmælis-
greinar í blaðið, að reynt verði
að forðast endurtekningar eins og
kostur er, þegar tvær eða fleiri
greinar eru skrifaðar um sama
einstakling. Þá verða aðeins leyfð-
ar stuttar tilvitnanir í áður birt
ljóð inni f textanum. Almennt
verður ekki birtur lengri texti en
sem svarar einni blaðsíðu eða
fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
A
Skoðanakönnun um Slysavarnarfélag Islands:
Næstum 90% telja að SVFI
gegni hlutverki sínu vel
í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert fyrir
Slysavarnafélag íslands kenun- fram að 89,1% þeirra sem afstöðu tóku
telja félagið gegna hlutverki sínu vel. Tæplega 64% bera mjög mikið
traust til SVFÍ og tæplega 34% nokkuð mikið traust.
Könnun þessi var gerð dagana
11.-19. október s.l. og náði úrtakið
til 1500 manns á aldrinum 18-75 ára
á öllu landinu. Alls fengust svör frá
1056 manns sem er 70,4% svarhlut-
fall. Auk spurninga um hve mikið
traust fólk bæri til SVFÍ og hve vel
það teldi félagið gegna hlutverki sínu
var m.a. spurt um hvernig félagið
hafi sinnt ýmsum verkefnum, hver
ættu að vera meginverkefni SVFÍ
og hvort æskilegt eða óæskilegt
væri að Slysavarna-og björgunarfé-
lög yrðu sameinuð.
I ljós kom að 97,3% sem tóku af-
stöðu telja að SVFÍ hafi sinnt slysa-
vörnum á sjó en 63,9% telja að félag-
ið hafi ekki sinnt slysavörnum í
umferðinni. Um 55% telja að félagið
sinni slysavörnum meðal barna en
um 44% telja _svo ekki vera. Um 70%
telja að SVFÍ sinni fræðslustörfum
en 30% að félagið geri það ekki.
Við spurningunni um hver verk-
efni SVFÍ ættu að vera vildi meiri-
hlutinn, eða 51,5%, að forvarnir og
fræðsla yrðu meginverkefnin, 15,7%
sögðu almennar slysavarnir en 12,4%
nefndu slysavarnir á sjó s^rstaklega.
Hvað varðar sameiningu Slysa-
varna- og björgunarfélaga töldu
58.8% hana æskilega en 41,2%
óæskilega. Marktækur munur var á
kynjum hvað þessa spumingu varð-
ar, 63,6% karla telja sameiningu
æskilega en 53,8% kvenna.
/ /
SKOUTSALA
Síðasti dagur
útsölunnar
Opið til kl.18 í dag
Aðeins 4 verð:
990,-1490,- 1990,- 2490,-